Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 25 BANDARÍSKA endurskoðendafyr- irtækið Andersen hefur viðurkennt að það hafi fargað „umtalsverðu“ magni af skjölum er vörðuðu endur- skoðun þess á bókhaldi orkufyrir- tækisins Enron, og talsmenn banda- ríska forsetaembættisins hafa greint frá því, að forstjóri fyrirtækisins hafi haft samband við ráðherra í stjórn Georges W. Bush og falast eftir að- stoð þegar fyrirtækið stefndi í gjald- þrot. Dómsmálaráðherrann, John Ash- croft, hefur sagt að hann muni ekki taka þátt í glæparannsókn, sem ráðuneytið hefur hafið á gjaldþroti Enron, vegna tengsla sinna við fyr- irtækið. Einnig hefur allt starfsfólk alríkissaksóknarans í Houston, þar sem höfuðstöðvar Enron eru, dregið sig í hlé frá rannsókninni. Ashcroft þáði framlög frá Enron í kosninga- sjóð sinn þegar hann var í framboði til öldungadeildarinnar 2000, og al- ríkissaksóknarinn í Houston sagði að mikið af starfsfólki sínu ætti skyld- menni er gætu orðið fyrir barðinu á gjaldþroti Enron. Fyrirtækið fór fram á greiðslu- stöðvun annan desember sl., og er gjaldþrot þess það stærsta í sögunni. Fjöldi starfsmanna þess og fyrrver- andi starfsmanna tapaði samtals milljörðum dollara þegar hlutabréf í fyrirtækinu féllu í verði eftir að láns- hæfiseinkunn þess hrundi. Fólkinu var meinað að selja bréfin, sem voru stór hluti af eftirlaunasjóðum þess. Aftur á móti höfðu yfirmenn fyrir- tækisins selt hluti í því fyrir um milljarð dollara þegar gengi bréf- anna var sem hæst. Útskýrði slæma stöðu fyrirtækisins Talsmaður Bush, Ari Fleischer, sagði að Kenneth L. Lay, forstjóri Enron, hefði í október sl. hringt í Paul O’Neil fjármálaráðherra og Don Evans viðskiptaráðherra og út- skýrt fyrir þeim erfiða fjárhagsstöðu fyrirtækisins. En báðir ráðherrarnir hefðu kom- ist að þeirri niðurstöðu að þeim bæri ekki að skerast í leikinn. Fleischer sagði ennfremur að Bush hefði ekki verið tilkynnt um samtöl ráð- herranna við Lay. Forsetinn hefði fyrst fengið upp- lýsingar um fjárhagsstöðu Enron „síðastliðið haust“. Lay veitti umtalsverða fjárhæð í kosningasjóð Bush, en forsetinn neitaði því að hafa nokkurn tíma rætt slæma stöðu fyrirtækisins við Lay áður en það varð gjaldþrota. „Ég hef aldrei rætt við Lay um fjár- hagsvandræði fyrirtæksins,“ sagði Bush við fréttamenn á fimmtudag- inn. Bush hefur fyrirskipað að lög og reglugerðir varðandi lífeyrissjóði fyrirtækja og önnur eftirlaunakerfi verði endurskoðuð í ljósi áhrifa gjaldþrots Enron. Verðbréfa- og viðskiptaráð Bandaríkjanna er einnig að rann- saka málefni Enron, og sagði fram- kvæmdastjóri ráðsins, Stephen Cutl- er, að það væri „mjög alvarlegt mál“ að endurskoðandi Enron, fyrirtækið Anderson, skuli hafa eyðilagt fjölda skjala varðandi fyrirtækið, því skjöl- in séu „nauðsynlegur þáttur í rann- sókn“ þeirra. Cutler sagði aftur á móti ekkert um það hvort Anderson hefði með þessu brotið lög. Endurskoðandinn segir að hann hafi í fórum sínum „milljónir skjala er varða Enron“ en reglur sínar um geymslu skjala – reglur sem ekki séu lengur í gildi – hafi kveðið á um að sumum skjölunum skyldi fargað. Samtökin Financial Accounting Standards Board, sem gefur út við- miðunarreglur um endurskoðun á bókhaldi fyrirtækja, hefur ekki regl- ur um geymslu skjala, að sögn tals- manns samtakanna. Annað bandarískt fagfélag endur- skoðenda, American Institute of Certified Public Accountants, mælir með því að endurskoðendur geymi gögn svo lengi sem þeir hafi fyrir- tæki í viðskiptum. En flestir endurskoðendur geyma gögn í að minnsta kosti þrjú til fjög- ur ár, að sögn Arthurs Bowmans, rit- stjóra fagtímaritsins Bowman’s Accounting Report. Haft er eftir heimildamönnum í faginu, að sum fyrirtæki hafi þá reglu að geyma gögn í að minnsta kosti sex ár. Endurskoðandi Enron fargaði „umtalsverðu“ magni skjala um bókhald fyrirtækisins Falast var eftir aðstoð ráðherra Kenneth L. Lay Washington. The Los Angeles Times, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.