Morgunblaðið - 12.01.2002, Page 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 25
BANDARÍSKA endurskoðendafyr-
irtækið Andersen hefur viðurkennt
að það hafi fargað „umtalsverðu“
magni af skjölum er vörðuðu endur-
skoðun þess á bókhaldi orkufyrir-
tækisins Enron, og talsmenn banda-
ríska forsetaembættisins hafa greint
frá því, að forstjóri fyrirtækisins hafi
haft samband við ráðherra í stjórn
Georges W. Bush og falast eftir að-
stoð þegar fyrirtækið stefndi í gjald-
þrot.
Dómsmálaráðherrann, John Ash-
croft, hefur sagt að hann muni ekki
taka þátt í glæparannsókn, sem
ráðuneytið hefur hafið á gjaldþroti
Enron, vegna tengsla sinna við fyr-
irtækið. Einnig hefur allt starfsfólk
alríkissaksóknarans í Houston, þar
sem höfuðstöðvar Enron eru, dregið
sig í hlé frá rannsókninni. Ashcroft
þáði framlög frá Enron í kosninga-
sjóð sinn þegar hann var í framboði
til öldungadeildarinnar 2000, og al-
ríkissaksóknarinn í Houston sagði að
mikið af starfsfólki sínu ætti skyld-
menni er gætu orðið fyrir barðinu á
gjaldþroti Enron.
Fyrirtækið fór fram á greiðslu-
stöðvun annan desember sl., og er
gjaldþrot þess það stærsta í sögunni.
Fjöldi starfsmanna þess og fyrrver-
andi starfsmanna tapaði samtals
milljörðum dollara þegar hlutabréf í
fyrirtækinu féllu í verði eftir að láns-
hæfiseinkunn þess hrundi. Fólkinu
var meinað að selja bréfin, sem voru
stór hluti af eftirlaunasjóðum þess.
Aftur á móti höfðu yfirmenn fyrir-
tækisins selt hluti í því fyrir um
milljarð dollara þegar gengi bréf-
anna var sem hæst.
Útskýrði slæma stöðu
fyrirtækisins
Talsmaður Bush, Ari Fleischer,
sagði að Kenneth L. Lay, forstjóri
Enron, hefði í október sl. hringt í
Paul O’Neil fjármálaráðherra og
Don Evans viðskiptaráðherra og út-
skýrt fyrir þeim erfiða fjárhagsstöðu
fyrirtækisins.
En báðir ráðherrarnir hefðu kom-
ist að þeirri niðurstöðu að þeim bæri
ekki að skerast í leikinn. Fleischer
sagði ennfremur að Bush hefði ekki
verið tilkynnt um samtöl ráð-
herranna við Lay.
Forsetinn hefði fyrst fengið upp-
lýsingar um fjárhagsstöðu Enron
„síðastliðið haust“.
Lay veitti umtalsverða fjárhæð í
kosningasjóð Bush, en forsetinn
neitaði því að hafa nokkurn tíma
rætt slæma stöðu fyrirtækisins við
Lay áður en það varð gjaldþrota.
„Ég hef aldrei rætt við Lay um fjár-
hagsvandræði fyrirtæksins,“ sagði
Bush við fréttamenn á fimmtudag-
inn.
Bush hefur fyrirskipað að lög og
reglugerðir varðandi lífeyrissjóði
fyrirtækja og önnur eftirlaunakerfi
verði endurskoðuð í ljósi áhrifa
gjaldþrots Enron.
Verðbréfa- og viðskiptaráð
Bandaríkjanna er einnig að rann-
saka málefni Enron, og sagði fram-
kvæmdastjóri ráðsins, Stephen Cutl-
er, að það væri „mjög alvarlegt mál“
að endurskoðandi Enron, fyrirtækið
Anderson, skuli hafa eyðilagt fjölda
skjala varðandi fyrirtækið, því skjöl-
in séu „nauðsynlegur þáttur í rann-
sókn“ þeirra.
Cutler sagði aftur á móti ekkert
um það hvort Anderson hefði með
þessu brotið lög.
Endurskoðandinn segir að hann
hafi í fórum sínum „milljónir skjala
er varða Enron“ en reglur sínar um
geymslu skjala – reglur sem ekki séu
lengur í gildi – hafi kveðið á um að
sumum skjölunum skyldi fargað.
Samtökin Financial Accounting
Standards Board, sem gefur út við-
miðunarreglur um endurskoðun á
bókhaldi fyrirtækja, hefur ekki regl-
ur um geymslu skjala, að sögn tals-
manns samtakanna.
Annað bandarískt fagfélag endur-
skoðenda, American Institute of
Certified Public Accountants, mælir
með því að endurskoðendur geymi
gögn svo lengi sem þeir hafi fyrir-
tæki í viðskiptum.
En flestir endurskoðendur geyma
gögn í að minnsta kosti þrjú til fjög-
ur ár, að sögn Arthurs Bowmans, rit-
stjóra fagtímaritsins Bowman’s
Accounting Report.
Haft er eftir heimildamönnum í
faginu, að sum fyrirtæki hafi þá
reglu að geyma gögn í að minnsta
kosti sex ár.
Endurskoðandi Enron fargaði „umtalsverðu“ magni skjala um bókhald fyrirtækisins
Falast var
eftir aðstoð
ráðherra
Kenneth L. Lay
Washington. The Los Angeles Times, AFP.