Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN
36 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
TILEFNI þessara skrifa er
grein Soffíu Auðar Birgisdóttur í
Lesbók Morgunblaðsins 29. des-
ember sl. og reyndar önnur skrif
sama eðlis sem birst hafa í Morg-
unblaðinu og hún vísar til. Öll
skrifin einkennast af vanmati á
þeim auði sem íslenskt leikhúslíf á
í þeim fjölda áhorfenda sem kemur
í leikhúsin á ári hverju. Leikhúsin
eru að þeirra mati að lítillækka sig
með því að sýna fákunnandi skríl
léttmeti til þess að hafa fyrir salti í
grautinn.
Að mati Soffíu er leikhús „sam-
félag listamanna sem stefnt er
saman í þeim tilgangi að miðla
vinnu sinni, sýn og hugsjón til hins
stærra samfélags“. Til hvaða sam-
félags? Því er ekki svarað.
Í grófum dráttum má skipta
leikhúsáhorfendum í fjóra hópa.
Sá fyrsti er hlutfallslega lítill hóp-
ur sérfræðinga og leikhúsfólks.
Þessi hópur hefur lesið fræðin, séð
mikinn fjölda leiksýninga um víða
veröld og telur sig þess umkominn
að hafa vit fyrir öllum hinum.
Hópur númer tvö er allstór fjöldi
fólks sem kaupir fasta miða í ann-
að hvort stóru leikhúsanna eða
bæði. Þessi hópur er ómetanlegur
fyrir leikhúsin. Hann lætur sig
hafa það að fara að sjá allar sýn-
ingar sem í boði eru, oft með hálf-
um huga þó. Með þessum hópi er
leikhúsunum tryggð aðsókn að 6–
10 sýningum á hverju verki sem
leikhúsið sýnir. Þriðji hópurinn er
fólk sem fer endrum og sinnum í
leikhús og vill þá gera sér glaðan
dag, nennir e.t.v. ekki að sjá nein
„vandamálaleikrit“. Oft er um að
ræða vinnustaðahópa sem safna í
sjóð eða að fyrirtækin styrkja leik-
húsferð starfsmanna sinna. Það er
þessi hópur sem fræðingarnir tala
um með mestri fyrirlitningu.
Þennan hóp er líka auðvelt að
flæma burt úr íslensku leikhúsi
með „metnaðarfullu leikhússtarfi“.
Fjórði áhorfendahópurinn eru svo
börnin. Sem betur fer hafa bæði
leikhúsin lagt sig fram um að
þjóna þessum hópi með vönduðum
sýningum á barnaleikritum. Ekki
ber heldur að vanmeta þann
þroska sem börn fá við að fara
með foreldrum sínum á farsa og
aðra gamanleiki sem sýndir eru
fræðingunum til ama og vandlæt-
ingar.
„Vondar bækur þurfa alls ekki
að vera til að fyrirlíta. Þær geta
verið fólkinu eins og tröppur til
æðri bókmennta. Köllun leirskáld-
anna er oftast vanmetin, hún hefur
einatt verið hin sama og mosans í
íslenzku hraununum. Samhengið í
bókmenntunum er ávöxtur af
verkum þeirra höfunda, sem
gleymdust,“ segir Tómas Guð-
mundsson í samtalsbók Matthíasar
Johannessens. Þessi orð eiga víða
við. Aðgangurinn að hinum æðri
listum liggur í gegnum léttmetið.
Leikhúsin eiga miklar skyldur
við sína áhorfendur, alla hópana.
Þess vegna er þeim nauðsynlegt
að bjóða fjölbreytt leikritaval. Þau
verða að sýna klassísk verk, ís-
lensk verk og það sem nýjast er og
hæst ber hjá nágrannaþjóðum
okkar. Einnig söngleiki og barna-
leikrit. Þannig þroskast áhorf-
endahópurinn og fær víðara sjón-
svið. Ég hef auðvitað margt við
leikritaval leikhúsanna að athuga
og er alls ekki á því að „allt sé í
sómanum“ á þeim vettvangi. En
þar hef ég aðrar áherslur en þeir
sem viðrað hafa skoðanir sínar
undanfarið. Ég hefði til dæmis
viljað sjá meira af leikritum
Shakespeares óbrengluð af hendi
meistarans. Það er skiljanlegt að
enskir leikstjórar vilji sýna áhorf-
endum, sem gerþekkja leiksýning-
ar Shakespeares, nýja túlkun á
verkunum. En við sem erum e.t.v.
að sjá þessi meistaraverk í fyrsta
sinni eigum að eiga
þess kost að sjá þau í
sinni upprunalegu
mynd, eins og hægt
er.
