Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ 22 ÁRA gamalt úrkomumet á landsvísu var slegið á Kvískerjum í Öræfasveit á fimmtudag, eins og frægt er orðið, en sólar- hringsúrkoma mældist þá 293 millimetrar. Gamla landsmetið var 243 millimetrar, sett 1. októ- ber 1979, einnig á Kvískerjum. Það var Helgi Björnsson veð- urathugunarmaður á Kvískerjum sem fékk nýja metið staðfest er hann kannaði gögn úr úrkomu- mæli á fimmtudagsmorgun. „Því er ekki að leyna að ég fylgdist með úrkomunni heilan sólarhring að heita má,“ segir Helgi um hinar óvenjumiklu rign- ingar. „Það gekk svo mikið á hér í kring að maður taldi öruggara að fylgjast með. Að vísu flæddi hvergi inn en þetta var alveg óvenjulega mikið. Það bók- staflega flóði yfir allt sléttlendi.“ Helgi segir ennfremur að ekki sé óalgengt að sólarhringsúrkoma mælist 100 millimetrar á Kví- skerjum. 22 ára úr- komumet slegið á Kvískerjum Ljósmynd/Sigurður Gunnarsson Tveir fá úthlutað rekstrar- leyfi PÓST- og fjarskiptastofnun hefur veitt fyrirtækjunum Línu.Net hf. og Fjarska ehf. leyfi til reksturs þráð- lausra notendakerfa á örbylgju. Auglýst var eftir umsóknum um leyfi til reksturs notendakerfa á 3,5 GHz og 10 GHz sviði í sumar og bárust tvær umsóknir. Póst- og fjarskiptastofnun veitti báðum fyrirtækjunum leyfi til að reka notendakerfi og veita tal- og gagnaflutningsþjónustu á kerfunum. Lína.Net fékk leyti til að nota tíðnir á bilinu 3.400-3.550 GHz og nær leyf- ið til fimm sveitarfélaga á höfuðborg- inni auk Akureyrar. Fjarski fær heimild til að nota tíðnir á bilinu 3.473-3.600 GHz og nær leyfið til 24 sveitarfélaga utan höfuðborgar- svæðisins. Greidd eru leyfisgjöld fyrir útgáfu leyfanna, samtals 420 þúsund krónur fyrir hvort leyfi. Þráðlaus notenda- kerfi á örbylgju Greiðslu- stöðvun framlengd HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur framlengt greiðslustöðvun Skjávarpsins hf. um þrjá mánuði. Íslenska sjónvarpsfélagið sem á og rekur Skjá einn keypti Skjávarpið í fyrrasumar og sagði skömmu síðar upp öllu starfsfólki. Fyrrum starfs- menn hafa lagt fram kröfu um fjár- nám í sjónvarpssendum Skjávarps sem í dag annast útsendingar á dag- skrá Skjás eins á Norðurlandi og Suðurlandi. Frjálslynd- ir ræða við óháða MIÐSTJÓRN Frjálslynda flokksins ákvað á fundi sínum á fimmtudag að verða við tilmælum Ólafs F. Magn- ússonar borgarfulltrúa og læknis um könnun á sameiginlegu framboði frjálslyndra og óháðra við borgar- stjórnarkosningar í vor. Margrét K. Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir að mikill einhugur hafi verið um þessa niðurstöðu og hefur fram- kvæmdastjórn flokksins verið falið umboð til þess að ræða um skipan framboðslista og forystu hans sér- staklega. Ólafur F. Magnússon og stuðn- ingsmenn hans munu tilnefna full- trúa óháðra til viðræðna við málefna- nefnd Frjálslynda flokksins í borgarmálefnum og nýrrar stefnu- mótunar, þar sem það á við, að sögn Margrétar. Birting myndar af meintum þjófum til rannsóknar PERSÓNUVERND hefur ákveðið að taka til rannsóknar ákvörðun verslunarinnar Tölvulistans að birta á heimasíðu verslunarinnar- myndir af tveimur mönnum , sem munu hafa komið fram á eftirlits- myndavél við að stela varningi, geislaskrifara að verðmæti 33 þús- und krónur. Myndin náðist af mönnunum í búðinni á gamlársdag. Myndin af mönnunum var birt und- ir fyrirsögninni „Þekkirðu þjóf- ana?