Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 35 Á Norðurbakka Hafnarinnar í Hafnar- firði í skjóli gamla bæj- arins og norðanáttar- innar á eftir að rísa glæsileg bryggju- byggð, í nánd við sjó- inn, höfnina, athafnalíf- ið, miðbæinn, þjónustu, verslanir og veitinga- hús. Í kringum höfnina reis Hafnarfjörður. Vegna þessarar legu myndaðist skýr mið- bæjarkjarni sem hefur gefið okkur sérstöðu. Það er eftirsótt að búa í miðbæ, þar sem stutt er í þjónustu, verslanir og veitinga- hús. Þetta er ákveðinn lífstíll sem sækir á. Menn hafa litið til Norðurbakka hafnarinnar sem svæðis sem ætti að endurskipuleggja og breyta um nýt- ingu á. Skipulag miðbæjar og bæj- arins í heild hefur gert aðgengi að honum þröngt og erfitt. Nauðsynleg umferð um uppskipunarhöfn á erfitt um vik. Kostnaðarsamt er að gera við byggingar á Bakkanum. Mörgum þykja þessar byggingar í miðbæ Hafnarfjarðar vægast sagt ljótar. Þá er ljóst að stálþil Norðurbakkans er farið að gefa sig. Líklega kostar á annað hundrað milljónir að setja nýtt stálþil. Tekin var sú ákvörðun fyrir nokkrum árum að hefja uppbygg- ingu Hafnarinnar utan Garða sem kallað er, þ.e. byggja upp Suðurhöfn- ina, sem hefur bætt alla Höfnina til muna en kostað gríðarlega fjármuni. Það er vafasamt að Höfnin geti við þessar aðstæður tekið að sér að ganga frá nýju stálþili á Norður- bakka. Norðurbakkinn gæti hins vegar létt á Höfninni og styrkt hana ef bærinn leysir hann til sín. Ég hef reyndar talið að við hönnun bryggju- hverfis eigi að gera ráð fyrir legu- kanti, og skoða hvort hægt sé að koma fyrir skemmtiferðaskipalægi. Þróun hugmyndar um bryggju- hverfi á Norðurbakka hefur verið í vinnslu allt þetta kjörtímabil. Bær- inn festir kaup á húsum gömlu Bæj- arútgerðarinnar til að hafa hönd í bagga með skipulagi og ekki löngu síðar festir Þyrping kaup á húsum Norðurstjörnunnar á bakkanum. Hugmyndir um framtíð Norður- bakkans voru ræddar af ákafa, bæði formlega og óformlega, innan hafn- arstjórnar og bæjarráðs og voru menn yfirleitt á einu máli um ágæti málsins, en einstaka maður hefur haft áhyggjur af afleiðingum þess að höfnin missti Norðurbakkann. Margir höfðu á orði að þeir vildu leggja inn pöntun strax á íbúðum á bakkanum. Ákveðið var að leita eftir viðræðum um að flytja Listaháskóla Íslands á Norðurbakkann en það gekk ekki eftir. Var bæjarstjóra þá falið að ræða við eignaraðila á Norð- urbakka um að stofna til formlegs samstarfs. Sett var á fót nefnd bæj- arráðs með fulltrúum allra flokka til viðræðna við aðila málsins, en í henni sátu, auk mín, bæjarstjóri og Jóna Dóra Karlsdóttir fulltrúi minnihluta bæjarstjórnar. Viðræður gengu hratt fyrir sig enda allir aðilar sam- mála um að þetta væri afar gott mál sem væri hagkvæmt fyrir alla. Verðmat á eignum á svæðinu var talið snúið, m.a. vegna þess að eignir bæjarins voru taldar hafa fallið í verði frá því þær voru keyptar. Síðan stendur náttúrulega til að rífa allar þessar eignir. Þá verða Jónar að rýma sitt svæði og færa sig yfir í Suðurhöfnina fyrr en þeir höfðu ætlað sér. Í samningnum eru hins vegar ákvæði um end- urmat, óski aðilar þess, þegar eignirnar verða greiddar að 3 árum liðnum. Bærinn skilar lóðum og uppfyllingum tilbúnum til byggingar, en hirðir jafnframt gatnagerðargjöld af byggingunum. Núverandi meirihluti hefur haft þá stefnu að gatnagerð- argjöld standi undir raunverulegum kostnaði á gatnagerð í þeim hverfum sem eru í byggingu, þ.e. að ekki komi til niðurgreiðslu annarra íbúa bæj- arins á viðkomandi kostnaði. Þróun á verkefninu fer fram undir þriggja manna stjórn í hlutafélagi aðila, þar sem allir fara með jafnan hlut og stjórnarformaður kemur frá Hafnarfjarðarbæ. Þyrping mun vinna þróunarverkefnið