Morgunblaðið - 13.01.2002, Page 26

Morgunblaðið - 13.01.2002, Page 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á FYRSTU tónleikum Myrkra mús- íkdaga í kvöld leikur Kammersveit Reykjavíkur þrjú stór verk eftir Haf- liða Hallgrímsson. Fyrst þeirra er Ríma, samin árið 1993 fyrir sópran og strengjasveit. Það getur ýmislegt orðið til þess að tónverk verði til, eins og í tilfelli Rímu, því það var skipu- lagsnefnd vetrarólympíuleikanna í Lillehammer 1994, sem bað Hafliða að semja verk fyrir Norsku kamm- ersveitina og sópransöngkonuna Ragnhildi Heiland Sörensen til flutn- ings á listahátíð ólympíuleikanna. Að sögn tónskáldsins, Hafliða Hallgríms- sonar, er textinn við Rímu sonnetta eftir Michelangelo en heiti bókarinn- ar sem hún er fengin að láni úr er ein- mitt RIMI de Michelangelo Buon- arroti. Verkið er fremur hægt og ef til vill dálítið fjarrænt og leyfir söngnum að njóta sín vel yfir draumkenndu hljómferlinu. Það er Þórunn Guð- mundsdóttir sópran sem syngur verkið með Kammersveitinni á tón- leikunum í dag. Ombra Hafliði samdi Ombra op. 27 fyrir víólu og strengjasveit árið 1999. Verk- ið var samið með styrk úr Tónskálda- sjóði Ríkisútvarpsins og frumflutt í Skotlandi af Lars Anders Tomter og Skosku kammersveitinni, en hefur einu sinni áður verið flutt hér á landi af Kammersveit Reykjavíkur og Þór- unni Ósk Marinósdóttur víóluleikara í Borgarleikhúsinu við opnum Menn- ingarborgarársins 29. janúar 2000. Þórunn Ósk segir að verkið sé vina- lega skrifað fyrir víóluna, að því leyti að jafnvægisvandamál milli víólunnar og hljómsveitarinnar séu ekki fyrir hendi, en slíkt er vandi í mörgum verkum fyrir víólu og hljómsveit vegna lágs hljóms einleikshljóðfæris- ins. „Hafliði semur þetta eins og fléttu milli víólunnar og hljómsveitarinnar. Hljómsveitin svarar víólunni og öfugt, og það er ekki mikið um þétt undirspil meðan einleikarinn spilar. Ég var ein- mitt að velta því fyrir mér um daginn hvernig maður getur útskýrt upp- byggingu þessa verks. Það er aldrei neitt sem kemur aftur líkt og í klass- ískum verkum, en uppbyggingin er þó ákveðin og stöðug. Titill verksins er Ombra, sem þýðir skuggi, og það eru skuggaelement í verkinu – ein- hver sem eltir – litlar strófur sem rísa, en fara svo niður aftur, sem ég held að sé ákveðin skuggahugmynd. Líka það að víólan leiðir og hljómsveitin fylgir. Ég veit þó ekki hvort Hafliði sjálfur var með svona hugmyndir að baki verkinu.“ Þórunn Ósk lék Ombru með Kammersveitinni í Borgarleikhúsinu fyrir tveimur árum við opnun Menn- ingarborgar 2000. Það er frekar sjald- gæft að hljóðfæraleikarar fá tækifæri til að leika svo stór verk tvisvar með stuttu millibili. „Ég var einstaklega heppin með þetta. Þegar maður spilar verk í fyrsta sinn fær maður hug- mynd sem maður þarf að standa við – það er lítið svigrúm til að skipta um skoðun hvað túlkunina varðar. En þegar verkið er búið að blunda í manni í tvö ár er mjög gott að koma að því aftur. Það er ýmislegt sem rennur upp fyrir manni, bæði hvað varðar mann sjálfan og verkið, og svigrúmið verður meira fyrir breyt- ingar. Þannig er það mjög hollt fyrir hljóðfæraleikarann að fá að spila svona verk tvisvar.