Morgunblaðið - 13.01.2002, Side 11

Morgunblaðið - 13.01.2002, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 11 Bókhald 1 Námið er fyrir byrjendur og hentar þeim sem hafa áhuga á að kynna sér eða starfa við bókhald. Fjallað er um grundvallaratriði bókhalds, tilgang þess og hlutverk bókarans. Farið er í dagbókarfærslur s.s. sölu og kostnað, viðskipti við útlönd, kaup og sölu eigna og skuldabréfa- og veðlánaviðskipti. Efnahags- og rekstrarreikningar gerðir. Farið í launaútreikninga og skýrslur þeim viðkomandi. Meðferð virðisaukaskatts í bókhaldi og útfylling á vsk-skýrslu. Kenndur er reikningsjöfnuður með einföldum lokafærslum s.s. fyrirfram og ógreiddur kostnaður, tapaðar kröfur, vextir, afskriftir tækja og áhalda og tilgangur þeirra. Nemendum eru afhent raunhæf fylgiskjöl og þeir látnir færa bókhald eftir þeim. Kennt er mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17:00 - 20:00 Kennsla hefst 28. janúar Bókhald 2 (tölvubókhald) Námið er fyrir þá sem hafa faglegan grunn í bókhaldi og hafa áhuga á frekara námi. Í náminu læra nemendur flóknari þætti bókhalds og tölvubókhalds. Tekið er fyrir m.a. dagbókarfærslur, reikningsjöfnuður og vaxta- og prósentureikningur. Þá er farið í lög og reglugerðir um bókhald og virðisaukaskatt og skil vsk-skýrslu. Nemendur fara yfir lög um staðgreiðslu opinberra gjalda, gerð launaseðla, mat á hlunnindum til tekna og skilagreinar staðgreiðslu. Einnig er tekið fyrir afstemmingar, fyrningar, endurmat og verðbreytingarfærslur, tekju- og eignaskattur og skattaskil. Farið er í lestur ársreikninga og verkefni í tölvubókhaldi færð samhliða yfir námstímann. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 17:00 - 20:00 Kennsla hefst 29. janúar Skráning í síma 588 5810 ókhald Alhliða bókhaldsnám þar sem tekið er á flestum þáttum bókhalds. Nemendur vinna raunhæf bókhaldsverkefni úr viðskiptalífinu og geta að námi loknu séð um bókhald smærri fyrirtækja eða unnið í fjármáladeildum. B Faxafeni 10 · 108 Reykjavík · Sími 588 5810 Bréfasími 588 5822 · framtid@vt.is · www.vt.is Innritu n í fullum gangi S k ó l i v i ð s k i p t a l í f s i n s ÁKVÖRÐUN AngeluMerkel, formanns CDU,flokks kristilegra demó-krata í Þýskalandi, um aðverða ekki kanslaraefni flokksins í þingkosningunum í haust og láta það Edmund Stoiber, leiðtoga CSU, systurflokks CDU í Bæjara- landi, eftir hefur legið í loftinu. Merkel tók við forystu kristilegra demókrata þegar þeir voru í miklum öldudal vegna peningahneykslis, sem varpaði skugga á flokkinn og Helmut Kohl, fyrrverandi kanslara. Hún tók við þegar enginn annar treysti sér til þess og hófst þegar handa við reyna að greiða úr óreið- unni, koma á breytingum og gera flokkinn og innviði hans nútímalegri með því að innleiða umræðu í stað ein- ræðis hins sterka leiðtoga, en fékk hins vegar lítinn stuðning hjá forystu- mönnum kristilegu flokkanna heima í héraði og þingflokkunum. Tilraunir hennar til að sniðganga forystumenn og höfða beint til grasrótarinnar tryggðu henni ekki nægilega sterka stöðu til að fá flokkssystkin sín til að sameinast um framboð sitt til kansl- ara. Ráðast kosningarnar á miðjunni? Fréttaskýrendur segja að undir forystu Merkel hefðu kristilegir demókratar leitað inn á miðju þýskra stjórnmála, en margir eru þeirrar hyggju að þar muni úrslit komandi kosninga ráðast. Þeir benda á að óflokksbundnir, óráðnir kjósendur hafi aldrei verið fleiri. Einnig hefur verið til þess tekið að í næstu kosn- ingum verða tveimur milljónum fleiri konur en karlar með atkvæðisrétt og Merkel hefði verið líklegri til að nýta sér það en Stoiber. Skoðanakannanir hafa hins vegar gefið til kynna að þýskir kjósendur séu þeirrar hyggju að Stoiber yrði sigurstranglegra kanslaraefni en Merkel. Stoiber er forsætisráðherra Bæj- aralands og þar leikur allt í lyndi í efnahagsmálum á meðan annars stað- ar í Þýskalandi eru erfiðleikar. Sömu- leiðis er hvergi í Þýskalandi minna at- vinnuleysi en í Bæjaralandi. CSU hefur verið við völd í Bæjaralandi frá lokum seinni heimsstyrjaldar, en flokkurinn býður fram með CDU í kosningum á landsvísu. Forystumenn flokksins þakka sér að hafa gert sveitahéruð Bæjaralands