Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MEIRIHLUTI stjórnar Lánasjóðs
íslenskra námsmanna (LÍN) hefur
ekki fallist á þá kröfu Sambands ís-
lenskra námsmanna erlendis
(SÍNE) að um 30 til 40 manna hópur
námsmanna erlendis fái viðbótarlán
frá sjóðnum fyrir skólagjöldum
vegna gengislækkunar íslensku
krónunnar. Í reglum sjóðsins er
kveðið á um að hámarkslán fyrir
skólagjöld sé samtals 2,8 milljónir
íslenskra króna. SÍNE fór hins veg-
ar fram á það við sjóðinn fyrr í vetur
að fyrrgreindur hópur námsmanna
fengi viðbótarlán vegna skólagjalda
þar sem þeir hefðu náð hámarkinu í
íslenskum krónum talið en fengið
lægri upphæð í erlendri mynt vegna
gengislækkunar krónunnar.
Heiður Reynisdóttir, fram-
kvæmdastjóri SÍNE, segir í samtali
við Morgunblaðið að SÍNE hafi far-
ið fram á samtals 15 milljóna króna
viðbótarfjárveitingu til umrædds
námsmannahóps fyrir árið 2001 og
samtals 15 milljóna króna viðbótar-
fjárveitingu fyrir árið 2002. Stjórn
LÍN hafnaði hins vegar þessari
kröfu eins og áður segir m.a. vegna
þess að ekki fékkst samþykki fyrir
þessari aukagreiðslu hjá ríkissjóði.
Heiður segist ósátt við þessi
málalok. „Það sem við erum að biðja
um í leiðréttingu er 0,5% af heildar-
útlánum sjóðsins á ári,“ segir hún.
„Þetta eru háar upphæðir fyrir ein-
staklingana en lág upphæð fyrir
sjóðinn.“ Heiður bendir á að reglum
Lánasjóðsins hafi verið breytt
haustið 1999 á þann veg að byrjað
hafi verið að reikna út hámarksupp-
hæð fyrir skólagjöld í íslenskum
krónum í stað þess að reikna hana
út í dollurum eins og áður. Það hafi
þýtt að um leið og íslenska krónan
hafi fallið hafi námsmenn fengið
færri dollara fyrir íslensku krónuna.
„Sem dæmi gæti ég nefnt að há-
marksupphæð til skólagjalda var
samtals 33.000 dollarar haustið
1998. Hámarksupphæðin í íslensk-
um krónum var hins vegar 2,8 millj-
ónir haustið 2001 eða samtals um
27.000 dollarar,“ segir Heiður. Há-
marksupphæðin hafi þar með lækk-
að um samtals sex þúsund dollara á
þremur árum. Heiður segir að fyrr-
greindur hópur námsmanna erlend-
is hafi byrjað nám sitt áður en gengi
krónunnar tók að veikjast og því
hafi þeir frá upphafi gert ráð fyrir
því að fá meira lán í dollurum talið
en nú sé raunin. „Við í SÍNE teljum
að námsmenn eigi ekki að þurfa að
búa við það að taka á sig gengisá-
hættu.“
Uppsöfnun í íslenskum krónum
Heiður segir að SÍNE vilji að há-
markslán til skólagjalda erlendis
verði reiknað út í erlendri mynt,
eins og áður, en úr því lánið sé
reiknað út í íslenskri mynt þá vilji
SÍNE að vinnureglum sjóðsins verði
einnig breytt á þann veg að upp-
söfnun lánsins eigi sér stað í íslensk-
um krónum en ekki í erlendri mynt.
Til að útskýra þetta nánar tekur
Heiður eftirfarandi dæmi: „Náms-
maður erlendis sem hefur fengið
1.700 þúsund kr. lán til skólagjalda
haustið 2001 telur sig eiga rétt á um
1.100 þúsund kr. láni til viðbótar,
miðað við að hámarkslán sé 2,8
milljónir kr. Samkvæmt LÍN á hann
hins vegar ekki rétt á nema sjö til
átta hundruð þúsund kr. láni til við-
bótar vegna þess að sjóðurinn reikn-
ar veitt lán í mynt viðkomandi lands
en ekki í íslenskum krónum.“ Heið-
ur segir að þarna sé því námsmað-
urinn aftur að taka á sig gengis-
breytingar íslensku krónunnar.
