Morgunblaðið - 06.01.2002, Page 34
SKOÐUN
34 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HÓTEL OG MATVÆLASKÓLINN
Erum að innrita í tveggja anna
nám fyrir matsveina.
Námið veitir réttindi til starfa
á fiski- og flutningaskipum.
Nánari upplýsingar veitir kennslustjóri
hótel- og matvælagreina á skrifstofutíma
milli kl. 9:00 og 15:00 í síma 594 4030.
Kennsla hefst í janúar.
Matsveinar!
Haldgott réttindanám í matreiðslu
ÉG átti þess kost að
taka þátt í viðskipta-
kynningu sem efnt var
til í Tókýó á liðnu
hausti í tengslum við
opnun sendiráðs Ís-
lands þar í borg. Einn-
ig að taka þátt í ís-
lenskri
matvælakynningu og
kynningarviku, sem
efnt var til í Peking í
tilefni af því að liðin
eru 30 ár frá því Ísland
og Kína tóku upp
stjórnmálasamband og
kínverskt sendiráð var
opnað hér á landi og
um sex ár frá því Ís-
lendingar opnuðu sendiráð í Peking.
Í mínum huga er engin spurning um
gildi utanríkisþjónustu Íslendinga,
sendiráða okkar eða kynninga á
borð við þær sem fram fóru í Tókýó
og Peking. Starf utanríkisþjónust-
unnar og viðskiptaþjónustu utanrík-
isráðuneytisins er mjög mikilvægt,
ekki síst fyrir viðskipti við hin fjar-
lægari lönd þangað sem fólk ferðast
síður. Mun auðveldara og ódýrara
er fyrir forráðamenn og sölufulltrúa
íslenskra fyrirtækja að skreppa til
Evrópulanda til að sinna viðskipta-
erindum en til landa Austur-Asíu.
Þar getur verið um mun á eins dags
ferð eða nokkurra daga að ræða með
tilheyrandi ferða- og gistikostnaði
fyrir viðkomandi aðila.
Nokkar umræður urðu hér á landi
um opnun sendiráðsins í Tókýó.
Þessar umræður einkenndust af
gagnrýni á þennan viðburð. Einkum
taldi fólk ástæðu til þess að tjá sig
og gagnrýna þann kostnað sem ís-
lenska þjóðin hafði af því að byggja
upp þessi tengsl við fjarlæga þjóð í
austri. Að mínu mati einkenndust
þessar umræður einkum af stund-
arhugsun fólks er aðeins kaus að líta
á eina hlið málsins. Tölur um kostn-
að eins og þær voru settar fram í
fréttum. Oft án þess að setja þær í
nauðsynlegt samhengi við verðlag á
fasteignamörkuðum eða öðrum
hlutum í Tókýó.
Taka verður tillit til aðstæðna
Óraunhæft er að leggja mat á
kostnað við uppbyggingu sendiráðs-
ins í Tókýó án þess að taka tillit til
allra aðstæðna. Einnig þeirra sem
ríkja á fasteigna- og leigumarkaði í
höfuðborg Japans. Japan er byggt á
fjalllendum eyjum líkt og Ísland þar
sem aðeins strand-
lengjurnar eru byggi-
legar. Japanir telja
hins vegar allt að 130
milljónum manna. Gef-
ur það augaleið að
þröngbýlt er á hinum
byggilegu landsvæð-
um. Af því lætur nærri
að myndast hafi sam-
felld byggð á stórum
svæðum þar sem mörk
borgar og annarra
byggða eru tæpast
sýnileg.
Hærra verð fyrir
leigu í 10 ár
Landleysi og fjöldi
íbúa hafa skapað þéttbýli þar sem
hver fermetri er gjörnýttur og land
því mikils virði. Einkum á þetta við
um stærstu borgir landsins. Ekki
síst höfuðborgina Tókýó sem hýsir
miðstöðvar stjórnsýslu og efnahags-
lífs landsins. Þótt kaup á húsnæði og
önnur uppbygging sendiráðsins í
Tókýó hafi kostað þær upphæðir,
sem um hefur verið rætt eða um 800
milljónir króna, er það aðeins í fullu
samræmi við verðlag á fasteigna-
markaði í borginni. Ef borið er sam-
an leiguverð fyrir húsnæði af svip-
aðri stærð og á sömu slóðum og
sendiráðið er má geta þess að leigu-
verð væri um sjö milljónir króna á
mánuði eða 84 milljónir á ári. Ef
gert er ráð fyrir að leiguverð yrði
óbreytt í áratug þyrfti íslenska ríkið
að greiða 840 milljónir króna í húsa-
leigu fyrir sendiráðsaðstöðu í Tókýó
til ársins 2010. Þarna er um hærri
upphæð að ræða, sem greiða þyrfti á
einum áratug, en nemur öllum
kostnaði við húsakost sendiráðsins.
