Morgunblaðið - 06.01.2002, Síða 44

Morgunblaðið - 06.01.2002, Síða 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bjarni Björnssonfæddist í Reykja- vík 13. júní árið 1920. Hann lést á heimili sínu, Ár- skógum 6 í Reykja- vík, 23. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Björn Sveinsson, kaupmaður og bók- haldari, f. 1882, d. 1962, og Ólafía Bjarnadóttir, hús- móðir í Reykjavík, f. 1887, d. 1977. Bræð- ur Bjarna eru Sveinn stórkaupmaður, f. 1917, d. 1996, og Guðmundur Kristinn, skrifstofumaður í Danmörku, f. 1925. Bjarni kvæntist Kristjönu Brynjólfsdóttur hinn 6. maí 1943 í New York þar sem þau bjuggu fram í ágúst 1945 en þá fluttu þau til Íslands. Foreldrar Kristjönu voru Guðný Helgadóttir, f. 1897, d. 1994, og Brynjólfur Jóhannes- son, leikari og bankamaður, f. 1896, d. 1975. Synir Bjarna og Kristjönu eru Björn, f. 1944, kvæntur Kristínu Helgadóttur, þau eiga þrjú börn. Brynjólfur, f. 1946, var kvæntur Kristínu Thors og eiga þau fjögur börn, þau skildu, síðari kona hans er Þor- björg K. Jónsdóttir og eiga þau eina dóttur. Bjarni, f. 1948, kvæntur Emelíu Ólafsdóttur og fyrirtækið út kvíarnar á Íslandi og setti meðal annars á laggirnar Dúk hf. til framleiðslu á fatnaði. Þegar Sverrir og Bjarni skiptu með sér fyrirtækinu um miðjan sjötta áratuginn kom fataverk- smiðjan Dúkur hf. m.a. í hlut Bjarna. Rak hann það fyrirtæki af þrótti og framsýni til ársins 1987. Bjarni Björnsson var atkvæða- mikill í íslensku atvinnulífi í ára- tugi. Hann var einn af stofnendum Iðngarða árið 1962. Var formaður glæsilegrar Iðnsýningar í nýrri Laugardalshöll árið 1966 undir kjörorðinu „Í kili skal kjörviður“, sat í stjórn Félags ísl. iðnrekenda, lengst af sem varaformaður, var stofnandi og fyrsti formaður Út- flutningsmiðstöðvar iðnaðarins sem var forveri Útflutningsráðs og sat í stjórn Lífeyrissjóðs verk- smiðjufólks frá stofnun þar til hann var sameinaður öðrum sjóð- um í Lífeyrissjóðnum Framsýn. Þá sat Bjarni í stjórnum Verslun- arráðs Íslands og Félags íslenskra stórkaupmanna og var meðal stofnenda og einn af stærstu hlut- höfum Tollvörugeymslunnar hf. Hann gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá unga aldri, var m.a í stjórn Heimdallar og varaborgarfulltrúi í Reykjavík og var um árabil for- maður iðnaðarnefndar flokksins. Bjarni Björnsson var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu ís- lensks iðnaðar. Útför Bjarna fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík á morgun, mánudaginn 7. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. eiga þau eina dóttur frá fyrra hjónabandi Emelíu og tvö börn saman. Birgir, f. 1953, kvæntur Guð- björgu Sigmundsdótt- ur. Birgir á eina dótt- ur og Guðbjörg tvo syni af fyrra hjóna- bandi, en saman eiga þau eina dóttur. Bjarni ólst upp á heimili foreldra sinna í miðbæ Reykjavíkur. Á uppvaxtarárum sín- um var hann mjög virkur í skátahreyf- ingunni og árið 1937 styrkti Rot- aryklúbbur Reykjavíkur hann til farar á alþjóðlegt skátamót, Jamboree, í Hollandi, sem Baden Powell, stofnandi skátahreyfing- arinnar, sat ásamt eiginkonu sinni. Að loknu verslunarskóla- prófi gekk Bjarni til liðs við Sverri Bernhöft sem þá var að setja á stofn heildverslun í Lækj- argötu 4 og gerðist meðeigandi