Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 52
„ÉG beið og beið með að taka ákvörð- un um ritgerðarefni og ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar ég var staddur í Þjóðarbókhlöðunni í byrjun febrúarmánaðar og var að skoða gamlar ritgerðir um humarút- flutning.“ Þessi einlæga yfirlýsing kemur fyr- ir í formála ritgerðar Sigurbjörns Daða Dagbjartssonar, „Íslensk tón- list til útflutnings“, sem að mörgu leyti er brautryðjandaverk. Um er að ræða BS-ritgerð í viðskiptafræði. Humarinn var settur á ís, ef svo mætti að orði komast, og Sigurbjörn, sem sjálfur er tónlistarmaður, ákvað þess í stað að rannsaka veruleika ís- lenskrar dægurtónlistar. Því sér hann ekki eftir í dag og leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að menn sinni einhverju sem þeir hafa áhuga á. Hverjar voru nú helstu niðurstöð- urnar úr þessari rannsókn? „Það sem stendur náttúrulega upp úr er hvað ríkisstjórnin stendur sig illa í þessum málum. Þá miðað við hvað það eru gífurlega miklir pening- ar í húfi. Veltan í þessu er alveg rosa- leg. Sjáðu t.d. Björk. Hvað ætli hún velti mörgum milljónum … eða millj- örðum. Ríkið stendur t.a.m. að kvik- myndasjóði, sem er auðvitað gott og gilt. En það er ekkert viðlíka í gangi fyrir tónlistarmenn. Það finnst mér alveg fáránlegt.“ Hvernig vannstu þetta? „Það var nú lítið til af heimildum þannig að maður sökkti sér á bólakaf í vinnu. Ég tók mikið af viðtölum og það var mikið af frumvinnu í gangi. Ætli ég hafi ekki tekið um þrjátíu við- töl. Ég talaði líka við Einar Örn úr Sykurmolunum sem gerðu það gott á sínum tíma; strákana í Sigur Rós og svo Njál úr Landi og sonum. Það var líka gaman að tala við Pétur Kristjáns um ævintýri hans í Pelican og Póker.“ Og hvernig gekk þetta? „Þetta gekk alveg ótrúlega vel. Þegar áhuginn er fyrir hendi og mað- ur fann að þetta gekk varð maður spenntur. Þetta var svolítil áskorun enda hefur enginn gert þetta áður. Þetta var svona eins og að henda sér út í djúpu. Aðalvinnan fór þó aðallega fram eftir próf. Maður var nú búinn að lofa sjálfum sér að vinna þetta jafnt og þétt en það fór nú eins og það fór.“ Hver leiðbeindi þér? „Það var hann Jón Ormur Hall- dórsson og hann reyndist mér alveg frábærlega. Hann er hafsjór af fróð- leik og var mjög ánægður með að þetta væri svona „frumvinna“.“ Britney Á að fylgja ritgerðinni eitthvað eft- ir? „Ég veit svo sem ekki hvað það gæti verið. Ekki nema fara að vinna við eitthvað sem tengist þessu.“ Hvað finnst þér um þessar svoköll- uðu „meik“-tilraunir íslenskra hljóm- sveita? Nú virðast allir þeir sem eru ekkert að reyna, eins og t.d. Sykur- molarnir og Sigur Rós, slá í gegn en markmiðsbundnar tilraunir ganga ekkert að því er virðist … „Á endanum er það auðvitað tón- listin sem talar. En svo er þetta oft spurning um heppni, það verður nú að viðurkennast. Rætið dæmi um hvernig þetta virkar er t.d. þetta: Hugsum okkur fyrirtæki sem er með Britney Spears eða álíka á sínum snærum. Svo kemur fram önnur söngkona með álíka hæfileika og þá vill fyrirtækið ekki að hún skyggi á Britney. Þá er gerður einhver skíta- samningur við hana, spólunni hent of- an í skúffu og listamaðurinn „fryst- ur“. Semsagt kæfð í fæðingu. Spáðu í illkvittinn bransa!