Morgunblaðið - 06.01.2002, Side 46

Morgunblaðið - 06.01.2002, Side 46
FRÉTTIR 46 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ GIMLI GIMLI FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099 Falleg og góð íbúð með miklum karakter á þessum vinsæla stað í miðbænum. Tvær stórar stofur með góðum gluggum. Rúmgott eldhús með nýlegri innréttingu, þvottaherbergi er innaf eldhúsi. Hjónaherbergi er stórt og rúmgott. Barnaherbergi er með miklum skápum. Baðherbergi er nýlega standsett með sturtu. Lofthæð íbúðar 290 cm. Verð 10,9 millj. ÓÐINSGATA 1 – LAUS STRAX OPIÐ HÚS Björgvin tekur á móti ykkur í dag frá kl. 14.00-17.00 Þarft þú að selja fasteign? Mikil sala framundan Nú er að fara í hönd besti sölutími fasteigna. Vilt þú vera með eign þína á sölu þar sem þjónustustigið er mjög hátt? Erum með öflugt sölukerfi og nútímaleg vinnu- brögð, m.a eru allar eignir kynntar á netinu með mynd- um og ítarlegum texta. Okkur vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á söluskrá okkar. Ef þú, seljandi góður, ert í söluhugleiðingum eða með eign á sölu en langar að breyta til, þá hafðu samband við öfluga sölumenn okkar sem hafa áratuga reynslu. Erum við símann núna, hafið samband við Bárð í s. 896 5221, Ingólf í s. 896 5222, Þórarin í s. 899 1882 eða Boga í s. 699 3444. Valhöll fasteignasala, sími 588 4477 www.valholl.is, www.nybyggingar.is EINBÝLI  Íbúðarhúsið við Laxalón er til sölu 205 fm einbýlishús ásamt um 70 fm útiskúr. Húsið stendur á 921 fm lóð sem er með miklum trjágróðri. Á neðri hæðinni er forstofa, hol, tvö her- bergi og eldhús, en í viðbyggingu er baðherbergi, þvottahús, geymslur og dúklagt herbergi. Í risi eru fjögur svefn- herbergi, þar af eitt lítið, og baðherbergi. Húsið er laust nú þegar. V. 21,0 m. 1724 HÆÐIR  Súlunes - 172 fm neðri sér- hæð Glæsileg um 172 fm neðri sér- hæð í tvíbýlishúsi, sem skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú herbergi, baðherbergi, þvottahús, geymslu o.fl. Hæðinni fylgir sérlóð (neðan húss), upp- hitað ný hellulagt sérbílastæði (tvö), sér- sólpallur o.fl. Hagstæð langtímalán geta fylgt. V. 18,5 m. 2034 4RA-6 HERB.  Fellsmúli - 144 fm 6 herb. glæsileg íbúð á 4. hæð í eftir- sóttri blokk (Hreyfilsblokkinni). Íbúðin skiptist m.a. í rúmgott hol, 5 herb. (eitt- forstofuherb.), stóra stofu, snyrtingu, baðh., sérþvottahús, eldhús o.fl. Skipti á stærri eign koma til greina. V. 15,5 m. 2025 Kleppsvegur - arinn 4ra herbergja óvenju rúmgóð (119 fm) íbúð með arni á 4. hæð í blokk sem hef- ur verið standsett að utan. Glæsilegt út- sýni er úr íbúðinni, bæði til suðurs og norðurs. Íbúðin skiptist í forstofu, bað- herbergi, eldhús, þrjú herbergi, stóra stofu (gæti verið stofa og herb.), þvotta- hús og baðherbergi o.fl. Skipti á stærri eign kemur til greina. V. 11,9 m. 2026 Bólstaðarhlíð Falleg og vel skipulögð 4ra herbergja 115 fm íbúð á 3. hæð með sérþvottahúsi í íbúð. S/vsvalir og rúmgóð stofa, borð- stofa. Parket er á gólfum og öll svefn- herbergi eru rúmgóð. V. 12,3 m. 2019 Eskihlíð - 123 fm Mjög falleg 6 herbergja 123 fm endaíbúð á 3. hæð, sem skiptist í tvær