Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 34
LISTIR
34 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
G
reint var frá því á síð-
um þessa blaðs í vik-
unni að ráðherra-
skipuð nefnd um
aukinn hlut kvenna í
stjórnmálum hefði beint þeim til-
mælum til allra stjórnmálaafla á
Íslandi, sem hyggjast bjóða fram
lista í sveitarstjórnarkosning-
unum í vor, að fyrsta og annað
sætið verði skipað af karli og
konu.
Í bréfi nefndarinnar til stjórna
stjórnmálaflokkanna segir meðal
annars að nú sé hlutur kvenna í
sveitarstjórnum aðeins 28,2% og
að það sé í þágu jafnréttis og lýð-
ræðis að hlutfall kynjanna verði
jafnara, enda hafi karlar og kon-
ur að mörgu leyti ólíkan bak-
grunn, upp-
eldi og
reynslu.
Hér skal
því alls ekki
mótmælt að
ákjósanlegt
sé að konum
fjölgi í sveitarstjórnum – og
raunar einnig á Alþingi. Hins
vegar má draga í efa að mark-
miðinu um jafnari hlut kynjanna
verði best náð með því að flokk-
arnir taki ákvörðun um að raða
körlum og konum til skiptis í
sæti á framboðslistum sínum.
Slíkt fyrirkomulag hefur verið
kallað fléttulisti, það er að segja
að veljist kona í fyrsta sæti verði
karl í öðru og svo framvegis.
Sömuleiðis skipi kona annað sæti
ef karl er í því fyrsta.
Samfylkingin er eini stjórn-
málaflokkurinn sem hefur form-
lega hvatt til fléttulista, en lands-
fundur flokksins sl. haust beindi
þeirri áskorun til kjördæmisráða
og flokksfélaga að við skipan
framboðslista við næstu alþing-
iskosningar yrði sú aðferð notuð.
Í viðtölum við frammámenn
innan flokksins kemur þó fram
að skoðanir eru skiptar um ágæti
þessa fyrirkomulags. Fram-
kvæmdastjóri flokksins, Björg-
vin G. Sigurðsson, bendir t.d. á
að framkvæmdin geti orðið snú-
in, ekki síst þegar nokkrir flokk-
ar standa saman að framboði
eins og víða hefur tíðkast í sveit-
arstjórnarkosningum. Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir, al-
þingismaður Samfylkingarinnar,
varð ennfremur til að gagnrýna
það á landsfundinum að þessi til-
laga kæmi fram nú, þegar konur
hefðu loksins náð jöfnum hlut
innan þingflokksins.
Fléttulistarnir byggjast á hug-
myndinni um jákvæða mis-
munun, það er að segja að bæta
eigi stöðu minnihlutahópa með
því að velja fulltrúa þeirra í vinnu
eða til ábyrgðarstarfa umfram
fulltrúa þess hóps sem ráðandi er
á viðkomandi sviði, ef báðir eru
jafnhæfir.
Undirrituð hefur að vissu
marki skilning á þessu sjón-
armiði, að því gefnu að skilyrðinu
um jafnt hæfi sé fylgt, enda er þá
strangt til tekið ekki um mis-
munun að ræða. Það er svo sem
ekkert undarlegt að einhverjum
hafi þótt fýsilegt að reyna þessa
aðferð til að ryðja konum og öðr-
um minnihlutahópum braut þar
sem fyrirstaðan var mikil, til
dæmis með því að beita kynja-
kvótum í stjórnmálum.
En meinbaugirnir á þessari
reglu eru þó gríðarlegir og taka
ávinningnum af henni langt fram.
Fyrir það fyrsta má telja gagn-
rýnisatriðin sem fyrr voru nefnd.
