Morgunblaðið - 06.01.2002, Page 57
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 57
Ríta
T Í S K U V E R S L U N
ÚTSALA-ÚTSALA
Bæjarlind 6
s. 554 7030
Opið í dag frá kl. 13-16
í báðum búðum.
Eddufelli 2
s. 557 1730
AÐALSÖGUHETJAN í dans-
og söngvamyndinni Regínu, er
samnefnd stúlka sem hefur þann
eiginleika að geta haft áhrif á fólk
og breytt atburðarásinni með söng
sínum. Tónlistin gegnir því lyk-
ilhlutverki og
fylgir ekki bara
sögunni heldur er
hluti af henni
sjálfri. Höfundur
tónlistarinnar,
Margrét Örnólfs-
dóttir, samdi einnig handritið að
myndinni í samvinnu við Sjón, og
því ekki að undra að samskeytin
milli myndar og tónlistar eru svo
að segja ósýnileg.
Hér er að finna yfir 20 lög og
lagstúfa, ýmist sungin eða leikin,
sem eiga það sammerkt að vera
fjörug og litrík og einkennast af
fjölbreyttri og mjög skemmtilegri
slagverksnotkun og lúðra- og
trompetblæstri, sannkölluð skrúð-
göngu- og garðveislumúsík.
Strengjasveit flúrar síðan í kring-
um fjörið og gefur heildinni spari-
legri svip, sem minnir á gamlar
dans- og söngvamyndir en hressi-
legur söngur krakkanna heldur
öllu saman niðri á jörðinni. Það er
komið víða við og sótt í allskonar
tónlistarstíla: skrúðgöngumarsa og
sirkustónlist, Hawaii-stemmningu,
tyrkneskt bazarandrúmsloft, rapp,
auglýsingastef og hvaðeina en úr
þessum hræringi verður bragð-
mikil sólskinssúpa. Textarnir eru
eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur
(nema við tvö lög) og eru léttir og
skemmtilegir og falla vel að lög-
unum. Það er líka smellið þegar
virðulegur hátíðleiki óperusöng-
konu blandast saman við gleðilæt-
in í lögum eins og „Tombóla“ og
„Búðarlagið“. Einnig má finna ró-
legri lög sem slaka aðeins á fjörinu
eins og í „Frá Regínu til pabba“
svo litrófið spannar allan skalann.
Þótt hér sé höfðað sérstaklega
til barna er ekki fallið í þá gryfju
að gera allt slétt og einfalt, heldur
eru útsetningarnar fjölbreyttar og
lifa af mikla endurspilun. Það eina
sem finna má að er að stundum er
tónlistin svo samtengd því sem er
að gerast á tjaldinu að hún gegnir
hlutverki leikhljóða og hermitón-
listar, svipað og í teiknimyndum,
og slíkt á erfitt með að standa
sjálfstætt á diski sem þessum.
Umslagið er eins og tónlistin
sjálf, ákaflega litríkt og skemmti-
legt, textarnir ekki endilega settir
upp eftir beinum línum heldur rað-
að upp í kringum ljósmyndir úr
myndinni og litskrúðugar teikning-
ar og þetta gerir krökkunum auð-
velt að fylgja eftir gangi sögunnar
og rifja upp kvikmyndina þegar
þau fletta síðunum. Það skiptir
heilmiklu máli þegar börn eru að
hlusta á tónlist að umslagið fangi
líka athygli þeirra og styðji við
hlustunina og hér er nóg af efni til
að skoða. Ég gat reyndar hvergi
séð hver eigi heiðurinn af texta-
bókinni en hér er vel að verki stað-
ið. Hið sama má segja um tónlist-
ina sjálfa, hún er ein stór
skrúðgöngu- og rússibanaferð í sól
og hita.
Tónlist
Rússibana-
ferð með
Regínu
Margrét Örnólfsdóttir
Regína – Tónlist úr kvikmynd
Smekkleysa
Tónlist eftir Margréti Örnólfsdóttur úr
kvikmynd Maríu Sigurðardóttur. Söng-
textar eru eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur
nema tveir. Söngur Regínu: Sigurbjörg E.
Ingólfsdóttir. Söngur Péturs: Benedikt
Clausen. Einnig leggja til söngraddir
Stefán Karl Stefánsson, K.K., Margrét
Kristín Blöndal og Ásgerður Júníusdóttir,
auk barnakórs. Margrét Örnólfsdóttir sér
um útsetningar og upptökur og allan
hljómborðsleik. Trommur og slagverk eru
í höndum Kormáks Geirharðssonar, Sam-
úel Jón Samuélsson leikur á básúnu,
Kristinn Árnason á gítar, Eiríkur Orri
Ólafsson á trompet, Szymon Kuran á
fiðlu, auk strengjasveitar.
Steinunn Haraldsdóttir
Regína getur galdrað fólk til að
gera hvað sem hana lystir með
söng sínum.