samliggj- andi stofur, 4 svefnherbergi, baðher- bergi, eldhús og kalda geymslu. Ákv. sala. V. 14,5 m. 2031 Njarðargata Vorum að fá í einkasölu stórglæsilega miðbæjaríbúð á 2 hæðum með fallegu útsýni, svölum, vönduðum innréttingum og frábæru skipulagi. Eignin skiptist m.a. í tvö herbergi, sjónvarpsstofu, stofu, borðstofu og eldhús. Snyrting og baðherbergi. Sérþvottahús í íbúð. Furu- gólfborð. Búið er að endurnýja allt raf- magn, lagnir og þakið er ný einangrað og með nýlegu járni. Nýtt gler. V. 15,3 m. 1974 2JA OG 3JA HERB.  Lautasmári Sérlega glæsileg 94 fm 3ja herbergja íbúð á 6. hæð með útsýni til vesturs. Íbúðin skiptist m.a. í tvö herbergi, sér- þvottahús í íbúð, eldhús, stofu og sjón- varpshol. Vandaðar innréttingar og gólf- efni. V. 13,5 m. 2030 Sóltún - laus strax Falleg og fullbúin 104 fm íbúð í nýju og vönduðu lyftuhúsi, byggt af ÍAV. Íbúðin er búin vönduðum innr. og suðursvölum. Íbúðin skiptist í tvö svefnherbergi og rúmgóða stofu. Hagst. áhv. lán. V. 15,9 m. 2032 Drafnarstígur - gamli vestur- bærinn 2ja herb. mjög skemmtileg risíbúð. Íbúðin skiptist í stóra stofu, gott svefnherb., eldhús og bað. Fallegt út- sýni. Nýstandsett sameign. V. 8,3 m. 2036 Fálkagata Falleg og vel staðsett 42 fm íbúð á 3. og efstu hæð með suðursvölum og fallegu útsýni. Parket á gólfum og nýleg innr. í eldhúsi. V. 7,0 m. 2024 TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur fyrsta atkvöld nýs árs mánudaginn 7. janúar 2002 og hefst mótið kl. 20. Fyrst eru tefldar þrjár hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mín- útur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fær verð- laun, mat fyrir tvo frá Dominos-pizz- um. Þá er einnig einn keppandi dreg- inn út af handahófi, sem einnig fær máltíð fyrir tvo hjá Dominos-pizzum. Þar eiga allir jafna möguleika, án til- lits til árangurs á mótinu. Þátttökugjöld eru 300 kr. fyrir fé- lagsmenn (200 kr. fyrir 15 ára og yngri) og 500 kr. fyrir aðra (300 kr. fyrir 15 ára og yngri). Atkvöld Hellis ÞRIÐJUDAGINN 8. janúar heldur Kolbeinn Óttarsson Proppé sagnfræðingur fyrirlest- ur í hádegisfundaröð Sagnfræð- ingafélags Íslands sem hann nefnir „Í hátíðarskapi. Þjóðhá- tíðir og viðhald þjóðernisvitund- ar“. Fundurinn hefst kl. 12:05 í stóra sal Norræna hússins og lýkur stundvíslega kl. 13:00. Hann er opinn öllu áhugafólki um sögu og menningu. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Fáir viðburðir eru jafn aug- ljóslega tengdir þjóðernisvitund og þjóðhátíðir. Allar þjóðir halda slíkar hátíðir og tengja þær oft mikilvægum atburðum í sögu sinni. Á öld þjóðernis- hyggjunnar urðu þær vopn í baráttu þjóðernissinna fyrir sjálfstæði þjóðríkja, en eftir að þjóðríki voru stofnuð, gegndu þær mikilvægu hlutverki í að viðhalda þjóðernisvitundinni. Með því að skipuleggja hátíðir til minningar um tiltekinn at- burð eða atburði úr fortíðinni, er reynt að styrkja sameiginlegt minni þjóðanna, reynt að þjappa þeim saman og efla þannig ein- ingu þeirra í samtíðinni. Sumir hafa líkt hátíðunum við helgiat- hafnir, sem er í rauninni engin furða því að í þjóðernisvitund felst einnig tilbeiðsla