Framkvæmdin getur reynst erfið
og ýmis vafamál geta komið upp,
auk þess sem flest bendir til að
þetta fyrirkomulag sé einfaldlega
tímaskekkja, að minnsta kosti í
íslensku samfélagi. Ennþá veiga-
meiri mótrök eru þó að prinsipp-
ið á bak við jákvæða mismunun –
og birtingarmyndir hennar eins
og kynjakvóta á framboðslistum
– byggist á aðgreiningu manna
eftir ytri einkennum á borð við
kynferði og litarhátt. Ein-
staklingurinn og verðleikar hans
eru ekki lengur í fyrirrúmi og
hætta er á að misrétti viðhaldist í
breyttri mynd, í stað þess að því
verði eytt. Eða er eitthvað skárra
að hvítur karlmaður líði fyrir
kynferði sitt og litarhátt en svört
kona?
Þar fyrir utan er umdeilanlegt
að jákvæð mismunun komi virki-
lega þeim hópum til góða sem
hún á að þjóna. Jafnvel má færa
rök fyrir því að hún geti skerpt
enn frekar línurnar á milli kynja,
þjóðernis- og trúarhópa, þar eð
hún byggist á aðgreiningu
þeirra.
Með jákvæðri mismunun við
mannaráðningar og kynjakvót-
um í stjórnmálum og stjórnsýslu
er raunverulega verið að gefa
konum (og öðrum minni-
hlutahópum) þau skilaboð að þær
geti ekki komist til metorða á
eigin verðleikum, heldur þurfi til
þess sérstaka aðstoð. Það eru svo
sannarlega ekki skilaboðin sem
ungar stúlkur þurfa á að halda!
Það er jafnframt óþolandi fyrir
konur í ábyrgðarstöðum að þurfa
að sitja undir dylgjum um að þær
hafi einungis komist þangað í
krafti sérstakra ívilnana gagn-
vart „veikara kyninu“. En slík
viðhorf eru því miður ansi út-
breidd og eru síst til þess fallin
að bæta stöðu kvenna.
Eins má nefna að „smá-
skammtalækningar“ á borð við
jákvæða mismunun eru hættu-
legar að því leyti að þær skapa
falskt öryggi. Með tímanum geta
þær ef til vill komið því til leiðar
að hlutfall kynjanna jafnist til
dæmis í sveitarstjórnum og á Al-
þingi, en þær ráðast ekki að rót-
um vandans. Nær væri að graf-
ast fyrir um orsakir þess að
konur eru tregari til að gefa kost
á sér til stjórnmálastarfa og
hljóta síður brautargengi í próf-
kjörum, og beina kröftunum síð-
an að því að hrinda þeim hindr-
unum úr vegi.
Sú sem þetta skrifar telur því
að hugmyndir um fléttulista í
kosningum séu skref afturábak
en ekki áfram. Forystumönnum
stjórnmálaflokkanna verður að
treysta til að átta sig á mikilvægi
þess að jafnrétti ríki í reynd og
tryggja að konur innan vébanda
þeirra verði metnar að verð-
leikum. Og ef þeir bregðast er
það í valdi okkar borgaranna að
veita þeim ráðningu í kjörklef-
anum. Konur eru nú einu sinni
helmingur kjósenda!
Skref aft-
ur á bak
Með jákvæðri mismunun við manna-
ráðningar og kynjakvótum í stjórn-
málum er raunverulega verið að gefa
konum þau skilaboð að þær geti ekki
komist til metorða á eigin verðleikum.
VIÐHORF
Eftir Aðalheiði
Ingu Þorsteins-
dóttur
aith@mbl.is
VEFURINN Sagnaarfur Evrópu –
europeoftales.net – var opnaður í
Norræna húsinu af Haraldi Guð-
bergssyni við athöfn á fimmtudag.
Vefurinn er samstarfsverkefni
Frakklands, Finnlands, Íslands,
Ítalíu og Skotlands um miðlun þjóð-
sagna á margmiðlunarformi.
Norræna húsið hafði umsjón með
íslenska hluta vefsins og verkefn-
isstjóri var Jón Karl Helgason.