fyrirtækisins. Á stríðsárunum rofnaði sambandið við Evrópu og í apríl árið 1942 sigldi Bjarni vest- ur um haf í viðskiptaerindum ásamt hópi Íslendinga og settist þar að um tíma. Tókst honum að ná í góð umboð og afla sambanda fyrir fyrirtæki þeirra Sverris sem hann veitti forstöðu í New York þennan tíma. Á næstu árum færði Bjarni Björnsson, tengdafaðir minn, varð bráðkvaddur á heimili sínu 23. desember sl., aðeins einu og hálfu ári eftir andlát eiginkonu sinn- ar, Kristjönu Brynjólfsdóttur eða Nannýjar eins og hún var alltaf köll- uð. Þessi yndislegu hjón voru sér- staklega samrýmd og kærleiksrík. Ég mun ávallt verða þakklát fyrir það að hafa fengið að kynnast þeim og njóta þeirrar umhyggju og ást- úðar sem þau sýndu mér. En ég var ekki ein um það því þessa viðmóts nutu allir í þeirra stóru fjölskyldu. Fjölskyldan hafði forgang í lífi þeirra. Hið fallega heimili þeirra í Hlyngerði stóð fjölskyldunni alltaf opið. Þau ljómuðu þegar barnabörn- in komu í heimsókn. Aðfangadags- kvöld var sérviðburður, sérstakur hátíðarblær var yfir heimilinu. Fjöl- skyldum sonanna var boðið til kvöld- verðar á aðfangadag og var þá oft þröngt á þingi en glatt á hjalla. Þeim leið aldrei betur en þegar þau höfðu allan hópinn hjá sér. Ógleymanlegar eru árlegu fjölskylduhátíðarnar í sumarbústaðnum í Varmadal og Parísarferðin sem þau buðu sonum sínum og tengdadætrum í í tilefni af gullbrúðkaupi sínu. Þegar tengdamóðir mín veiktist fyrir fimm árum sýndi Bjarni hversu mikla ást og umhyggju hann bar til eiginkonu sinnar. Sjálfur var hann nýbúinn að fara í hjartaaðgerð og var með sykursýki á háu stigi. Hann keypti sér íbúð við hliðina á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ þar sem Nanný dvaldi til þess að geta verið sem mest með ástinni sinni. Þannig gekk það fyrir sig í þrjú og hálft ár eða þar til að Nanný yfirgaf þennan heim. Eftir að hún veiktist var hon- um umhugað um að halda merki hennar á lofti með því að halda fjöl- skyldunni saman. Jólaboðin og fjöl- skylduhátíðarnar á sumrin voru fastir liðir. Nú síðast aðeins mánuði áður en hann lést hélt hann boð fyrir alla fjölskylduna í tilefni af afmæl- isdegi tengdamóður minnar. Þar sagði hann barnabörnum sínum sög- una um hvernig málum hefði verið háttað þegar afi þeirra og amma trú- lofuðust á stríðsárunum. Þau settu upp hringana stödd hvort í sínu land- inu. Hann í New York þar sem hann sá um að kaupa inn fyrir íslenskt fyr- irtæki, hún í Reykjavík. Nanný fór síðan hættuför yfir Atlantshafið þeg- ar seinni heimsstyrjöldin stóð sem hæst til að hitta sinn heittelskaða. Sú ferð tók 30 daga. Þau giftu sig þar úti 1943 og frumburðurinn fæddist ári síðar. Minninguna um hvað hann naut þessa kvölds í faðmi fjölskyld- unnar mun ég ávallt varðveita. Einn af föstu punktunum í lífi tengdaföður míns síðustu árin var að koma reglulega í mat til okkar Bjarna. Sama gilti hjá hinum bræðr- unum. Synir hans sýndu föður sínum mikla umhyggju eins og þeir reynd- ar sýndu móður sinni í veikindum hennar. Á þessum stundum nutum við þess að spjalla saman og vera í nærveru hans. Það er okkur hjónum því huggun í sorginni að hafa fengið að hafa hann hjá okkur síðasta kvöldið sem hann lifði. Þá var það honum mikið tilhlökkunarefni að fá tækifæri til þess að aðstoða eitt af barnabörnum sínum við skipulagn- ingu á bókhaldi vegna verkefnis sem það hafði tekið að sér. Þannig leið honum best, þegar hann gat rétt sín- um nánustu hjálparhönd. Bjarni saknaði eiginkonu sinnar mikið þetta eina og hálfa ár sem hann lifði án hennar enda var ást þeirra ósvikin. Nú er þessi gáfaði og duglegi maður kominn yfir móðuna miklu til sinnar ástkæru eiginkonu. Söknuður fjölskyldunnar er mikill. Blessuð sé minning tengdaföður míns. Emilía Ólafsdóttir. Þegar ég sest niður til þess að festa á blað þakkir mínar fyrir að hafa átt vináttu tengdaföður míns, Bjarna Björnssonar, og fengið að njóta samvista við hann kallast á innra með mér depurð yfir því að hann skyldi kveðja svo skyndilega og innilegt þakklæti fyrir að hann skyldi fá að vera virkur þátttakandi í lífinu til síðustu stundar, en ekki síst hitt, að biðinni eftir endurfundum við Nanný er lokið. Nöfn þeirra eru samtvinnuð í huga allra sem kynnt- ust þeim. Þau voru hvors annars gleði og líf í tæp sextíu ár og því er söknuðurinn nú gleðiblandinn. Ég er þess fullviss að nú eru þau Nanný saman og stíga dans við tóna lagsins síns „Tea for two“ og við samgleðj- umst þeim og raulum með. Bjarni var háttvís heimsmaður og nútímalegur til síðasta dags, bæði í klæðaburði og skoðunum. Háttvísi hans var ekki utanaðlærð, hún kom að innan. Hann opnaði ekki hurð fyr- ir konu af tilgerð heldur innborinni virðingu og kurteisi. Eftir lærdómsríka dvöl í New York á stríðsárunum byggði hann upp fyrirtæki sitt á Íslandi af fram- sýni og dugnaði og bjó fjölskyldu sinni skjól, bæði innan bæjarmarka og utan. Bjarni var um margt óvenjulegur maður og mér finnst ég naumast hafa kynnst grandvarari og heiðarlegri manneskju en honum. Honum voru hvarvetna falin trúnað- arstörf og forysta í verkefnum og sjálfri þótti mér hann ráðagóður, af- ar glöggur og fundvís á skynsamleg- ar lausnir. „Sannleikurinn er ekki í bókum og ekki einu sinni í góðum bókum, held- ur í mönnum sem hafa gott hjarta- lag“ skrifaði Laxness. Hinn trausti og greindi tengdafaðir minn hafði marga kosti en framar öllu var hann hlýr og góður maður. Við hlið hans var ávallt Nanný og líf þeirra saman var á margan hátt ævintýralegt og um leið falleg og samfelld ástarsaga. Einlægni barna er ævinlega sann- leikans megin. Helena, sex ára dóttir okkar Brynjólfs, og Bjarni afi henn- ar voru nánir vinir og miklir félagar. Síðasta daginn sem hann lifði var hún sem oft endranær í heimsókn hjá honum. Þau horfðu gjarnan sam- an á kvikmyndir, fóru í gönguferðir og ræddu um lífið og tilveruna. Þeg- ar henni var varlega sagt frá andláti Bjarna sagði hún að bragði: „Við eigum ekki að vera sorg- mædd því að afi hefur alltaf viljað vera engill hjá ömmu Nanný.“ Á kveðjustund þakka ég þeim sem nú hafa sameinast á ný meðal engla Guðs dýrmæt kynni og lífslexíu. Þorbjörg K. Jónsdóttir. Elsku afi, á stundu sem þessari þjóta ótal minningar í gegnum huga okkar. Góðar stundir uppí sumarbú- stað og í Hlyngerðinu hjá ykkur ömmu. Eins og okkur finnst það ósanngjarnt að þú sért farinn frá okkur þá vitum við að þú ert kominn á betri stað með þinni heitt elskuðu og við getum huggað okkur við það að þið séuð saman á ný. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þú varst okkur mikil fyrirmynd í lífinu og veittir okkur stoð þegar á þurfti að halda. Blessuð sé minning þín. Þín alltaf mun ég minnast fyrir allt það góða sem þú gerðir, fyrir allt það sem þú skildir eftir, fyrir gleðina sem að þú gafst mér fyrir stundirnar sem við áttum fyrir viskuna sem þú kenndir fyrir sögurnar sem þú sagðir fyrir hláturinn sem þú deildir fyrir strengina sem þú snertir. Ég ætíð mun minnast þín. (F.D.V.) Þín, Sigurveig, Brynjólfur og Ólafía. Í miðjum jólaundirbúningi feng- um við þær fréttir að hann afi okkar hefði yfirgefið þennan heim. Því var erfitt að trúa því hann var svo hress og kátur fram á síðustu stundu. Þegar við hugsum til baka er margs að minnast og öll eigum við okkar sérstöku og eftirminnilegustu stundir sem við áttum með afa. Þó eru okkur öllum minnisstæðar næt- urgistingarnar hjá ömmu og afa og bíltúrarnir með afa að kaupa sæl- gæti. Afi hafði mikla unun af því að dvelja í bústaðnum og skipaði jörðin stóran sess í hans lífi og naut hann þess að ganga um hana í rólegheit- um með hendur fyrir aftan bak. Síðar kom svo að því að foreldrar okkar keyptu bústaðinn og hófst mikil vinna við að stækka húsið og var afi ósjálfrátt skipaður eftirlits- maður yfir smíðinni og var oft hlegið að því að ekki skyldi neitt vera gert fyrr en hann væri mættur á svæðið og hafði hann mikið gaman af því. Fjölskyldan var afa og ömmu mik- ilvæg. Fyrir einu og hálfu ári kvaddi amma þennan heim og var þá stórt skarð hoggið í líf afa, eftir það var fjölskyldan afa mjög dýrmæt og kom það vel í ljós þegar hann bauð öllum til veislu 24. nóv. sl. á afmælisdegi ömmu og hélt sína síðustu glæsi- veislu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Elsku afi, nú ert þú orðinn heill á ný, komin aftur til glöðu og yndis- legu ömmu og erum við alveg viss um að það sé dansað, hlegið og gam- an þar sem þið eruð nú aftur komin saman. Guð geymi þig, elsku afi. Þín, Sigrún, Bjarni og Kristinn. Elsku afi. Það er stórt skarð höggvið í fjöl- skyldu okkar eftir andlát þitt en þið amma voruð sameiningartákn henn- ar. Minningin um ykkur hverfur þó aldrei. Við gleymum seint þeim stundum sem við eyddum saman í Hlyngerð- inu en það má segja að það hafi oft og tíðum verið okkar annað heimili. Ávallt tókuð þið á móti okkur opnum örmum með hlýju og kærleika. Með- an við sitjum hér systkinin og minn- umst þín og ömmu kemur ýmislegt skemmtilegt í hugann. Öll munum við eftir því að hafa „dobblað“ þig í ísbíltúra. Við gátum alltaf reitt okk- ur á stuðning frá ömmu og oftar en ekki var hún frumkvöðullinn að áætluninni. Ófáar ferðir voru farnar í sumarbústaðinn þar sem þið voruð búin að útbúa ykkur yndislegan sælureit. Rækt ykkar við sumarbú- staðinn er endurspeglun á rækt við fjölskylduna. Hún tók tíma og þol- inmæði en afraksturinn skilaði sér til okkar allra. Það var ótrúlegt afrek hvernig ykkur tókst að breyta meln- um, sem sumarbústaðurinn stóð á, í gróðursælan reit sem við náðum að njóta og búa til góðar minningar um. Með sama móti má segja að sam- heldni fjölskyldunnar og góð tengsl okkar við frændsystkinin sé afrakst- ur ykkar. Sú samheldni sem þið haf- ið kennt okkur mun gera okkur sterkari í að viðhalda samheldni til komandi kynslóða. Stuðningur