Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðný Ólafsdótt-ir í Vík í Mýrdal fæddist 4. júlí 1904. Hún andaðist á Hjal- latúni 6. þessa mán- aðar. Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson, bóndi í Skarðshlíð undir Eyjafjöllum, og kona hans, Anna Skær- ingsdóttir. Systkini hennar voru Guðlaug í Reykjavík, gift Markúsi Sæmunds- syni frá Nikulásar- húsum, Jón, útgerð- armaður í Hólmi í Vestmannaeyjum, fyrri kona Stef- anía Einarsdóttir, seinni kona Guðrún Ingibjörg Sigurjónsdótt- ir, Helga, húsfreyja á Hrútafelli, gift Eyjólfi Þorsteinssyni, bónda þar, Sigurður og Skæringur, bændur í Skarðshlíð, ókvæntir, þrjú dóu í frumbernsku. Upp- eldissystir Guðnýjar og frænka er Anna Guðjónsdóttir, hús- freyja í Eystri-Skóg- um, nú á dvalar- heimilinu Lundi á Hellu. Guðný giftist 1949 Valmundi Björns- syni, brúarsmið í Vík, d. 1973. Börn Valmundar og fyrri konu hans, Stein- unnar Jónsdóttur, eru Jón, búsettur í Vík, kvæntur Steinunni Pálsdóttur, og Sigur- björg, búsett í Reykjavík, gift Gísla Guðna Þorbergssyni. Útför Guðnýjar fer fram frá Víkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Guðný frá Skarðshlíð er horfin úr vinahópnum, gengin inn til nýárs- fagnaðar í æðra heimi. Hana skorti aðeins þrjú ár til 100 ára aldurs. Margar góðar minningar skilur hún eftir hjá vinum og vandamönnum. Í meira en hálfa öld naut ég þeirrar gleði að geta blandað við hana geði og eiga í henni hollan og fræðandi vin. Heimilið í austurbænum í Skarðshlíð hjá Ólafi og Önnu var við byrjun 20. aldar þekkt fyrir mynd- arskap og háttvísi og þar var jafnan búið við fremur góðan efnahag á mælikvarða þess tíma. Ólafur í Skarðshlíð ólst upp á mesta hag- leiksheimili sveitarinnar, á Lamba- felli hjá foreldrum sínum, Jóni Jóns- syni frá Heiðarseli á Síðu og Guðnýju Vigfúsdóttur frá Blesa- hrauni á Síðu, hún raunar ættuð frá Hlíð undir Eyjafjöllum. Jón var bróðir þjóðhagans Steingríms á Fossi á Síðu og enginn eftirbátur hans í listatökum í málmsmíði. Um hann orti Ingimundur blindi: Jón minn steypa kopar kann, kveikir, skrifar, rennir. Les og syngur listamann, líkna gestum nennir. Ólafur í Skarðshlíð var góður bóndi, hagur vel, mannkostamaður, snyrtimenni í störfum, af öllum vel látinn. Anna kona hans var dóttir Skærings Árnasonar í Skarðshlíð og konu hans Guðlaugar Eiríksdóttur frá Borg í Landsveit. Guðlaug var allra kvenna högust í höndum og lærð í skóla einnar Skarðssystra úr Landsveit, Guðrúnar Ingvarsdóttur prestsmaddömu í Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum. Frábærlega fög- ur silfurbaldýring eftir Guðlaugu er varðveitt í Byggðasafninu í Skógum, borðar og belti frá gamla skautbún- ingnum. Anna dóttir hennar, í Skarðshlíð, var mikil húsmóðir, hag- sýn, hyggin og þrifin, hagvirk engu síður en móðir hennar. Í Skógasafni er eitt verka hennar uppi á sýning- arvegg, faldur neðan af skautbún- ingi hennar, skattering með fagurri blómaskreytingu, litir svo skærir að engu er líkara en gert hefði verið í gær. Systir Önnu var merkiskonan Áslaug kona Markúsar Loftssonar fræðimanns í Hjörleifshöfða og síð- ar Hallgríms Bjarnasonar bónda í Suður-Hvammi. Heimili Ólafs og Önnu í Skarðshlíð var jafnan orðlagt fyrir myndarskap og gestrisni og það hallaðist á engan veg í höndum barna þeirra. Guðný Ólafsdóttir naut þeirrar gæfu að alast upp á menningarheim- ili í sveit og síðar í því að geta numið hagnýt störf