Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 30
$ % & ' ( ) * +*, +,, $, &, (, *, , - .                +0', 1&, 1%, 1$, 10, 1,, 1+, 1*, 1), , 85 1$ 2  +0%&ALLAR forsendur eru fyrirstórfelldu þorskseiðaeldivið Ísland, en grundvall-arþekking er þegar fyrir hendi í landinu. Fyrst þarf þó að sýna fram á arðsemi sjókvíaeldis við íslenskar aðstæður og vinna ítarlega stefnumótunarvinnu í samvinnu fyr- irtækja og stofnana. Þorskeldi gæti átt glæsilega framtíð á Íslandi verði rétt á málum haldið. Þetta sagði Agnar Steinarsson, líffræðingur hjá tilraunastöð Hafró í Grindavík, á ráðstefnu um framtíð þorskeldis sem haldin var á Akureyri í gær. Út- vegsmannafélag Norðurlands og sjávarútvegsdeild Háskólans á Ak- ureyri stóðu fyrir ráðstefnunni sem var afar vel sótt. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Ak- ureyringa, fjallað á ráðstefnunni um fiskeldi og sjávarútveg í alþjóðlegu samhengi. Hann sagði heimsafla á villtum fiski hafa staðið í stað eða minnkað, en fólki fjölgaði stöðugt. Augljóst væri að eldisfiskur myndi fylla upp í það gat sem myndaðist og væri eldisfiskur þegar stór hluti af neyslu fólks. Á síðustu árum hefði heimsneysla af fiski á mann aukist úr 12 kílóum í 16 á ári og væri enn að aukast. „Markaðurinn er fyrir hendi og við þurfum að uppfylla kröfur hans,“ sagði Guðbrandur, en nú væri staðan sú að eftirspurnin væri mun meiri en framboðið hvað sjávarafurðir varð- aði. Hann sagði mikinn samdrátt hafa orðið í þorskveiðum sem óneit- anlega ylli áhyggjum. Þannig yrði framboð af Atlantshafsþorski á þessu ári um 840 tonn, en hefði verið um 1.400 tonn fyrir örfáum árum. Aukinni spurn eftir fiski yrði því svarað með eldi, ekki veiðum. Stærstu markaðir fyrir eldisfisk eru í Japan, Bandaríkjunum, Frakklandi og Spáni, en Guðbrand- ur benti á að af þeim 10 löndum sem stærstu markaðirnir eru fyrir eld- isfisk hafa íslensk fyrirtæki sterka markaðsstöðu í 7–8 löndum. „Við ættum því að eiga greiðan aðgang inn á þessa markaði ef okkur tekst að framleiða meira,“ sagði Guð- brandur. Íslendingar að vakna til lífsins hvað þorskeldið varðar Agnar Steinarsson, líffræðingur hjá Hafró í Grindavík, fjallað um þorskseiðaeldi í sínu erindi og þá stöðu sem nú er upp í þeim efnum sem og helstu þröskulda í veginum. Hann sagði Íslendinga hafa verið að vakna til lífsins í þessum efnum og tilraunaeldi væri víða í gangi. Hann nefndi að Norðmenn hefðu framleitt um eina milljón þorskseiða á síðasta ári og þar í landi væru uppi stórhuga áform í þessum efnum, en stefnt væri að framleiðslu um 100 milljóna seiða eftir 10 til 12 ár. Tvær aðferðir eru einkum notað- ar í þorskeldi, strjáleldi og stríðeldi. Hið fyrrnefnda er að sögn Agnars á undanhaldi en um er að ræða seiða- eldi í sjávarlónum. Framleiðsluget- an er lítil með þessum hætti og framleiðslan ótrygg. Stríðeldið, þar sem seiðin eru alin í kerum í eld- isstöðvum er aftur á móti framtíð- araðferðin. Þar er um að ræða ræktun á lifandi bráð og unnt að stjórna umhverfisaðstæðum. Agnar fjallaði ítarlega um ferlið frá því hrogna- öflun hefur átt sér stað og þar til tekist hefur að rækta full- vaxta fisk, en á ýmsu getur gengið áður en þeim áfanga er náð. Í fyrstu nærast lirfurnar á svonefndum hjól- dýrum, en síðar á örsmárri salt- vatnsrækju sem er afar dýr, eða um 16 þúsund krónur kílóið og sagði Agnar mikilvægt að ná þeim kostn- aði niður, en að lokum nærast seiðin á tilbúnu fóðri. Á liðnu ári voru framlei þúsund þorskseiði í Grin verður megnið af þeim á flutt í sjókvíar ÚA við Ha Eyjafirði. Frá því klak átt og þar til seiðin urðu til lifðu stofnsins, en Agnar taldi væri að ná hlutfallinu upp