Morgunblaðið - 06.01.2002, Page 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 45
nótt Þorláksmessu, 23. desember,
rúmlega áttræður að aldri.
Bjarni var sonur móðurbróður
míns, Björns Sveinssonar, aðalbók-
ara hjá Shell, og eiginkonu hans,
Ólafíu Bjarnadóttur. v Bjarni stund-
aði nám í Verslunarskóla Íslands og
útskrifaðist þaðan árið 1939. Þar
komu í ljós mjög góðir námshæfi-
leikar og meðfædd prúðmennska,
enda átti hann ekki langt að sækja
góða mannkosti. Foreldrar hans
voru mikil sæmdarhjón.
Eftir að Bjarni útskrifaðist úr
Verslunarskólanum hóf hann störf hjá
Heildverslun Sverris Bernhöft og tók
jafnframt þátt í námskeiði í ræðu-
mennsku hjá Sjálfstæðisflokknum.
Um þetta leyti tók Jóhann Hafstein
við formennsku í Heimdalli, félagi
ungra sjálfstæðismanna. Bjarni var
kjörinn varaformaður og tók sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borg-
arstjórnarkosningar. Vegna hæfileika
töldu margir að þessi ungi maður ætti
góða framtíð í stjórnmálum. Forlögin
höguðu því þannig til, að þar sem við-
skipti við Evrópu höfðu svo til lagst af
vegna heimsstyrjaldarinnar og þau
höfðu færst til Bandaríkjanna fór
Bjarni til New York 1942 til að annast
innkaup fyrir Sverri Bernhöft. Hann
dvaldi þar til ársins 1945 þegar heims-
styrjöldinni lauk. Á stríðsárunum kom
til New York stjórn Verslunarráðsins
og fleiri ráðamenn í verslun og iðnaði
á Íslandi. Til er söguleg ljósmynd sem
tekin var í hádegisverði á Waldorf
Astoria. Bjarni skipulagði móttökurn-
ar ásamt Friðþjófi Johnson og stjórn-
aði þeim. Þá var hann aðeins 24 ára
gamall.
Eftir heimkomuna til Reykjavíkur
stofnaði Bjarni fataverksmiðjuna
Dúk og rak hana með myndarbrag
þar til verslunarhættir breyttust og
fatnaður var aðallega fluttur inn frá
útlöndum.
Í áratugi var Bjarni atkvæðamikill
í íslensku athafnalífi. Hann sat í
stjórn Félags íslenskra iðnrekenda,
lengst af sem varaformaður. Hann
var fyrsti formaður Útflutningsmið-
stöðvar iðnaðarins. Hann var sæmd-
ur riddarakrossi hinnar íslensku
fálkaorðu fyrir störf í þágu íslensks
iðnaðar. Fyrir störf í Rótarýklúbbi
Reykjavíkur var hann gerður að
Paul Harris félaga.
Tómstundum helgaði hann fyrst
og fremst lestri góðra bóka og í sam-
vistum við fjölskyldu sína heima, í
ferðalögum og í dvöl í sumarhúsi í
Mosfellssveit.
Þegar Bjarni fluttist til New York
var hann heitbundinn Kristjönu
Brynjólfsdóttur, sem var alltaf köll-
uð Nanný. Hún kom fljótlega til New
York og þau gengu í hjónaband í
„Litlu kirkjunni fyrir handan horn-
ið“. Þau stofnuðu heimili og dvöldu í
Forest Hills á Long Island og síðan í
Reykjavík.
Nanný andaðist fyrir einu og hálfu
ári. Undirritaður skrifaði minning-
argrein sem birtist í Morgunblaðinu.
