Morgunblaðið - 06.01.2002, Qupperneq 56
FÓLK Í FRÉTTUM
56 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasölusími: 551 1200. Miðasalan er opin kl. 13-18 mánudaga og þriðjudaga.
Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga.
Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is
Stóra sviðið kl 20.00
MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI - Marie Jones
Í kvöld sun. 6/1 uppselt, fim. 10/1 örfá sæti laus,
fös. 11/1 nokkur sæti laus, sun. 20/1.
Smíðaverkstæðið kl 20.00
Í dag sun. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, kl.15:00 nokkur sæti laus, sun. 13/1 kl. 14:00,
15:00 og 16:00..
KARÍUS OG BAKTUS - Thorbjörn Egner
HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? - Edward Albee
Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin!
Litla sviðið kl 20.00
Í kvöld sun. 6/1 örfá sæti laus, fim. 10/1, fös. 11/1.
SYNGJANDI Í RIGNINGUNNI - Comden/Green/Brown og Freed
lau 12/1 nokkur sæti laus, lau. 19/1.
6. sýn. mið. 9/1 örfá sæti laus, 7. sýn. sun. 13/1 nokkur sæti laus, 8. sýn.
fös. 18/1 nokkur sæti laus, 9. sýn. fim. 24/1.
CYRANO - SKOPLEGUR HETJULEIKUR - Edmond Rostand
KARÍUS OG BAKTUS
SÝNINGAR Í DAG!
MEÐ SYKRI OG RJÓMA
Söngur og dans á 105 ára afmæli LR
Jóhanna Vigdís og Selma Björnsdóttir,
dansarar úr Íslenska dansflokknum, hljómsveit
Fö 11. jan kl. 20 - LAUS SÆTI
FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen
Su 13. jan - LAUS SÆTI
Su 20. jan - LAUS SÆTI
BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson
Í dag kl. 14 - NOKKUR SÆTI
Su 13. jan kl. 14 - LAUS SÆTI
Su 20. jan kl. 14 - LAUS SÆTI
KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI
e. Halldór Laxness
Lau 12. jan kl. 20 - LAUS SÆTI
Fö 18. jan kl. 20 - SÍÐASTA SÝNING
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Lau 19. jan kl. 20 - LAUS SÆTI
Lau 26. jan kl 20 - LAUS SÆTI
FYRST ER AÐ FÆÐAST
Fö 11. jan kl 20 frumsýning UPPSELT
Fi 17. jan kl. 20 ÖRFÁ SÆTI
BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett
Lau 12. jan kl. 20 - LAUS SÆTI
Fö 18. jan kl. 20 - LAUS SÆTI
PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler
Í kvöld kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 12. jan kl. 20 - LAUS SÆTI
Stóra svið
3. hæðin
Nýja sviðið
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
„Eroica“
NOKKUR SÆTI LAUS
Jón Ásgeirsson: Sjöstrengjaljóð
Paul Hindemith: Der Schwanendreher,
víólukonsert
Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 3
Hljómsveitarstjóri: Alexander Anissimov
Einleikari: Ásdís Valdimarsdóttir
Sinfónían
Háskólabíó við Hagatorg
Sími 545 2500
sinfonia@sinfonia.is
www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Gul áskriftaröð
fimmtudaginn 10. janúar
kl. 19:30 í Háskólabíói
!
!
!
" # $ !
% # !"! #!$ # !
!
!
" # $ !
!"
!"
#$ %#"#& "
#
'
"() *
+ # $
%&'('")$*" ", -. /
'
) 0 1
'
2
.
3 " &
#
#"
$$
$
!
'
+
4
5
$,
$- ,
%&'('") * !
/
'!
! 4 -"
!/0 "- #
FÓLK Í FRÉTTUM
BRESK NÝBYLGJA er velkynnt hér á landi, en því miðurer því ekki eins farið með álíkatónlist að vestan. Hingað ber-
ast yfirleitt ekki fréttir af ferskri
bandarískri tónlist eða plötur með
henni nema í eina verslun, Hljóma-
lind, og sú hefur verið í einskonar
lamasessi alllengi. Fyrir vikið halda
víst flestir að það leiða nu-metal sull
sem Linkin Park, Creed, Our Lady
Peace og álíka sveitir leika sé það
helsta sem sé að hafa að vestan. Því er
öðru nær, sem betur fer, vestan hafs
er mikið á seyði og þá ekki bara í nýju
sveitatónlistinni, alt-country, sadcore,
slowcore eða emo; þar er mikið gróska
í grípandi sýru og ber hátt starf sveita
innan einskonar útgáfu- og tónsmíða-
samsteypu sem kallast Elephant 6
Collective; Elephant 6 sambandið.
