Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 13 Sýnd kl. 2, 4 og 6.Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30.  1/2 Ungfrú Skandinavía Íris Björk Ljóskur landsins sameinist! „Besta mynd ársins“ SV Mbl „Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl DV Mbl Ævintýrið lifnar við ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com Powersynin g kl. 11.30. . Magnaður og blóðugur þriller frá Hughes-bræðrum sem fór beint á toppinn í USA Frumsýning Þegar London var heltekin hræðslu þurfti leynilögreglumann sem var á undan sinni samtíð til að leysa dularfyllsta morðmál allra tíma. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 og Powersýning kl. 11.30. Sýnd í LÚXUS kl. 2, 6 og 10. B.i. 12 ára Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni Verður þú 100.000 gesturinn í dag? Afsláttur allt að 70%ogútsala Hin landskunna útsala Byggt og búið er nú bæði í Kringlunni og nýju glæsiversluninni í Smáralind. Þar færðu góða og gagnlega muni fyrir heimilið með allt að 70% afslætti. Ást Þjóðvegur 666 Route 666 Hrollvekja Bandaríkin 2001. Myndform VHS. Bönn- uð innan 16 ára. (90 mín.) Leikstjórn William Wesley. Aðalhlutverk Lou Diam- ond Philips, Lori Petty. MIÐAÐ við allt það drasl sem fyr- irfinnst á myndbandaleigunum þá er hreinasta synd að ekki er gefið út meira af svona algjöru drasli – rétt- ara sagt svona eðaldrasli. Ef á annað borð er verið að demba yfir mann smekkleysu þá er náttúrlega miklu vitlegra að hún sé þá í svo miklum mæli að úr verði hreinasta skemmt- un og má með sanni segja að það sé upp á teningnum hér. Að nokkrum hafi dottið í hug að kalla mynd þessu frá- bæra nafni er náttúrlega kapítuli út af fyrir sig en það segir kannski allt sem segja þarf. Til að lýsa henni, þá er hér á ferð ekkert annað en hrein og bein „splatter“-mynd með fræg- ari leikurum og dýrari tækjabúnaði en gengur og gerist. En myndin er algjört „splatter“. Fangar, sem mal- bikað hafði verið yfir lifandi, ganga aftur og nærast á blóði þeirra sem fara um þjóðveg 666. Tær snilld. Gamli La Bamba-kyrjarinn leikur síðan FBI-yfirmann með fortíð, sem þarf endilega að fara um veginn óg- urlega og lendir vitanlega í algjörri malbiksmartröð. Fullt af tómatsósu, ömurlegar brellur, hörmulegur leik- ur og endalaust mikið af gloppum og rökleysu (takið eftir því í einu átaka- atriðinu þegar FBI-mennirnir slást í kirkjugarðinum og heyra ekki skot- hljóðin frá þjóðveginum fyrr en það hentar handritinu). Hvað er hægt að biðja um það betra?  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Malbikað yfir sig KATE Hudson, stjörnu mynd- arinnar Almost Famous, dóttur Goldie Hawn og eiginkonu Chris Robinsons söngvara The Black Crowes, hefur verið kennt um að sveitin hefur liðast í sundur eftir 15 ára samveru og 8 plötur. Í sönnum Yoko-anda hefur verið ýjað að því að félagar Robinsons í suðurríkjarokksveitinni hafi fengið sig fullsadda af nærveru hennar en parið hefur verið nær óaðskiljanlegt síðan það tók saman. Í opinberri yfirlýsingu frá sveit- inni segir hins vegar að hún sé alls ekki hætt heldur einungis komin í langþráð frí vegna brotthvarfs trommarans Steves Gormans og einnig til að söngvarinn Robinson geti einbeitt sér að hliðarverkefni sínu, sem ber vinnuheitið The New Earth Mud og er samstarfsverkefni með Marc Ford, fyrrum gítarleikara Svörtu krákanna. Bróðir Chris, gít- arleikarinn Rich, ku einnig vera með nokkur verkefni í burðarliðnum. Heimildarmaður nákominn sveit- armönnum segir að andinn í sveit- inni hafi gjörbreyst eftir að Rob- inson gekk að eiga Hudson. Síðan þá hafi hann einfaldlega ekki verið einn af strákunum lengur. The Black Crowes var stofnuð í Atlanta-borg árið 1987 og hefur selt yfir 15 milljónir platna á ferli sínum. Þar af seldist frumburðurinn Shake Your Money Maker í 5 milljónum eintaka. Önnur platan, The South- ern Harmony and Musical Comp- anion, komst á topp bandaríska breiðskífulistans árið 1992 og má segja að um það leyti hafi frægð- arsól sveitarinnar risið hvað hæst. Áttunda og hugsanlega síðasta plata sveitarinnar kom út í fyrra og heitir Lions. Kate Hud- son sögð söku- dólgurinn Á forsíðu Rolling Stone! Frægð- arsól The Black Crowes var í hæstu hæðum árið 1991. Reuters Er Kate Hudson Yoko Ono okk- ar tíma? The Black Crowes komin í langt, langt frí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.