Morgunblaðið - 06.01.2002, Side 49

Morgunblaðið - 06.01.2002, Side 49
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 49 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Unnur Ingólfsdóttir 467 3149 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Mos./ Teigahv. Jóna M. Guðmundsdóttir 566 6400 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Heimisdóttir 465 1117 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Gunnhildur Eik Svavarsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni N Ú er síðasti jóla-sveinninn að búa sigtil heimferðar. Sáfyrsti kom til byggða12. desember og hinn síðasti, Kertasníkir, á að- fangadag. Það mun vera hann sem nú kveður og heldur á fjöll á eftir bræðrum sínum, á lokadegi jólanna. Og í mannheimi tekur við grár hversdagsleikinn. Áramótin voru núna eins og jafnan áður uppgjörstími í lífi margra. Heit voru strengd og þau af ýmsum toga. Það leiðir hugann að verðmæta- mati okkar. „Mundu, að þú ert dauðlegur,“ voru þrælarnir beðnir um að hvísla í sífellu að rómversku hermönnunum eftir mikla og glæsta sigra. Það var kurteisisleg áminning til að þeir ofmetnuðust ekki á stund og í hita frægð- arinnar. Í miðri síðustu viku, 3. janúar, rak ég augun í merkilega frétt sem höfð var eftir alþjóðlegu fréttastof- unni AFP (Agence France-Presse) eða nánar tiltekið útibúi hennar í Washington. Ástæða þótti til að leyfa henni að prýða forsíðu Morg- unblaðsins þótt hún í fljótu bragði léti ekki mikið yfir sér. Yfirskrift hennar var „Megrun víkur fyrir lífsnautninni.“ Og orðrétt var hún á þessa leið: „Megrunarpillur eru ekki lengur í tísku og fólk vill nú frekar snæða kvöldverð með fjöl- skyldu sinni og njóta lífsins en að rembast við að ná kjörþyngd, ef marka má bandarískar skoð- anakannanir sem benda til þess að hryðjuverkin 11. september hafi breytt gildismati Bandaríkja- manna. Þeir leggja nú mesta áherslu á að bæta fjölskyldulífið og njóta einföldu hlutanna í daglega lífinu. Samkvæmt könnun, sem gerð var fyrir GNC, versl- unarkeðju sem sérhæfir sig í fjör- efnum og fæðubótarefnum, lögðu 67% Bandaríkjamanna mesta áherslu á að njóta lífsins betur þegar þeir strengdu áramótaheit- in. 59% strengdu þess heit að eyða meiri tíma með fjölskyldunni og vinum sínum og 54% sögðust ætla að bæta sambandið við sína nán- ustu. Megrun hefur verið helsta áramótaheit meirihluta Banda- ríkjamanna á síðustu árum en að þessu sinni sögðust aðeins 38% vera staðráðin í því að megrast.“ Það er dapurleg, en vel þekkt staðreynd, að oftar en ekki þarf eitthvað mikið að gerast áður en augu manns opnast fyrir hinum raunverulegu verðmætum. „Eng- inn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur,“ segir málshátturinn, og ber því vitni að hér er um gam- alt fyrirbæri að ræða. Og þetta er sammannlegt. Vafalaust hefur margur Íslend- ingurinn verið á þeim sömu nótum og grannarnir í vestri hvað megr- unina snertir, a.m.k. áður en hryðjuverkin voru unnin í New York og Washington. Hitt er óljós- ara, hvort einhver breyting hafi nú orðið með þjóðinni okkar er varðar gildismatið. Kannski erum við of langt í burtu frá miðju atburðanna; ég veit það ekki. En hitt er ljóst að við mættum gjarnan taka í lurginn á okkur endrum og sinnum, þó ekki væri nema til að rifja upp að lífið er stutt – dvölin í þessum for- garði eilífðarinnar. Í austurlensku ævintýri segir frá prinsessu sem átti að ganga yf- ir akur og tína öx. Henni var tjáð að hvert ax sem hún næði skyldi verða gimsteinn. En