þjóðarinn- ar á sjálfri sér. Kolbeinn Óttarsson Proppé útskrifaðist með BA-próf í sagn- fræði með íslensku sem auka- grein frá Háskóla Íslands árið 1998. BA-ritgerð hans, „Hetju- dýrkun á hátíðarstundum. Greining á þjóðernisvitund Ís- lendinga“, fjallaði um þjóðhátíð- ir og þjóðernisvitund. Hann er sjálfstætt starfandi fræðimaður í Reykjavíkur akademíunni og hefur unnið að ýmsum verkefn- um, s.s. Ísland í aldanna rás, Saga Stjórnarráðsins o.fl. Nánari upplýsingar um dag- skrá hádegisfundanna er að finna á vefsíðu félagsins á slóð- inni http://www.akademia.is/ saga. Fyrirlestrarnir birtast í vefritinu Kistunni á slóðinni http://www.kistan.is. Fyrirlestur um þjóðhátíðir og þjóðernisvitund HJÁ Gigtarfélagi Íslands er að hefjast námskeið þar sem lögð er áhersla á hvernig hægt er að takast á við líf með langvinna gigtarsjúkdóma. Námskeið- ið er ætlað fólki með ýmsa gigtarsjúk- dóma, s.s. vefjagigt, slitgigt, liðagigt, lúpus, sjögrens, hryggikt, svo og að- standendum þeirra og öðrum sem hafa áhuga á málefninu. Þátttakendur skulu vera eldri en 18 ára. Um er að ræða sex kvöld, einu sinni í viku á mánudögum, og byrjar nám- skeiðið 21. janúar nk. Á námskeiðinu er farið í þætti sem tengjast daglegu lífi með gigtarsjúkdómum og hvað hægt er að gera til að bæta líðan. Það sem kennt er á námskeiðinu er í aðal- atriðum: hvernig hægt er að setja sér raunhæf markmið, hvernig nálgast má vandamál og leysa þau stig af stigi sjálfur eða með hjálp, hvernig hægt er að vinna með að skoða neikvæðar hugsanir sínar og breyta þeim í já- kvæðar, mikilvægi góðra samskipta, ýmsar aðferðir til að draga úr verkj- um, hvernig best er að skipuleggja æfingar og þolþjálfun; æfingar auka styrk og úthald. Einnig verður rætt um gigtarlyf, mataræði, samskipti við lækna, liðvernd, óhefðbundnar með- ferðir og margt fleira. Leiðbeinendur eru Sólveig B. Hlöðversdóttir sjúkraþjálfari og Unnur St. Alfreðsdóttir iðjuþjálfi. Upplýsingar og skráning á námskeið- ið er á skrifstofu Gigtarfélags Íslands. Vinsamlegast athugið að skrá ykkur sem fyrst þar sem takmarkaður fjöldi kemst að og þarf fólk því að skrá sig sem fyrst,“ segir í fréttatilkynningu. Námskeið um hvernig má takast á við gigt SAFNAST hafa 1.600.000 kr. í landssöfnun vegna sjóslysa sem urðu í byrjun desember þegar Ófeigur VE sökk við Vestmannaeyjar og Svan- borg SH 404 fórst við Snæfellsnes. Fyrir jól var í fyrsta skipti greitt úr söfnuninni til þeirra fjögurra ekkna sem misstu menn sína í þessum sjó- slysum. Söfnunin stendur til 10. febrúar og getur fólk lagt henni lið með tvennum hætti. Hringt í síma 907 2700 og eru þá 1.000 kr. teknar af viðkomandi eða lagt inn á reikning hjá SPRON, nr. 1151-26-2345, segir í fréttatilkynningu. SPRON er vörsluaðili fyrir söfnunina. Safnað vegna sjóslysa MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Magnúsi Jónssyni veðurstofu- stjóra. „Vegna þeirrar umræðu sem fram hefur farið í fjölmiðlum um breytt aðgengi Veðurstofu Íslands að tölvureiknuðum spágögnum frá veðurspámiðstöð Evrópu, ECMWF, í Reading vill Veðurstof- an koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: 1. Þau gögn sem hér um ræðir eru dagleg hnattræn tölvuspá til þriggja daga, sem unnin eru einu sinni á sólarhring hjá ECMWF og hefur um nokkurra ára skeið bor- ist öllum ríkisveðurstofum V-Evr- ópu á morgnana. Þessi gögn voru upphaflega framleidd í tilrauna- skyni til notkunar sem „jaðar- gögn“ í útreikningum á svæðis- bundum veðurspám fyrir þjónustusvæði flestra evrópsku ríkisveðurstofanna. Hins vegar hefur þróunin orðið sú, að þessi gögn hafa reynst að jafnaði bestu tölvuspárnar sem völ er á í V- Evrópu (og jafnvel öllum heim- inum) fyrir 2. og 3. spádaginn, og því hafa þau verið mikið notuð af smærri veðurstofum til þess að vinna endanlegar veðurspár fyrir þessa daga. Auk þess hefur sólar- hringsspáin úr þessu líkani fyrir Norður-Atlantshafið verið fyllilega samkeppnisfær að gæðum við bestu skammtíma svæðaspárnar sem framleiddar eru á veðurstof- um annars staðar í álfunni. Af þessum ástæðum þykir Veðurstofu Íslands það skref aftur á bak að hafa ekki lengur aðgengi að þess- um spágögnum. Aðrar tölvuspár og önnur gögn, sem stofnunin hef- ur aðgengi að eiga hins vegar að tryggja að veðurspár til lengri tíma (4–6 daga) og sólarhringsspá- in sem unnin er á Veðurstofunni haldi óbreyttum gæðum og hingað til, þótt 2–3 daga spár geti í sum- um tilvikum reynst lakari en áður. 2. Ástæðu þessara breytinga má rekja til þess, að meginhlutverk ECMWF (European Center for Medium Range Weather For- ecasts), sem skilgreint er í stofn- skrá stofnunarinnar, var og er að framleiða meðaldrægar veðurspár (3–10 dagar). Fyrir 25 árum var slíkt verkefni ekki á færi neinnar einnar veðurstofu í álfunni og því sameinuðust 18 ríki um þetta verkefni með stofnun ECMWF. Nú hefur hins vegar ör þróun í reiknigetu tölva og líkangerð, stöðugt fullkomnari öflun fjar- könnunargagna o.fl., flýtt svo fyrir spáreikningum, að skammtíma- spárnar (0–2 dagar), sem eðlilega verða til þegar meðaldrægar spár eru unnar, geta nýst við spágerð strax á fyrsta sólarhring. Stóru þjóðirnar í ECMWF, Frakkar, Bretar og Þjóðverjar, sem hafa meirihlutavald í þessu 18 þjóða samstarfi, telja hins vegar, að ECMWF eigi ekki að starfa á þessum markaði skammtímaspá- gerðar. Því var ákveðið, að aðeins afar lítinn hluta þessara gagna (þröngt skilgreind jaðargildi á af- mörkuðum spásvæðum) mætti nýta á ríkisveðurstofunum og þá aðeins af þeim veðurstofum sem keyra sín eigin reiknilíkön til skammtímaveðurspáa. Þar sem Veðurstofan hefur ekki haft fjár- hagslega getu til að gera það nýt- ist þetta stofnuninni ekkert. 3. Þessi ákvörðun stórþjóðanna tengist einnig þeirri gagnastefnu og markaðsvæðingu sem stjórn- völd í Vestur-Evrópu hafa rekið í vaxandi mæli í opinberri starfsemi. Krafan um stöðugt meiri sértekjur af seldri þjónustu hefur leitt til þess, að stofnanir eins og veð- urstofur hafa tilhneigingu til að draga úr almennu aðgengi opin- berra upplýsinga og grunngagna. Þessi gagnastefna liggur nú undir vaxandi gagnrýni og er hún víða í endurskoðun í álfunni, m.a. hér á landi.“ Breytt aðgengi Veður- stofu að spágögnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.