að mið- punkti hátækni og iðnaðar, hvort held- ur sem er á sviði upplýsingatækni eða bílaframleiðslu með því að gangast hnattvæðingunni á hönd án þess að gleyma eigin siðum, Bæjarar gangi áfram í leðurstuttbuxum þótt þeir séu með fistölvuna í kjöltunni. Undir verndarvæng Strauss Stoiber hóf pólitískan feril sinn undir verndarvæng Franz-Josef Strauss. Strauss var mjög áberandi í vestur-þýskum stjórnmálum á sínum tíma og var kanslaraefni kristilegu flokkanna árið 1980, en tapaði fyrir Helmut Schmidt. Síðan hefur CSU ekki átt kanslaraefni þar til nú. Strauss lést árið 1988 og hefur leið Stoibers legið upp á við síðan. Stoiber er sagður munu draga kristilegu flokkana til hægri. Bæjarar eru katólskir og íhaldsamir og Stoiber hefur slegið sér upp með því að boða hörku í málefnum innflytjenda og lög- gæslu. Hins vegar er búist við að hann muni reyna að klekkja á sósíal- demókrötum, SPD, með því að hamra á stöðnun efnahagslífsins og hinu þrá- láta atvinnuleysi, sem gert hafa að verkum að Gerhard Schröder kansl- ari virðist ekki lengur ósigrandi, en ný skoðanakönnun, sem sýnir að SPD og CDU/CSU standa nánast jafnfæt- is, hefur óneitanlega vakið athygli. Stoiber telur að lykillinn að því að koma þýsku efnahagslífi á réttan kjöl sé að leggja áherslu á að leysa efna- hagsvandann í austurhluta landsins. Stoiber notaði fyrsta sjónvarpsvið- tal sitt eftir að hann hlaut útnefningu sem kanslaraefni kristilegu flokkanna til að gagnrýna Schröder fyrir að hafa ekki staðið við heit sitt um að draga úr atvinnuleysi. Hann sagði jafnframt að kristilegu flokkarnir gætu sigrað í kosningunum 22. september, þótt það væri ofdramb að segja að þeir ættu sigurinn vísan. Í öðru viðtali sagðist hann mundu falla frá áætlun Schröd- ers um að leggja af notkun kjarnorku og leggja meira fé í herinn. Stoiber og Merkel hittust yfir morgunverði í heimabæ þess fyrr- nefnda, Wolfratshausen, á föstudags- morgun til að skera úr um hvort þeirra yrði fyrir valinu og með ákvörðuninni var bundinn endi á bak- tjaldamakk, sem margir töldu að væri farið að veikja flokkana. Menn eru lít- ið farnir að velta fyrir sér hvað val Stoibers muni hafa í för með sér fyrir utan sveiflu kristilegra demókrata til hægri. Þó hefur verið bent á að at- burðarás föstudagsins megi kalla valdarán bæverska systurflokksins í CDU. Staða CSU hefur ekki verið svo sterk frá tíð Strauss og segir blaða- maðurinn Markus Deggerich í frétta- skýringu á heimasíðu vikuritsins Der Spiegel að CDU hafi kastað sér fyrir fætur Bæjaranna vegna þess að flokksmenn hafi óttast stjórnunarstíl Merkel: „CDU hljóp til CSU vegna þess að þar er allt enn eins og það var í CDU: Sterkur leiðtogi, sem er hold- tekja árangurs og gefur fyrirheit ef fótgönguliðarnir í flokknum safnast gagnrýnislaust saman að baki honum. Kerfi Kohls hafði vetursetu í CSU og nú ætlar CDU að sækja það aftur. Með Merkel var tekið eitt skref fram á við, en nú hafa verið tekin tvö skref til baka. Vegna eigin óöryggis þorir flokkurinn ekki að fara þá leið hug- rekkis að bjóða konu fram til kanslara og grípur þess í stað til hins gamal- kunnuga.“ Merkel í góðri stöðu hvernig sem fer Deggerich bendir hins vegar á að þótt hann telji CDU tapa á þessari niðurstöðu muni Merkel standa með pálmann í höndunum. Ef Stoiber sigr- ar geti hún nánast valið sér ráðherra- stól því hún hafi sýnt óeigingirni og gefið Stoiber eftir kanslarastólinn til að afstýra deilum í flokknum. En tapi Stoiber mætti líta svo á að hún hefði verið betri kostur. Sem stendur hafi kristilegir demókratar hins vegar selt örlög sín í hendur systurflokknum í Bæjaralandi. Kanslaraefni af hægri vængnum Kristilegu flokkarnir í Þýskalandi hyggjast tefla fram Edmund Stoiber gegn Gerhard Schröder kanslara í þingkosningunum í september. Þykir þetta val boða hægri sveiflu kristilegu flokkanna, en ekki eru menn á eitt sáttir um það hvort þeir verði sigurstranglegri fyrir vikið. Karl Blöndal lítur á stöðuna. Reuters Edmund Stoiber svarar spurningum blaðamanna í Munchen á föstudag með Tutankahmum. Angela Merkel, formaður kristilegra demókrata, ræðir við blaðamenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.