Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nýir eigendur vilja hafa hreint borð fyrir sína leiðara, Jónas minn. Hraðlestrarskólinn býður námskeið Lestrarhraðinn margfaldaður FLESTIR eða allirÍslendingar semaldur hafa til eru læsir, en misvel læsir eftir atvikum eins og gengur. Til er nokkuð sem heitir hraðlestur og það sem meira er, það er hægt að læra hraðlestur. Hér á landi hefur um margra ára skeið verið starfræktur Hraðlestrarskólinn og hafa þúsundir Íslendinga numið þar hraðlestur. Stofnandi hans og skóla- stjóri er Ólafur H. John- son. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Ólaf um hraðlestur, hvað hann er og hvaða gagn væri af honum, hverjum hann gagnast og fleira á þeim nótunum. – Hvenær var skóli þessi stofn- aður og hver var fyrirmyndin? „Skólinn var stofnaður 1981. Fyrirmyndin er bandarísk, en ár- ið 1976 sótti ég námskeið hjá Eve- lyn Wood-stofnuninni í New York. Fékk ég strax mikinn áhuga á þessu og sökkti mér í kennslufræðina að baki nám- skeiðunum. Nokkru eftir að ég kom heim hóf ég kennslu í hrað- lestri, fyrst hjá Stjórnunarfélag- inu, en síðan stofnaði ég Hrað- lestrarskólann og hef haldið námskeið síðan.“ – Hvað er hraðlestur? „Hraðlestur er í raun ekki ann- að en að lesa umtalsvert hraðar en almennt gerist. Á námskeið- unum fjórfalda þátttakendur að jafnaði lestrarhraðann og bæta að auki eftirtekt sína. Þannig merkir hugtakið hraðlestur í mínum huga lestur á miklum hraða en með góðri eftirtekt.“ – Hvernig er kennslunni hátt- að? „Hraðlestrarskólinn býður tvenns konar námskeið. Í fyrsta lagi þau námskeið sem boðin eru almenningi og í öðru lagi þau námskeið sem boðin eru fyrir- tækjum og stofnunum. Nám- skeiðin fyrir almenning eru sex vikna námskeið með kennslu einu sinni í viku og um það bil einnar klukkustundar heimavinnu á dag. Námskeiðin fyrir fyrirtæki og stofnanir eru þriggja vikna nám- skeið með kennslu einu sinni í viku og um það bil einnar klukku- stundar heimavinnu á dag.“ – Hverjum nýtist hraðlestur? „Öllum sem verja miklum tíma til lestrar. Augljóst er að þetta nýtist námsmönnum enda verja þeir miklum tíma í lestur. Einnig nýtist aukinn lestrarhraði vel stjórnendum fyrirtækja og stofn- anna sem hafa metnað til að halda sér þekkingarlega í fremstu röð á sínum starfsvettvangi. Talið er að þeir þurfi að lesa að jafnaði 3 klukkustundir á dag til þess að komast yfir nægar upplýsingar til þess. Stjórnandi sem fjórfaldar lestrarhraða sinn, „býr þannig til“ mikinn tíma sem hægt er að nýta til annarra verka.“ – Sumum reynist nógu illa að halda ein- beitingu við lestur á „venjulegum“ hraða … hvað þá á fjórföldum hraða. „Bílstjórar sem aka á mjög litlum hraða fara að horfa í kring- um sig og hugsa um annað en veg- inn fyrir framan bílinn. Þannig missa þeir einbeitingu við akstur. Svipað gerist þegar lesið er á litlum hraða, það sem við erum að lesa inniheldur einfaldlega ekki nóg af upplýsingum til að halda okkur einbeittum. Við förum að hugsa um óskylda hluti og hug- urinn fer á flakk. Besta leiðin til að auka einbeitinguna er því að auka lestrarhraðann þannig að við þurfum að hafa okkur öll við til að meðtaka innihald efnisins. En auðvitað er til svo erfitt efni að við þurfum á öllu okkar að halda til að meðtaka innihaldið þótt lestrarhraðinn sé mjög lítill. Dæmi um slíkt efni er stærð- fræðiformúlur.“ – Er mikið sótt í skólann og hverjir eru nemendurnir? „Já, aðsóknin er mikil. Næstu námskeið eru fullbókuð, en ég á laust pláss seinni hluta febrúar. Þátttakendur á almennum nám- skeiðum eru flestir námsmenn en um þriðjungur eru stjórnendur úr atvinnulífinu. Á fyrirtækjanám- skeiðunum eru flestir úr stjórn- unarstöðum þó það sé ekki ein- hlítt.“ – Hvað hefurðu kennt mörgum Íslendingum hraðlestur? „Alls munu það vera rúmlega 6.000 manns.“ – Geta allir læsir menn lært hraðlestur? „Ég heiti þeim þátttakendum á námskeiðunum endurgreiðslu á námskeiðsgjaldi sem ekki ná að tvöfalda leshraða sinn. Það er mjög sjaldgæft, en kemur þó fyrir að ég endurgreiði námskeiðs- gjaldið. Ég tel því óhætt að fullyrða að nánast allir geta marg- faldað lestrarhraðann með þeim aðferðum sem ég kenni.“ – En hvað með lesblinda? „Já, lesblindir geta einnig margfaldað lestrarhraða sinn og bætt eftirtekt við lestur með því að gera þær æfingar sem kenndar eru á hraðlestrarnámskeiðunum. Reyndar er það þannig að hlut- fallsleg aukning á lestrarhraða þeirra er meiri en almennt gerist, sem stafar af því að lestrarhraði þeirra er oft mjög lítill í upphafi.“ Ólafur H. Johnson  Ólafur H. Johnson er stúdent frá MH 1972, Cand. oecon. frá HÍ 1977 og uppeldis- og kennslu- fræðingur frá KHÍ 1992. Hann stofnaði Hraðlestrarskólann 1981. Forstöðumaður hagdeildar Skeljungs 1978–84, stofnandi, framkvæmdastjóri og aðaleig- andi Gagns frá 1984. Kennari í tölvufræði og viðskiptagreinum 1988–2000. Eigandi Sumarskól- ans að hluta frá stofnun 1993. Eiginkona Ólafs er Borghildur Pétursdóttir og eiga þau þrjú börn, Ólaf Hauk, Pétur Örn og Örnu Margréti, 18, 16 og 13 ára. Að auki á Ólafur dóttur, Katrínu Ágústu, 24 ára, listdansara hjá Íslenska dansflokknum, af fyrra hjónabandi. …fyrirmynd skólans er bandarísk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.