Eiginlega er ekki hægt að skrifa um
annað hvort þeirra Bjarna eða
Nanný án þess að skrifa um þau
bæði, svo var líf þeirra samræmt og
samofið. Allir sem missa ástvin og
hafa átt góðan lífsförunaut eiga um
sárt að binda. Fráfall Nannýar var
mikið áfall fyrir Bjarna. Synir hans
og tengdadætur reyndust honum þá
mjög vel og sýndu honum mikla um-
hyggju. Þá sótti Bjarni reglulega
guðsþjónustur í sókn sinni. Þar fann
hann frið og styrk. Stuttu áður en
Bjarni dó, ræddum við saman um ei-
lífðarmál. Hann sagði mér frá dul-
rænni reynslu sem hann hafði orðið
fyrir. Ég fann að þessi mál voru hon-
um mjög hugleikin og trú hans var
einlæg og bjargföst. Hann virtist vel
undirbúinn fyrir ferðalagið sem allir
verða að takast á hendur. Hann
hugsaði með eftirvæntingu til endur-
funda ástvinar og ættingja sem á
undan höfðu gengið.
Ég minnist góðs frænda og vinar
og við Lilla sendum sonum hans og
ættingjum innilegar samúðarkveðjur.
Óttarr Möller.
Heiðursmaðurinn Bjarni Björns-
son iðnrekandi er látinn.
Undirrituðum finnst við hæfi að
minnast þess ágætismanns í nokkr-
um rituðum orðum sem þakklætis-
vottar fyrir 50 ára góð kynni og allar
þær jólakveðjur sem Varmadals-
heimilið fékk frá þeim hjónum til
jafn langs tíma.
Bjarni og Kristjana Brynjólfs-
dóttir kona hans festu kaup 1949 á
vönduðum sumarbústað sem stóð á
eins hektara lóð á mel undir háum
grasbakka við gljúfur Leirvogsár og
er í landi Varmadals á Kjalarnesi.
Þau hjón dvöldu á þessum stað öll
sumur og ólu drengina sína fjóra upp
þar við útiveru, leik og störf. Land-
inu var breytt úr mel í fallegan skóg-
arlund og sælureit fjölskyldunnar.
Þar sem ég var á svipuðu reki og
eldri strákarnir þeirra sótti ég mjög
til þeirra að spila fótbolta og til ann-
arra leikja þegar færi gafst. Faðir-
inn hafði smíðað fótboltamörk og
sett þau upp á rúmgóðri lóðinni og
var völlurinn óspart notaður Bjarna
til mikillar ánægju og tók hann
stundum þátt í leiknum með okkur.
Ekki var mikið gras á vellinum í
byrjun því melurinn var bara rak-
aður og komum við víst nokkuð ryk-
ugir inn í mat og kaffi og er mér
minningin um þá fallegu húsmóður
sem þar réð ríkjum mjög kær og féll
aldrei skuggi á þar til yfir lauk en
Kristjana lést nokkru á undan manni
sínum. Nú seinni árin höfðu þau hjón
mikla ánægju af að koma upp eftir til
elsta sonar síns Björns og Kristínar
konu hans en þau höfðu keypt bú-
staðinn, gert hann upp og að glæsi-
legu einbýlishúsi sem er þeirra
heimili nú. Eftir að Bjarni missti
konu sína var hann áfram duglegur
að keyra uppeftir og hittumst við oft
á afleggjaranum og áttum orð sam-
an. En þótt hann væri hress og glað-
legur fann maður hve mikið hann
saknaði sinnar elskulegu eiginkonu.
Til marks um hlýleika og um-
hyggjusemi þessarar fjölskyldu hef-
ur Björn komið fyrir stórum steini á
lóðinni og á honum er fallega gerð
áletrun til foreldranna og staðarins
sem þeim var svo hlýtt til og lýsti
Bjarni ánægju sinni með þetta fram-
tak sonar síns þegar áletrunin var
afhjúpuð í fyrrasumar en þá var
Kristjana nýlega látin.
Okkur í Varmadal er minningin
um Bjarna Björnsson og Kristjönu
Brynjólfsdóttur afar kær. Aðstand-
endum er vottuð samúð við fráfall
Bjarna Björnssonar.
Jón Sverrir Jónsson
Varmadal.