„Námsmaðurinn verður síðan fyrir
öðru gengistapi þegar hann skiptir
íslensku krónunum í erlenda mynt í
íslenskum bönkum,“ segir hún.
„Þessum vinnureglum viljum við
breyta og munum við leggja það til á
næsta stjórnarfundi LÍN.“
Ólíkt því sem gerist um skólagjöld
fá námsmenn erlendis framfærslu-
lán reiknað í mynt viðkomandi
lands. Innt eftir því hvort það þýði
ekki að námsmenn erlendis græði á
gengislækkun íslensku krónunnar
segir Heiður svo ekki vera. „Náms-
menn fá jú alltaf sömu upphæðina í
erlendri mynt en skuld þeirra við
LÍN í íslenskum krónum eykst að
sama skapi. Þar með eru námsmenn
ekki að græða.“
Hvorki náðist í Steingrím Ara
Arason, framkvæmdastjóra LÍN, né
Gunnar I. Birgisson, formann
stjórnar LÍN, í gær vegna vinnslu
þessarar fréttar.
SÍNE vill að LÍN bæti námsmönnum gengistap
LÍN hafnar kröfum
um viðbótarlán
BJÖRN Bjarnason menntamála-
ráðherra fjallar um tvíþætta
ákvörðun stjórnar Varðar, fulltrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykja-
vík, frá því á fimmtudag í nýjum
pistli á heimasíðu sinni á Netinu.
Stjórn Varðar ákvað sem kunnugt
er í fyrsta lagi að efna til skoð-
anakönnunar meðal um 1.400 fé-
laga í fulltrúaráðinu til að fá hug-
myndir um tvo til fjóra
einstaklinga til að skipa efstu sæti
lista Sjálfstæðisflokksins við borg-
arstjórnarkosningarnar í vor og í
öðru lagi að leita heimildar mið-
stjórnar Sjálfstæðisflokksins til að
efna til prófkjörs um efsta sætið á
væntanlegum framboðslista.
Björn segist hafa svarað spurn-
ingum um mögulega þátttöku sína í
slíku prófkjöri á þann veg að fyrst
vildi hann vita um hug fulltrúa-
ráðsins til sín í skoðanakönnuninni
og síðan muni hann ákveða, hvort
hann fer í prófkjörið, ef miðstjórn
heimilar, að til þess verði efnt.
Hvattur til að láta slag standa
Björn segir að frá því nafn hans
var fyrst nefnt fyrir ári í sambandi
við borgarstjórnarmálin hafi hann
hvað eftir annað verið spurður um
það í fjölmiðlum, hvort hann hafi
tekið ákvörðun um framboð til
borgarstjórnar. „[H]ef ég svarað
eins og rétt er, að ég væri að velta
málinu fyrir mér. Frá upphafi hef-
ur mér verið ljóst, að það liggur
alls ekki í hlutarins eðli, að ég fari
að blanda mér í þennan kosninga-
slag. Eftir því sem tíminn hefur lið-
ið hafa fleiri hvatt mig til að láta
slag standa, þótt ýmsir segi sem
svo, að í stjórnmálum skuli ég
halda áfram að sinna landsmálum
og ekki taka áhættu á nýjum vett-
vangi stjórnmálanna.
Þegar ákveðið hefur verið að
gefa 1.400 manns í Verði kost á að
nefna nýja menn á lista Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík er sjálfgef-
ið, að mitt nafn komi þar til álita í
ljósi þess, sem á undan er gengið.
Menn fá aldrei að vita, hvort eitt-
hvað sé áhættunnar virði, nema
þeir taki hana,“ segir Björn
Bjarnason í pistli sínum.
Björn Bjarnason um könnun félaga Varðar
Telur sjálfgefið að
sitt nafn komi til álita
SHORT beitti uppáhaldsbyrjun
sinni, franskri vörn, gegn kóng-
speðsbyrjun Hannesar í fjórðu
skákinni. Í fyrsta skipti í einvíginu
virtist Short betur undirbúinn
fyrir byrjunina heldur en Hannes
og náði fljótlega að jafna taflið.