hún mátti bara fara yfir akurinn einu sinni. Hún lagði af stað. En öxin voru svo lítil við byrjunarreitinn, fannst henni. Áfram var því haldið, til að finna stærri. En á miðjum akr- inum voru þau ekki heldur nógu stór. Og þannig hélt prinsessan áfram og vissi ekki fyrr en hún allt í einu var komin yfir um. Þá ætlaði hún að grípa nokkur öx í skyndi en það mistókst. Hún gekk því slypp af akrinum. Af þessu skyldum við læra. Það sem við ættum að gera er að reyna að nota tímann betur en við gerðum á síðasta ári og kannski þar á undan líka. Endurskoða þá forgangsröð sem verið hefur í lífi okkar. Horfa okkur nær, til fjöl- skyldu, vina, náungans. Svo að þegar yfir er komið og vegurinn að baki, sem bara einu sinni er farinn, verði útkoman ekki eins og segir í vísunni nöpru: Ævin er týnd við töf og kák, tækifærin að baki, síðustu leikir í lífsins skák leiknir í tímahraki. Og í þessu sambandi hlýt ég einnig – og ekki síst – að benda á almættið og verk þess á nauðsyn trúarinnar fyrir hvern einstakling – sálin þarf jú næringu líka – og minna á orð mín frá því á aðvent- unni, biðja þig um að muna eftir barninu litla, sem þú fagnaðir um jólin, að gleyma því ekki núna, í lit- leysi og þögn næstu vikna og mán- aða. Barninu, sem varð að kúra í fóðurtrogi húsdýra í byrjun ævi sinnar hér á jörð en var þó kunn- gjört mönnum af Gabríel erkiengli. Barninu sem dró að sér jafnt lága og háa. Barninu sem var af þessum heimi en samt annars heims líka. Barninu litla, Guði og manni. Það hverfur ekki á þrettándanum, fer ekki úr mannheimi í slóð jólasvein- anna. Nei, það er í byggð árið um kring. Því máttu treysta. Guð blessi þér komandi ár. Nýir tímar Ný heimsmynd blasir við eftir hryðjuverkin í Banda- ríkjunum í fyrra. Sigurður Ægisson bendir hér á nauðsyn þess að við endurskoðum þá forgangsröð sem verið hefur í lífi okkar; að við horfum okkur nær, til fjölskyldu, vina, náungans. Og Guðs. saeson@islandia.is Morgunblaðið/RAX FRÉTTIR SAMBAND íslenskra námsmanna erlendis hélt sinn árlega jólafund 28. desember sl. Fjöldi fé- lagsmanna lét í ljós óánægju sína með ákvörðun Lánasjóðs íslenskra námsmanna að koma ekki til móts við þann hóp sem ekki á rétt á frek- ari skólagjaldalánum frá sjóðnum vegna gengislækkunar íslensku krónunnar undanfarið. Félags- menn lýstu stöðu sinni á fundinum og er í flestum tilfellum um mjög alvarlegt ástand að ræða og sjá margir fram á að ná ekki að klára sitt nám, segir í fréttatilkynningu. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á fundinum: „Samband íslenskra náms- manna erlendis mótmælir harð- lega þeirri ákvörðun stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna að ekki verði komið til móts við námsmenn erlendis sem greiða þurfa skólagjöld en hafa náð há- markslánsupphæð vegna gengis- lækkunar íslensku krónunnar. Þá er ennfremur lýst yfir undrun á því vinnulagi sjóðsins að lán vegna skólagjalda séu umreiknuð í er- lenda mynt við hverja úthlutun þegar hámarksupphæð skóla- gjaldalána er tiltekin í íslenskum krónum og sjóðurinn greiðir lánin út í íslenskum krónum. Gengi krónu gagnvart erlendum gjald- miðlum ætti því ekki að koma þar við sögu. Þessi framkvæmd hefur það í för með sér að námsmenn er- lendis þurfa sjálfir að kaupa er- lenda mynt til að greiða skólagjöld- in í viðkomandi landi. Þeir verða því fyrir tvöföldum gengisáhrifum af þessum sökum – fyrst við að um- reikna lánið hjá LÍN og síðan við gjaldeyriskaup í bankanum. SÍNE telur fyrirkomulag þetta afar óréttlátt og með öllu óskiljanlegt. SÍNE mun vinna að leiðréttingu þessa máls þar til farsæl niður- staða er fengin.