Morgunblaðið - 06.01.2002, Page 38
MINNINGAR
38 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ SteingrímurHeiðar Stein-
grímsson fæddist í
Reykjavík 5. október
1937. Hann varð
bráðkvaddur 24. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Steingrímur
Steingrímsson, f. 4.
október 1900, d.
25.janúar 1982, og
Katrín Aðalheiður
Aðalsteinsdóttir, f.
15. september 1910,
d. 5. október 1937.
Seinni kona föður
hans var Sigríður Ólafsdóttir, f.
25. júní 1904, d. 30. desember
1969. Systkini Steingríms eru: 1)
Aðalsteinn f. 28. mars 1927, d. 19.
september 1990, ókvæntur og
barnlaus. 2) Guðný, f. 17. mars
1931, maki: Óskar Þór Óskarsson,
þau eiga þrjú börn. Hálfsystkini
Steingríms eru: 3) Ólafía Guðrún
(Stella), f. 27. október 1939, maki:
Hrafn Ingvason, þau eiga þrjú
börn. 4) Aðalheiður Sigríður, f. 5.
janúar 1952, maki: Emil Sigur-
jónsson, þau eiga fjögur börn.
Hinn 25.október 1958 kvæntist
Steingrímur Birnu Árnadóttur, f.
26. október 1938. Foreldrar henn-
ar voru Árni Jóhann-
esson, f. 11. septem-
ber 1907, d. 26.
nóvember 1995, og
kona hans Ásdís
Kristinsdóttir, f. 22.
júlí 1912, d. 7. ágúst
1991. Börn þeirra
eru: 1) Árni, f. 3.
ágúst 1956, maki
Maja Jill Einarsdótt-
ir, þau eiga þrjú
börn. 2) Jóhanna, f.
21. maí 1959, maki
Stefán Árni Arn-
grímsson, þau eiga
þrjú börn, hún á eitt
barn frá fyrra hjónabandi og eitt
barnabarn. 3) Birna Steingríms-
dóttir, f. 11. ágúst 1960, sambýlis-
maður Hafþór Freyr Víðisson,
hún á tvö börn. 4) Ásdís, f. 10. maí
1966, maki Gunnar Carl Zebitz,
þau eiga tvö börn. 5) Sigríður, f.
22. október 1970, maki Hlynur
Sveinbergsson, þau eiga tvö börn.
Árið 1954 hóf Steingrímur störf
hjá Eimskipafélagi Íslands og
starfaði þar óslitið í 47 ár eða þar
til hann lést.
Útför Steingríms verður gerð
frá Kópavogskirkju á morgun,
mánudaginn 7. janúar, og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku Steini minn. Nú sit ég hér
og reyni að koma minningunum á
blað, en það er svo erfitt. Við vorum
búin að eiga svo langt og hamingju-
ríkt líf saman, frá því við hófum bú-
skapinn um miðjan september 1957
að þú fluttir til mín.
Manstu þegar við fórum til
prestsins 25. október 1958 til að
gifta okkur. Ég gleymdi brúðar-
vendinum heima og Eva systir kom
keyrandi á eftir okkur með hann, þá
fór ég alveg í kleinu en prestshjónin
sögðu að þetta merkti hamingju fyr-
ir okkur.
Eða þegar við löbbuðum með Jó-
hönnu hálfs mánaðar gamla niður á
Kársnesbraut til Péturs og Hallýar
og þú keyrðir barnavagninn, að ég
sagði við þig að þú værir eins og
montinn hani. Eða þegar þú keyrðir
mig á fæðingarheimilið á Hlíðarveg-
inum og Jóhanna Hrafnfjörð bað
þig að sækja aukarúmið í geymsl-
una, sem þú auðvitað gerðir strax
og svo varst þú ekki einu sinni kom-
inn inn úr dyrunum heima þegar
hringt var til að segja að fædd væri
dóttir og mamma skilaði því til þín.
Manstu hvað við vorum stolt þegar
við borðuðum hér í eigin íbúð, dag-
inn sem við fluttum, þó að það væru
bara pylsur í matinn og hvað það
var yndisleg tilfinning að eiga þetta
allt sjálf og hafa byggt það með eig-
in höndum. Ekki skemmdi það að
sambýlisfólkið, Sverrir og Dúna og
Tommi og Sóla, voru öll og eru per-
sónulegir vinir okkar og höfðu
byggt þetta hús með okkur. Eða all-
ar útilegurnar sem við fórum í með
börnin okkar, fyrst í „Kaffivagnin-
um“, síðar á yngri og betri bílum,
loks á liðnu sumri varð svo af því að
við skoðuðum Kolugljúfrin saman
og keyrðum hring í Vatnsdalnum,
þar hafðir þú aldrei komið en ég að-
eins einu sinni sem unglingur, með
foreldrum mínum og systrum.
