Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MARGEIR Pétursson, formaður Varðar, fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, segir að með því að beina því til kjörnefndar að fulltrúa- ráðsmenn verði beðnir um að stinga upp á 2–4 nöfnum sem þeir vilja sjá ofarlega á lista flokksins í vor sé ekki verið að efna til prófkjörs á undan for- ystuprófkjöri síðustu helgina í febrúar. Ekki sé hægt að mæla styrkleika hugsanlegra leiðtoga framboðs flokksins í slíkri könnun, þar eð gefið sé að nöfn núverandi borgarfulltrúa flokksins komi ekki til álita í slíkri könnun. „Þetta var ekki hugsað sem styrkleikapróf, enda verða núverandi borgarfulltrúar ekki með í þessari könnun,“ segir Margeir og leggur áherslu á að tilgangur könnunarinnar, sem mælst hafi af- skaplega vel fyrir meðal flokksmanna, sé að gefa fulltrúaráðsmönnum kost á því að benda á nýja og vænlega kosti með það að augnamiði að styrkja væntanlegan framboðslista. „Hins vegar hljóta fulltrúarnir að segja sitt álit í þessari könnun, hvert sem það er, en það er á hreinu að með henni var aldrei ætlunin að efna til forprófkjörs á undan eiginlegu forystuprófkjöri,“ segir Margeir Pétursson. Póstkönnun á næstu dögum Gert er ráð fyrir að umrædd könnun fari fram bréflega næstu daga meðal fulltrúaráðsfélaga, en ekki mun ætlunin að birta niðurstöður hennar op- inberlega, heldur eiga upplýsingarnar aðeins að vera vinnuplagg kjörnefndarinnar, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Á aðalfundi Varðar, 26. janúar nk., er ætlunin að taka með formlegum hætti afstöðu til tillögu stjórnar fulltrúaráðsins um forystuprófkjör um efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í maí. Alls hafa um 1.400 fulltrúar rétt til setu á fund- inum, en ekki hefur verið veittur ákveðinn frestur til að lýsa yfir framboði í forystukjörinu, en það verður lokað og aðeins flokksbundnir sjálfstæð- ismenn fá því að taka þátt. Það lýtur aukinheldur prófkjörsreglum flokksins, þannig að yfir 50% sjálfstæðismanna í Reykjavík verða að taka þátt og einn frambjóðandi að fá yfir helming greiddra atkvæða til þess að niðurstaða þess teljist bind- andi. Að öðrum kosti er hún aðeins leiðbeinandi fyrir kjörnefndina. Formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Könnun meðal fulltrúa ekki styrkleikapróf MIKLAR skemmdir urðu á húsnæði fiskvinnslufyrirtækisins NG á Hellu í gærmorgun eftir að eldur braust út á efri hæð hússins. Húsið er tveggja hæða, neðri hæðin úr hlöðnu grjóti en sú efri er byggð úr timbri og klædd bárujárni. Fiskvinnsla var á neðri hæð en skrifstofa og aðstaða fyrir starfsfólk á þeirri efri. Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri Brunavarna Rangárvallasýslu, sagði í samtali við Morgunblaðið að mikill hiti hefði verið í húsinu og þykkur reykur en ekki mikill eldur sjáanleg- ur. Miklar skemmdir af völdum elds, sóts og reyks urðu á efri hæð og tals- verður reykur barst á neðri hæðina. Allur bílafloti slökkviliðsins á Hellu og Hvolsvelli var kominn á vettvang um kl. 5.50 en útkall hafði borist frá Neyðarlínu 10 mínútum áður. Reyk- kafarar hófu þegar slökkvistarf sem gekk að sögn Böðvars afar vel enda eru Brunavarnir Rangárvallasýslu vel tækjum búnar. Slökkvistarf tók um eina og hálfa klukkustund. Önnur hús voru ekki talin í hættu. Sjö manns hafa að staðaldri unnið hjá NG. Ljósmynd/Auðunn Gunnarsson Miklar skemmdir urðu á efri hæð hússins og talsverðar reykskemmdir á þeirri neðri. Eldur í fisk- verkunar- húsi á Hellu KONAN sem lést eftir fall fram af svalagangi íbúðahótels á Kan- aríeyjum hét Svanhildur Bjarnadóttir, 64 ára gömul. Hún lætur eftir sig fimm uppkomna syni. Sambýlismaður konunnar er enn í haldi lögreglu í Las Pal- mas á Kanaríeyjum. Að sögn Ís- lendings sem varð vitni að at- burðinum mun maðurinn hafa ýtt við konunni með