Samskipti okkar Bjarna stóðu yfir
í tæpa hálfa öld og þau voru alltaf
ánægjuleg og aldrei bar nokkurn
skugga þar á. Í raun er lengd sam-
skiptanna hið eina sem frásagnar-
vert er, þar sem ég held að Bjarni
Björnsson hafi borið gæfu til þess að
geta lynt við alla menn, enda þótt
hann hafi haft mjög ákveðnar skoð-
anir á hlutunum og framkvæmd
þeirra og verið ófeiminn við að
standa fast við þær skoðanir.
Fyrsta íbúðin, sem ég eignaðist
var íbúðin þeirra Nanný á Snorra-
braut 85. Þá kynntist ég því hvernig
allt sem hann sagði og lofaði stóð
eins og það væri meitlað í granít.
Rúmum áratug síðar lágu leiðir okk-
ar saman á ný í stjórn Félags ís-
lenskra iðnrekenda þar sem Bjarni
var varaformaður um langt skeið.
Þá kynntist ég því hve jákvæður
og skipulagður hann var og hversu
laginn hann var að koma sínum mál-
um fram og að það var engin tilviljun
hve vel honum vegnaði.
Árið 1965 var ákveðið að vígja
sýningar- og íþróttahöllina í Laug-
ardalnum með því að halda þar iðn-
sýningu og var Bjarni valinn til for-
ystu í iðnsýningarnefndinni.
Höllin var hvergi nærri fullgerð,
ekkert kerfi til á landinu til að stúka
niður bása hinna ýmsu sýnenda, fyr-
ir utan allt annað sem vantaði til að
geta haldið nútímalega sýningu.
Undir forystu Bjarna var ein-
hvern veginn keypt fullkomið Apton
sýningarkerfi úr ferhyrndum járn-
rörum með tilheyrandi flekum til
nota á sýningunni. Enda þótt ég hafi
setið í nefndinni með Bjarna er mér
enn fullkomlega óskiljanlegt hvernig
hann fór að þessu, en hitt veit ég að
tekjurnar af leigu á Apton kerfinu
stóðu að verulegu leyti undir rekstri
Félags íslenskra iðnrekenda um ára-
tuga skeið.
Iðnsýningin 1966 var opnuð á til-
settum tíma og hafði feikna áhrif í þá
veru að auka traust á innlendri fram-
leiðslu og auðveldaði alla samninga
við innlend stjórnvöld þegar verið
var að semja um aðild Íslands að
EFTA.
Ég fullyrði enn og aftur: án
Bjarna = engin iðnsýning 1966.
Bjarni var fyrsti formaður Út-
flutningsskrifstofu Félags íslenskra
iðnrekenda og vann þar enn braut-
ryðjendastarf, sem of lítið hefur ver-
ið rætt um.
Bjarni var fagurkeri og lífsglaður,
enda mikill gæfumaður í lífinu. Lífs-
förunautur hans, Nanný, var einstök
kona, jákvæð, glæsileg svo af bar,
fjörug og afburða skemmtileg og
man ég ekki eftir að hafa séð sam-
rýndari hjón og voru þau hjón að
auki þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga
miklu barnaláni að fagna.
Nú er hann farinn til fundar á ný
við sína ástkæru Nanný og veit ég að
þar verða miklir fagnaðarfundir.
Deyr fé, deyja frændur, deyr
sjálfur ið sama en orðstír deyr aldr-
egi hveim er sér góðan getur.
Guð blessi minningu Bjarna
Björnssonar.
Davíð Sch. Thorsteinsson.
Mig langar að minnast samferð-
armanns míns Bjarna Björnssonar,
löngum kenndan við fyrirtæki sitt
Dúk hf., sem nú er nýlátinn. Okkar
fundum bar saman seint á árinu 1968
þegar ég réðst til Félags íslenskra
iðrnrekenda en þar var hann í stjórn.
Bjarni hafði ásamt öðrum forvígis-
mönnum í hópi iðnrekenda tekið þátt
í og mælt fyrir ályktunum um að
setja á stofn útflutningsskrifstofu á
vegum félagsins og með ráðningu
minni skyldi hefjast handa um þetta
mál. Áður þekkti ég Bjarna einungis
úr fjölmiðlum en hann hafði staðið
fyrir rómaðri fatasýningu í Lídó í
maí 1965, Iðnsýningunni stóru 1966,
en þar var hann formaður, og Sýn-
ingarsamtökum atvinnuveganna en
þar var hann einn af forystuaðilun-
um.