Ég undirritaður hef
fyllt hóp númer tvö í
fjölda mörg ár og hef
verið áhugasamur
leikhúsgestur frá því
að ég komst til vits og
þroska. Ég vil reyna
að mæla fyrir munn
þessa hóps, sem lítið
lætur í sér heyra en á
virkilega skilið að á
hann sé hlustað. Í
mínum huga er það
ótvírætt að leikhúsið
er fyrst og fremst fyrir áhorfend-
ur. Soffía Auður segir það skoðun
ýmissa að „íslenskt leikhús sé á
hraðleið til fjandans – fyrir fullu
húsi.“ Ég fullyrði, að þá fyrst væri
íslenskt leikhús á hraðleið til
fjandans ef þessir spekingar
fengju næga fjármuni til þess að
setja upp sýningar án þess að
þurfa að hafa áhyggjur af að-
göngumiðasölu. Engir áhorfendur
– ekkert leikhús.
Soffía Auður virðist telja að ekki
sé mokað nógu fé í íslenska leik-
ritahöfunda. Tækifærin hafa þeir
svo sannarlega fengið. Ég efast
um að í nokkru sambærilegu ná-
grannalandi sé jafn mikið sýnt af
verkum sömdum á móðurmáli
þeirrar þjóðar. Það er
einnig stókostlegt að
jafn margir skuli
leggja á sig að skrifa
leikrit á Íslandi eins
og kemur fram í þeg-
ar efnt er til leikrita-
samkeppni. Að vísu
ekki öll nógu fram-
bærileg, en ólíklegt
er að þau yrðu mikið
betri þó að ausið væri
í skáldin peningum.
Við erum fámenn
þjóð og við getum
ekki búist við að eiga
alltaf snillinga en þeir
rísa upp í fyllingu
tímans. Ekki var aus-
ið peningum í Jökul Jakobsson en
hann blómstraði samt.
Ekki má skilja orð mín svo að ég
sé á móti því að hlúð sé að ís-
lenskri leikritagerð. Ég er einung-
is að segja að peningaskorti er oft
um kennt ef afraksturinn er ekki
nógu góður. Við eigum eftir að
eignast fleiri frambærileg leikrita-
skáld og leikrit sem slá í gegn, ef
við höldum áfram að bera gæfu til
að halda áhorfendahópi leikhús-
anna svo stórum að það jafngildi
því að hálf þjóðin fari í leikhús
einu sinni á ári.
Allt í sómanum?
Gunnar Már
HaukssonLeikhús
Peningaskorti er oft
um kennt, segir Gunnar
Már Hauksson, ef
afraksturinn er
ekki nógu góður.
Höfundur er bankamaður.
FYRIR tveimur ár-
um benti Röskva, sam-
tök félagshyggjufólks
við Háskólann, á að
stúdentar við Háskóla
Íslands væru ekki
tryggðir við vinnu sína
og veruleg óvissa væri
um réttarstöðu þeirra.
Röskva lagði til starfs-
hóp sem vann að mál-
inu innan Háskólans og
að frumkvæði Röskvu
fékk heilbrigðis- og
tryggingamálaráð-
herra samþykkt í ríkis-
stjórn að stúdentar við
Háskóla Íslands í heil-
brigðis- og raunvísindagreinum verði
tryggðir samkvæmt almannatrygg-
ingalögum. Tveggja ára baráttu
Röskvu lýkur með sigri.
Óljós réttarstaða
Við Háskóla Íslands stunda nem-
endur margvíslegt verknám, auk
verklegra tíma og rannsókna. Við
þetta nám eru stúdentar oft undir
kringumstæðum þar sem lítið má út
af bregða til að þeir slasist og bíði lík-
amlegt tjón. Í gegnum árin hefur
verið á reiki hvernig tryggingum
þessara stúdenta er háttað og hvaða
réttarstöðu nemendur hafi ef eitt-
hvað kemur upp á. Stúdentar Há-
skóla Íslands virtust t.d. ekki njóta
sama réttar og iðnnemar, sem eru
sérstaklega slysatryggðir skv. al-
mannatryggingalögum. Ljóst þótti
að þetta ástand var óþolandi fyrir
viðkomandi stúdenta og því tók
Röskva upp málið.