Manstu, hvað við gengum mikið
þarsíðasta sumar, þegar við fórum
til Benidorm og uppgötvuðum er
heim kom að við höfðum mælt allar
götur þar nema tvær. Töluðum svo
um að fara aftur og taka bíl á leigu
og skoða miklu meira þar, svo ætl-
uðum við líka að fara til Kanaríeyja
þegar þú yrðir orðinn 67 ára. Þá
ekki síður ferðirnar okkar í V-8-
klúbbnum til Barcelona, siglinguna
á Thames síðasta vor og sumarbú-
staðarferðina í Skorradalinn í haust.
Eða ferðirnar með Stellu og
Krumma til Edinborgar, Dublin og
ekki síst austur á Vopnafjörð til
Öllu og Emma, síðast nú undir
haust og þið karlmennirnir að smíða
pallinn. Það er yndislegt fyrir mig,
börnin okkar, tengdabörnin og alla
okkar afkomendur að geta litið í
sjóð minninganna, þú alltaf að gera
eitthvað, því þú gast ekki verklaus
verið. Þið Hlynur tengdasonur ætl-
uðuð að fara að útbúa eitthvað þeg-
ar fyrirtæki hans og vinar hans yrði
komið á betri rekspöl. Svo ætluðum
við, Sigga, Hlynur, Solla og Palli, að
fara til Edinborgar saman, ég veit
að þú myndir vilja að af því yrði, svo
ef þau geta farið fer ég með þeim,
það er alveg á hreinu.
Við eigum alveg yndisleg börn,
tengdabörn og barnabörn sem
hjálpa mér á þessum dimmu dögum.
Við héldum hefðinni að borða saman
á gamlárskvöld og héldum líka fjöl-
skyldujólaballið sem þú hlakkaðir
svo mikið til, við vissum að þú værir
með okkur þar.
Ég ætla að reyna að halda öllu í
horfinu eins og þú passaðir alltaf
upp á og veit að ef ég þarf aðstoð
hjálpa börnin og tengdabörnin mér,
ég þarf aðeins að nefna það, þau eru
alveg einstök.
Elsku Steini minn, ég kveð þig í
bili, ég veit að þú vakir yfir mér,
alltaf.
Þín
Birna.
Elsku pabbi minn. Mig langar svo
að tala við þig núna. Þetta er svo
erfitt og ótrúlegt að ég veit ekki
hvernig ég á að vera. Ég trúi þessu
varla enn þá. En því miður veit ég
að það er satt. Þú sem áttir að vera
hérna hjá okkur með mömmu á að-
fangadagskvöld. En ég veit að þú
hefur hlustað á mig þegar ég bað
þig að koma samt. Ég á svo margar
góðar minningar en það er erfitt að
hugsa um þær allar núna. Auðvitað
veit ég að þú ert á góðum stað og
allt það, en ég vildi að þú værir
hérna hjá okkur í staðinn. Ég var að
skoða myndir af þér og sá þá mynd-
ina sem við tókum eitt gamlárs-
kvöldið þegar þú varst með hárkoll-
una hans „Davíðs“ og auðvitað
varstu skellihlæjandi því við
skemmtum okkur svo vel. Það var
svo gaman að hlusta á röflið og taut-
ið í þér eins og þú lést stundum. Við
gátum oft látið eins og fífl og alltaf
var það jafn gaman.
Nú sit ég hérna fyrir framan tölv-
una mína og hugsa um það þegar þú
varst að reyna að senda tölvupóst
og lentir í vandræðum. Við systurn-
ar sáum í sameiningu um að bjarga
ykkur mömmu út úr smávandræð-
um en ef þau urðu meiri þurftu
strákarnir að koma til sögunnar og
bjarga málunum en alltaf gekk það.
Nú getum við ekki farið áfram yfir
bókhaldið eða skoðað tölvuna en við
mamma björgum því saman í stað-
inn.
Ég á fullt af skemmtilegum minn-
ingum. Manstu til dæmis þegar við
vorum í útilegunni í Skorradalnum
og við systurnar duttum í ána? Þá
kölluðum við í þig og aumingja þú
komst hlaupandi á sokkaleistunum
einum yfir stokka og steina til að
bjarga okkur, en sem betur fer var
allt í lagi með okkur og þú labbaðir
varlega til baka enda með eindæm-
um sárfættur, eða um daginn þegar
við vorum að fara yfir bókhaldið og
Sverrir var með okkur og ég hélt að
þú værir að fara með vitleysu og þú
varst viss um að ég væri að fara
með vitleysu, við skellihlógum og
svo þegar við komumst að því að við
höfðum bæði rétt og rangt fyrir
okkur hlógum við enn þá meira, ég
held satt að segja að Sverri hafi
ekkert litist á blikuna!
Það var svo gaman að því hversu
mikill sælgætisgrís þú varst, öll
barnabörnin og fullt af öðrum börn-
um lærðu að standa fyrir framan
búrdyrnar og segja: Afi, nammi! Og
alltaf áttirðu nammi handa þeim.
Verst að Guðmundur minn litli kem-
ur aldrei til með að segja þessi orð.
En nú ætla ég að kveðja þig,
pabbi minn, og ég veit að þú ert
kominn þangað sem gott er að vera,
en þó verð ég að segja þér eitt að
lokum. Manstu eftir því þegar þú
hringdir í mig laugardaginn 22. des.
þegar við vorum á fullu að kaupa
gjafirnar fyrir þig, þá sagðirðu mér
að þig hefði dreymt Guðmund litla
og ég sagði þér að það væri ein-
göngu góðs viti fyrir hann, en þegar
við fórum að hugsa betur út í það
eftir á þá áttuðum við okkur á því að
nafnið Guðmundur þýðir Hönd
Guðs og þess vegna er ég viss um að
þú ert í hans höndum, hann var að
láta þig vita, við áttuðum okkur
bara ekki á því fyrr en eftir á. Þú
veist að þú átt stórt pláss í hjarta
okkar allra; mínu, Gunna, Ásdísar
og Guðmundar og í vor þegar ég
loks útskrifast hefði ég svo sann-
arlega viljað hafa þig hjá mér, en ég
veit að þú yrðir stoltur og að þú
fylgist örugglega með mér þá. Ég
kveð þig með sorg í hjarta en minn-
ingarnar lifa.
Takk fyrir allt.
Þín
Ásdís.
Elsku pabbi. Ég gleymdi að
þakka þér fyrir dálítið á Þorláks-
messukvöld, leit á klukkuna, hana
vantaði tuttugu mínútur í tólf og
mér fannst of seint að hringja þá.
Hálftíma seinna varstu látinn. Ég á
þér svo margt að þakka. Þú varst
kletturinn sem aldrei haggaðist,
sama hvað gekk á. Þú hafðir allt það
sem þarf til að prýða góðan mann,
snyrtimenni mikið og rómaður fyrir
heiðarleika. Alltaf var hægt að leita
til þín, sama hvað vandamálið var
stórt, þú leystir það með sóma. Þú
varst félagslyndur og hrókur alls
fagnaðar í margmenni. Ég á ynd-
islegar minningar um þig, elsku
pabbi minn, minningar sem ég mun
varðveita í hjarta mínu um ókomna
framtíð. Elsku pabbi, ég þakka þér
fyrir að hjálpa mér og styðja mig á
erfiðum tímum í lífi mínu. Ég sakna
þín og mun alltaf elska þig.
Þín dóttir
Birna (Bidda).
Elsku Steini. Mig langar að skrifa
til þín nokkur orð og vonandi ná þau
til þín þar sem þú ert. Núna ertu
kominn til mömmu, pabba og allra
hinna ástvina okkar sem ekki eru
lengur á meðal vor. Þú fórst samt
alltof fljótt, Steini minn, og ég veit
að þú hefðir kosið að vera lengur
hérna hjá okkur. Það er svo óraun-
verulegt að hugsa til þess að ég eigi
ekki eftir að sjá þig aftur, finna
stóra arma þína taka utan um mig
og heyra þig kalla mig „litla systir“.
Elsku bróðir, þú varst svo stór og
glæsilegur og það er mikið skarð
sem hefur myndast í veröld mína
við fráfall þitt, engum mun takast
að fylla það skarð. Þú sást alltaf vel
um þig og þína og ég efast ekkert
um að þú munir halda því áfram frá
STEINGRÍMUR
HEIÐAR
STEINGRÍMSSON
!
" #$
! " #$$
% &!'% ( )
%* ! &!
+* )
, !-&!
+* +* ./ 0 + )
1 + 2&!
+* +*
3 !4 +* &
!
!
"
#
$
!
! %&!&'!
!"##$ % & '%%
#'%% % ()##$
!"
##$
* +,#% #'%% - . $# /0% .%1*$ #
$!!!"/
! " #
$%
&'
(
&) )'
!" ##$$
%&'(&##$$
&'%&'(&##$$
)!$ *+
$& &'(&#+ $
,#$$
-- +--- !
!
! " # " "#$" % &'(
$)%*
!
*+ $# ,$ -.% / $" *
!", 0$ $# ,$ !! $# *
1*1
!
"
# $ %
!
"# $ %& '# (
" $ $ # ) ) & $(
$ * $
&
& ) "# $( $'+ $"#,