Morgunblaðið - 06.01.2002, Side 36

Morgunblaðið - 06.01.2002, Side 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                         !     " #$ # % # &  '())  !" # $%&'%!( )! *  !" (++  , ' $ %&! )! %&'%!(% - %  !" )!    (++  #  +.  !" (++  / / )! . ! . !) . ! . ! . !$                                            !    "  #  $%%&      !!  "#"" "$ %  "     " !!  & '! %# !!  (  ) * (  )   %# + " " !!  ,$   %# - " . !!  %"  %# !!   " . //0 ///0    !"1                                  !   "    #  $  %&''  !    " # "  # $ %$  $   &! &! $ " # '(#   ' &! $ #      #  "    #    #  $ & %  $   '   !      )  *# ' $ ( %$  $ #   +&  &  &  &                                                                ! "        #     #     $       %  & $     "  '  (     ! "  !  # $%  & '((  "  ' ) # $%"  #*+ ! , $%   # $%"  *-  .#/ 0$1  !"$ # $%"    2 ( 3#4 $1 # $%"  (/   # #    5         / )  (+ Kæri faðir. Nú er kveðjustund okkar í þessu jarð- neska lífi komin. Fyrir ári þegar þú greindist með þennan illkynja sjúkdóm, þá tókst þú þá ákvörðun, að eiga frek- ar góða daga með þínum nánustu, í stað þess að fara í lyfjameðferð eða uppskurð og verða jafnvel veikur upp frá þeim degi. Árið leið og ekki heyrðust frá þér kvartanir, ekki heldur daginn sem þú fórst upp á sjúkrahús fárveikur, þá nýkominn frá að sækja nauðsynjar út í búð fyrir jólin. Minningarnar hrannast upp á svona stundu, enda margs að minn- ast á langri ævi. Það eru ekki allir jafnheppnir í lífinu og ég að geta skotist heim á æskuheimilið hvenær sem var og hitt fyrir foreldra og vini í yfir 55 ár. Veiðiferðir fórum við margar, til fjalla í Þingvallasveit hjá vinum þínum á Brúsastöðum, eða við silungsveiðar í Þingvalla- vatni, Hítarvatni eða Skorradals- vatni hjá frændfólki okkar á Litlu- Drageyri, en þangað var oft haldið. Mikið var ferðast um landið þó erf- itt væri, austur á firði, vestur á firði, á Þingvöll og í Borgarfjörð. Lélegir vegir settu mark sitt á ferðalögin, farskjótar biluðu í tíma og ótíma og viðlegubúnaður var ekki upp á marga fiska, ef heimfært er til dagsins í dag. Allt gekk þetta slysalaust, þó lítið væri um varar- hluti og stundum þyrfti að bíða eftir þeim, eins og 1958 á Brjánslæk á Barðaströnd í nærri viku. Þá tjöld- uðum við út við læk að venju, svo PÁLL GUÐMUNDSSON ✝ Páll Guðmunds-son fæddist á Krossanesi í Helgu- staðahreppi 6. mars 1917. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 24. desember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Ás- kirkju 2. janúar. hægt væri að sparka prímusnum í lækinn þegar hann skíðlogaði, sem gerðist oft, þegar steinolíunni var pump- að inn. Þetta voru ekki hættulaus ferðalög, en með undirbúningi þín- um, skipulagningu og aðgæslu gekk allt upp. Þú varst einfaldlega búinn að finna svar við flestum hugsanlegum vandamálum áður en þau létu á sér kræla. Verklagni þín, útsjón- arsemi og snyrti- mennska var einstök. Síðustu árin þegar ég bjó austur á landi komst þú hvert ár og þá fór- um við saman á æskuslóðir þínar á Krossanesi við Reyðarfjörð. Þar rifjaðist upp hafsjór af sögum sem hafa síðar kennt mér og mörgum öðrum hvernig lífið var í byrjun síð- ustu aldar og hvernig hægt var að komast af með lítið. Þó svo vinnudagur væri oft lang- ur tókst þú mikinn þátt í fé- lagsstörfum. Með Sjálfstæðis- flokknum, þar sem ekki þótti tiltökumál að hafa kosningaskrif- stofu inni á heimilinu, með félagi járniðnaðarmanna, þar sem þú sást um jólatrésböllin í fjóra áratugi, varst nánast jólatrésnefndin eins og einhver orðaði það, í stjórn Eskfirð- inga- og Reyðfirðingafélagsins í á fjórða áratug og einnig lengi í stjórn Austfirðingafélagsins. Allt var þetta gert í þágu félaganna, án þess að ætlast til einhvers í staðinn. Ég heyri fyrst daginn fyrir gaml- ársdag sögu um þig þar sem ná- granni þinn „þér þá ókunnur“, var að berjast i roki og rigningu við að negla niður fjúkandi þakplötur fyrir fáum árum. Þá heyrði hann skyndi- lega hamrað við hlið sér, en þar varst þú komin upp á þak, vel á átt- ræðisaldri. Þetta lýsir þér vel, þó svo ég, þegar ég var barn, hafði ekki haft skilning á þegar þú fórst til kunningjafólks eins félaga þíns, sem var i vandræðum með olíu- kynditækin í frosti á aðfangadag. Þú komst til baka á miðju kvöldi og við biðum með matinn og gjafirnar, en þú komst þó ekki fyrr en kominn var hiti á húsið hjá þessu fólki. Síð- an eru liðnir margir aðfangadagar og margir hafa notið getu þinnar, vilja og fórnfýsi. Síðasta aðfangadag fórst þú svo þína síðustu ferð hér á jarðríki, elsku pabbi minn. Drottinn hefur eflaust ekki slegið hendi á móti að fá hjálparhönd þína á jólahátíðinni. Með söknuði kveð ég þig, kæri faðir og vinur. Ég þakka þér leiðsögnina, fylgdina og vináttuna. Blessuð sé minning þín. Guðmundur. Á Þorláksmessukvöld hélt ég í hönd þína og fann að þú varst að fara frá mér. Þetta var erfið stund en þó léttbærari þegar ég hugsa til þess að þú ert staddur á góðum stað núna og fyrir því hefurðu sannar- lega unnið. Sem barn naut ég þess að eyða helgunum með þér og ömmu, ég tók strætó eftir skóla og eyddi helginni hjá ykkur. Skipasundið var mitt annað heimili á þeim tíma og nýtt- um við tímann vel, sérstaklega hef ég gaman af að rifja upp dagana þar sem við lágum yfir taflborðinu og tókum hverja skákina á fætur annarri eða dunduðum saman í bíl- skúrnum eins og við gerðum svo oft. Þú fólst mér verkefni við hæfi, við að flokka skrúfur eða eitthvað í þá áttina, og á meðan gerðir þú við hvern hlutinn á fætur öðrum, en til þín leituðu menn þegar það þurfti á töfrum að halda til að koma hlut- unum í lag, og oftar en ekki urðu þeir betri en nýir eftir að þú hafðir meðhöndlað þá. Veiðisögurnar þín- ar voru líka alltaf svo skemmtileg- ar, hvort sem þær snérust um að þú gengir með hreindýraveiðina á bak- inu í einhverja kílómetra eða að rjúpnaveiðin hafi gengið svo vel á góðum degi að þú aflaðir matar sem dugði vetrarlangt og fyrir rest var farið að sjóða rjúpur á virkum dög- um. Þó ég sé af nýrri kynslóð sem þarf á aðstoð nútímatækni að halda til að ganga á fjöll vona ég að ég geti notið útivistar, fjallgangna og veiðiferða á sama hátt og þú gerðir. Ég veit og finn að þú verður mér nálægur og veitir mér styrk þegar ég stunda okkar sameiginlegu áhugamál. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að fara með þér á Krossanes en það er minning sem gleymist seint. Einhvern tíma mun ég fara með mína fjölskyldu á þínar æskuslóðir því það er einn fallegasti staður sem ég hef komið á; náttúr- an ósnortin, dýralífið stórfenglegt og nálægðin við fjöllin og hafið hef- ur sterk áhrif á alla sem þangað koma. Ég gleymi seint hvernig þú ljómaðir þegar þú lýstir því í smáat- riðum hvernig allt var þarna þegar þú varst ungur. Ég kveð þig nú á jólunum en jólin hafa alltaf tengst þér síðan ég man eftir mér og naut ég þess sérstak- lega sem barn að fara með þér á jólaböllin þín. Það var nokkurs kon- ar hátindur hverra jóla að fara á jólaballið hans afa, já ekki er skort- ur á góðum minningum þegar ég hugsa til þín, afi minn. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Ólafur Páll. Það væri hægt að skrifa heila bók um hann afa minn. Það er svo margs að minnast. Hann ólst upp á Krossanesi í Helgustaðarhreppi og þangað hef ég einu sinni komið. Hann átti gamlan kistil frá Krossa- nesi sem var negldur með viðar- nöglum og áður en hann gerði hann upp tók hann naglana úr og gaf mér. Þegar ég sé þá minnist ég litla bæjarins sem afi minn bjó á. En það sem ég man mest eftir eru óteljandi veiðiferðir. Ég man best eftir þeirri að Eiðavatni en það er, held ég, eina ferðin þar sem ég náði fleirum en afi. Og öllum ferðalögunum sem við fórum saman í, til dæmis um Borgarfjörð, og afi og amma kenndu mér vist og við spiluðum allt kvöldið. Ég man ekki hver vann en það var gaman. Ég fékk oft að gista hjá afa og ömmu. Þá byrjaði ég í skúrnum með afa og fékk að hjálpa til eins og ég vildi. Hann lét mig í slopp sem á stóð Tækni og lét á mig derhúfu þannig að við vorum alveg eins og ég leit út eins og vélvirki. Hann lét mig alltaf fá verkefni meðan hann var að vinna. Ég náði aldrei að klára því ég fékk jafn óðum ný verkefni og ég kláraði þau fyrri. Ég held að hann hafi haft jafn gaman af þessu og ég. Þegar við vorum búnir fórum við inn og tefldum, ég var rétt farinn að hafa hann núna. Hann var líka óttalegur græjukall og það sést best á mynd sem hann gaf mér. Hún er tekin við Ölfus- árbrú árið 1936 þar sem hann og 10 aðrir menn eru á mótorhjólum. Ég á myndina og amma myndavélina. Hann hafði alltaf nægan tíma fyr- ir mig þótt það væri nóg að gera. Hann var mikill dýravinur og man ég vel eftir páfagauknum Kíkí. Hann sat á öxlunum hans afa. Þeg- ar Kíkí var orðinn ófleygur trítlaði hann upp buxnaskálmarnar hans afa og yfir á handlegginn, upp hann og drakk úr glasinu hjá honum, það var stórfurðulegt að sjá. Það var öllum svo vel við afa. Rís upp, mín sál, að nýju nú og nýja lofgjörð byrja þú, sjá, ný gjöf þér enn nýveitt er, hið nýja himnablómið. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ég kveð þig að sinni og sakna þín sárt en ég veit að þú ert á góðum stað og líður vel. Vertu sæll elsku afi. Agnar. Þeir voru þvalir lófarnir sem tóku í hendur þínar þegar við hitt- umst fyrst. Á leiðinni í Skipasundið á jóladag fyrir réttum átta árum hugsaði ég með mér að ég gæti kannski bara alveg hitt fjölskyld- una hans Óla seinna, þyrfti ekkert endilega að hitta ykkur öll í einu og svara spurningum um ætt og upp- runa þarna í jóladagsboðinu undir allra augum. Áhyggjur mínar voru ástæðulausar því þær voru hlýjar hendurnar sem tóku í mínar. Þann- ig upplifði ég að hitta ykkur, afa og ömmu hans Óla í Skipasundinu, bæði þá og alltaf síðan. Sem sam- stillt og félagslynd hjón sem sinntu áhugamálum sínum og hugðarefn- um af kappi þótt komin væru á efri ár, komu fram við alla sem jafn- ingja og veittu okkur ávallt hlýjar móttökur með virðingu fyrir og áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur hverju sinni. Hvíldu í friði. Hjördís. Kynni okkar hófust 1954 með nokkuð skondnum hætti. Þannig var að ég var nýfluttur í húsið við hliðina á heimili Palla þegar sonur hans braut hjá mér rúðu og ég fór í illu skapi til að leita réttar míns. Þá var ég drifinn inn í kaffi og málin leyst með friðsamlegum hætti. Síð- an hefur vinátta okkar haldist. Þeir voru margir veiðitúrarnir okkar, stundum bar vel í veiði en oft var lítið. En það var sama hvort var, gott eða lítið, alltaf hélstu þínu góða skapi og komst öðrum í gott skap. Ég kveð þig kæri vinur og hef í huga síðustu orðin þín sem þú mæltir til mín um leið og þú réttir mér höndina: Vertu sæll, við hitt- umst hinumegin. Megi góður guð vera með þér og þínum. Magnús Jónsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.