Morgunblaðið - 06.01.2002, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 53
DAGBÓK
Námskeið á vorönn
Byrjendur: Hefst 22. janúar og stendur yfir í 10
þriðjudagskvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20—23.
Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunáttu og
ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Það geta allir lært að
spila brids, en það tekur svolítinn tíma að ná tökum á grundvallarreglum
Standard-sagnkerfisins. Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum
sem sækir skólann. Kennslubók fylgir námskeiðinu.
Framhald: Hefst 24. janúar og stendur yfir í 10
fimmtudagskvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23.
Standardsagnkerfið verður skoðað í smáatriðum, en auk þess verður mikil
áhersla lögð á varnarsamstarfið og spilamennsku sagnhafa. Kjörið fyrir
þá, sem vilja tileinka sér nútímalegar aðferðir og taka stórstígum
framförum. Ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Öll
námsgögn fylgja og gert er ráð fyrir nokkru heimanámi.
Nánari upplýsingar og innritun
í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga.
Bæði námskeiðin eru haldin í félagsheimili Sjálfsbjargar
á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12 í Reykjavík.
BRIDSSKÓLINN
6 vikna uppbyggjandi námskeið
þar sem kennd verða grunnatriði
í hugleiðslu og gerðar
hugleiðsluæfingar.
Hugleiðsla getur verið mjög gagnleg
í baráttunni við hraða, spennu,
streitu og kvíða.
Nánari upplýsingar og skráning hjá
Gyðu Dröfn í síma 697 4545.
Kyrrð – slökun - jafnvægi
HUGLEIÐSLUNÁMSKEIÐ
4ra i yggjandi námskeið
þar sem kennd verða grunnatriði
í hugleiðslu og gerðar
hugleiðsluæfingar.
Hugleiðsla getur verið mjö
gagnleg í baráttunni við hraða,
spennu, streitu og kvíða.
Nánari upplýsingar og skráning hjá
Gyðu Dröfn í síma 697 4545.
Kyrrð – Slöku - Jafnv gi
Jógakennsla
hefst að nýju í Grafarvogi 8. janúar.
Meginþættir jóga: Teygjur, öndun og slökun.
Kennt verður í Fjölnishúsinu í Dalhúsum 2.
Byrjendanámskeið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18.45.
Opnir tímar, framhald, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.30.
Allar nánari upplýsingar í síma 896 2097,
Brynhildur og Þórður.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
STEINGEIT
Afmælisbörn dagsins:
Þú nýtur virðingar vegna
tryggðar þinnar og áreið-
anleika. Á nýju ári ættirðu
að leggja áherslu á fjöl-
skyldu og einkalíf.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ættir að slappa af í dag.
Enginn getur unnið hvíldar-
laust án þess að tapa áttum
og týna lífssýn sinni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þrátt fyrir að þú hafir þörf
fyrir að taka til í kringum þig
hentar dagurinn best til
hvíldar og skemmtunar.
Njóttu þess að fá þér eitthvað
virkilega gott að borða.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Reyndu að njóta samvista við
börn í dag. Allt of margir átta
sig ekki á því fyrr en börnin
eru vaxin úr grasi hvað þeir
hefðu getað gert með þeim.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þrátt fyrir þá ímynd sem
dregin er upp í tímaritum,
kvikmyndum og sjónvarpi
skiptir fjölskyldan mestu
máli. Hringdu í einhvern sem
þér þykir vænt um.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert önnum kafinn við að
koma hlutunum í rétt horf en
ættir samt að reyna að finna
tíma til að slaka á og lesa. Þú
þarft að flýja yfir í annan
heim til að koma huga þínum
á flug.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Farðu í skemmtiferð eða
nýttu þér kvikmyndir, mynd-
bönd og íþróttir til að gera
daginn ánægjulegan. Gott líf
byggist ekki bara á vinnu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú ert viðkvæmari fyrir um-
hverfi þínu en fólk í öðrum
stjörnumerkjum. Leggðu
aukna áherslu á að bæta
heimili þitt. Prófaðu að mála,
veggfóðra eða endurraða
húsgögnum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Hvort sem þú telur þig trúað-
an eða ekki þá hefurðu trúar-
legan grunn. Kjarni allra
trúarbragða er að auka góð-
vild og samkennd.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bjartsýni er mikilvægur þátt-
ur í lífssýn þinni. Taktu þér
frí frá fréttunum og minntu
þig á hversu dásamlegt líf þitt
er.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Reyndu að verja tíma með
foreldrum þínum eða öðrum
sem veita þér öryggiskennd.
Við þörfnumst öll uppörvunar
ástríkra lærimeistara.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Samskiptaplánetan Merkúr
er í stjörnumerki þínu og því
hefurðu ríka þörf fyrir að tjá
þig. Hittu vini þína og njóttu
þess að tala við þá í trúnaði.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Hópleikir, sérstaklega
keppnisíþróttir, gætu létt
lund þína í dag. Þú hefur þörf
fyrir að vera hluti af hópnum,
finna til samkenndar.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Flestir „bókmenntaðir“ spil-
arar þekkja þessa perlu
Frakkans Henris Szwarcs.
En það er skilgreiningarat-
riði á perlum að þær þola
margar birtingar:
Austur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ 106
♥ 64
♦ G76
♣ÁKG1065
Vestur Austur
♠ 7 ♠ KDG9542
♥ 98 ♥ 732
♦ D1098432 ♦ –
♣743 ♣D92
Suður
♠ Á83
♥ ÁKDG105
♦ ÁK5
♣8
Vestur Norður Austur Suður
– – 3 spaðar Dobl
Pass 5 lauf Pass 6 hjörtu
Pass Pass Pass
Útspil: Spaðasjöa.
