Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 9 Allir fylgihlutir fyrir dömu og herra Mikið úrval af samkvæmisfatnaði Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Opið alla daga frá kl. 10-19, laugardaga frá kl. 10-14. Garðatorgi 3, sími 565 6680 Glæsilegir brúðarkjólar Engjateigi 5, sími 581 2141. Útsala Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. 30-50% afsláttur af öllum vörum Glæsilegt úrval í stærðum 36-52 Útsala Komið og gerið góð kaup!                Smáskór sérverslun með barnaskó í bláu húsi við Fákafen - Sími 568 3919 opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Ótrúlegt úrval 20-50% afsláttur ÚTSALA ÚTSALA Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10-14 Málað með olíu, vatnslitum og akrýl. Teiknun. Byrjendahópur — Framhaldshópur — Fámennir hópar. Upplýsingar og innritun kl. 16-21 alla daga. Símar 561 1525 og 898 3536. B Ó K A B Ú Ð S T E I N A R S Ú T S A L A M Ö R G H U N D R U Ð E R L E N D I R T I T L A R Í t i l e f n i ú t s ö l u n n a r v e r ð u r o p i ð l a u g a r d a g i n n 1 2 . j a n ú a r f r á k l . 1 2 - 1 8 o g s u n n u d a g i n n 1 3 . j a n ú a r f r á k l . 1 3 - 1 7 M I K I L L A F S L Á T T U R B e r g s t a ð a s t r æ t i 7 S í m i 5 5 1 2 0 3 0 F a x 5 6 2 6 4 3 0 s t e i n b o o k @ h e i m s n e t . i s O p i ð v i r k a d a g a 1 3 - 1 8 1 0 1 0 .4 LÆKJARBOTNAÆTT Ritið er til sölu hjá útgefendum: Daði Ágústsson: sími 892 0025, tölvupóstfang: dadi@rafhönnun.is Guðbrandur Gíslason: sími 892 8400, tölvupóstfang: gghm@centrum.is Jónína M. Guðnadóttir: sími 567 1969, tölvupóstfang: joninamg@mi.is Stórútsala Allt að 50% afsláttur Maura Laugavegi 63, sími 551 4422 Kór, kór, kvennakór!                         !"    #$ % &$          '     $ #!                 Útsalan hefst á miðvikud. 16. janúar kl. 10 Klapparstíg 44 - sími 562 3614 GISTINÓTTUM á hótelum landsins fækkaði um rúm 6% síðastliðinn nóv- embermánuð miðað við sama mánuð árið 2000. Heildarfjöldi gistinátta á hótelum í nóvember var 45.666 sam- anborið við 48.813 árið 2000. Gesta- komum til landsins fækkaði hlutfalls- lega jafnmikið en þær voru 20.762 í nóvember á móti 22.237 gestakom- um í nóvember árið 2000. Meðaldval- arlengd gesta á hótelum var sú sama og árið á undan eða 2,2 nætur. Hlutfallsleg fækkun gistinátta og gesta á höfuðborgarsvæðinu nam rétt rúmum 3% en fækkun gistinátta og gesta var hlutfallslega nokkuð meiri á landsbyggðinni eða tæplega 18% og rúmlega 15%. Færri gista á hótelum JAKOB Yngvason, prófessor í stærðfræðilegri eðlisfræði við Vín- arháskóla, hlaut á dögunum við- urkenningu Ameríska stærðfræði- félagsins, AMS, ásamt félaga sínum Elliott H. Lieb frá háskól- anum í Princeton, fyrir grein sem birtist í blaði félagsins árið 1998. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir framúrskarandi greinar sem birst hafa undanfarin fimm ár í tímarit- unum „Notices of the AMS“ eða „Bulletin of the AMS.“ Ameríska stærðfræðifélagið er langstærsta félag sinnar tegundar í heiminum með um 30.000 félaga og tímarit þess útbreidd. Verðlaunin, AMS Conant Prize, voru veitt á sam- komu félagsins í San Diego 7. jan- úar sl. Greinin, A Guide to Enthropy and the Second Law of Thermo- dynamics, birtist í síðarnefnda tímaritinu árið 1998 og byggist á nokkurra ára rannsókn þeirra Jak- obs og Liebs á því sem kallað er „annað lögmál varmafræðinnar.“ Verðlaunin fengu þeir fyrir góða útlistun á viðfangsefninu í grein- inni, sem þykir skýra á auðsæjan og jafnframt hrífandi hátt tengslin milli hins „tæra“ heims stærð- fræðilegra óhlutstæðra hugtaka og hins „raunverulega“ heims eðlis- fræðinnar, efnafræðinnar og verk- fræðinnar. Jakob hefur gegnt stöðu pró- fessors við Vínarháskóla frá árinu 1996 en var áður prófessor við Há- skóla Íslands. Hann er jafnframt forseti Erwin Schrödinger stofn- unarinnar í Vínarborg, sem er al- þjóðleg rannsóknarstofun í stærð- fræði og stærðfræðilegri eðlisfræði. Í samtali við Morgun- blaðið sagði Jakob þessi verðlaun ekki hafa mikla þýðingu fyrir sig persónulega, nema hvað ánægju- legt væri að greininni hefði verið veitt athygli. „Fyrir mig þýðir þetta ekkert annað en ánægjuna af því að vita að þetta verk okkar, sem við unn- um að í mörg ár, hefur vakið at- hygli og eftirtekt. Það hefur enga þýðingu að öðru leyti,“ segir Jak- ob, sem hyggst starfa áfram við Vínarháskóla. Hlaut viðurkenn- ingu Ameríska stærðfræðifélagsins STJÓRN Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni skorar á Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra að fá auknar fjárveitingar í úthlutun á bifreiðakaupastyrkjum hið fyrsta. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu nýverið. Í bréfinu segir einnig að í janúar 1996 hafi aldursskilyrði fyrir úthlut- un á bifreiðakaupastyrk lækkað úr 75 ára niður í 70 ára og styrkjum fyr- ir hreyfihamlaða fækkað vegna þess að fjárveitingar í framlögum voru lækkaðar. „Það er þó nokkuð síðan þessi breyting var gerð en undanfarna mánuði hafa borist okkur mjög mikl- ar kvartanir vegna þessa,“ segir Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni. „Við teljum ástæðuna fyrir því að kvartanir eru margar núna vera þá að ýmis annar kostnaður þessa hóps sem ekki á lengur rétt á styrknum hefur aukist.“ Ólafur nefnir að t.d. frá því í júní árið 2000 hefur lyfjakostnaður auk- ist um 40-50% og kostnaður vegna heimsókna til sérfræðinga hefur aukist um 40-70%. „Þarna erum við að tala um veikasta hluta eldri borg- ara, sem missir með þessu styrk og verður sömuleiðis verst úti hvað varðar aukinn lyfjakostnað og sér- fræðiþjónustu.“ Ólafur segir að félagið hafi mót- mælt breyttum úthlutunarreglum áður, en nú sé það gert af meiri krafti þar sem óvenju margar kvart- anir hafi borist félaginu. „Við rekjum þessa auknu kvartanatíðni til þess að það er orðið dýrara að lifa og það kemur verst niður á þeim veikustu og hreyfihömluðum sem áttu rétt á styrknum.“ „Kemur niður á þeim veikustu“ Félag eldri borgara vill breytingar á úthlutun bifreiðakaupastyrks ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.