Fjórir fræknir
Elephant 6 sambandið rekur rætur
til fjögurra félaga í smábænum Ru-
ston í Louisiana-fylki. Allir höfðu þeir
áhuga á tónlist og léku í ýmsum
hljómsveitum, en tónlistarlega áttu
þeir það helst sameiginlegt að hafa
gaman af Beach Boys, Bítlunum,
sýururokki og ýmislegri tilrauna-
mennsku. Eftir að þeir héldu í fram-
haldsnám slógust fleiri í hópinn og
hljómsveitunum fjölgaði, Neutral
Milk Hotel, Apples In Stereo, Olivia
Tremor Control, Beulah, Chocolate
USA, Elf Power, The Gerbils, The
Music Tapes, Of Montreal, Great La-
kes, Summer Hymns og svo má telja,
en alls telst á fimmta tug sveita til-
heyra félagsskapnum. Mjög tengjast
sveitirnar innbyrðis og algengt að tón-
listarmenn einnar leggi öðrum lið, ým-
ist sem hljóðfæraleikarar, upp-
tökustjórar eða lagasmiðir, en einnig
hafa sumar hljómsveitir komist í fé-
lagsskapinn fyrir það að einhver innan
hans hefur viljað gefa viðkomandi út.
Nærðist á bandarísku pönki
Ein lykilsveitanna í Elephant 6
samsteypunni er Neutral Milk Hotel
sem Jeff Mangum leiðir. Framan af
var hann reyndar einn í sveitinni og
þannig leikur hann á að segja öll
hljóðfæri á fyrstu plötunni, On Avery
Island.
Mangum ólst upp í Louisiana og
nærðist á bandarísku pönki níunda
áratugarins, en inn á milli sótti hann
innblástur í svo ólíkar áttir sem Ro-
bert Wyatt, Charlie Parker, John
Coltrane og búlgarska þjóðlaga-
tónlist, en þess má geta að hann hef-
ur hljóðritað slíka tónlist í Búlgaríu
og gefið út.
Eftir að hafa kynnst pönkinu
ákvað Mangum að stofna pönksveit
og fékk til liðs við sig Will Cullen
Hart og ónefndan söngvara. Þeir
kölluðu sig Maggot og stefndu að því
leynt og ljóst að verða ógeðslegasta
hljómsveit allra tíma að því er Mang-
um segir. Næsta hljómsveit, Cran-
berry Life Cycle, var meiri alvara og
þegar þeir stofnuðu þriðju sveitina,
Synthetic Flying Machine, voru þeir
búnir að móta stefnu og hljóm sem
átti eftir að skila sér í Olivia Tremor
Control sem Hart stofnaði með Doss.
Mangum lék nokkuð með Olivia
Tremor Control og kemur meðal
annars við sögu á meistarverki þeirr-
ar sveitar, Music From The Unreali-
zed Film Script, „Dusk At Cubist
Castle“. Önnur hljómsveit sem hann
lék með á þessum tíma, um miðjan
síðasta áratug, var Apples in Stereo
og þegar kom að því að taka upp
fyrstu breiðskífu Neutral Milk Hotel
leitað Mangum til leiðtoga Apples in
Stereo, Robert Schneider, sem var
æskuvinur hans líkt og Hart og
reyndar Doss líka.
Tekið upp í Pet Sounds
Í kjölfar útgáfunnar á On Avery
Island 1996 kynntist Jeff Mangum
fjöllistamanninum Julian Koster
sem hafði áður leikið með Chocolate
USA. Hann bauð Mangum aðstöðu í
kjallaranum hjá sér og kynnti hann
fyrir öðrum tónlistarmönnum og áð-
ur en varði var Neutral Milk Hotel
orðin að hljómsveit. Eftir nokkra
spilamennsku í New York, þar sem
Koster bjó, fluttust þeir félagar allir
til Athens í Georgíu-ríki og þar varð
næsta breiðskífa, In The Aeroplane
Over The Sea, til. Hún var tekin upp
að mestu í Pet Sounds hljóðveri
Schneiders í Denver 1997 og kom út
snemma árs 1998. Það ár fór í tón-
leikahald en í árslok leystist sveitin
upp; menn fóru að sinna öðrum
hugðarefnum, aðallega hljómsveit-
unum Music Tapes, Gerbils og Babli-
con, en Mangum vann með W. Cullen
Hart að tilraunakenndri tónlist undir
nafninu The Circulatory System, en
Olivia Tremor Control lagði upp
laupana um líkt leyti.