þinn, afi, hefur verið okkur ómetanlegur og hvatning til mennta óspar. Þú lést okkur alltaf vita hve stoltur þú værir af afrekum okkar hversu stór eða lítil sem þau voru. Barngóður varstu og skipti þar engu hvort um var að ræða hjal ung- barns eða framtíðaráform unglings- ins, alltaf gafstu þér góðan tíma til að hlusta á og setja þig inn í um- ræðuefnin okkar. Ráðagóður varstu þegar við leituðum til þín og skyn- semi þín ofar öllu og af henni höfum við lært og munum njóta. Mörg stórvirki hefur þú unnið í at- vinnulífinu en best kynntumst við þinni sterku hlið í veikindum ömmu sem einkenndist af hetjuskap, hug- rekki og baráttuvilja til að henni liði sem allra best. Þótt dugnaður þinn hafi verið með eindæmum eftir frá- fall ömmu vissum við að heitast þráðir þú að komast aftur til hennar. Við vitum að þið hafið fundið hvort annað aftur og færir það okkur vel- líðan í sorginni um fráfall ykkar. Okkur langar til að þakka þér fyr- ir öll árin sem þú veittir okkur ham- ingju í hjarta og þær lífsreglur sem þú hefur kennt okkur. Guð blessi þig. Bjarni, Helga Birna, Kristjana, Birgir Örn og Helena Kristín Brynjólfsbörn. Kæri langafi. Takk fyrir allar góðu minningarn- ar. Hvatning þín við Brynjólf Jóhann var vítamínsprauta fyrir foreldrana að styrkja, þjálfa og þroska hann. Við biðjum Guð að geyma þig. Brynjólfur Jóhann, Berglind Lára og Tjörvi. Bjarni Björnsson var lengi tengdafaðir minn og alla tíð ljúfur vinur minn og elskulegur og natinn afi barna minna. Þegar hann er fall- inn frá, koma margar góðar minn- ingar upp í hugann. Þær eru reyndar svo margar og ná yfir svo langan tíma, að þeim verða ekki gerð skil í stuttu máli. Ofarlega í huga er þó minningin um raungóðan mann, sem ávallt var reiðubúinn að setjast niður og ræða mál líðandi stundar. En mikilvægust er þó minningin um kærleikann, sem hann bar til fjöl- skyldu sinnar og kom æ betur í ljós eftir því sem árin liðu. Aðeins 18 mánuðir eru nú liðnir síðan Kristjana, kona hans, kvaddi. Hún var tengdamóðir mín og var mér sem móðir og besta vinkona. Það var gott að vera í návist hennar hún var ávallt kát og átti auðvelt með að fá fólk til að gleðjast og hlæja með sér. Það var því ekki tilviljun að barnabörnin lögðu leið sína oft í Hlyngerðið til afa og ömmu og sátu þar tímunum saman. Þau sakna sárt þessara stunda og ekki síst sameig- inlegra gleðistunda á sumarhátíðum í sumarbústað þeirra hjóna. Árið 1972 veiktist Bjarni af syk- ursýki og barðist hetjulega við þann sjúkdóm og síðar hjartveiki. Eftir- minnilegt er hvernig Nanný, eins og hún var kölluð, lagði sig fram um að styrkja hann í þeirri baráttu og tryggja um leið að ekki drægi úr lif- andi og fjörugum tengslum við af- komendurna. Þegar hún síðar veikt- ist stóð Bjarni sem klettur við hlið hennar og hans eigin veikindi gleymdust nánast. Er hann var orðinn einn, gaf hann sér rúman tíma til að rækta enn bet- ur samband sitt við barnabörnin, og munu þau minnast þess alla ævi. Nú er kominn tími til að þakka fyrir að hafa átt þessi hjón að og hvernig þau reyndust mér og börnum mínum. Minningarnar um þau mun ég ávallt geyma. Ég kveð þau með söknuði. Kristín Thors. Bjarni Björnsson andaðist aðfara- BJARNI BJÖRNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.