Allt stefndi í átt að inngöngu Ís-
lands í EFTA (sem var samþykkt
1969). Ég hygg að á engan sé hallað
en mér finnst nú að þeir félagar
Bjarni Björnsson í Dúk og Gunnar J.
Friðriksson í Frigg hafi átt mestan
þátt í stuðningi Félags íslenskra iðn-
rekenda við inngönguna í EFTA. En
stofnun Útflutningsskrifstofunnar.
varð líka að veruleika vegna ein-
dregins stuðnings Jóhanns Hafstein
sem þá var iðnaðarráðherra. Þegar
svo Útflutningsskrifstofunni var
fengin stjórn, varð Bjarni nánast
sjálfkjörinn formaður til ársins 1971.
Þá voru sett lög um Útflutningsmið-
stöð iðnaðarins og var Bjarni þar
einnig fyrsti formaður og stóð svo til
ársins 1974 að hann kaus að segja af
sér formennsku. Hafði hann þá verið
í forystu þessa málaflokks í 6 ár auk
áranna á undan við að vinna þessu
máli brautargengi.
Bjarni reyndist mjög ánægjulegur
í samstarfi og minnist ég þess ekki
að snurða hafi hlaupið á þráðinn
þessi 6 ár. Hins vegar var hér um al-
veg nýjan málaflokk að ræða þar
sem ekki var mikil reynsla fyrir
hendi. En vegna góðs sambands Fé-
lags íslenskra iðnrekenda við danska
kollegafélagið komst strax á sam-
gangur við það. Danska iðnrekenda-
félagið er eina iðnrekendafélagið á
Norðurlöndum, sem rekur slíka
skrifstofu. Hún starfar á móti
danska utanríkisráðuneytinu við
kynningar og öflun markaða. Í öllum
hinum löndunum voru sérstakar út-
flutningsstofnanir. Mér er það vel í
minni að við Bjarni fórum saman á
norrænan kollegafund í Ósló en þá
(1970) varð norska útflutningsráðið
25 ára. Þessum fundi lauk með af-
mælisveislu þar sem við Bjarni hitt-
um Ólaf konung. Aðalverkefni Út-
flutningsskrifstofunnar fyrst um
sinn var að blása lífi í þátttöku ís-
lenskra fyrirtækja í kaupstefnum er-
lendis. Strax fyrsta árið (1969) var
staðið fyrir allnokkurri sýningar-
þátttöku. T.d. sýndu 11 fyrirtæki um
vorið í Kaupmannahöfn ullarvöru og
annan skyldan fatnað og um haustið
sýndu 3 fyrirtæki (Álafoss hafði tek-
ið að sér sölu fyrir 7 fyrirtæki) í
Kaupmannahöfn og München. Minn-
isstætt er að margir töldu þessa
sölumennsku óþarfa ekki síst vegna
þess að það tókst að kría út styrk
fyrir ef til vill 1⁄3 af kostnaði, og báru
við að kaupendur myndu skila sér til
þeirra sem hefðu vöruna enda væri
„íslenska varan“ einstök. En á
Bjarna var ekkert hik og enginn efi.
Hann skildi manna best gildi kaup-
stefna og studdi mjög vel við þessa
starfsemi.
Sérstæðasta vörusýningarstarf-
semin sem fram fór 1969 var kynn-
ing í Færeyjum en þangað fóru
fulltrúar fyrir 22 fyrirtæki til þess að
leita fyrir sér um markaðsmögu-
leika. Í kjölfarið fylgdu árlegar sýn-
ingar í Færeyjum og má segja að
þessi kynning hafi orðið mjór vísir að
mjög fjölbreyttum viðskiptum við
Færeyjar í dag, rúmlega 30 árum
síðar.