í Vestmannaeyjum og í Reykjavík þar sem hún lærði saumaskap á verkstæði Andrésar Andréssonar klæðskera. Síðar stóð hún lengi fyrir búi með bræðrum sínum í Skarðshlíð, Sigurði og Skæringi. Þar var búið í senn í göml- um og nýjum stíl, af mikilli hagsýni og einstakri umhyggju fyrir öllu lífi sem heimilið bar ábyrgð á og snyrti- mennska utan húss og innan laðaði hvern mann sem að garði bar. Þessu kynntist ég vel af eigin raun. Þau systkinin höfðu góðan skilning á starfi mínu við að draga menning- arminjar liðins tíma saman í Skóg- um og sama máli gegndi um eftir- minnilega systur þeirra, Helgu húsfreyju á Hrútafelli, glaðværa, atorkumikla og góða heim að sækja. Skarðshlíðarsystkini brugðu búi árið 1949 og sama ár giftist Guðný Valmundi Björnssyni brúarsmið frá Svínadal, manni dugnaðar og mann- kosta. Í hönd fóru mörg hamingjuár. Þau áttu sér fagurt heimili í timb- urhúsi undir Bökkunum í Vík í Mýr- dal og bak við það átti Guðný sér yndisreit í sambýli við blóm og gróð- ur. Um mörg ár var hún matráðs- kona hjá brúarflokki Valmundar. Góður, hugþekkur þokki fylgdi Guðnýju í öllum kynnum. Hún var frábærlega vel verki farin, hann- yrðakona mikil, smekkvís, skemmti- leg og lífgandi í öllum kynnum. Hún var vel lesin, enda mjög bókhneigð, minnug og fróð og alltaf léttur blær yfir henni hvar sem fundum bar saman. Norðurlandamál las hún fullum fetum og lærði með sjálfs- námi og fyrir atbeina Ríkisútvarps- ins á fyrstu árum þess. Sjaldan leit maður svo inn hjá henni hin síðari ár að hún væri ekki með bók eða blað í höndum og svo var brugðið við í því að fagna gestinum heils hugar. Þessu hélt hún rétt til æviloka. Síð- ustu árin gat hún átt það til að segja á sinn létta hátt: „Það er ekkert eftir af mér nema munnurinn.“ Fyrir kemur að sagt er um vel búna hefð- arkonu: „Hún er alltaf eins og hún sé klippt út úr tískublaði.“ Ekki fjærri lagi að þetta mætti segja um Guðnýju, hún var „mikil dama“, allt- af vel klædd og vel til höfð og bar með sér menningarblæ. Mikil var gleði mín fagran og hlýj- an dag á síðasta sumri er Sigurbjörg Valmundsdóttir og Gísli Þorbergs- son komu með Guðnýju í heimsókn út að Skógum. Það var ein síðasta ósk hennar að sjá kirkjuna hans Þórðar, eins og hún orðaði það, og í henni og á heimili mínu áttum við hugljúfa skilnaðarstund. Valmundur Björnsson dó 1973, þá dapraðist hús en vegur heimilis hélt áfram að vera góður í höndum Guð- nýjar og stjúpbörn hennar, Jón brú- arsmiður og Sigurbjörg kennari, héldu í hönd með henni svo að ekki varð betur gert. Hún flutti árið 1991 á Dvalarheimilið Hjallatún í Vík, bjó sér þar fagurt athvarf í herbergi með fögru útsýni um hauður og haf og átti þar góðu atlæti að fagna hjá viðmótsgóðu starfsliði. Það vilja vin- ir hennar þakka að leiðarlokum. Ég sendi henni handan um haf þakk- arkveðju frá mér og heimili mínu í Skógum. Þórður Tómasson. Guðný frænka í Vík er dáin. Með henni fer mikil mannleg reisn úr þessu lífi, en eftir situr mikil mann- leg hlýja hjá okkur sem vorum svo lánsöm að fá að vera samvistum við þessa fjölhæfu sómakonu. Guðný varð háöldruð eða 97 ára og er afa- systir mín, dóttir Ólafs og Önnu í Skarðshlíð undir Eyjafjöllum, þann- ig að með henni er genginn síðasti hlekkur aldamótakynslóðarinnar í okkar ætt. Okkar ætt. Ekki er hægt að skrifa þessi orð öðruvísi en að minnast þess hvað hugleikin ættin okkar var Guðnýju og hve ættrækin hún var. Hún fylgdist með og þekkti til allra systkinabarna sinna og barna þeirra og hverjum hver er giftur, því Guðný var með afbrigðum minnug bæði á gamalt og nýtt. Í hvert skipti sem ég kom í heimsókn var fyrsta spurningin: „Hvað er að frétta af ættingjunum?