Ef lesandinn er að sjá
þetta spil í fyrsta sinn er
ekki hægt að svipta hann
þeirri ánægju að reyna að
finna einu leiðina að tólf
slögum. Taktu þér góðan
tíma.
Nú, jæja. Szwarc drap á
spaðaás og aftrompaði vörn-
ina í þremur umferðum.
Lagði svo niður tígulás og sá
leguna í þeim lit. Brids snýst
um það að telja upp á þrett-
án. Austur er upptalinn á
þessu stigi málsins – hann á
sjölit í spaða, þrjú hjörtu og
engan tígul. Þar með þrjú
lauf.
Svíning fyrir laufdrottn-
ingu er vissulega góður
möguleiki, en Szwarc fann
betri leið sem tryggði hon-
um vinning hvorum megin
sem laufdrottningin lá.
Hann tók ÁK í laufi og henti
tígulkóngi heima! Trompaði
síðan lauf og spilaði tígli að
gosa blinds.
Vestur á ekkert nema tíg-
ul eftir og verður að spila
blindum inn á gosann þar
sem frílaufin bíða þess eins
að vera notuð.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
Árnað heilla
60 ÁRA afmæli. Sextuger í dag, sunnudag-
inn 6. janúar, Guðrún Árna-
dóttir, Seilugranda 2,
Reykjavík. Þeim, sem lang-
ar til að gleðja hana á þess-
um tímamótum, er bent á
Foreldra- og vinafélag
Kópavogshælis, reikningur
nr. 1135-26-1109 í Sparisjóði
Kópavogs. Hún verður með
börnum sínum í dag.
1. Rf3 d5 2. c4 e6 3. g3 Rf6 4.
Bg2 c6 5. Dc2 dxc4 6. Dxc4
b5 7. Dc2 Bb7 8. a4 a6 9. O-O
Rbd7 10. d3 Hc8 11. Rbd2
Be7 12. Rb3 c5 13. axb5 axb5
14. Bd2 Dc7 15. Bf4 Db6 16.
Ra5 Ba8 17. b4 O-O 18. bxc5
Bxc5 19. Db1 Hfe8 20. e4 e5
21. Bd2 Rg4 22. Be1 Rf8 23.
Rb3 Bd6 24. Ba5 Db8 25.
Bh3 h5 26. Rh4 Rh7 27. Bd2
Be7 28. Rf5 Bg5 29. Bb4 g6
30. Rd6 Be7 31. Rxc8 Bxb4
32. Hxa8 Dxa8 33. Rb6 Dd8
34. Rd5 Bd6 35. Rd2 b4 36.
Rc4 Bc5 37. Bxg4 hxg4 38.
Kg2 Rf6 39. Rce3 Bxe3 40.
Rxe3 Dd6 41. Rc4 Dc5 42.
Db2
Staðan kom upp í einvígi
um gríska meistaratitilinn.
Stelios Halkias (2519) hafði
svart gegn Hristos Banikas
(2526). 42... Rxe4! Þrátt fyrir
að hvítum takist að ná peð-
inu til baka verður staða
hans vonlaus sökum frípeðs
svarts á b-línunni. 43. Re3
Rf6 44. Hc1 Db5 45. Hc4 b3
46. Rxg4 Rxg4 47. Hxg4
Hc8 48. He4 f6 49. He2
Dxd3 50. Hd2 De4+ 51. f3
Dc2 52. Kf1 Dxb2 53. Hxb2
Hc3 54. Ke2 g5 55. Hd2 Kf7
56. Hd3 Hxd3 57. Kxd3 g4!
og hvítur gafst upp. Þrátt
fyrir þetta tap sigraði Bani-
kas í einvíginu og varð þar
með grískur meistari annað
árið í röð. Skákþing Reykja-
víkur hefst í dag, 6. janúar,
kl. 14.00 í húsakynnum Tafl-
félags Reykjavíkur í Faxa-
feni 12. Keppnisfyrirkomu-
lag er með hefðbundnu sniði
og er öllum frjálst að vera
með.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
LJÓÐABROT
STÖKUR
21. desember 1844
Enginn grætur Íslending
einan sér og dáinn.
Þegar allt er komið í kring,
kyssir torfa náinn.
Mér er þetta mátulegt,
mátti vel til haga,
hefði ég betur hana þekkt,
sem harma ég alla daga.
Lifðu sæl við glaum og glys,
gangi þér allt í haginn.
Í öngum mínum erlendis
yrki ég skemmsta daginn.
Sólin heim úr suðri snýr,
sumri lofar hlýju.
Ó, að ég væri orðinn nýr
og ynni þér að nýju.
Jónas Hallgrímsson
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman á skráningarstofu
Kensington- og Chelsea-
umdæmis í London 25.
ágúst sl. Geir Sævarsson og
Jing Qin prinsessa. Heimili
þeirra er í London.
Ljósmynd/Svipmyndir
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 28. júlí sl. í Bessa-
staðakirkju af sr. Bjarna
Karlssyni Margrét Jóns-
dóttir og Einar S. Helgason.
Heimili þeirra er að Kletta-
stíg 4H, Akureyri.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman í hjónaband 17. nóv.
sl. í Gautaborg Arngrímur
Bjarnason listdansari og
Susanne Isaksson vefhönn-
uður. Heimili þeirra er í
Gautaborg. Með á myndinni
eru börn Susanne, Amanda
og Anton.
MORGUNBLAÐIÐ birt-
ir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ættar-
mót og fleira lesendum
sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælis-
tilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-
1329, eða sent á netfang-
ið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík