Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ LAUSIR, innlendir gjaldeyr- isreikningar banka og sparisjóða skiluðu allt að 26,27% nafnávöxt- un á síðasta ári. Bestri nafn- ávöxtun skiluðu gjaldeyrisreikn- ingar í norskum krónum, eða á bilinu 25,94 til 26,27% og var nafnávöxtun af slíkum reikn- ingum hæst hjá Búnaðarbanka Ís- lands. Næstbest nafnávöxtun var af gjaldeyrisreikningum í Banda- ríkjadölum, eða á bilinu 24,31 til 24,70% og var hæst hjá Sparisjóð- unum. Sparisjóðirnir höfðu að jafnaði besta nafnávöxtun lausra gjald- eyrisreikninga, þá Íslandsbanki og Búnaðarbanki en lökust var ávöxtunin hjá Landsbankanum. Hæstu nafnávöxtun allra sér- kjarareikninga á liðnu ári báru verðtryggður Markaðsreikningur nb.is, með 15,89%, og Lífeyrisbók Búnaðarbankans, sem bar 15,67% nafnávöxtun. Hin síðarnefnda bar jafnframt hæsta ávöxtun lífeyr- isreikninga en næsthæstu nafn- ávöxtun lífeyrisreikninga bar Lífsval-1 hjá Sparisjóðunum. Nafnávöxtun verðtryggðra lífeyr- isreikninga var á bilinu 15,51 til 15,67% en árið áður skiluðu sömu reikningar 10,41 til 10,81% nafn- ávöxtun.               !       "       !      "##$              !" % # $ #  $ ! %  & $  '# ( )#  '#  '* ()#   +,%-  . $,$ $ /  0! /  1 /  ! 2* 3&&*  0 !* )(#  '# 1 1'# ( # ( 0# ( !0# ( ((# & '   4 -  2-   2 5-  0! ,$ 2 5-  ! ,$ 6 7-*  2-    )* #  !1# 1 !1# ( # 1 '(*( (#  (1* 1# ( (!#     6 -  #-  4-  8 -  #$ $   -  0! 9 % 1 2-  ! !# ' )!#  )0* )0#  )0#  0* 0# 1 (0# ( 0# ( !'# ( '  % 0 :%% 7-$ $ % 0! % 1 % ! 2-  ( # ( (* !#  '# 1 (0# ( # ( 0# ( (# ") ;- 6 5- $ < 6 5- $ < 6 5- 0$ < ) #  0#  '#  '# *  '  '        5 5  % 5 4 55 ;   &         =%   8 5      0  ! ,   /  > $ %  1 '"  1" ' )" ) '" ! "  (1"  !!" ! ()"  0"  0(" 0 0"  !"  )(" ( 0"  "  1"  ("  (!" #* > & * > ? 5- 1 11"  (" ' !'" ) ()" ! )"  (!"  1" ! ()"  )0"  0" 0 "  01"  1" ( "  1"  0)"  ("  !(" #* > & * > 2 5-  1 0"  )" ' 1'" ) " ( )1"  0"  !" ! ()"  0"  0"  )"  '"  (" ( "  '0"  )"  ("  (" #* > & * > 9 -  1 1!"  " ' '" ) !(" ! '"  (0"  1" ! ()"  !"  (" 0 '"  0"  " ( "  "  )"  ("  0" #* > & * > Best nafnávöxtun af norskum krónum VERÐBRÉFAÞING Íslands mun taka til skoðunar viðskipti helstu stjórnenda Kaupþings hf. með hluta- bréf í félaginu rétt fyrir áramót. Þetta kemur í kjölfar tilkynningar sl. mið- vikudag um að félagið hefði undirrit- að viljayfirlýsingu um kaup á sænska verðbréfafyrirtækinu Aragon. Hinn 21. desember sl. keyptu tíu stjórnenda Kaupþings hlutabréf í fé- laginu að nafnverði 40 milljónir króna á 488 milljónir. Þá nýttu átta stjórn- endur félagsins kauprétt sinn í sam- ræmi við kaupréttarsamninga sem gerðir voru við þá í október 2000, samtals að nafnverði tæplega hálf milljón króna en að söluverði tæpar 5 milljónir. Rúmum tveimur vikum eftir að þessi innherjaviðskipti fóru fram til- kynnti Kaupþing hugsanleg kaup á hinu sænska verðbréfafyrirtæki. Helena Hilmarsdóttir, starfandi framkvæmdastjóri Verðbréfaþings, segir alvanalegt að þingið skoði inn- herjaviðskipti þegar svo stór frétt kemur frá fyrirtæki, sem kaupin á Aragon eru. Hún segir Verðbréfaþing ekki hafa spurst fyrir um málið hjá Kaupþingi enn sem komið er, enda sé það á frumstigi. Innherjaviðskipti Kaupþings skoðuð GENGIÐ hefur verið frá banka- stjóraskiptum hjá Sparisjóðabanka Íslands hf. Sigurður Hafstein, sem verið hefur bankastjóri Sparisjóða- bankans frá stofnun 1986, mun láta af störfum 21. janúar næstkomandi. Við starfi hans tekur Finnur Svein- björnsson, framkvæmdastjóri Verð- bréfaþings Íslands hf. Helena Hilmarsdóttir, forstöðu- maður viðskipta- og skráningarsviðs VÞÍ og staðgengill framkvæmda- stjóra, tók við daglegri stjórn þings- ins frá og með deginum í gær. Í til- kynningu frá stjórn VÞÍ segir að nýr framkvæmdastjóri verði ráðinn í framhaldinu. Í tilkynningu frá Sparisjóðabank- anum í gær segir að Sigurður Haf- stein hafi allan starfstíma sinn hjá bankanum jafnhliða bankastjóra- starfinu einnig gegnt störfum fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra sparisjóða og framkvæmdastjóra Tryggingasjóðs sparisjóða ásamt fjölda verkefna í stjórnar- og nefnda- störfum í sameiginlegum fyrirtækj- um sparisjóða, bankakerfisins í heild sem og nefndarstörfum á vegum ráðuneyta. Þá segir í tilkynningunni að ástæða framangreindrar ákvörðun- ar sé sú að Sigurður hyggist breyta áherslum í störfum sínum og helga starfskrafta sína starfi fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra sparisjóða og Tryggingasjóðs spari- sjóða sem og öðrum sameiginlegum verkefnum banka og sparisjóða, en öll þessi verkefni muni fyrst og fremst lúta að því að treysta sam- vinnu sparisjóðanna og sameiginlega hagsmunagæslu fyrir þá á sem flest- um sviðum. Umsvif Sparisjóðabankans hafa aukist mikið undangengin ár, en efnahagur hans hefur frá ársbyrjun 1997 vaxið úr 11 milljörðum í 51 milljarð. Ráðning Finns Sveinbjörnssonar í starf bankastjóra Sparisjóðabank- ans var staðfest á fundi bankaráðs bankans í gær og tekur hann við starfinu 21. janúar. Deilur milli eigenda hafa allar verið leystar Geirmundur Kristinsson, formað- ur bankaráðs Sparisjóðabanka Ís- lands, segir að þessar breytingar innan bankans hafi ekkert með þær deilur að gera sem voru meðal eig- enda bankans á síðasta ári og greint var frá í fjölmiðlum á sínum tíma. Hann segir að samkomulag eig- endanna sé mjög gott og farsæl lend- ing hafi náðst í þeim málum sem deilt hafi verið um á hluthafafundi félagsins í desember síðastliðnum. Eigendurnir hafi á þeim fundi allir verið sammála um að stefna bankans yrði eins og verið hefur, að öðru leyti en því að hann myndi lágmarka áhættu af markaðsviðskiptum. Jafn- framt hafi á hluthafafundinum verið samþykkt að skilja betur á milli Sparisjóðabankans og Sambands ís- lenskra sparisjóða. Gengur ekki að sami maður gegni tveimur störfum Að sögn Geirmundar er hugsanleg sameining Sparisjóðabankans og Kaupþings, sem nokkuð var rætt um á síðasta ári, ekki inni í myndinni og eru eigendur bankans sammála í þeim málum. „Það hefur verið unnið að stefnu- mótun fyrir Sparisjóðabankann í nokkurn tíma,“ segir Geirmundur. „Segja má að þeirri vinnu ljúki aldr- ei. Þær breytingar sem nú eru að eiga sér stað eru hins vegar alfarið tilkomnar vegna þess að Sigurður Hafstein óskaði sjálfur eftir því að verða leystur frá störfum sem bankastjóri. Umsvif bankans og Sambands ís- lenskra sparisjóða eru orðin það mikil að það gengur ekki til lengdar að sami maður gegni þeim tveimur störfum samtímis auk annarra starfa.“ Spennandi verkefni framundan Finnur Sveinbjörns- son segir ráðningu sína til Sparisjóðabankans hafa borið brátt að. Hann segir að átökum innan sparisjóðanna um bankann sé lokið og sátt náðst um stefnu hans. Nú þurfi að hrinda þeirri stefnu í framkvæmd. „Ég hlakka mjög til að takast á við þau verkefni sem bíða mín hjá Sparisjóðabankanum,“ segir Finnur. „Bankinn gegnir lykilhlut- verki fyrir sparisjóðina sem seðla- banki þeirra, bakhjarl í erlendum viðskiptum og þátttakandi í stærri lánveitingum. Það skiptir meginmáli að bankinn veiti sparisjóðunum og öðrum viðskiptavinum framúrskar- andi þjónustu og á hagkvæmu verði. Þetta mun ég leitast við að tryggja í starfi mínu.“ Samstarf Verðbréfaþings og Verðbréfaskráningar Finnur segist kveðja starfið á Verðbréfaþingi með ákveðnum söknuði. „Verðbréfaþing hefur verið í mikilli þróun síðustu misseri. Þar ber hæst þátttökuna í NOREX-sam- starfinu, upptöku nýs viðskiptakerf- is sem allar NOREX-kauphallirnar nota og samræmingu reglna. Allt þetta hefur styrkt íslenskan verð- bréfamarkað að mínu mati. Þá hefur um nokkurt skeið verið rætt um nán- ara samstarf milli Verðbréfaþings Íslands og Verðbréfaskráningar Ís- lands með samnýtingu húsnæðis og starfsfólks, en bæði fyrirtækin gegna mikilvægu þjónustuhlutverki á markaðnum og eru í eigu nokkurn veginn sömu aðila. Þarna eru því spennandi verkefni framundan, ekki síður en þau sem bíða mín hjá Spari- sjóðabankanum.“ Finnur Sveinbjörnsson var fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskiptabanka frá 1995 til 2000 en tók við starfi framkvæmdastjóra Verðbréfaþings Íslands í júnímánuði árið 2000. Bankastjóraskipti hjá Sparisjóðabankanum Finnur Sveinbjörnsson Sigurður Hafstein VERÐMÆTI samstarfssamnings sem OZ hefur gert við bandaríska hugbúnaðarhúsið One Voice Techno- logies Inc., og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær, fæst ekki upp gefið. Bandaríska fyrirtækið sendi fyrr í vikunni frá sér fréttatilkynningu þar sem greint var frá samningnum, sem snýr að þróun þráðlausra samskipta- lausna, einkum á sviði raddstýring- ar. Fyrirtækin eru þegar byrjuð að kynna lausnir á því sviði fyrir erlend- um símafélögum, einkum í Banda- ríkjunum. One Voice er skráð á Nasdaq og samkvæmt reglum mark- aðarins má One Voice ekki gefa upp framtíðarvæntingar um samninga á borð við þann sem félagið hefur gert við OZ. Gengi félagsins á markaðn- um í gær var 0,8. Forsvarsmenn OZ vildu ekki tjá sig um hugsanlegar tekjur fyrirtækisins af samningnum þegar Morgunblaðið leitaði eftir því í gær. Tekjur OZ ekki gefnar upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.