með framförum í eldinu. Ko inn er nú um 3 krónur á sei ur minnkað úr 10 krónum, álítur að unnt sé að ná kos framleiðsluna niður í eina seiði. Margt getur farið úrs Hann benti á að margt g úrskeiðis við framleiðsluna artíminn væri langur og m væri fyrir dýrt fóður. Þá gæ ið upp bakteríusýkingar, su Fjölmenn ráðstefna um framtíð þorske Forsendur fyrir felldu þorskeldi vi Fjölmenn ráðstefna var haldin á Akureyri í gær um þorskeldi. Miklir möguleikar eru taldir á Íslandi í þessari at- vinnugrein. Rann- sóknir hafa verið stund- aðar á þessu sviði og áform eru uppi um að hefja eldi á næstunni. Gríðarlegur áhugi var fyrir ráðstefnu Útvegsmannafélags Norðurlands og sjávarút- vegsdeildar Háskólans á Akureyri um framtíð í þorskeldi og var fullt út úr dyrum í fundarsal Fiðlarans. Þetta þykir bera vott um áhugann sem er á þessu verkefni. Guðbrandur Sigurðsson inga, fjallaði um fisk Jón Þ arsson Flakanýting meiri en í villtum þorski 30 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VÍTAVERÐ VALDBEITING BORGARSTJÓRNARFRAMBOÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKS Á síðustu 30–40 árum hafa ýmsaraðferðir verið notaðar til þess aðvelja fólk á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins til borgarstjórnarkosn- inga í Reykjavík. Stundum hafa kjör- nefndir raðað á listana. Í öðrum tilvikum hafa prófkosningar farið fram innan full- trúaráðsins í Reykjavík. Þá hafa farið fram opnari prófkjör. Allt hefur þetta tekið mið af ríkjandi viðhorfum og að- stæðum á hverjum tíma, eins og eðlilegt er. Nú hefur stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, ákveð- ið að fram fari svonefnt leiðtogaprófkjör, þ.e. prófkjör um það hver skuli skipa efsta sæti framboðslista Sjálfstæðis- manna. En jafnframt að fram fari könn- un meðal meðlima fulltrúaráðsins, sem eru um 1.400, um ný nöfn, sem til greina geti komið á framboðslista, sem að öðru leyti yrði gerð tillaga um af kjörnefnd. Þessi niðurstaða byggist væntanlega á því að komið verði til móts við tvö sjón- armið. Annars vegar að gert verði út um það í almennu prófkjöri, hver vera skuli oddviti framboðslistans en hins vegar horfzt í augu við ákveðna prófkjör- sþreytu, sem upp er komin bæði í Sjálf- stæðisflokknum og öðru flokkum. Fram- bjóðendum og stuðningsmönnum þeirra hugnast ekki sá mikli kostnaður og margvísleg vandkvæði önnur, sem eru samfara prófkjörum. Svo virðist sem skiptar skoðanir séu um það innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hvað felist í þessari niður- stöðu. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, að hún liti á könnunina innan fulltrúa- ráðsins sem hugmyndabanka, sem ætti ekki við um fyrsta sæti listans. Borgar- fulltrúinn sagði ennfremur: „Kjörnefnd- in á ekki að stilla upp í fyrsta sætið og um það verður sérstakt prófkjör. Eftir það stillir nefndin upp listanum og vegna þeirrar vinnu er ætlunin að safna þessum nöfnum saman. Það hlýtur þess vegna al- veg að liggja fyrir hverjir ætla að gefa kost á sér í leiðtogaprófkjörið áður en að hinu kemur.“ Eins og málið er sett fram af hálfu stjórnar Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík, er auðvelt að skilja þetta á annan veg. Komi í ljós, að einhver tiltekinn einstaklingur eða ein- staklingar fái mikið fylgi í könnun innan fulltrúaráðsins er líklegt að það verði þeim hinum sama eða sömu hvatning til þess að gefa kost á sér í leiðtogapróf- kjörinu. Samkvæmt þessum skilningi verður að gera ráð fyrir, að framboðs- frestur til þátttöku í leiðtogakjörinu renni ekki út fyrr en fyrir liggur hver niðurstaða í könnun fulltrúaráðsins verður. Væntanlega er það á grundvelli þess- arar túlkunar á niðurstöðu stjórnar full- trúaráðsins, sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í gær: „Ég er í stjórnmála- baráttunni á vegum Sjálfstæðisflokksins og ég skorast að sjálfsögðu ekki undan því að koma við sögu í þessari skoðana- könnun. Í framhaldi af niðurstöðum hennar hlýt ég síðan að meta mína stöðu, en ég hef jafnan tekizt á hendur þau störf, sem sjálfstæðismenn hafa falið mér.