Morgunblaðið - 13.01.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.01.2002, Qupperneq 20
Ljósmyndir/Friðþjófur Helgason Í kvikmyndinni er sagt frá ferð með Þórði bónda Halldórssyni á Laugalandi í Skjaldfannadal. Hann er með ferðaþjónustuna Svaðilfara sem skipuleggur „gamaldags“ hestaferðir kringum Drangajökul. Ferð- irnar taka átta daga og liggur leiðin um Snæfjallaströnd, Jökulfirði yfir á Strandir og alla leið norður að Dröngum. Þaðan er farið yfir jökul til baka. Fremstur í flokki gengur Hjalti Halldórsson frá Laugalandi. Í MYNDINNI um Ísaldarhest-inn er rakin saga íslenskahestsins sem landnámsmennfluttu með sér hingað til landsfyrir meira en ellefu öldum. Spáð í forsögu hans sem ef til vill má rekja austur eftir steppum Asíu. Frá landnámi hefur þetta hrossakyn vaxið hér í einangrun, hert og kynbætt af náttúruvali með hjálp óblíðrar ís- lenskrar náttúru. Hesturinn er sam- ofinn tilveru þjóðarinnar og hefur leikið stórt hlutverk í hugmyndaheimi hennar, tilveru og skáldskap. Páll segist alltaf hafa haft gaman af hestum, þótt ekki hafi verið mikið af þeim í Vestmannaeyjum á hans upp- vaxtarárum. Þegar hann fór að fást við kvikmyndatökur þótti honum einkar gaman að mynda hesta. „Það tengdist meðal annars Evr- ópumeistaramótum íslenskra hesta, en ég kvikmyndaði fimm slík,“ segir Páll. Ár eftir ár horfði hann á íslenska og útlenda knapa etja kappi á íslensk- um gæðingum. Páll segist hafa veitt því eftirtekt hvað reiðmennska ís- lenskra knapa breyttist mikið þegar þeir fóru að keppa við reiðmenn ann- arra landa. Sú reynsla hafi komið mörgum til góða og auðgað hesta- íþróttina hér heima. Ísaldarhestar á hellaristum Auk þátta um Evrópumeistaramót átti Páll töluvert myndefni af hestum sem hann hafði safnað hér á landi. Svo duttu úr 10–15 ár sem hann myndaði ekki hesta. Það blundaði samt með honum að gera hestamynd og hann skrifaði handrit þar sem íslenski hest- urinn var í aðalhlutverki. En kveikjan að myndinni um ísaldarhestinn var samt hálfgerð tilviljun. „Ég hitti Svíann Bo Landin sem sýndi mér myndir af hellaristum frá ísaldarskeiðinu í Frakklandi. Þar sá ég sömu vetrarhesta og ég var að mynda hér á landi. Með þetta mikla fax, tagl og skegg. Ég horfði á ís- lensku hestana, kafloðna að vetrar- lagi, og sá að þetta voru sömu hrossin! Það var svo lygilegt. Hausinn sá sami og feldurinn eins. Miðað við önnur dýr á hellaristunum þá getur ísald- arhesturinn hafa verið álíka stór og sá íslenski,“ segir Páll. Þar sem náttúrulögmálið ríkir Í kvikmyndinni leggur Páll áherslu á samspil mannsins og hestsins, sem hér er fulltrúi hinnar villtu náttúru. Enda náttúrulögmálið ríkjandi í villtu stóði. Þetta stef – um manninn og náttúruna – er grunntónn í mörgum náttúrulífsmyndum Páls. Þar má nefna selamyndina Sofa urtubörn á útskerjum, hvalamyndina Hvalveiðar Íslendinga, lundamyndina Litli bróðir í norðri og æðarfuglsmyndina Nábú- ar, æður og maður. „Ég gef hestinum mikið rúm í þess- ari mynd, það gerir hana frábrugðna mörgum öðrum íslenskum hesta- myndum,“ segir Páll. Hann og félagar hans, kvikmyndatökumennirnir Frið- þjófur Helgason og Þorvarður Björg- úlfsson, voru löngum stundum í ná- vígi hrossa víðsvegar um landið. Þeir kvikmynduðu hegðunarmynstur stóða, samspil graðhesta og mera og komust að ýmsu óvæntu. Kvikmynda- gerðarmennirnir fylgdust einnig með athugun Víkings Gunnarssonar, for- stöðumanns hestabrautar Hólaskóla og dr. Hrefnu Sigurjónsdóttur pró- fessors við Kennaraháskólann á snertimeðferð folalda. Myndatökurn- ar voru oft mjög krefjandi, ekki síst í verstu vetrarveðrum. „Ég nýt þess að vera með svo dug- lega stráka með mér,“ segir Páll. „Friðþjófur er 24 tíma nagli og Varði er jafnþrautseigur og einnig hesta- maður. Við sátum um vond veður til þess að sanna hvað íslenski hesturinn stæði af sér. Hvað hann gæti afrek- að.“ Myndatökur fóru fram í Horna- firði, á Suðurlandi, í Reykjavík, Borg- arfirði, Húnavatnssýslu, Skagafirði, Eyjafirði og á Vestfjörðum. „Þegar farið er að liggja yfir stóði verður hegðun hestanna eðlileg eins og eng- inn væri til staðar. Það er merkilegt að það er alltaf gömul hryssa sem leiðir stóðið, ekki graðhesturinn eins og margi myndu ætla,“ segir Páll. „Þarna uppgötvaði ég eitthvað sem ég hef borið undir marga hestamenn. Mér hafði verið sagt að graðhestar færu á milli hryssa í stóði og gegndu hlutverki sínu eins og tækifærin biðu. Ég fylgdist náið með tveimur ólíkum hestum og það átti við um báða að þeir sinntu bara einni hryssu í einu. Svo lengi sem hún var móttækileg fékk hún óskipta athygli hestsins. Hann hunsaði hinar hryssurnar á meðan hann sinnti þessari einu út- völdu. Það skipti engu þótt hinar bók- Hér er Páll Steingrímsson að taka mynd af Ástrúnu Davíðsson og Kristínu Gunnarsdóttur hjá ferðaþjónustunni Landi og hestum á Húsatóftum á Skeið- um. Þær skipuleggja hestaferðir um Suðurland. Myndin er tekin við Brúarhlöð. Íslenskir ísaldarhestar Kvikmyndin Ísaldarhesturinn, The Ice Age Horse, vann nýlega til verðlauna, í flokki mynda um tengsl manns og náttúru, á Wildlife Europe- kvikmyndahátíðinni. Guðni Einarsson hitti Pál Steingrímsson, höfund kvikmyndarinnar, og fræddist um ísaldarhestana íslensku. Í Ísaldarhestinum er m.a. fjallað um hið aldarlanga samband íslenska hestsins og mannsins. Myndin er tekin á áningarstað vestur á fjörðum. 20 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.