“ Úr humri í hljómlist Morgunblaðið/Golli Lokaritgerð Sigurbjörns Daða Dagbjartssonar við Háskólann í Reykjavík fjallar um íslenska tónlist og möguleika hennar sem útflutnings- vöru. Hér greinir hann frá niðurstöðunum. BS-ritgerð um íslenskan tónlistarútflutning arnart@mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM 52 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sími 552 3030 FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen Su 13. jan - NOKKUR SÆTI Su 20. jan - LAUS SÆTI BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson Su 13. jan kl. 14 - NOKKUR SÆTI Su 20. jan kl. 14 - LAUS SÆTI Su 27. jan kl. 14 - LAUS SÆTI KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Í kvöld kl. 20 - Næst síðasta sinn Fö 18. jan kl. 20 - SÍÐASTA SÝNING MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 19. jan kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 26. jan kl 20 - LAUS SÆTI FYRST ER AÐ FÆÐAST e. Line Knutzon Fi 17. jan kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fi 24. jan kl. 20 - LAUS SÆTI BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Í kvöld kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 18. jan kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Í kvöld kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 19. jan kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 26. jan kl. 20 - LAUS SÆTI Stóra svið 3. hæðin Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasölusími: 551 1200. Miðasalan er opin kl. 13-18 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? - Edward Albee Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin! Litla sviðið kl 20.00 Mið. 16/1, fim. 17/1. Smíðaverkstæðið kl 20.00 Sun. 13/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, 15:00 nokkur sæti laus og 16:00, sun. 20/1 kl. 14:00 og 15:00 örfá sæti laus, sun. 27/1 kl. 1400 uppselt, kl. 15:00 örfá sæti laus, sun. 3/2 kl. 14:00 og 15:00 nokkur sæti laus. KARÍUS OG BAKTUS - Thorbjörn Egner Stóra sviðið kl 20.00 MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI - Marie Jones sun. 20/1 uppselt, fös. 25/1 100. sýning - uppselt, fim. 31/1 örfá sæti laus, fös. 8/3 nokkur sæti laus. SYNGJANDI Í RIGNINGUNNI - Comden/Green/Brown og Freed 7. sýn. sun. 13/1 örfá sæti laus, 8. sýn. fös. 18/1 örfá sæti laus, 9. sýn. fim. 24/1, 10. sýn. sun. 27/1. CYRANO - SKOPLEGUR HETJULEIKUR - Edmond Rostand Listaklúbbur Leikhúskjallarans mánudaginn 14. janúar: “Eldhúsdagurinn” eða “Ekki er allt sem sýnist”. Frumflutningur á leikriti eftir Steingrím Thorsteinsson. Leikflokkurinn Bandamenn leikles verkið undir stjórn Sveins Einarssonar sem jafnframt flytur inngang. KARÍUS OG BAKTUS KÁTIR EFTIR JÓLIN! SÝNINGAR Á SUNNUDAG Í kvöld lau 12/1 örfá sæti laus, lau. 19/1 örfá sæti laus, lau. 26/1nokkur sæti laus /     & = '>--8 /  &   ?  $   /  !   @ $ -8%-0              / -.%-0&      -'-'.%  -9-'.%! -0-'.%! "  #$ # ! @ $ -8%-0              / -.%-0&    Amsterdam Gos hristir sig, fettir bæði og brettir, fram eftir nóttu. Astró Fyrrverandi og núverandi starfsmenn Atlanta halda Rose- Village „reunion“-kvöld sem hefst kl. 21. Um er að ræða hóp þann sem hefur komið að pílagrímaflugi með einum eða öðrum hætti síðastliðin ár. Catalína, Kópavogi Engin önnur en hin gamalkunna sveit Upplyfting sér um að lyfta fólki upp. Egilsbúð, Neskaupstað Gleði- sveitin Dickmilch skemmtir á barn- um. Miðaverð er 500 kr. og von er á miklum prakkaralátum. Gaukur á Stöng Á móti Sól leikur, syngur og stuðboltast. Gullöldin Svensen og Hallfunkel æringjast