Hann hélt síðan áfram að bæta
stöðu sína og eftir 24 leiki var
hann kominn með betra tafl og um
30. leik var staða hans orðin mjög
vænleg. Hannes átti í erfiðleikum
með að finna viðunandi vörn og í
33. leik lék hann afleik í mjög erf-
iðri stöðu, sem gerði Short kleift
að útkljá skákina í fjórum leikjum.
Eins og í öllum fyrri skákum
einvígisins var hart barist. Þótt
staða Hannesar sé erfið á hann
enn góða möguleika á að jafna
metin og mun að sjálfsögðu leggja
allt í sölurnar til þess. Hannes er
þekktur fyrir allt annað en að
leggja árar í bát þótt á móti blási
og því á hann vafalítið eftir að
velgja Short undir uggum í skák-
inni sem tefld verður í dag.
Fjórða skákin tefldist þannig.
Hvítt: Hannes Hlífar
Stefánsson
Svart: Nigel Short
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4.
Bg5 dxe4 5. Rxe4 Be7 6. Bxf6
gxf6 7. Rf3 – –
Í þekktri skák í áskorendaein-
vígi á milli Fischers og Petrosj-
ans, Buenos Aires 1971, lenti sá
fyrrnefndi í vandræðum með
hvítu, eftir 7. g3 f5 8. Rc3 Bf6 9.
Rge2 Rc6 10. d5 exd5 11. Rxd5
Bxb2 12. Bg2 0–0 13. 0–0 Bh8 14.
Ref4 Re5 15. Dh5 Rg6 16. Had1 c6
17. Re3 Df6, þótt skákinni lyki
með jafntefli, eftir 33 leiki.
7. ...a6 8. De2 – –
Nýr leikur, en Hannes hefur
ekki góða reynslu af þessu af-
brigði: 8. Bd3 f5 9. Rg3 c5 10. dxc5
Da5+ 11. c3 Dxc5 12. Dd2 Rc6 13.
0–0–0 h5 14. h4 b5 15. Kb1 b4 16.
Hc1 Bb7 17. De2 Db6 18. Rd2
Hd8 19. Hhd1 bxc3 20. Hxc3 Kf8
21. Hdc1 Rb4 22. Bc4 Bxh4 23.
Hh1, með yfirburðastöðu hjá
svarti, sem vann skákina (Hannes
Hlífar-Mórózevitsj, Reykjavík
1999).
8. ...f5 9. Red2 c5 10. dxc5 – –
Sterklega kemur til greina að
leika 10. 0–0–0, t.d. 10. – –cxd4 11.
Rb3 Rc6 12. Rfxd4 Rxd4 13. Hxd4
Dc7 14. Hc4 Db6 15. g3 o.s.frv.
10. ...Da5 11. c3 Dxc5 12. g3
0–0 13. Bg2 Bf6 14. 0–0 Bd7 15.
Hfe1 Bb5 16. Rb3 Db6 17. Dd2
Rc6 18. Dh6 Bg7 19. Dh4 – –
Eða 19. Dh5 Had8 20. Had1
Hxd1 21. Hxd1 Ba4 22. Rfd2 Ra5
og hvítur lendir í vandræðum.
19. ...Had8 20. Had1 Hxd1 21.
Hxd1 a5 22. Hd2 h6
23. Rc1? – –
Hannes er kominn í óþægilega
óvirka stöðu, en með síðasta leikn-
um versnar hún mikið. Best virð-
ist 23. Rbd4, t.d. 23. – – Rxd4 24.
Rxd4 Hd8 25. Dh5 e5 26. Rf3 e4
27. Hxd8+ Dxd8 28. Rh4 Dd2 29.
h3 De1+ 30. Kh2 Dxf2 31. Dxf5
og hvítur ætti að halda sínu.
23. ...a4 24. a3? – –
Þar með er síðasta vonin um
mótspil slokknuð. Skárra er 24. c4
Ba6 25. b3, þótt staðan sé einnig
erfið í því tilviki.
24. ...Ra5 25. Bf1?! – –
Ekki beint skemmtilegur leik-
ur, en erfitt er að benda á góðan
leik fyrir hvít. Eftir 25. Db4 Rc4
26. Hd1 Hc8 27. Rd4 Hd8 28. Bf3
Ba6 29. Dxb6 Rxb6 30. Rc2
Hxd1+ 31. Bxd1 Rc4 32. Rd3 e5
33. Rcb4 e4 34. Rc5 Rxb2 35. Bc2
Bc4 36. Rxb7 Bxc3 á hvítur litla
von um björgun.