og mun sér- staklega við það miðað að litlir og meðalstórir verktakar geti komið að verkefninu í byggingu. Eftir að samningar höfðu tekist og málið var komið á borð bæjarstjórn- ar hefur minnihluti bæjarstjórnar, reynt að gera samninga við ofan- greinda aðila tortryggilega. Talið að þetta hefði mátt gera á annan hátt, gert lítið úr samráði og umræðum um málið á undanförum árum, talað um fljótræði og stjórnsýslubrot. Verkefni þetta á sér langan aðdrag- anda, og 3 ára ferill tæplega merki um fljótræði. Kaldhæðni örlaganna lætur stundum ekki á sér standa. Á sama tíma og meirihluti bæjar- stjórnar í Hafnarfirði gerir sam- komulag við fyrirtæki um samstarf á Norðurbakka og minnihlutinn gerir flest tortryggilegt, gerist nákvæm- lega það sama í Reykjavík. Meiri- hlutinn í borginni gerir samkomulag við fyrirtæki um uppbyggingu Norð- lingaholti við Rauðavatn. Hverjir haldið þið að reyni að gera sam- komulagið tortryggilegt og leggjast á móti því? Jú lesandi góður, minni- hlutinn, sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík. Er þetta virkilega svona sem minnihlutar í sveitarstjórn eiga að vinna? Hver sagði þeim það? Kjósendur? Það held ég ekki. Framundan er mikil vinna við að undirbúa byggingarframkvæmdir á Norðurbakkanum. Efnt verður til samkeppni um svæðið í heild sinni. Mikil vinna er framundan við að skoða byggingarreitinn, fyllingarnar og undirstöður bygginga. Skoða þarf lausnir á umferð, skólum, leikskóla o.s.frv. Stefnt er að því að svæðið verði að fullu byggt eftir 5 ár og þá verði félagi því sem stofnað var um Norðurbakkann slitið. Byggingar- svæðið er um 60 þúsund fermetrar og má búast við að byggingar verði ekki undir þeim fermetrafjölda. Sýnt hefur verið líkan af mögulegri út- færslu á svæðinu í blöðum og vil ég vara menn við að taka það sem eitt- hvað varanlegt, það er langt því frá. Myndin sýnir bara kassa án neinnar lögunar, eitt líkan af mörgum sem menn völdu, eingöngu ætlað til að gefa mönnum kosta á að skilja betur hvað er verið að tala um. Þegar sam- keppni lýkur verða birtar myndir af húsum með dyrum og gluggum sem er auðveldara að glöggva sig á. Bryggjubyggð á Norðurbakka í Hafnarfirði á eftir að verða eftir- sóknarvert og fallegt hverfi sem set- ur svip á bæinn um ókomna tíð. Ótt- umst ekki breytingar, sjáum í gegnum úrtölur atkvæðaveiðara, höldum á vit framtíðar. Megi björt framtíð fylgja ykkur öllum. Bryggjuhverfi á Norðurbakkanum Þorsteinn Njálsson Höfundur er læknir, formaður bæj- arráðs Hafnarfjarðar og bæj- arfulltrúi Framsóknarflokksins. Hafnarmál Við hönnun bryggju- hverfis, segir Þorsteinn Njálsson, á að gera ráð fyrir legukanti, og skoða hvort hægt sé að koma fyrir skemmtiferðaskipalægi. FRAM á öndverða 21. öldina voru val- möguleikar Íslendinga fyrir formlegar veður- spár afar einsleitir. Til örfárra ára hefur verið til staðar sam- keppni á þessum vett- vangi, ójöfn að vísu en framsækin. Aðferðir „samkeppninnar“ hafa verið ólíkar, í tækni, í mannafla, í útlögðum kostnaði, í aðstöðu og mörgu fleiru. Hér er líka ólíku saman að jafna, ríkisbákni og smáu sprotafyrirtæki. Ríkisbáknið Veður- stofan berst hatrammlega fyrir „yf- irburðastöðu“ sinni með aðstoð og tilstyrk Samkeppnisstofnunar og „stjórnar“ Veðurstofunnar. Sprota- fyrirtækið Halo ehf. hefur leitað ásjár Samkeppnisstofnunar og „stjórnarinnar“ við að hemja báknið og stöðva misréttið en beðið í 13 mánuði eftir svörum. Halo sem leiðandi í nýrri tækni sækist eftir viðunandi starfsum- hverfi og reynslu á heimaslóð, en hyggur á útflutning hugvits og sér- stöðu sem er fátíð, ef ekki einstök. Þá er spurt: „Hvernig tekur heima- markaður við afurðinni?