af alkunnri snilld. H-Barinn, Akranesi Hinn lands- frægi plötusnúður Skugga-Baldur spilar og spilar og sektar þá sem mæta eftir miðnætti um 500 kr. Háskólabíó Filmundur og Alliance Française standa fyrir franskri kvikmyndahátíð um þessar mundir. Í kvöld verða sýndar eftirtaldar myndir: Princes et Princesses (kl. 14), Jeanne et le garçon formidable (kl. 16), La classe de neige (kl. 20), ...Comme elle respire (kl. 22) og Vo- yous voyelles (kl. 22). Inghóll, Selfossi Í svörtum fötum sér um að skemmta skemmt- anaþyrstum Sunnlendingum. Kaffi Reykjavík Hinir sprellfjör- ugu Geirfuglar gera allt vitlaust. N1 Club, Keflavík Sjálfur Páll Ósk- ar mætir í stuðgallanum og þeytir skífum sem hann mest má. Oddvitinn, Akureyri Bahoja skemmtir. Players, Kópavogi Konungurinn að norðan, Geirmundur, skemmtir eins og honum einum er lagið. Spotlight Staðurinn er að undirbúa flutning og því verður stemning síð- ustu ára rifjuð upp. Vegamót Einn elsti útvarpsþáttur landsins, Party Zone, kynnir árs- lista sinn. Plötusnúðurinn Hólmar kemur frá New York og einnig gríp- ur Margeir í armana. Saman mynda þeir svo plötusnúðaparið HólMar- geir. Hús-stemning sem er engri lík. Við Pollinn, Akureyri Sín blandar geði við gesti og tekur nokkrar sprellfjörugar dægurflugur í leið- inni. Vídalín Buff skemmtir, hress að vanda. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is MICHAEL Jackson er sannarlega eitt af undrum poppsins – og þá í sem víðastri merkingu þess orðs. Allt frá því að Bad (’87) kom út hefur þessi sérstæði hæfileikamað- ur fetað tor- kennilega vegu og þó að oft séu það hættir sannra snillinga að vera á skjön við fjöldann er þetta bar- a...tja...allt of ýkt hjá Michael. Hið furðanlega er oftar en ekki í alger- um forgrunni. Maður horfir t.a.m. til plötutitla eins og Bad og Dang- erous, og síðan til hins hrjálega Jacksons sem er ekki mikill fyrir „mann“ að sjá um þessar mundir. Það er liggur við erfitt að brosa í gegnum samúðartárin. En maður gerir það samt. Og sú gáfa sem hann býr yfir (bjó?) hvað tónlist varðar hefur sannarlega þurft að líða fyrir þetta. Invincible er fyrsta plata Jack- sons í níu ár og því forvitnilegt að rannsaka niðurstöðuna. Skemmst er frá að segja að þessi plata, eins og verið hefur með verk Jackson undanfarið, fellur til skiptis flatt á nefið (náðuð þið þessum?) á milli þess sem hann nær að kreista út dúndurflott popp. Tilraunir Jackson til að halda í við samtíma R og B eru honum oftast nær til trafala en þetta sér- stæða nítrópopp hans, þar sem stálkaldir trommutaktar hljóma líkt og þeir séu að hrynja hver á annan, virkar stórvel („Unbreak- able,“ „Invincible“). En svo er hérna líka rakin sýra, eins og hið næstum vandræðalega væmna „The Lost Children“. Lykillinn að þessari plötu er kímnigáfan – eða humör eins og Páll Ísólfsson orðaði það. Maður brosir oft út í kampinn hér og Michael er sannarlega konungur- inn – í ýmsum hlutum þá. T.d. ósmekklegheitum, ofhleðslu og stundum, já stundum í fölskva- lausu poppi. Ég á von á því að Invincible valdi hörðum aðdáendum síst von- brigðum. En hásætið er fyrir löngu komið á uppboð.  Tónlist Ósnertan- legur Jackson? Michael Jackson Invincible Epic Fyrsta plata þessa sjálfskipaða konungs poppsins í níu ár. Þetta er gloppótt gand- reið, en við því mátti reyndar fastlega bú- ast. Arnar Eggert Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.