Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 53 ÚTSALAN ER HAFIN Bolir frá kr. 690 Gallabuxur frá kr. 990 Gallajakkar frá kr. 1.990 Skór frá kr. 3.990 Jakkaföt frá kr. 9.990 Bolir frá kr. 490 Peysur frá kr. 990 Pils frá kr. 990 Kjólar frá kr. 1.490 Buxur frá kr. 1.490 Fötin sem krakkarnir vilja á dúndurverði Laugavegi Kringlunni Smáralind Gwyneth Paltrow Jack Black Forsýning Dúndrandi gott Doritos snakk með dúndrandi góðri gamanmynd. Frá höfundum There´s Something About Mary og Me, Myself & Irene kemur feitasta ástarsaga allra tíma. Forsýning í Regnboganum kl. 8. UMRÆDDIR tónleikar voru 25 ára afmælistónleikar sveitarinnar og voru haldnir í september. Til allrar ham- ingju fyrir unnendur góðrar tónlistar var bandið látið rúlla, afrakstrinum þrykkt á plast og gefið út. Aðstæður til tónleikahalds í Salnum eru þær bestu á landinu þori ég fullyrða og hljómurinn sem þar næst hreint með ólíkindum. Ég hitti Pálma við nokkuð skondn- ar aðstæður, í hótelherbergi á Hótel Borg – sem hann lýsti síðan fyrir mér í viðtalinu að hafi eitt sinn verið notað fyrir útgáfuteiti, er fyrsta plata Brunaliðsins kom út. Við brosum báð- ir að þessu. „Okkur datt í hug að spila einu sinni í Salnum sem Mannakorn, að- allega til gamans,“ segir Pálmi um til- urð disksins. „Fljótlega fæddist hugmynd um það að hljóðrita tónleikana. Þetta vatt svo dálítið upp á sig því að tónleikarn- ir urðu fleiri en áætlað var. Nú svo var tekin ákvörðun um það að gefa þetta út. Við kynntumst nýjum aðila í út- gáfustarfsemi sem er Óttar Felix Hauksson og hann stóð að þessu af sinni alkunnu fagmennsku, en Óttar er maður sem lætur verkin tala. Hann er núna orðinn okkar umboðsmaður og þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími.“ Það er greinilegt að Pálmi er að meina þetta í fúlustu alvöru og er sýnilega ánægður með gang mála. Hann lýsir því að Óttar komi fram við þá, tónlistarmennina, af vinsemd og virðingu; eitthvað sem er ekkert of al- gengt í þessum bransa vill hann meina. Svo er hann líka hæstánægður með bandið. „Það eru góðir strákar að spila með okkur auk þess sem við höfum gaman af þessu. Á meðan það endist höldum við þessu áfram.“ Áfram Mannakorn „Ég veit það ekki,“ segir Pálmi er blaðamaður spyr hann út í tónlist þá sem hann og Magnús hafa gert í sam- einingu í gegnum tíðina. Þessi tiltekni blaðamaður vill nefnilega meina að það sé eitthvað í tónlist þeirra sem sé á einhvern furðulegan hátt á skjön við flestalla „popplagasmíði“ síðustu ára- tuga. Eitthvað sem gefur henni bæði aukið vægi og meira gildi. „Það er borin von að ég geti greint minn feril eitthvað. Ég einhvern veg- inn hentist inn í þennan bransa á sín- um tíma svona fjaðralaus. Ég endaði sem poppstjarna og tónlistarmaður liggur við á einni nóttu. Eitt leiddi svo af öðru og ég hef tekið þátt í öllum fjandanum. Voðalega oft hefur þetta verið ómeðvitað, ég hef aldrei verið að setja mig í einhverjar sérstakar stell- ingar gagnvart þessum bransa. Ég hef bara verið þarna til staðar og oft tekið að mér ýmislegt sem ég hefði betur sleppt segi ég. En í fleiri til- fellum, sem betur fer, hef ég tekið að mér eitthvað sem ég er ánægður með í dag.“ Pálmi segir að von sé á frekara samstarfi á þessu ári. „Undanfarið hefur sú hugmynd komið reglulega upp að nú væri tími kominn á nýtt efni. Það hefur legið nálægt óskum okkar að fara að koma út plötu með nýju efni. Þannig að ef örlaganornirnar spinna sinn vef af þokka kæmi hugsanlega út plata á þessu ári.“ Á dögunum kom út frá- bær hljómleikaplata með Mannakornum, tekin upp í Salnum, Kópavogi. Arnar Egg- ert Thoroddsen ræddi við Pálma Gunnarsson vegna þessa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Pálmi Gunnarsson lét fara vel um sig á hótelherbergi Borgarinnar. arnart@mbl.is Pálmi Gunnarsson talar um nýja plötu Mannakorna Hver vegur að heiman…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.