Uppistaða íslenska hluta vefsins
er kynning á Þrymskviðu með
teikningum eftir Harald Guðbergs-
son og Bjarna Hinriksson.
Evrópuverkefnið Menning 2000
styrkir verkefnið en alls koma að
því stofnanir frá fimm Evr-
ópulöndum undir forystu finnska
Gallen – Kallela-safnsins en sam-
starfsaðilar Norræna hússins hér á
landi eru Þjóðminjasafn Íslands og
Menntamálaráðuneytið.
Sagna-
arfurinn
á Netinu
Jón Karl Helgason kynnir vef-
inn Sagnaarfur Evrópu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
LJÓSMYNDASÝNINGIN Eyðibýli
eftir Orra Jónsson verður opnuð í
Galleríi Skugga í dag, laugardag, kl.
16. Verkin vann Orri á árunum 1999
til 2001, og er um að ræða litmyndir
teknar inni í eyðibýlum á ólíkum
stöðum á landinu.
Í myndum Orra er fönguð fegurð
hins hnignandi og gleymda, en einn-
ig fortíðar og sögu yfirgefinna
sveitabýla á fáförnum stöðum.
Myndefnið sem birtist m.a. í flagn-
andi veggjum, eldhússkápum með
fuglshreiðrum, og leifum fornrar
málningar á þiljuðum veggjum,
verður ljósmyndaranum viðfangs-
efni ríkrar fagurfræðilegrar miðlun-
ar.Orri Jónsson hefur haldið þrjár
einkasýningar og tekið þátt í fjöl-
mörgum samstarfsverkefnum.
Menningarborgarsjóður styrkti
eyðibýlaverkefni Orra árið 2001.
Bókverk á veggjum Klefans
Í klefa Gallerís Skugga sýnir
Ragna Hermannsdóttir myndlistar-
maður bókverkin Vofur, Gular rósir
og Lífsháski. Þar gefur að líta þrjár
bækur með tölvuunnum myndum og
textum, sem límdar eru beint á veggi
Klefans. Ragna hefur haldið fjölda
einkasýninga og tekið þátt í samsýn-
ingum, bæði hér heima og erlendis.
Sýningarnar standa til 3. febrúar.
Gallerí Skuggi er opið frá kl. 13-17
alla daga nema mánudaga.
Ein ljósmynda Orra Jónssonar.
Fegurð hins
hnignandi fönguð
í ljósmynd
DANSKA leikskáldið Line Knut-
zon (f. 1964) hefur á undanförnum
áratug fest sig í sessi sem eitt vin-
sælasta samtímaleikskáld Danmerk-
ur og hafa verk hennar verið þýdd og
leikin á Norðurlöndunum sem og
víðar í Evrópu. Hennar fyrsta verk,
Splinten i hjertet (Fleinninn í hjart-
anu), var frumsýnt í Danmörku 1991
og síðar sýnt í sjónvarpi. Sviðsverk
hennar eru orðin fimm talsins en að
auki hefur hún skrifað leikrit fyrir
útvarp. Verk hennar eru margverð-
launuð í heimalandinu. Fyrsta leik-
verk sitt skrifaði Line Knutzon í leik-
smiðju styrktri af dönskum
leikhúsum og má það vera til marks
um þann góða árangur sem slík
starfsemi getur gefið af sér og ís-
lenskum leikhúsum til eftirbreytni.
