Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 21 HÚNVETNSKT tónlistarfólk efndi til tónlistarveislu í Félags- heimilinu á Blönduósi yfir hátíð- arnar. Verkefnið var Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gegn um tíðina. Flutt voru 25 lög sem komið hafa við sögu þessarar keppni, hvort heldur þau hafa sigrað í keppninni eður ei, lög sem hafa lifað. Tíu söngvarar komu fram og undir lék níu manna hljómsveit, allt húnvetnskir lista- menn. Þessu framtaki var vel tekið og má segja að nær uppselt hafi verið á allar fimm sýningarnar sem haldnar voru. Fagnaðarlætin voru slík að „margan setti hljóð- an“. Skarphéðinn Húnfjörð Ein- arsson á Blönduósi annaðist hljóm- sveitarstjórn og taldist honum að fimmti hver Húnvetningur hefði séð sýninguna. Morgunblaðið/Jón Sig. Stefán Ólafsson, Guðmundur Karl Ellertsson og Bryndís Fanný Hall- dórsdóttir. Skarhéðinn H. Einarsson var hljómsveitarstjóri. Hjalti Jónsson og Árdís Ólöf Vík- ingsdóttir. Kjóllinn er sá sem Sig- ríður Beinteinsdóttir klæddist 1990. Blönduós Fimmti hver Húnvetn- ingur í sjöunda himni Vel heppnuð Evróvisjónsýning á Blönduósi um jólin EKKI hefur enn verið gengið til samninga við eigendur fjögurra hús- eigna við Dísarland og Traðarland í Bolungarvík vegna fyrirhugaðra framkvæmda við varnargarð ofan byggðarinnar. Húseigendurnir voru ósáttir við þær forsendur verðlagn- ingar sem fyrir lágu, þ.e. stað- greiðsluverð með hliðsjón af mark- aðsverði á húsum í Bolungarvík og í nágrannabyggðarlögum, að því er fram kemur í Bæjarins besta á Ísa- firði. Búið er að fara fram á eignarnám þessara húsa og er matsnefnd eign- arnámsbóta að störfum. Fram- kvæmdir við varnargarðinn eiga að hefjast í vor. Bolungarvík Farið fram á eignar- nám fjög- urra húsa GRÍMUR Gíslason, fréttaritari Ríkisútvarpsins á Blönduósi, er 90 ára í dag og af því tilefni sam- þykkti bæjarstjórn Blönduóss að gera hann að fyrsta heiðursborg- ara Blönduóssbæjar. Þrátt fyrir háan aldur tekur Grímur enn þátt í margskonar fé- lagsmálum og má þar nefna að hann syngur í kór Blönduósskirkju og er virkur í félagsstarfi Lions- klúbbs Blönduóss. Hestamennska er honum hugfólgin og sinnir hann hestum sínum dag hvern. Hinn níræði Grímur Gíslason, sem talar frá Blönduósi, er ótrú- lega ern og tekur veðrið dag hvern. Menn hafa á orði að hvar sem Grímur fer geisli af honum gleðin og lífsþrótturinn. Myndin sem hér fylgir er tekin af honum í ferð með félögum sín- um í Lionsklúbbnum og má glögg- lega sjá að hann er hrókur alls fagnaðar. Morgunblaðið/Jón Sig. Hallbjörn Kristjánsson, Grímur Gíslason og Hávarður Sigurjónsson. Útnefndur fyrsti heið- ursborgari Blöndu- óssbæjar Blönduós MENNINGARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.