“ og segir Hafþór Helgason, rekstrarstjóri Tölvulistans, að margar ábendingar hafi komið frá fólki í kjölfarið. Á fimmtudag voru mennirnir síðan kærðir til lögregl- unnar og nöfn þeirra tilkynnt henni í gær, föstudag. Að sögn Sigrúnar Jóhannesdótt- ur forstjóra Persónuverndar hefur komið fram kvörtun frá viðkomandi mönnum vegna myndbirtingarinn- ar. Hún segir mjög strangar reglur gilda um birtingu mynda sem bera með sér upplýsingar af því tagi sem hér um ræðir. Segir hún að for- svarsmenn Tölvilistans verði krafð- ir skýringa á því hvaða heimildir þeir höfðu fyrir umræddri birtingu. Hafþór Helgason segir að leitað hafi verið álits ýmissa aðila um rétt- mæti myndbirtingarinnar en eng- inn hafi virst treysta sér til að segja af eða á um réttmætið. Því hafi myndin af mönnunum verið sett á heimasíðuna. „Við fengum mjög skjót svör og menn voru gjarnan tilbúnir að segja til um hvað þessir góðkunningjar lögreglunnar hétu,“ segir hann. Hann segir að þetta eigi sér fordæmi hjá íslenskum aðilum. Myndin hefur verið tekin af heimasíðu Tölvulistans. JÓNAS Kristjánsson, fyrrver- andi ritstjóri DV, hefur verið ráðinn nýr ritstjóri Frétta- blaðsins, að því er fram kom í Fréttablaðinu í gær. Hann mun hefja störf á blaðinu í dag, 12. janúar, og starfa þar sem rit- stjóri við hlið Gunnars Smára Egilssonar sem verið hefur rit- stjóri blaðsins. Jónas lét af störfum sem ritstjóri DV um áramótin þar sem hann hafði starfað sem ritstjóri frá upp- hafi blaðsins. Þar áður var hann ritstjóri bæði Dagblaðs- ins og Vísis. Nýr rit- stjóri Frétta- blaðsins Jónas Kristjánsson LANDSMÓT Ungmennafélags Ís- lands verður ekki haldið á Ísafirði ár- ið 2004 eins og til stóð. Á bæjarstjórn- arfundi á fimmtudag var samþykkt að falla frá samþykkt stjórnarinnar frá 1. febrúar 2001 um að taka þátt í landsmóti UMFÍ 2004. Í greinargerð með samþykktinni segir að þessi ákvörðun sé tekin í samræmi við fyrirvara sem settur hafi verið um að samstarf næðist við hið opinbera um nauðsynlega fjár- mögnun vegna uppbyggingar íþrótta- mannvirkja fyrir mótið. Með tilliti til upplýsinga um að framlag ríkissjóðs yrði að hámarki 45 milljónir telji bæj- arstjórnin óskynsamlegt á þessum tíma að byggja upp mannvirki fyrir landsmótið þar sem kostnaður bæj- arins yrði að lágmarki 200–300 millj- ónir. En bæjarstjórnin telur að byggja hefði þurft 25 metra sundlaug og frjálsíþróttavöll til viðbótar við þau íþróttamannvirki sem þegar eru í bæjarfélaginu. Uppbygging íþrótta- mannvirkja hefði verið ráðgerð á sama tíma og aðrar fjárfrekar fram- kvæmdir og bæjarstjórn teldi ekki rök fyrir því að breyta forgangsröðun í framkvæmdum bæjarfélagsins. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að hugmyndin að því að halda Landsmót í bænum hafi komið til vegna þess að Íþrótta- félagið Höfrungur á Þingeyri fagnar 100 ára afmæli árið 2004. „Við höfum haldið hér skíðalandsmót í mörg ár og gengið vel, en við gerðum okkur ekki alveg grein fyrir því hvað það þýddi að halda Landsmót UMFÍ. En til þess vantar okkur heilt íþróttamann- virki. Þó samþykkti bæjarstjórn með fyrirvara um fjármögnun að halda mótið í bænum. Þegar málið var skoð- að betur kom í ljós að við fengjum um 45 milljónir frá ríkinu til uppbygging- arinnar, en samkvæmt kostnaðar- mati myndi frjálsíþróttaleikvangur kosta tæpar 140 milljónir króna auk þess sem við þyrftum að byggja sund- laug. Við erum að fara að byggja við grunnskólann og klára gamla safna- húsið og því teljum við okkur þurfa að sýna ábyrgð og skynsemi í fjármálum og hætta við að halda mótið.