Í leikskránni sem LR gefur út, og
hefur m.a. að geyma allan leiktext-
ann bæði á frummáli og í íslenskri
þýðingu, segir að Line hafi vakið at-
hygli fyrir dásamlega súrrealískan
húmor og víst er að það á við um það
verk sem var frumsýnt og húmorinn
skilar sér vel í fínni þýðingu Þórarins
Eldjárns. Fyrst er nú að fæðast seg-
ir frá sex persónum sem allar búa í
sama fjölbýlishúsinu og tengjast í
rás verksins á ýmsan máta. Persón-
urnar eiga það allar sameiginlegt að
vera að leita að hamingjunni og Line
Knutzon hefur sagt að aðalþema
verka sinna sé „að gera fólk ham-
ingjusamt“. Enda lýkur leikritinu á
því að þrjú pör hafa náð saman og
gleðin skín af hverju andliti. Að því
leyti er verkið skemmtileg tilbreyt-
ing frá öllum þeim leikritum eftir
unga höfunda sem komið hafa fram á
undanförnum árum í vestrænum
leikhúsheimi og eru kennd við
„blauta tusku í andlitið“ (in your
face-leikrit).
Benedikt Erlingsson leikstjóri
velur sýningunni stíl farsa og fárán-
leika, ýkir og skerpir alla drætti per-
sónanna, sem hæfir verkinu vel,
enda persónurnar flestar „á mörk-
unum“ hvað varðar skapgerð og
háttalag. Benedikt er með góðan hóp
gamanleikara í öllum hlutverkum og
áttu allir leikararnir frábæra spretti
og oft á tíðum kostulegan samleik.
Sigrún Edda Björnsdóttir og Harpa
Arnardóttir voru stórkostlegar sem
systurnar Sissa og Pissa og gervi
þeirra oft á tíðum óborganlega fynd-
in. Sama má segja um Þór Tulinius í
hlutverki hins þjáða Viktors; hann
var frábær jafnt í mígreniköstunum
sem í sínum súrrealísku einræðum.
Gunnar Hansson náði vel að túlka
ráðvillta töffarann Axel og Halldór
Gylfason var hæfilega tempraður í
hlutverki hins trausta en grátgjarna
Volgeirs. Sóley Elíasdóttir lék Dúllu
af hæfilegu ráðleysi en þarf að fara
að taka raddbeitingu sína til endur-
skoðunar. Kannski má þó segja að
hér hafi hávært sífrið hæft ágætlega.
Aðalkostur þessarar bráð-
skemmtilegu sýningar var þó góður
samleikur leikhópsins og hversu vel
hópnum tekst að miðla húmor text-
ans. Það var líka frábært að sjá hvað
hægt er að gera skemmtilegt leikhús
með einföldum sviðsbúnaði og lítilli
umgjörð. Leikmynd Stígs Steinþórs-
sonar var mjög snjöll í einfaldleika
sínum og lýsing Kára Gíslasonar var
ætíð hugvitssamleg og setti
skemmtilegan blæ á sýninguna. Tón-
listina valdi leikhópurinn sjálfur og
jók hún á allan hátt á áhrifamátt
verksins, ekki síst rúsínan í pylsu-
endanum. Jakob Tryggvason sá um
hljóð af miklu öryggi.
Allir ættu að geta skemmt sér vel
á þessari sýningu, sem er reglulegur
gleðigjafi í hinu sívíkjandi skamm-
degi og bregst ekki þeim vonum sem
bundnar eru við nýbreytni á Nýju
sviði Borgarleikhússins.
Danskur gleðigjafi
LEIKLIST
Leikfélag Reykjavíkur
Höfundur: Line Knutzon. Íslensk þýðing:
Þórarinn Eldjárn. Leikstjóri: Benedikt Erl-
ingsson. Leikarar: Gunnar Hansson, Hall-
dór Gylfason, Harpa Arnardóttir, Sigrún
Edda Björnsdóttir, Sóley Elíasdóttir og
Þór Tulinius. Leikmynd og búningar: Stíg-
ur Steinþórsson. Lýsing: Kári Gíslason.
Hljóð: Jakob Tryggvason.
Nýja sviðið Borgarleikhúsinu, 11. janúar.
FYRST ER AÐ FÆÐAST
Morgunblaðið/Þorkell
„Allir ættu að geta skemmt sér,“ segir í leikdómi.
Soffía Auður Birgisdóttir