þeim afleið- ingum að hún datt á lágt svala- handrið og féll fram af svölun- um. Vitnið telur ljóst að ekki hafi verið um ásetning að ræða heldur hafi þarna orðið slys. Færður á sjúkradeild Að sögn Péturs Ásgeirssonar, rekstrarstjóra utanríkisráðu- neytisins, hefur maðurinn, sem er á áttræðisaldri, verið fluttur á sjúkradeild fangelsisins. Hefur hann fengið leyfi til að hitta ætt- ingja sína. Ræðismaður Íslands á Kan- aríeyjum fundaði í gær með lög- manni mannsins og með fulltrúa Plúsferða. Lést eftir fall fram af svölum SÆMUNDUR Pálsson lög- reglumaður, einnig þekktur undir nafninu Sæmi rokk, fékk nýlega óvænt símtal frá vini sínum, Bobby Fischer, líkt og Morgunblaðið greindi frá í fyrradag. Þeir tengd- ust vinaböndum í tengslum við heimsmeistaraeinvígið í Reykjavík gegn Borís Spassky árið 1972 þeg- ar Sæmundur var nokkurs konar öryggisvörður skákmeistarans. Hann hafði ekki heyrt í Fischer í rúm 20 ár, þrátt fyrir nokkrar ár- angurslausar tilraunir, og því kom símtalið honum skemmtilega á óvart. Fischer hringdi frá Japan þar sem hann er staddur ásamt þar- lendri unnustu sinni, hafði hann þá fengið símanúmer Sæmundar eftir krókaleiðum. Heimsmeistarinn fyrrverandi verður 59 ára á þessu ári og sagði Sæmundur í samtali við Morg- unblaðið að hljóðið í honum hefði verið mjög gott. Þeir töluðust við í rúman hálftíma og ekki skorti um- ræðuefnið. Þó var minnst rætt um skák, að sögn Sæma. „Hann var mjög hress og vel stemmdur, vildi til dæmis vita hvort ég héldi mér ekki í formi og væri enn að dansa. Ég sagðist að sjálf- sögðu aldrei ætla að hætta því. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan við heyrðumst síðast. Ég hef heldur ekki hitt hann síðan hann bauð mér og konu minni til Banda- ríkjanna skömmu eftir einvígið. Við skiptumst á samúðarkveðjum vegna fráfalla í fjölskyldum okkar og ýmsum upplýsingum öðrum,“ sagði Sæmundur. Tormerki á að koma til Íslands Hann gerðist dularfullur þegar spurt var um þessar upplýsingar og aðrar. Sagði hann þá félaga vera að vinna í tilteknu máli sem myndi skýrast betur síðar. Aðspurður hvort hann væri að reyna að fá Fischer til Íslands á ný sagði Sæ- mundur tormerki vera á því. Eftir að Fischer hefði teflt aftur við Spassky í Júgóslavíu á sínum tíma hefði hann verið gerður brottrækur af þjóðum Atlantshafsbandalagsins og væri að auki eftirlýstur í Banda- ríkjunum. „Annars fór Bobby hlýjum orðum um Ísland og okkur, Íslendinga. Hann segist eiga góðar minningar frá heimsmeistaraeinvíginu 1972 þrátt fyrir allt sem þar gekk á,“ sagði Sæmundur. Bobby Fischer hress og vel stemmdur Morgunblaðið/Árni Sæberg Sæmundur Pálsson, öryggisvörður Fischers árið 1972, heyrði nýverið frá þessum gamla vini sínum. HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að verjanda fyrrum flugrekstrar- stjóra Leiguflugs Ísleifs Ottesen sé ekki heimilt að leggja fyrir dóminn álitsgerð sálfræðings. Í álitsgerðinni er lagt mat á trúverðugleika vitnis- burðar þeirra farþega sem voru um borð í TF-GTX og borið hafa vitni hjá lögreglu. Lögreglustjórinn í Reykjavík hef- ur kært flugrekstrarstjórann fyrir að fljúga með of marga farþega um borð í TF-GTX frá Vestmannaeyjum til Selfoss 7. ágúst 2000. Einnig var staðfest að fulltrúi lög- reglustjóra mætti leggja fram lög- regluskýrslu um yfirheyrslu yfir flugrekstrarstjóranum fyrrverandi. Má ekki leggja fram sálfræði- skýrslu ÚTFÖR Þorsteins Jónssonar flug- manns fór fram í Hallgrímskirkju í gær. Séra Pálmi Matthíasson jarð- söng en organisti var Jónas Þórir. Kistuna báru úr kirkju Arngrímur Jóhannsson, Kristján Richter, Ragnar Kvaran, Jóhannes Snorra- son, Einar Guðlaugsson, Ólafur G. Einarsson, Marteinn Steinþórsson, Viktor Aðalsteinsson, Geir Gíslason og Pétur Valbergsson. Útför Þorsteins Jónssonar Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.