En nú var Útflutningsmiðstöðin
tekin við af Útflutningsskrifstofunni
Í hönd fór nýtt verkefni hjá Útflutn-
ingsmiðstöðinni. Markaðsþáttur að-
stoðar Sameinuðu þjóðanna við iðn-
aðinn var vistaður hjá
Útflutningsmiðstöðinni skv tillögu
iðnaðarráðherra. Þetta hafði í för
með sér aukna starfsemi og varð til
þess að markaðsmálinn voru tekin
föstum tökum og náðu lengra út í
fyrirtækin. Hér störfuðu hæfir sér-
fræðingar frá Sameinuðu þjóðunum
að markaðsmálum. Þá hafði Útflutn-
ingsmiðstöðin á að skipa góðu starfs-
fólki og höfðu hinir erlendu sérfræð-
ingar sterk áhrif á það. Ýmsar
kynningar voru haldnar í þessum
fyrstu árum og mætti t.d. minnast á
kynningu í sambandi við opnun flug-
leiðarinnar til Chicago 1973. Svo
háttaði til að í Chicago voru stór-
verslanir að sækja í sig veðrið við
sölu á íslenskum vörum og þá fyrst
og fremst ullarvöru. Var því tilvalið
að nota þetta tækifæri í samvinnu
við Flugleiðir til kynningar. Þangað
fórum við Bjarni ásamt einskonar
viðskiptasendinefnd og stjórnendum
Flugleiða og er skemmst frá því að
segja að kynningin tókst vel í alla
staði. Ég minnist Bjarna sem dug-
legs ósérhlífins en velviljaðs manns.
Hann rak fyrirtæki sitt af einskær-
um dugnaði en gaf sér samt tíma til
að sinna sameiginlegum málum bæði
í sinni grein fataiðnaðinum og mál-
um iðnaðarins í heild. Hann vildi hag
Útflutningsmiðstöðvarinnar sem
mestan og lét sig ekki muna um auk-
ið vinnuálag vegna þess.
Þegar ég nú kveð þennan sam-
ferðarmann með virðingu og þökk
sendi ég aðstandendum hans öllum
samúðarkveðjur.
Úlfur Sigurmundsson.
Þórður Sigurðsson og Gísli
Þórarinsson unnu minning-
armót Harðar Þórðarsonar
Minningarmót Harðar Þórðar-
sonar 2001 sem jafnframt er jóla-
mót BR og SPRON fór fram föstu-
daginn 28. desember í
félagsheimili Valsmanna, Hlíðar-
enda. Nýtt aðsóknarmet var sett á
mótinu þegar 65 pör mættu til
leiks. Verðlaun voru einnig með
hæsta móti, heildarverðlaun upp á
195 þúsund kr. auk þess sem gefn-
ir voru flugeldar fyrir upphæð 50
þúsund kr. frá Kiwanisklúbbnum
Esju.
Mótið hefur sjaldan verið jafn
spennandi og í ár og fyrir síðustu
umferð voru um 6 pör sem voru í
baráttu um efsta sætið. Að lokum
stóðu Selfyssingarnir Þórður Sig-
urðsson og Gísli Þórarinsson uppi
sem sigurvegarar með +226 stig,
12 stigum á undan Sveini Þor-
valdssyni og Gísla Steingrímssyni
sem fengu +214. Lokastaða efstu
para varð:
Þórður Sigurðss. – Gísli Þórarinss. +226
Sveinn R. Þorvaldss. – Gísli Steingrss.
+214
Ragnar S. Magnúss. – Valur Sigurðss.
+190
Jón Baldurss. – Guðm. Þ. Gunnarss. +188
Júlíus Sigurjónss. – Steinar Jónss. +186
Torfi Ásgeirss. – Jón V. Jónmundss. +181
Kjartan Ásmss. – Kjartan Ingvarss. +164
Guðm. Sv. Hermannss. – Helgi Jóhss.
+163
Rafn Thorarensen – Guðni Ingvarss. +146
Þröstur Ingimarss. – Þórður Björnss.