“ Halldór segir að þrátt fyrir að ferðamönnum myndi fjölga meðan á Landsmótinu stæði myndi mótið ekki hafa afger- andi áhrif á ferðaþjónustuna á svæð- inu. Vestfirðingar útundan í upp- byggingu íþróttamannvirkja Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, segir að málið verði rætt á fundi stjórnar félagsins í byrjun febr- úar og reiknar með að þá hefjist við- ræður við aðra aðila um að halda landsmótið 2004, en nú þegar hafa tveir aðilar lýst áhuga á að halda mót- ið. „Það voru nokkrir aðilar sem sóttu á sínum tíma um að halda landsmótið 2004, þar á meðal Ísafjarðarbær og ákvað stjórnin að fela þeim að halda mótið. Núna eru þeir hins vegar hættir við. Mér þykir það dapurt að vita til þess að hér á landi skuli vera heill landshluti þar sem ekki er að- staða til að taka við menningar- og íþróttamóti eins og landsmótin eru. Greinilegt er að Vestfirðingar hafa setið eftir í uppbyggingu íþrótta- mannvirkja og það eru slæmu tíðind- in.“ Björn efast um að að kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja yrði 200–300 millj- ónir króna. „Ég hefði viljað setjast niður með þessum aðilum og ræða málið betur því ég tel að þeir hefðu getað komist af með mun minni kostnað.“ Björn segir að kostnaður við uppbyggingu íþróttaleikvanga í Borgarnesi og á Egilsstöðum þegar landsmót voru haldin þar síðast hafi verið um 70 milljónir. „Þeir tala líka um að byggja hefði þurft sundlaug, en ungmennafélagsandinn ríkir enn hér á Íslandi og hægt hefði verið að notast við laugarnar sem þegar eru fyrir hendi í Ísafjarðarbæ. Þá telur hann að ferðaþjónustan á Vestfjörð- um hefði notið góðs af landsmóti. „Ég tel að markaðsvirði fyrir landsmót hlaupi jafnvel á tugum milljóna fyrir ferðaþjónustuna. Nýta hefði mátt tímann fram að landsmóti á Vest- fjörðum 2004 til að auka hlut ferða- þjónustunnar.“ Landsmótið ekki haldið á Ísafirði 2004 MAGNÚS Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að stytta verði biðtíma eftir aðgerðum á sjúkrahúsinu áður en hægt yrði að huga að því að bjóða sjúklingum frá öðrum löndum að notfæra sér íslenska heilbrigði- þjónustu. Halldór Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, telur það koma til greina ef tekjur af slíkri þjón- ustu mættu verða til að bæta þjón- ustu spítalans og auka getuna. Forsætisráðherra Dana benti nýlega á í stefnuræðu sinni að þyrftu danskir sjúklingar að bíða lengur en tvo mánuði eftir heil- brigðisþjónustu heima fyrir mættu þeir leita til annarra landa. Magn- ús segir það ekki hafa verið rætt hjá yfirstjórn Landspítalans hvort spítalinn gæti tekið á móti sjúk- lingum erlendis frá. Meðan biðlist- ar væru fyrir hendi hér taldi hann það ólíklegt, betur væri að hreinsa þá upp fyrst áður en þjónusta fyrir útlendinga yrði boðin. Á fundum forstjórans með starfsmönnum síðustu dagana hef- ur því verið varpað fram hvort ekki mætti sækja eftir sjúklingum til útlanda til að fá aukin verkefni, betri nýtingu á getu spítalans og meiri tekjur. Segir Magnús þetta allt áhugaverða umræðu sem skoða megi en það verði að vera í samhengi við biðlista og aðrar að- stæður hér. Alls hafa nú verið haldnir 10 fundir á ýmsum starfs- stöðvum LSH og hafa liðlega þús- und manns sótt þá. Milli fjögur og fimm þúsund manns starfa á spít- alanum. Gerðu tilboð í að- gerðir fyrir Norðmenn Halldór Jónsson á Akureyri seg- ir spítalann hafa gert í fyrra tilboð í nokkra tugi bæklunaraðgerða fyrir Norðmenn. Þær hafi hins vegar endað í Danmörku. Þá segir hann spítalann hafa sinnt liðað- gerðum fyrir Grænlendinga. Halldór segir það skoðunarvert að bjóða erlendum sjúklingum þjónustu ef hafa mætti af því aukn- ar tekjur fyrir spítalann. „Þær tekjur gætu síðan hjálpað okkur til að gera enn betur,“ sagði fram- kvæmdastjórinn og átti þar bæði við aukna og bætta þjónustu al- mennt. Forráðamenn stóru spítalanna um læknisþjónustu við erlenda aðila Kemur til greina ef það þýðir auknar tekjur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.