Plöturnar á Netinu
Plötur Elephant 6 sveitanna er
ekki auðvelt að komast yfir hér á
landi. Allar er hægt að kaupa á Net-
inu, þægilegt að gera það í gegnum
Amazon, en einnig er gaman að kíkja
á vefsetur útgáfanna, til að mynda
Merge (Neutral Milk Hotel og einnig
fullt af öðru góðu dóti, til að mynda
Stephin Merritt sveitirnar The 6ths,
Future Bible Heroes, Gothic Archies
og The Magnetic Fields), www.mer-
gerecords.com, Orange Twin (Ger-
bils, Neutral Milk Hotel / Jeff Mang-
um, Elf Power, Great Lakes og
Summer Hymns), www.orangetw-
in.com, Kindercore Records (Great
Lakes, Of Montreal), www.kinder-
core.com, Cloud Recordings (Circ-
ulatory System), www.cloudrecor-
dings.com, og Cooking Vinyl (The
Apples in Stereo), www.cookingvin-
yl.com. Miklar upplýsingar um
Elephant 6 sambandið er að finna á
vefsetrinu www.elephant6.com/.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Elephant
6 sambandið
Neutral Milk Hotel, Jeff Mangum er
annar frá hægri.
Apples in Stereo
Í Bandaríkjunum hefur
verið mikil gerjun í ný-
bylgjunni og koma þar
hljómsveitirnar í
Elephant 6 sambandinu
mjög við sögu.
LYKILPLÖTUR Elephant 6 sam-
steypunnar eru býsna margar,
enda sveitirnar á sjötta tug sem
getið er, en þessar eru helstar og
gott að kynnast hreyfingunni með
því að hlusta á þær:
Neutral Milk Hotel-In the
Aeroplane over the Sea Plata sem
fólk ýmist hatar eða elskar, enda
er hún svo tilfinningaþrungin að
erfitt getur verið að hlusta. Meðal
annars syngur Mangum um Önnu
Frank, kynlíf og ást á átakanlegan
hátt.
The Olivia Tremor Control-
Dusk at Cubist Castle Ótrúlega
bítlaleg plata og mjög sýrð. Einnig
er vert að skoða Black Foliage:
Animation Music sem kom út í
fyrra.
Apples in Stereo-Fun Trick
Noisemaker/Tone Soul Evolution
Hér á landi hefur fengist platan
The Discovery of a World Inside
the Moone sem kom út á síðasta
ári og er einnig prýðileg, enda Ro-
bert Schneider afbragðs lagasmið-
ur.
Of Montreal-Coquelicot Asleep
in the Poppies: A Variety of
Whimsical Verse Nafnið sérkenni-
lega er þannig til komið að kan-
adísk stúlka hryggbraut Kevin
Barnes sem er forsprakki sveit-
arinnar. Gott safn sveitarinnar,
sem er með þeim sérkennilegri og
betri innan samsteypunnar, er
Horse & Elephant Eatery (No
Elephants Allowed): The Singles
& Songles Album. Með sveitinni
hafa leikið Bryan Poole úr Elf Po-
wer, Andy Gonzales úr The Music
Tapes, Julian Koster úr Neutral
Milk Hotel og The Music Tapes,
Scott Spillane úr The Gerbils og
Neutral Milk Hotel, Peter Erchick
og John Fernandes úr Olivia
Tremor Control svo fáeinir séu
nefndir, og í einu lagi koma við
sögu liðsmenn The Olivia Tremor
Control, Neutral Milk Hotel, Elf
Power, The Late B.P. Helium, The
Gerbils, fablefactory, Calvin, Don’t
Jump! og The Music Tapes.
Music Tapes-First Imaginary
Symphony for Nomad Einkenni-
lega heillandi plata sem tekin er
upp á vaxrúllur og stálþráð. Will
Cullen Hart úr Olivia Tremor
Control kemur við sögu, en höf-
uðpaur Music Tapes er Julian Kos-
ter sem lék á ýmis hljóðfæri með
Neutral Milk Hotel.
Beulah-When Your Heart-
strings Break Beulah er seinni
tíma viðbót við samsteypuna og
leikur aðgengilegri tónlist en þær
flestar.
Elf Power-Dream in Sound Elf
Power er í annarri bylgju Elephant
6 sveita, en engu sýrðari en þær
sem á undan komu.
Great Lakes-Great Lakes Plata
frá síðasta sumri sem er áþekk
þeim sem á undan eru taldar; fyr-
irtaks sýrð bandarísk nýbylgja.
Robert Schneider úr Apples in
Stereo sá um hljóðblöndun.
Lykilplötur