Vart þarf að taka fram að íslenska
ríkið hefði þá ekki myndað neina
eign í höfuðborg Japans. Talið er að
fasteignaverð í Tókýó hafi hækkað
um allt að 20% frá því ákvörðun var
tekin um kaup á húsnæði fyrir
sendiráðið og samkvæmt þeim upp-
lýsingum, sem ég hef fengið um
fasteignaverð í Tókýó, er talið að
það fari hækkandi á næstunni í sam-
ræmi við þróun í efnahagsmálum
landsins sem eru að eflast að nýju
eftir tímabil nokkurrar lægðar.
Verði þróunin með þeim hætti, sem
sérfræðingar í efnahagmálum telja,
er líklegt að sú eign sem íslenska
ríkið hefur komið sér upp haldi ekki
aðeins verðgildi sínu heldur skapi
eiganda sínum umtalsverða ávöxt-
un.
Ein og hálf milljón fyrir sæng
Til að gera sér grein fyrir verðlagi
í Japan vil ég nefna annað dæmi.
Japanir hafa keypt og kaupa nokkuð
af æðardúni frá Íslandi. Kíló af æð-
ardúni er selt á um 650 þúsund jen
eða 500 til 600 þúsund íslenskar
krónur í verslunum í Tókýó. Japanir
eiga sér einnig langar hefðir í vefn-
aði og margir kjósa dýr og vönduð
sængurföt. Til sæmis úr silki. Því
eru dæmi um að ein sæng með til-
heyrandi sængurfatnaði kosti allt að
1.800 þúsund jenum eða allt að 1.600
þúsund íslenskum krónum miðað við
gengisskráningu um miðjan desem-
ber. Þess get ég til gamans en einnig
til upplýsingar um hvaða verðlag er
að ræða og nær það bæði til fast-
eigna sem annarra lífsþæginda.
Fólk horfir eingöngu á kostnað
Nokkuð hefur verið rætt um þær
breytingar sem orðið hafa á utanrík-
isþjónustunni á undanförnum árum.
Skoðanir fólks hafa verið skiptar
eins og ætíð þegar fjallað er um mik-
ilsverð mál. Í þeirri umræðu hefur
nokkuð borið á sambærilegum rök-
um og tilfinningum og komu fram í
skoðanaskiptum um opnun sendi-
ráðsins í Tókýó. Sumum hættir til
þess að horfa eingöngu á þann
kostnað, sem ríkið þarf að leggja
fram vegna þessarar starfsemi, en
gætir síður að hverju utanríkisþjón-
ustunni er ætlað skila landi og þjóð
til hagsbóta. Til að gera sér raun-
hæfa og eðlilega mynd af starfsemi
utanríkisþjónustunnar verður að
leggja kosti hennar og kostnað
hennar vegna á réttmætar vogar-
skálar í stað þess að horfa aðeins á
einn afmarkaðan þátt eins og fólki
virðist tamt að gera.
Viðskiptaskrifstofur og
viðskiptafulltrúar
Hlutverk utanríkisþjónustunnar
var lengi bundið því að efla og
treysta stjórnmálaleg tengsl á milli
Íslands og annarra landa. Á undan-
förnum árum og þá einkum síðasta
áratug hafa orðið breytingar á starfi
hennar á þann hátt að öll þjónusta
við viðskiptalíf Íslendinga hefur ver-
ið efld. Sendiráðum hefur fjölgað
auk þess sem eldri sendiráðum hef-
ur verið breytt til þess að takast á
við verkefni á sviði viðskiptaþjón-
ustunnar. Þá hefur verið efnt til sér-
stakrar viðskiptaþjónustu á vegum
utanríkisráðuneytisins og störfum
viðskiptafulltrúa komið á fót í ýms-
um löndum. Eðlilegt og sjálfsagt er
að nýta utanríkisþjónustuna til
verkefna af þessu tagi. Öllum ætti
að vera ljóst hversu viðskipti eru
nauðsynleg fyrir íslenska efnahags-
kerfið og þá ekki síst að eiga greiðan
aðgang að mörkuðum fyrir fram-
leiðsluafurðir landsmanna. Aðgang-
ur af því tagi er ekki sjálfsagt mál
eins og margir virðast telja. Vinna
þarf að markaðsmálunum með öll-
um þeim ráðum sem við búum yfir.
Þar er utanríkisþjónustan ekki und-
anskilin og reyndar ómissandi til að
tryggja samræmda og markvissa
stefnu.
Margmiðlun kemur ekki í stað
mannlegra samskipta
Í umræðum sem urðu um stofnun
stendiráðsins í Tókýó á dögunum
bar nokkuð á þeim sjónarmiðum að
við þyrftum ekki að ferðast um önn-
ur lönd á sama hátt og áður til þess
að sinna viðskiptum. Með nútíma
margmiðlun hefðu opnast nýir
möguleikar til mannlegra sam-
skipta. Tölvupóstur og símafundir,
þar sem tölvutækni er beitt til þess
að fundarmenn geti horfst í augu á
skjám, geti skilað sambærilegum
árangri og fundir þar sem fólk mæt-
ist augliti til auglitis. Margmiðlun
nútímans hefur marga kosti og nýt-
ist til samskipta á sviði viðskipta
eins og á öðrum sviðum. Hún kemur
hins vegar ekki í stað hinnar mann-
legu viðkynningar fólks hvers af
öðru sem nauðsynleg er til þess að
byggja upp og treysta viðskipti fólks
og fyrirtækja ólíkra landa. Marg-
miðlun leysir aldrei hinn mannlega
þátt fullkomlega af hólmi þótt um
dýrmætt vinnutæki geti verið að
ræða.
Verulegir markaðsmöguleikar
Ekki er unnt að horfa framhjá
þeim möguleikum, sem eru fyrir
hendi og kunna að skapast til að
finna kaupendur að íslenskum
vörum í Austur-Asíu. Fram til þessa
hafa viðskipti við þennan heims-
hluta fremur einkennst af innflutn-
ingi en útrás íslenskra framleiðslu-
aðila þótt talsverð útflutnings-
starfsemi eigi sér stað. Ljóst er að
um vaxandi markaðsmöguleika er
að ræða bæði í Japan og Kína og
jafnvel í fleiri löndum álfunnar. Ís-
lensk orkufyrirtæki eiga nú í samn-
ingum um stór verkefni í Kína og
Japanir eru einhverjar mestu fisk-
ætur í heimi svo dæmi séu tekin úr
tveimur ólíkum atvinnugreinum. Í
samskiptum mínum við fulltrúa
Kína hef ég lagt mikla áherslu á
nauðsyn þess að opna frekari mark-
aði fyrir okkur þar í landi vegna
þess að ég tel verulega skorta á jöfn-
uð í þeim viðskiptum. Stofnun Ís-
lensk- kínverska viðskiptaráðsins
var liður í viðleitni til þess að auka
viðskipti og þá einkum útflutnings-
viðskipti við Kínverja. Nokkuð virð-
ist vera að þokast í þá átt og var
fyrrgreind kynningarvika í Peking
liður í því starfi. Með stækkun við-
skiptaskrifstofu sendiráðs Íslands í
Peking, sem Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra tók formlega í
notkun í Kínaheimsókninni á dög-
unum, batnaði starfsaðstaða sendi-
ráðsins verulega og auðveldar það
íslenskum viðskiptamönnum að
sinna störfum sínum. Þá má einnig
geta þess að Kína hefur nú gengið í
Alþjóðaviðskiptastofnunina, WTO,
sem eykur líkur á vaxandi viðskipt-
um í framtíðinni. Ég tel einnig fylli-
lega tímabært fyrir Íslendinga að
huga að kaupum á húsnæði fyrir
sendiráðið í Peking, sem nú er í
leiguhúsnæði, þar sem ljóst er að
fasteignaverð í höfuðborg Kína mun
fara hækkandi á næstunni.
Fiskeldi og Japansmarkaður
Að undanförnu hafa nokkur ís-
lensk fyrirtæki unnið að því að efla
fiskeldi. Fátt bendir til að fiskveiðar
aukist í náinni framtíð og alþjóðleg-
ar spár gera ráð fyrir að nær öll
aukning neyslu fisks í heiminum
verði úr eldisfiski. Ætli Íslendingar
ekki að missa af lestinni verða þeir
að taka til hendinni heima fyrir. En
þeir verða einnig að vera viðbúnir
því að selja framleiðslu sína á bestu
fáanlegu mörkuðum heims. Í því
efni er Japan ekki undanskilið né
heldur Kína. Í báðum þessum lönd-
um geta skapast verulegir markaðs-
möguleikar í ljósi neysluvenja og
matarhefða þjóðanna.
Góð kynningaraðstaða
Hið nýja sendiráð í Tókýó er sér-
staklega vel búið til þess að sinna er-
indum viðskiptamanna. Bæði hvað
varðar aðstöðu starfsfólks sendi-
ráðsins, en einnig og ekkert síður til
þess að taka á móti íslenskum við-
skiptamönnum og veita þeim alla þá
fyrirgreiðslu og þjónustu sem þeir
þarfnast. Í sendiráðinu er gert ráð
fyrir starfsaðstöðu fyrir þá og einn-
ig aðstöðu til fundahalda og kynn-
inga. Hið fullkomna eldhús sendi-
ráðsins, sem orðið hefur fréttaefni
hér heima, er hluti af þessari starfs-
aðstöðu. Vegna þess að sendiráðið
getur boðið þessa þjónustu þurfa ís-
lensku fyrirtækin ekki að kaupa
hana af hótelum sem selja þjónustu
sína tæpast á neinu undirmálsverði
sé vitnað til fyrri dæma um verðlag í
Tókýó. Þótt hið nýja sendiráð í Jap-
an sé hér gert að sérstöku umtals-
efni er einnig vert að geta þess að
aðstaða hefur verið bætt til muna í
ýmsum öðrum sendiráðum til að þau
séu betur búin að veita forsvars-
mönnum íslenskra fyrirtækja góða
aðstoð og þjónustu þegar þeir eru
hefja sókn inn á markaði í viðkom-
andi löndum. Má þar meðal annars
nefna nefna sendiráðin í Kína, Bret-
landi, Bandaríkjunum og víðar.
Hluti af útrás
Á þeim áratugum sem ég hef
starfað að viðskiptum hefur mér
stöðugt orðið ljósari sú nauðsyn sem
felst í öflugu kynningarstarfi. Ég
hef fylgst af áhuga með þeim
breyttu áherslum sem orðið hafa á
starfi utanríkisþjónustunnar og
aukinni þátttöku hennar í viðskipta-
lífi landsmanna undir forystu Hall-
dórs Ásgrímssonar utanríkisráð-
herra. Íslendingum hefur löngum
verið lagnara að kaupa en selja. Á
þessu eru að verða breytingar. Þær
koma gleggst fram í þeirri útrás ís-
lenskra fyrirtækja á erlenda mark-
aði sem nú er hafin með dyggri að-
stoð stjórnvalda. Þær breytingar,
sem Halldór Ásgrímsson hefur af
framsýni unnið að á utanríkisþjón-
ustunni, eru hluti af þessari útrás.
Þær eru grundvallaratriði í nauð-
synlegri viðleitni okkar til að skapa
þjóðinni verðmæti með útflutningi
og viðhalda þannig öflugu efnahags-
lífi og lífskjörum hér á landi.
ÚTRÁS ÍSLENSKRA
FYRIRTÆKJA
Sigtryggur R.
Eyþórsson
Íslendingum hefur
löngum verið lagnara að
kaupa en selja, segir
Sigtryggur R. Eyþórs-
son. Á þessu eru að
verða breytingar. Þær
koma gleggst fram í
þeirri útrás íslenskra
fyrirtækja á erlenda
markaði sem nú er hafin.
Höfundur er framkvæmdastjóri
XCO og fyrrverandi formaður Ís-
lensk-kínverska viðskiptaráðsins.
Morgunblaðið/Lárus Karl Ingason
Sendiráð Íslands í Tókýó.