25. ...Bxf1 26. Kxf1 Dc6! 27.
Kg2 Rc4 28. He2 Dd5! 29. Df4 b5
30. g4 – –
Eða 30. Kh3 Dd1 31. He1 Dc2
32. He2 Db1 33. He1 Dxb2 og
svartur vinnur.
30. ...fxg4 31. Dxg4 f5 32. Dg3
Kh8 33. Kh3 – –
Eftir 33. Dh3 Hg8 34. Kf1
Dd1+ 36. He1 Dc2 37. Rd4 Dxb2
38. Rxe6 Rd2+ 39. Kg2 Dxc3 40.
Dxc3 Bxc3+ 41. Kh3 Rc4 á svart-
ur vinningsstöðu.
33. ...f4 34. Dg2 – –
Eða 34. Dg4 h5 35. Dg2 Df5+
36. Kh4 Bf6+ 37. Rg5 f3 38. Dg3
Hg8 og hvítur verður mát.
34. ...Dh5+ 35. Rh4 f3 36. Dg6
fxe2 og hvítur gafst upp. Lokin
hefðu orðið: 37. Dxh5 e1D 38.
Rg6+ Kg8 39. Rxf8 Df1+ 40. Kg3
Be5+ 41. Kf3 Dh1+ 42. Ke2
De4+ 43. Kf1 Rd2+ 44. Kg1
De1+ 45. Kg2 Df1+ mát.
Fimmta og næstsíðasta skákin
verður tefld í dag og hefst hún
klukkan 17 í Ráðhúsinu. Hannes
hefur svart í þeirri skák.
Á morgun verður síðan loka-
skákin tefld. Hún hefst fyrr en
venjulega, eða klukkan 13. Þá hef-
ur Hannes hvítt. Beinar útsend-
ingar eru frá skákunum á ICC
þar sem Þröstur Þórhallsson stór-
meistari sér um að skýra leikina
jafnóðum og teflt er. Jafnframt er
boðið upp á skákskýringar í Ráð-
húsinu og hefjast þær um tveimur
klukkustundum eftir að skákirnar
hefjast. Á mótsstað er hægt að
kaupa minnispening tileinkaðan
einvíginu, og einnig er þar seld
bókin Skák í hundrað ár, sem er
saga Taflfélags og Skákfélags Ak-
ureyrar.
Það er Taflfélagið Hellir sem
stendur fyrir einvíginu í tilefni af
10 ára afmæli félagsins.
Reykjavík 72
Það eru ekki bara Íslendingar
sem minnast heimsmeistaraein-
vígis þeirra Fischers og Spasskys
enn þann dag í dag. Nýlega lét
ChessCafe.com í samvinnu við
fyrirtækið House of Staunton
framleiða afar vandaða taflmenn
sem eru nákvæm eftirlíking af
taflmönnunum sem þeir Fischer
og Spassky notuðu í einvígi sínu í
Reykjavík. Þessi útgáfa á eftir að
halda nafni Reykjavíkur á lofti,
enda heitir hún Reykjavik 72.
Taflmennirnir eru til í þremur
mismunandi útgáfum. Það sem er
sérstakt við þetta er að í hverju
setti eru fjórar drottningar, tvær
svartar og tvær hvítar. Það ætti
því ekki að vera vandamál að
vekja upp drottningar þegar teflt
er með þessum taflmönnum.
Short nær
yfirhendinni
í einvíginu
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
SKÁK
Reykjavík
VIII MÓT GUÐMUNDAR ARASONAR
8.1.–13.1. 2002.
ÞESSAR sunnlensku
blómarósir, sem heita
Sandra Örvarsdóttir
og Eygló Guðmunds-
dóttir, safna dósum
og flöskum fyrir
lúðrasveit Mýrdæl-
inga í Vík. Áform eru
uppi um að lúðra-
sveitin fari í ferð til
útlanda og því er um
að gera að safna í
sjóð.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Safna
fyrir
lúðra-
sveit