“ Veðurspár fyrir Ísland Rekstur Veðurstofu byggist ekki á hennar eigin spáútreikningum, sú þjónusta er keypt erlendis frá og ekki til metnaður til að víkja frá því. Það er í lagi, metnaðurinn er til hjá öðrum eins og hér skal sýnt fram á. Gerum nú samanburð á Davíð og Golíat og vinnuaðferðum þeirra í stuttu máli (Lögð er áhersla á spár eingöngu): A. Veðurstofan  Verslar fullbúin veðurgögn frá erlendum ríkisveðurstofum sem unnin eru í stórtölvuumhverfi þeirra og afhent Veðurstofu 48 tíma gömul.  Veðurstofa móttekur tilbúin veðurgögn og felur veðurfræðingum skoðun og ýmsa handavinnu til að að- laga þau frekar sínum vinnureglum. Sem dæmi, eru hálendisspárnar end- urunnar handvirkt á klukkustundar fresti fyrir Landsvirkjun.  Framsetningin er ýmist í rituð- um texta, töluðu máli, einfaldri gerð af grafík með íkonum á heimasíðu Veðurstofu. Ennfremur til innsetn- ingar í framsetningu og túlkun m.a. veðustofustjóra sjálfs og veðurfræð- inga Veðurstofu fyrir Ríkissjónvarp- ið og í hendur starfsmanna annarra fjölmiðla sbr. Stöð 2 og dagblöð.  Til þessara starfa hefur Veðurstofan 100 manns eftir því sem veðurstofustjóri tjáði þjóðinni í útvarpinu (Rás 2) að morgni 8. janúar sl. Hafði efa- semdir um að aðrir gætu gert betur. Óupp- lýst er af þessu tilefni hve margir vinni við spár Veðurstofu. A. Halo ehf.  Fyrirtækið hefur aðgengi að opnum og aðgengilegum frum- veðurgögnum frá stærstu veður- gagnagrunnum í Bandaríkjunum. Þau eru sótt yfir Netið, eftir þörfum, tvisvar til fjórum sinnum á sólar- hring, alltaf ný og fersk. Gerð er á gögnunum einföld gildiskönnun. Hver söfnun tekur 40 mínútur og gögn þessi eru til afnota án gjald- töku.  Gögnin eru lesin inn í tölvu- reiknilíkön sem þróuð hafa verið til margra tuga ára í alþjóðlega vísinda- umhverfinu. Þetta er sjálfvirk vinnsla, þróaður hugbúnaður Halo (Íslenskt hugvit) og vinnur áreitis- laust af hálfu starfsmanna Halo og stöðugt, en með fráviksáætlunum sem tekur yfir verði brestir í tölvu- samskiptum eða bilanir í vélbúnaði. Allur tölvubúnaður Halo sem nýtist í þessu sambandi er samtals 7 – sjö – PC tölvur eins og er og stýrikerfið LINUX. Gjöld eru engin utan rekstrar- og þróunarkostnaður.  Framsetning. Notandinn velur spátímann, spána og spásvæðið. Miðlunin fer fram á: 1. Netinu. Grafísk 3ja sólarhringa framsetning með einnar klukku- stundar tímabilum fyrir 30 staði á Ís- landi, 290 staði í Evrópu og innan við 100 staði í Bandaríkjum, N-Ameríku. Kortaframsetning er með ítarlegu staðarvali fyrir úrkomu, skýjafar, hitastig og vind. 2. Lófatölvum og í farsíma. Grafísk framsetning eftir staðarvali notanda. 3. Hliðrænu (hefðbundnu) sjón- varpi. Tvívíddarframsetning (2D) á stafrænum skrám (MPEG) til flutn- ings með eina PC tölvu í útsending- arborði stöðvar. 4. Stafrænt sjónvarp. Möguleikar til uppflettingar á veðurspám í gagn- virku sjónvarpi eins og á tölvunni og vals. „Weateher on Demand“ kallast það.  Hjá Halo hafa starfað fjórir – 4 – starfsmenn með víðtæka menntun í tölvunarfræðum, reikni- og stærð- fræði og eðlisfræði. Rekstrarkostn- aður um 40 milljónir á ári, við eðlileg- ar aðstæður. Var mun minni á erfiðu ári 2001. Til umhugsunar fyrir þá sem lesa af gaumgæfni: Íslenskt hugvit nýtir gögn sem m.a. koma frá Íslandi og gerir virðisauka úr þeim á eigin veg- um og forsendum, sjá http:// www.theyr.is Framsetningin á Netinu er sér- stæð íslensk hugsmíð með hæstu fá- anlegu nákvæmni og sérstæðri nýt- ingu tölvuafls. Lögð eru niður spásvæði sem eru 20 kílómetrar á kant og yfir 40 lög að þéttleika á hæðina. Það er lítt til eftirbreytni að stofn- un á Íslandi skuli með ærnum til- kostnaði kaupa spávinnslu erlendis frá, draga inn á borð til sín og fitla við hana eftir heimasmíðuðum vinnu- reglum til þess að gera þau „betri“ og koma þeim síðan handvirkt á framfæri. Væri ekki viturlegra, sé litið til ótal þátta, að snúa betri hliðinni að þeim aðilanum sem nær betri ár- angri á nútímatækni hérlendis og er reiðubúinn til samstarfs og nýtingar þekkingar sinnar hér innanlands með öllum ráðum. Ekki er nein ástæða til ótta, þetta yrði ótvírætt til að auðga og gera miklu hnitmiðaðra innihaldsríkt og áhugavert efni. Tölvulíkön og tölvureiknaðar spár eru framtíðin á þessum vettvangi og vinnsla þeirra hérlendis líka, það ætti ekki að skipta máli hvað stjórn- endur og „stjórn“ Veðurstofu álítur og höfnun þeirra er sameiginlegt vandamál okkar allra. Nauðsyn ber og til að viðhöfð sé vandaðri stjórn- sýsla í ráðandi stofnun og meiri vilji til endurbóta en ekki flótti og und- anbrögð. Enginn stjórnandi opin- berrar stofnunar hefur leyfi til þess að gleyma því til hvers er ætlast af honum. Ef það gleymist er það ávís- un á hnignun. Lokaorðin að þessu sinni eru áskorun til Alþingis Íslendinga, að það leggi stofnunni Veðurstofu til faglega yfirstjórn, en láti hana ekki alfarið búa inni í fagráðuneyti. Í þeirri stjórn þyrfti að sitja fólk með vísindalega fagþekkingu, þekkingu í upplýsingatækni, í fjölmiðlun og stjórnun. Valkostir í veðurspám Þorsteinn S. Þorsteinsson Veður Það er lítt til eftir- breytni, segir Þorsteinn S. Þorsteinsson, að stofnun á Íslandi skuli með ærnum tilkostnaði kaupa spá- vinnslu frá útlöndum. Höfundur er einn eigenda Halo ehf. Í ÞESSU landi höf- um við svokallaðar skógarjarðir. Sumir bændur, sem eiga jarð- ir vel fallnar til skóg- ræktar, gera samning við Skógrækt ríkisins um að rækta nytjaskóg á jörðum sínum. Slíkir bændur eru kallaðir skógarbændur. Enn er ekki nema 1% landsins skógi vaxið í stað 25% við landnám, en rækt- unin gengur vel og menn eru almennt bjartsýnir. Á síðasta ári voru stofnuð samtök sjávarbænda, en það eru bændur, sem eiga jarðir, sem liggja að sjó. Um 500 bændur gerð- ust félagar í samtökumnum, en talið er að sjávarjarðir Íslands séu um 1500 alls. Þessar sjávarjarðir eiga skýlaus- an rétt til svokallaðra netlaga, sem er ákveðin fjarlægð frá fjöruborði þessara jarða, bæði hafsbotninn inn- an netlaga og sjóinn yf- ir honum. Þetta er lagaskilningur, sem landnámsmenn fluttu hingað til lands með sér frá Noregi og hefur því gilt hér á landi frá því fyrir stofnun Al- þingis 930 og allt fram til þessa dags. Á þessu lífsbelti sjávarins næst landi eru mikilvægar uppeld- isstöðvar sjávardýra alls konar, svo og sela og sjófugla. Ýmis önn- ur hlunnindi fylgja þessum jörðum, svo sem reki, þangvinnsla, dúntekja o.fl. Vegna þýðingar þessara jarða fyr- ir vöxt, uppeldi og viðgang fiski- stofnanna er nauðsynlegt að mögu- leikar á aðhlynningu og vexti sjávardýra sé góður gaumur gefinn. Efla þarf alla aðhlynningu og rækt- un á grunnslóð og gæta þess jafnan að vaxtarskilyrði séu sem best. Í þessum efnum hafa sjávarbændur miklu hlutverki að gegna. Þeir eiga að þekkja sjávarbotn jarða sinna jafnvel og yfirborð þeirra ofansjáv- ar. Á sínum tíma var gömlum neðan- jarðarlestarvögnum New York- borgar fleygt í sjóinn. Þetta þótti ekki góð latína í umhverfismálum. En ekkert er svo illt að ekki boði eitt- hvað gott. Síðar kom í ljós að á hafs- botni reyndust þessir lestarvagnar ákjósanlegasta skjól og uppeldis- stöðvar fyrir ýmsar fisktegudir. Þetta sýnir að hægt er að hafa góð áhrif á vöxt og viðgang fiskeldis á grunnslóð umhverfis landið. Efla ber samtök sjávarbænda og það mikla hlutverk, sem þeir hafa í íslensku athafnalífi. Sjávarbændur Jóhann J. Ólafsson Ræktun Efla þarf, segir Jóhann J. Ólafsson, alla aðhlynningu og ræktun á grunnslóð. Höfundur er stórkaupmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.