“ SÍNE gagnrýnir Lánasjóð íslenskra námsmanna RANNSÓKNARMÁLSTOFA með dr. Birgit Pfau-Effinger, prófessor í félagsfræði við háskólann í Bremen, verður haldin þriðjudaginn 8. janúar nk. í fundaherbergi félagsvísinda- deildar í Odda, kl. 12:05–13:00. Mál- stofan nefnist „Culture and Welfare States in Cross-National Compar- ison“ (Menning og velferðarríki; fjöl- þjóðlegur samanburður). Prófessor Pfau-Effinger er vel þekkt fyrir rannsóknir sínar og rit á sviði vinnu- markaðsfræða, fjölskyldufélags- fræði, kynjafræði og rannsókna á velferðarríkinu, segir í fréttatilkynn- ingu. Erindið verður flutt á ensku og er málstofan öllum opin. Fyrirlestur um menningu og vel- ferðarríki STARFSMENNTAÁÆTLUN Evr- ópusambandsins, Leonardo da Vinci, efnir til kynningarfundar mánudag- inn 7. janúar kl. 10-11:30 í stofu 2 í Tæknigarði, Dunaga 5, Reykjavík. Farið verður yfir umsóknargögn og spurningum svarað, en umsóknar- frestur er til 18. janúar nk. Fólk á landsbyggðinni getur fylgst með fundinum í gegnum fjar- fundabúnað á skrifstofum atvinnu- ráðgjafa á hverju svæði. Meginmarkmið Leonardóáætlun- arinnar er að efla starfsþjálfun og endurmenntun í Evrópu þannig að sem flestir Evrópubúar eigi kost á starfsmenntun, starfsþjálfun og sí- menntun í samræmi við þarfir at- vinnulífsins og starfsmannanna sjálfra á hverjum tíma. Áætlunin tekur til allra þátta og stiga starfs- menntunar, hefðbundinnar starfs- þjálfunar, endurmenntunar og starfsþjálfunar á háskólastigi. Kynning á starfs- menntaáætlun MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 7. janúar verður boðið upp á glæsilega nýár- stónleika í Stykkishólmskirkju þar sem Davíð Ólafsson bassi og Tomislav Muzek tenór syngja, en þeir starfa um þessar mundir báðir í Þýskalandi. Á efnisskránni eru aríur og dúettar eftir m.a. Strauss, Mozart, Puccini, Verdi, Rossini auk söngleikja og ítalskra ástarljóða. Í þessari Íslandsheimsókn syngja þeir félagar aðeins á þrem stöðum, í Íslensku óperunni, Njarðvík og Stykkishólmi. Tomislav Muzek frá Króatíu er aðeins 25 ára gamall en hefur þegar sungið m.a. við Ríkis- óperuna í Vín, Tókýó og Bologna og nýlega hefur hann fengið tilboð frá óperunni í La Scala í Mílanó og Rík- isóperunni í Zürich. Luciano Pavar- otti hefur veitt þessum unga tenór at- hygli og boðið honum ókeypis kennslu á sumardvalarstað sínum á Ítalíu. Í maí var hann í úrslitum söngkeppn- innar í Cardiff í Wales. Davíð Ólafsson bassi starfar sem óperusöngvari í Lübeck í Þýskalandi. Hann hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi og annars staðar í Evrópu og vekur hvarvetna mikla athygli fyrir gamanleik sinn og söng. Davíð hefur fengið mjög góða umfjöllun fyrir söng sinn í þýskum blöðum og alþjóðlegum óperutímaritum. Hann hefur m.a. sungið aðalhlutverk við óperuhús í Sviss, Austurríki, Þýskalandi og San Francisco í Bandaríkjunum. Til gam- ans má geta þess að Davíð á ættir sín- ar að rekja til Stykkishólms. Við píanóið situr landsþekktur pí- anóleikari, Ólafur Vignir Albertsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Nýárstónleik- ar í Stykkis- hólmskirkju ÁRLEG sýning KR-flugelda verður á KR svæðinu við Frostaskjól í Reykjavík í dag, á þrettándanum. Hefst sýningin klukkan 18.30. Nem- endur úr skólum í vesturbænum taka þátt í sýningunni með blysför. Flugeldasýning hjá KR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.