Undirrituð lagði fram í háskóla-
ráði 12. október 2000 að skipaður
yrði starfshópur sem fjalli um örygg-
ismál stúdenta, þ.á m. hvernig trygg-
ingum þeirra er háttað í því fjöl-
breytta verk- og
rannsóknarnámi sem
fram fer á vegum deilda
Háskólans. Hópurinn
var skipaður strax í
nóvember og í honum
sátu bæði fulltrúar frá
Háskólanum og stúd-
entum. Starfshópurinn
skilaði af sér tillögum í
október sl. þar sem m.a.
var lagt til að háskóla-
yfirvöld færu þess á leit
við heilbrigðis- og
tryggingamálaráð-
herra að hann tryggi
stúdentum í verklegu
námi sambærilegar
slysatryggingar og iðnnemar njóta
skv. almannatryggingalögum.
Fundað með ráðherra
Áður en starfshópurinn skilaði af
sér tillögum, hafði undirrituð ásamt
Þorvarði Tjörva Ólafssyni, formanni
Stúdentaráðs, þegar fundað með
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra, Jóni Kristjánssyni, um málið
og farið fram á að stúdentar yrðu
tryggðir skv. almannatryggingalög-
um. Ráðherra tók vel í erindið og úr
varð að hann fór með málið fyrir rík-
isstjórn í desember og var samþykkt
þar að stúdentar í heilbrigðisgrein-
um og raunvísindagreinum yrðu
tryggðir skv. almannatryggingalög-
um.
Mikill áfangi vannst þegar Jón
Kristjánsson heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra varð við óskum
fulltrúa Röskvu og tryggði réttar-
stöðu stúdenta í heilbrigðis- og raun-
vísindagreinum. Ber einnig að þakka
þeim starfshópi sem vann að tillögum
að úrbótum í öryggis- og trygginga-
málum stúdenta við Háskólann.
Undirrituð er afar ánægð með að
hafa lagt til á sínum tíma þessar úr-
bætur á réttarstöðu stúdentanna og
fylgt málinu eftir til enda. Undirrituð
fyrir hönd Röskvu, skorar því hér að
lokum á Alþingi að samþykkja tillögu
Jóns Kristjánssonar heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, en með
henni verður réttarstaða stúdent-
anna tryggð.
Röskva kom
tryggingamálum
stúdenta í höfn
Dagný Jónsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Stúdentaráðs og situr í háskólaráði
fyrir Röskvu.
HÍ
Tveggja ára baráttu
Röskvu í trygginga-
málum stúdenta, segir
Dagný Jónsdóttir,
lýkur með sigri.
FLESTUM Íslend-
ingum er ljóst að
ástand þorskstofnsins
og nánustu ættingja
hans á miðunum er
ekki gott. Hafrann-
sóknastofnun telur nú
veiðistofn þorsks vera
undir 600 þús. tonnum
en hann var langtím-
um saman á milli 1 og
1,5 millj. áður fyrr og
aflabrögð meira en
helmingi betri. Margir
telja jafnvel að hrun
sé framundan. Þegar
leitað er skýringa á
þessum ólestri eru
þær ekki augljósar, en vísbendingar
má sjá og eru þær alvarlegar.
Menn verða seint alveg sammála
um hvað gera skuli. Til að nálgast
kjarna þessa máls er gott að skoða
ástandið á Kanadamiðum og hvað
hefur gerst þar en veiðar hafa verið
bannaðar í næstum tíu ár.
Kanadaklípan
Þorskveiðar við austurströnd
Kanada gáfu af sér 400–700 þús.
tonna afla á ári áður fyrr og voru
miðin talin ein þau gjöfulustu. Nú
hafa veiðarnar verið bannaðar. Ef
gögn eru skoðuð kemur í ljós, að
svo virðist sem vísindamenn þar
hafi ekki gefið viðhlítandi svör og
flestir hafa talað um ofveiði. Sú
skýring er ekki nógu góð, því
þorskurinn sem veiddist á árunum
1990–91, rétt fyrir bannið, var
mjósleginn og lítill miðað við aldur
og ástand lifrar slæmt. Segja má að
hver árgangur hafi þá verið um
þremur árum á eftir jafnöldrum
sínum á sömu miðum 11 árum áður
(’79–’80), en þá var þorskurinn í há-
marki um sinn að þyngd. Lífmassi
veiðistofns var um 700 þús. tonn ár-
in ’79–’80 en aðeins um 300 þús.
tonn ’90–’91, en á rúmu ári hrundi
þá stofninn niður í um 50 þús. tonn
og veiðum var því í raun sjálfhætt.