“ og þegar kvatt var: „ Ég bið að heilsa ættingjunum.“ Guðný var yngst sinna systkina. Hún eignaðist ekki börn sjálf en þrjú systkina hennar eignuðust börn. Það hefur ekki verið mikið samband milli þessa fólks, nema mörg okkar höfðu samband við Guð- nýju og því var brugðið á það ráð að halda eins konar ættarmót þegar Guðný varð 90 ára, sem var 4. júlí 1994. Guðný var mikill húmoristi og ef afmæli hennar barst í tal ein- hverra hluta vegna, sagði hún gjarn- an að þeir héldu alltaf upp á það í Bandaríkjunum. Þótt það ætti ekki að koma á óvart þegar 97 ára manneskja kveður þennan heim var ekki laust við að það gerðist nú samt. Því Guðný hafði á undanförnum árum fengið hvert stóráfallið eftir annað og hefði ekki verið óeðlilegt að hún risi ekki undir þeim. En mín manneskja reis upp aftur og aftur og hélt sinni and- legu reisn og einhvern veginn fylgdi líkaminn með þó óneitanlega væri hann orðinn lasburða. Ég hef haft það fyrir sið undan- farin ár að láta það verða eitt af mín- um fyrstu vorverkum að heimsækja Guðnýju í Vík og svo að líta á hana áður en veturinn skellur á með of miklum þunga. Þetta hafa verið mér mjög hugleiknar heimsóknir og allt- af hef ég farið af hennar fundi ríkari og vonandi betri manneskja því meira gefandi manneskju hef ég sjaldan kynnst eða nokkrum sem er verðugra að taka sér til fyrirmyndar á svo margan hátt. Hún var skarp- gáfuð, hjálpsöm og umhyggjusöm gagnvart þeim sem minna máttu sín og hún sýndi sjálfri sér og öðrum ávallt fulla virðingu. Það er því með miklu þakklæti sem ég kveð Guð- nýju frænku og óska henni góðarar ferðar út í ómælis víddir lífsins. Sjálfsvorkunn eða væl tamdi hún sér ekki. Það hefur verið fyrir um það bil 10 eða 12 árum að ég kom til að líta á Guðnýju. Mér var kunnugt um að hún var töluvert lasburða um þessar mundir, heyrnin var orðin mjög léleg, sjónin verulega döpur, fæturnir fúnir og fleira að sem oft hrjáir aldrað fólk. Þegar ég var búin að heilsa sný ég mér að henni og segi, kannske hálfvæmnislega í vor- kunnartóni: „Og hvernig hefurðu það nú, Guðný mín?“ Hún reistist ögn í sætinu, það kom glettnis- glampi í augun og svo sagði hún á sinn kankvísleg og snaggaralega hátt: „Talandinn er góður.“ Það kom augnabliks hik á mig svo fórum við báðar að skellihlæja. Góða ferð, Guðný mín, og þakka þér fyrir allt. Sigrún Þorsteinsdóttir. GUÐNÝ ÓLAFSDÓTTIR :            &     -0    -; #B5   !" /          &  /!  2!     &  - '"#'  *#%# ##%# #7 #'  %8  ' :            &        /61141 = = 221    6 )4@ * 4@ =#")% #%# & <*'+'  - '")% #'  :             &              3 = 221 8;-% + #'DD /     +   !     ,'=  % !    4    #!/%8 %#  &"#!%# $#F4E  8'   "$#&"'  8 #&"'  :              &                   &/*    & 'B $!" ## $'  8#-+&!%# =+ #'  $# '&!'  6# #-%# #&!%# 7#7#%  # :    + &   !        &     +            , 23 6=/ 2 = 221 8;9 H6 88$ <+"4$ #? ,8!" /     !   /  7: &   42  <##I#'%# $### <##'  , ;###%# 4E - <##'  J!* #'8#%# 7#7#%#++7# :            &     % +   -  K*/=  1  =7J =!" /    +   & %    #2+! #&   !    + J!'%# 6 &#'  *'" J!''  ##) #%# , J!'%# - $'  7#7#%7#7#7#
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.