+129
Esther Jakobsdóttir og Ljósbrá
Baldursdóttir voru efsta kvenna-
par mótsins, Erla Sigurjónsdóttir
og Sigfús Þórðarson voru efsta
blandaða par mótsins og Björn
Theodórsson og Páll Bergsson
voru efsta eldri par mótsins og
voru öll þessi pör leyst út með
glæsilegum flugeldum. Að lokum
voru 6 glæsileg flugeldaverðlaun
dregin út af handahófi. Sveinn R.
Eiríksson var keppnisstjóri móts-
ins, Ragnheiður Ragnarsdóttir sá
um spilin. BR þakkar öllum spil-
urum mótsins fyrir þátttökuna og
óskar öllum spilurum gleðilegs árs.
Umsjónarmanni bridsdálks Morg-
unblaðsins eru færðar sérstakar
nýársóskir og fær miklar þakkir
fyrir undanfarin ár. Kiwanisklúbb-
urinn Esja og SPRON fá einnig
þakkir fyrir þeirra þátt í Minning-
armótinu
Reykjavíkurmót
í sveitakeppni 2002
Reykjavíkurmótið 2001 verður
spilað með sama fyrirkomulagi og
undanfarin ár. Spiluð verður rað-
spilakeppni með 16 spila leikjum í
hverri umferð. Spilað verður í
Hreyfilshúsinu nema að þátttaka
verði umfram 22 sveitir. Spilað er
um 16 silfurstig í leik. Keppnis-
gjald er 24.000 kr. á sveit.
Keppnisdagar miðað við þátt-
töku 22 sveita eru þannig:
laugardaginn 12. jan. umferðir 1-4,
sunnudaginn 13. jan. umferðir 5-7,
þriðjudaginn 15. jan. umferðir 8-9,
fimmtudaginn17. jan. umferðir 10-11,
laugardaginn 19. jan. umferðir 12-14,
sunnudaginn 20. jan. umferðir 15-17,
þriðjudaginn 22. jan. umferðir 18-19,
fimmtudaginn 24. jan. umferðir 20-21.
Skráningarfrestur rennur út
föstudaginn 11. janúar kl. 17 og
verður dregið í töfluröð kl. 19
sama dag. Hægt er að fylgjast
með skráningu á heimasíðu móts-
ins,
www.bridgefelag.is
Tekið er við skráningu á skrif-
stofu BSÍ á skrifstofutíma í síma
587-9360 eða í tölvupósti, bridge-
@bridge.is Einnig er hægt að skrá
sig í tölvupósti til keppnisstjori-
@bridgefelag.is eða hjá Sveini
Rúnari Eiríkssyni í síma 899-0928.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði Glæsibæ fimmtudaginn 13.
des. sl. 21 par. Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
Sæmundur Björnss. – Oliver Kristóferss.249
Magnús Oddsson – Jón Stefánsson 249
Eysteinn Einarss. – Kristján Ólafsson 249
Árangur A-V:
Alda Hansen – Jón Lárusson 254
Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 236
Björn E. Péturss. – Hilmar Ólafsson 233
Tvímenningskeppni spiluð mánud.
17. desember. 20 pör. Meðalskor 216
stig.
Árangur N-S:
Magnús Oddsson – Jón Stefánsson 260
Bragi Björnss. – Auðunn Guðmundss. 257
Sæmundur Björnss. – Jón Stefánss. 244
Árangur A-V:
Þórarinn Árnas. – Sigtryggur Ellertss. 272
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 241
Elín Jónsdóttir – Soffía Theódórsd. 230
Halldór Magnúss. – Þórður Björnss. 230
Félag eldri borgara í Kópavogi
Það mættu 26 pör í tvímenninginn
18. des. sl. og urðu úrslit þessi í N/S:
Eysteinn Einarsson - Kristján Ólafss. 398
Jón Pálmason - Ólafur Ingimundarson 356
Heiður Gestsd. - Þorsteinn Sveinsson 345
Hæsta skor í A/V:
Auðunn Guðmundss. - Bragi Björnsson 343
Hreinn Hjartarson - Ragnar Björnss. 342
Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 338
FEBK óskar félögum gleðilegs
nýs árs og minnir á að spilamennsk-
an hefst á ný þriðjudaginn 8. janúar.