Ef næringarþörf þorsks miðað við
þessi tvö tímabil er áætluð út frá
vissum forsendum má sjá að æt-
isþörfin seinni árin var
ekki minni eða jafnvel
meiri en hún var á
þeim fyrri því fiskur-
inn var þá þremur ár-
um á eftir jafnöldrum
sínum. Þetta þýðir í
raun að fiskurinn
verður að dvelja þrem-
ur árum lengur í sjó til
að ná sama veiðiþunga
og áður. Allan þennan
tíma þarf fiskurinn
sína næringu þótt
hann vaxi lítið. Með
öðrum orðum má ætla,
að fiskurinn hafi „sóað
æti“ svæðisins til við-
halds sjálfum sér í stað þess að
vaxa. Eiginlega geta aðeins tvær
ástæður verið fyrir þessum mismun
á milli tímabila. Í fyrsta lagi gæti
æti hafa hrunið eða að fiskurinn sé
orðinn hægvaxta. Þar sem ekki
liggja fyrir upplýsingar um breyt-
ingar á hitastigs- og ætisforsendum
árin 11 á milli tímabilanna er næst
að ætla að fiskurinn sé orðinn hæg-
vaxta af erfðafræðilegum ástæðum.
Með langvarandi veiðum með
stærðarveljandi veiðarfærum hefur
stofninn verið að breytast þannig
að hlutfall hraðvaxta fiska hefur sí-
fellt versnað. Fiskeldismenn vita að
allir fiskhópar hafa mismunandi
hraðvaxta einstaklinga. Ef þeir
stærstu eru stöðugt sigtaðir frá
verða smám saman hægar vaxandi
einstaklingar eftir. Þetta er nánast
þróunarkenning Darwins. Allir
bændur skilja þennan samanburð.
Hægvaxta dýr þurfa miklu meira
æti til að ná tiltekinni stærð en
hraðvaxta dýr.
Er heima best?
Margt bendir til þess að hið sama
sé nú að gerast á Íslandsmiðum.
Veiðistofninn er aðeins talinn þola
150 þús. tonna afla. Ef allt væri
með felldu ættu fiskar nú að vera
stórir vegna þess að álagið á vist-
kerfið er meira en helmingi minna
en áður var. En svo er ekki. Það
virðist nú sem allur veiðistofninn sé
að meðaltali um einu ári eldri til að
ná þeirri veiðistærð kynslóða sem
var þegar afli var 400 þús. tonn.
Gróft áætlað gæti þetta bent til
þess að ætisþörfin á Íslandsmiðum
sé nú svipuð og áður var þegar afli
var meira en tvöfaldur. Þegar ein-
stakir árgangar í veiðinni eru skoð-
aðir virðist fiskur yfir 9 ára aldri
vera að mestu horfinn; líklegt er að
einmitt afkomendur stórra fiska
sýni mikinn vaxtarhraða þótt það sé
ekki endilega víst. Miðað við
ástandið á Kanadamiðum gætum
við verið í svipuðum sporum og þeir
voru ’87–’88 og því fáeinum árum
fyrir hrun. Þessi tilhugsun er alveg
skelfileg. Ef rétt er verður nú að
friða hrygningarsvæði til þess að
stuðla að því að sá stórfiskur, sem
enn er eftir lifandi, geti tímgast.
Síðan þarf í auknum mæli að
stunda veiðar með veiðarfærum
sem eru ekki stærðarveljandi. Enn-
fremur væri rökrétt að friða heil
hafsvæði til að gefa umræddri þró-
un svigrúm til að eiga sér stað und-
ir eftirliti.
Í ljósi þessa birtast skoðanir og
kenningar um grisjun í öðru ljósi en
verið hefur. Miðað við að ástandið
nú sé á miðjum „Kanadakúrs“
kæmi engin grisjun að gagni í því
skyni að endurreisa afurðasemi
miðanna. Grisjunin myndi fækka
einstaklingum og flýta fyrir hruni.
Ef aftur á móti ástand á miðum er
erfðafræðilega í góðu lagi með
hraðvaxandi stofnum, sem ná ekki
eðlilegum vexti vegna ofsetningar,
kæmi grisjun næstum örugglega að
gagni, en vaxtarþörf og nýlegur
vöxtur eru stærðir sem unnt er að
mæla. Þannig má sjá að grisjun
getur átt við um vissar aðstæður en
ekki aðrar.
Eru miðin
geld?
Jónas Bjarnason
Fiskveiðistefna
Miðað við að ástandið
nú sé á miðjum
„Kanadakúrs“, segir
Jónas Bjarnason,
kæmi engin grisjun
að gagni í því skyni
að endurreisa
afurðasemi miðanna.
Höfundur er efnaverkfræðingur.