“ Það sem mestu máli skiptir er aug- ljóslega að með því að beina ákvörðunum um val á framboðslista í þessa tvo farvegi er tryggt að stór hópur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins kemur að hinni end- anlegu ákvörðun um skipan listans. Ísraelar þreytast ekki á að sýna Palest-ínumönnum vald sitt. Í gær sendu þeir skriðdreka og jarðýtur inn á hinn al- þjóðlega flugvöll á Gaza, stolt heima- stjórnar Palestínumanna, og rifu upp flugbrautina. Á fimmtudag jöfnuðu ísr- aelskir hermenn tugi húsa í flóttamanna- búðum í bænum Rafah á Gaza við jörðu og eyðilögðu heimili um hundrað fjöl- skyldna, sem ekki einu sinni fengu tæki- færi til að fjarlægja eigur sínar, með þeim rökum að þar hefðu byssumenn get- að athafnað sig og vopnasmyglarar notið skjóls. Hvort tveggja var gert til að hefna fyr- ir fjóra ísraelska hermenn, sem féllu í árás tveggja Hamas-liða. Ísraelsher sagði að um „verkfræðileg- ar aðgerðir“ í tíu húsum hefði verið að ræða, en starfsmaður Sameinuðu þjóð- anna sagði að rúmlega 50 hús hefðu verið rifin. Stjórnarandstaðan í Ísrael for- dæmdi þessar aðgerðir gegn óbreyttum borgurum. Bandaríkjamenn fordæmdu þessa árás á flóttamannabúðirnar sömu- leiðis: „Við höfum kveðið skýrt á um þörf- ina á aðgerðum Palestínumanna gegn of- beldi og hryðjuverkum. Um leið erum við ekki þeirrar hyggju að eyðilegging á eignum og heimilum Palestínumanna stuðli að því að kyrrð komist á að nýju og bundinn verði endi á ofbeldið,“ sagði bandarískur embættismaður. Bandaríkjamenn halda hins vegar áfram að þrýsta á Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, sem Ísraelsher hefur lokað inni í bænum Ramallah á Vestur- bakkanum með umsátri síðan í desember og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísr- aels, hefur sagt að gæti þurft að dúsa þar næstu árin. Sagði Colin Powell utanrík- isráðherra að hann gæti hæglega látið handtaka þá menn, sem Ísraelar hafa far- ið fram á að verði framseldir í hendur þeirra. Óttast menn nú að nýtt blóðbað sé í vændum eftir þessar aðgerðir. Í Ísrael hefur verið brugðist við gagn- rýni með ýmsum hætti. Í dagblaðinu Ha’aretz var því haldið fram í vikunni að gyðingahatur byggi að baki gagnrýni og voru dagblöð í Finnlandi, Noregi og Sví- þjóð sérstaklega nefnd. Það er auðvelt að reyna að kæfa gagnrýni með slíkum yf- irlýsingum. Framganga Ísraela er hins vegar með þeim hætti að þeir kalla á gagnrýni og fordæmingu og það sama mundi eiga við hver sem í hlut ætti. Það er hægt að snúa dæminu við og spyrja hvernig Ísraelar myndu bregðast við ef þeir væru í sporum Palestínumanna; fyr- ir hvern einn, sem félli úr röðum and- stæðinganna, væru þrír myrtir úr þeirra röðum, ferðafrelsi þeirra væri skert, leið- togi þeirra í herkví og ráðist væri reglu- lega inn á heimastjórnarsvæði þeirra til að handtaka og myrða frammámenn úr þeirra röðum um leið og þeim væru af- hentir listar með nöfnum manna, sem krafist væri að þeir framseldu. Gagnrýni á Ísrael vegna þess hvernig þeir hafa far- ið með Palestínumenn er ekki afsprengi gyðingahaturs, heldur bein afleiðing gerða þeirra, og í mörgum tilvikum fara þær ekki síst fyrir brjóstið á þeim, sem vilja Ísrael vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.