“ Herma Sellókonsertinn Herma op. 17 fyrir selló og strengjasveit var saminn árið 1994. Að sögn Hafliða er fyrsti þáttur verksins rólegur og rapsódískur að eðlisfari, sá í miðið er hægur og inni- heldur kadensu með hljómsveitar- undirleik, en sá þriðji stefnir frá og með auknum hraða að hápunkti verksins, nær endalokum. Herma var pöntuð af sellóleikaran- um William Conway og Skosku kammersveitinni, sem frumfluttu konsertinn í Queens Hall í Edinborg 1995. Einleikari á þessum tónleikum, Torleif Thedéen, hefur flutt Hermu víða um lönd, meðal annars með Sin- fóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Petris Sakaris árið 1998. Smíðar tónlist í Edinborg Hafliði Hallgrímsson stundaði framhaldsnám í sellóleik bæði í Róm og í London. Þar í borg lagði hann einnig stund á tónsmíðanám.Hafliði starfaði um tíma með Ensku kamm- ersveitinni og Haydn-tríóinu í Lond- on, en flutti til Edinborgar árið 1977 og var fyrsti sellóleikari Skosku kammersveitarinnar fram til ársins 1983. Meðal verka Hafliða er Poemi, konsert fyrir fiðlu og strengjasveit, en fyrir hann hlaut hann tónskálda- verðlaun Norðurlandaráðs árið 1986. Stjórnandi á tónleikunum verður Bernharður Wilkinson, en hann hóf tónlistarferil sinn sem kórdrengur við Westminster Abbey í London. Hann kom til Íslands árið 1975 að loknu námi í flautuleik við Royal Northern College of Music og réðst til Sinfón- íuhljómsveitar Íslands. Bernharður hefur alla tíð verið mikilvirkur í ís- lensku tónlistarlífi sem kennari, flytj- andi og stjórnandi. Hann er stofn- félagi Blásarakvintetts Reykjavíkur. Hin síðari ár hefur Bernharður snúið sér æ meira að kór- og hljóm- sveitarstjórn, og stjórnar einnig sönghópnum Hljómeyki, Söng- sveitinni Fílharmóníu og Sinfóníu- hljómsveit Íslands, en hann var ráð- inn aðstoðarhljómsveitarstjóri Sin- fóníuhljómsveitarinnar í febrúar árið 1999. Bernharður Wilkinson hefur unnið náið með Kammersveit Reykja- víkur síðastliðna tvo áratugi, fyrst sem flautuleikari og síðar sem stjórn- andi. Þórunn Guðmundsdóttir lauk prófi í flautuleik, en sneri sér þó alfarið að sönglistinni og lauk doktorsprófi í söng frá Háskólanum í Bloomington í Indiana í Bandaríkjunum. Hún hefur sungið á einsöngs- og kammertón- leikum og tekið þátt í óperuupp- færslum, nú síðast í Töfraflautunni í Íslensku óperunni í haust. Þórunn sinnir einnig söngkennslu við Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar. Þórunn Ósk Marinósdóttir stund- aði nám við tónlistarháskólann í Brussel, og lauk þaðan prófi árið 1996. Að námi loknu starfaði hún ytra; var um árabil leiðandi víóluleik- ari kammersveitarinnar Prima la Musica, og starfaði einnig með kammersveitinni I Flamminghi. Hún kom fram sem einleikari með báðum sveitunum. Þórunn Ósk kom heim ár- ið 1998 og hefur síðan leikið með Sin- fóníuhljómsveit Íslands og Kammer- sveit Reykjavíkur. Thorleif Thedéen hóf sellónám fimmtán ára að aldri. Í dag er hann einn þekktasti einleikari á Norður- löndum. Nafn hans varð þekkt þegar hann vann þrjár alþjóðlegar selló- keppnir árið 1985. Hann ferðast um allan heim og hefur komið fram með bestu hljómsveitum undir stjórn þekktra stjórnenda. Hljóðfæri hans smíðaði David Teccler árið 1711. Tón- leikarnir verða í Listasafni Íslands og hefjast kl. 20.00 Vinalega samið fyrir víóluna Morgunblaðið/Ásdís Hafliði Hallgrímsson, Þórunn Ósk Marínósdóttir, Þórunn Guðmunds- dóttir, Thorleif Thedén, Bernharður Wilkinson. Verk eftir Hafliða Hallgrímsson á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.