Morgunblaðið - 12.01.2002, Page 21

Morgunblaðið - 12.01.2002, Page 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 21 HÚNVETNSKT tónlistarfólk efndi til tónlistarveislu í Félags- heimilinu á Blönduósi yfir hátíð- arnar. Verkefnið var Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gegn um tíðina. Flutt voru 25 lög sem komið hafa við sögu þessarar keppni, hvort heldur þau hafa sigrað í keppninni eður ei, lög sem hafa lifað. Tíu söngvarar komu fram og undir lék níu manna hljómsveit, allt húnvetnskir lista- menn. Þessu framtaki var vel tekið og má segja að nær uppselt hafi verið á allar fimm sýningarnar sem haldnar voru. Fagnaðarlætin voru slík að „margan setti hljóð- an“. Skarphéðinn Húnfjörð Ein- arsson á Blönduósi annaðist hljóm- sveitarstjórn og taldist honum að fimmti hver Húnvetningur hefði séð sýninguna. Morgunblaðið/Jón Sig. Stefán Ólafsson, Guðmundur Karl Ellertsson og Bryndís Fanný Hall- dórsdóttir. Skarhéðinn H. Einarsson var hljómsveitarstjóri. Hjalti Jónsson og Árdís Ólöf Vík- ingsdóttir. Kjóllinn er sá sem Sig- ríður Beinteinsdóttir klæddist 1990. Blönduós Fimmti hver Húnvetn- ingur í sjöunda himni Vel heppnuð Evróvisjónsýning á Blönduósi um jólin EKKI hefur enn verið gengið til samninga við eigendur fjögurra hús- eigna við Dísarland og Traðarland í Bolungarvík vegna fyrirhugaðra framkvæmda við varnargarð ofan byggðarinnar. Húseigendurnir voru ósáttir við þær forsendur verðlagn- ingar sem fyrir lágu, þ.e. stað- greiðsluverð með hliðsjón af mark- aðsverði á húsum í Bolungarvík og í nágrannabyggðarlögum, að því er fram kemur í Bæjarins besta á Ísa- firði. Búið er að fara fram á eignarnám þessara húsa og er matsnefnd eign- arnámsbóta að störfum. Fram- kvæmdir við varnargarðinn eiga að hefjast í vor. Bolungarvík Farið fram á eignar- nám fjög- urra húsa GRÍMUR Gíslason, fréttaritari Ríkisútvarpsins á Blönduósi, er 90 ára í dag og af því tilefni sam- þykkti bæjarstjórn Blönduóss að gera hann að fyrsta heiðursborg- ara Blönduóssbæjar. Þrátt fyrir háan aldur tekur Grímur enn þátt í margskonar fé- lagsmálum og má þar nefna að hann syngur í kór Blönduósskirkju og er virkur í félagsstarfi Lions- klúbbs Blönduóss. Hestamennska er honum hugfólgin og sinnir hann hestum sínum dag hvern. Hinn níræði Grímur Gíslason, sem talar frá Blönduósi, er ótrú- lega ern og tekur veðrið dag hvern. Menn hafa á orði að hvar sem Grímur fer geisli af honum gleðin og lífsþrótturinn. Myndin sem hér fylgir er tekin af honum í ferð með félögum sín- um í Lionsklúbbnum og má glögg- lega sjá að hann er hrókur alls fagnaðar. Morgunblaðið/Jón Sig. Hallbjörn Kristjánsson, Grímur Gíslason og Hávarður Sigurjónsson. Útnefndur fyrsti heið- ursborgari Blöndu- óssbæjar Blönduós MENNINGARMÁL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.