Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÍFELLT lengjast biðlistar sjúkrahús- anna og ríkisrekin heilsugæslan ræður ekki við verkefni sín sökum læknaskorts og flótta lækna úr grein- inni. Hér suðvestan- lands bíða sjúklingar í eina til þrjár vikur eft- ir því að komast að hjá heimilislækni sínum og eiga í erfiðleikum með að ná í hann í síma. Sérfræðingar í heimilislækningum hafa á undanförnum árum ítrekað sótt um að gerast sjálfstætt starfandi heimilislæknar með samning við Tryggingastofnun ríkisins og hafa nokkrir þeirra nýlega kvatt sér hljóðs í blöðum þessa erindis. Þetta hefur heilbrigðisráðuneytið hins vegar ekki heimilað, þrátt fyrir framangreint vandræðaástand, og vill heldur hafa læknana sem vinnuhjú hjá sér og helst banna þeim að fitja upp á nokkurri ný- breytni, eins og t.d. að bjóða lækn- isþjónustu í heimahúsum sem tíðk- ast hefur um aldir. Þá er tilhneig- ing til að stýra því hvernig fólk leitar sér læknis og hvar. Í lýðræð- isríkjum heims er það hinsvegar fólkið sem velur eða hafnar en ekki valdsmenn ráðuneyta. Læknar hafa að leiðarljósi að gera það sem unnt er á hverjum tíma fyrir sjúklinga sína og hefur flestum tekist það dável þrátt fyrir misharðan mót- vind. Læknar sem þiggja laun hjá ríkinu eiga erfiðara með að berjast fyrir framför- um en hinir sem starfa frjálsir á eigin vegum. Ríkisstarfsmenn verða að leita til yfirmanna sinna, eins af öðrum, nefnda og ráða, út af minnstu breytingum. Fylgi menn ekki gefinni línu úr kerfinu kann þeim að verða sagt upp störfum eins og dæmin sanna. Þegar taka skal ákvarðanir um fyrirkomulag eða tækjakaup verða viðbrögðin hægari, önnur og dýrari með skrif- ræðismenn á aðra hlið og lögskipað hjálparlið á hina, heldur en ef læknirinn á það við sjálfan sig, fræðin, starfsbræður sína og sjúk- lingana hvað gera skuli til þess að læknisþjónustan verði eins góð og hún getur verið. Frelsi og framfarir Til er ennþá hópur sjálfstætt starfandi heimilislækna sem hefur haldið uppi fyrirmyndarþjónustu í heimilislækningum. Þessi hópur hefur farið minnkandi vegna þess að ráðuneytið hefur vísvitandi stefnt að því að fyrirbyggja nýliðun sjálfstætt starfandi heimilislækna svo að hópurinn deyi út. Hvers vegna? Vegna þess að hann heyrir ekki beint undir ráðuneyti heil- brigðismála. Án tuga milljóna stofnkostnaðar gæti ráðuneytið aft- ur á móti leyft þeim ungu læknum, sem að framan er getið, að bætast í þennan hóp og þannig byrjað strax að stórbæta ríkjandi ófremdar- ástand. Sjálfstætt starfandi heim- ilislæknar sjá um rekstur sinn sjálf- ir, afla sér húsnæðis og tækja án tilkostnaðar af almannafé. Þeir eru OFSTJÓRNARÁRÁTTA Í HEILBRIGÐISGEIRANUM Matthías Kjeld Með lögunum er heil- brigðisráðherra gefið vald til þess, segir Matthías Kjeld, að hafa nánast alla heilbrigðis- þjónustu landsins á stofnunum sem heil- brigðisráðuneytið sjálft rekur, beint eða óbeint. Kæri 10. bekkingur! Viltu geta haft áhrif á það í hvaða framhaldsskóla þú ferð næsta haust? Til þess þarftu góðar einkunnir og þá er NÁMSAÐSTOÐ fyrir samræmdu prófin góður kostur Nemendaþjónustan sf. sími 557 9233 namsadstod.is morgunverðarfundur 16. janúar kl. 8 Sunnusal Hótel Sögu re ik n in g s s k il í e rl e n d u m g ja ld m ið lu m reikningsskil í erlendum gjaldmiðlum KPMG býður til opins morgunverðarfundar um gerð reiknings- skila í erlendum gjaldmiðlum í Sunnusal Hótel Sögu á milli kl. 8 og 10, miðvikudaginn 16. janúar n.k. Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi sem heimilar íslenskum fyrirtækjum að færa bókhald og semja og birta ársreikninga sína í erlendum gjaldmiðlum að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Á fundinum verður fumvarpið kynnt og rætt um aðferðir og áhrif slíkra breytinga. Kynning á frumvarpi um breytingar á lögum um bókhald og ársreikninga Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoðandi Aðferðir við gerð reikningsskila í erlendum gjaldmiðlum Alþjóðlegir staðlar Sæmundur Valdimarsson, löggiltur endurskoðandi Áhrif á reikningsskil íslenskra fyrirtækja Alexander Eðvardsson, löggiltur endurskoðandi Fundarstjóri Aðalsteinn Hákonarson, formaður stjórnar KPMG Engin þátttökugjöld, en léttur morgunverður kostar 1.050 kr. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 545 6000 eða í netfang kpmg@kpmg.is fyrir 14. janúar n.k. Frönskunámskeið hefjast 14. janúar Skráið ykkur sem fyrst Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeið fyrir börn. Taltímar og einkatímar. Kennum í fyrirtækjum. Kennsluefni birt á myndböndum. Hringbraut 121 - JL-húsið, 107 Reykjavík, fax 562 3820 Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: af@ismennt.is Upplýsingar í síma 552 3870 og 562 3820 frá kl. 13.30–18.30 Útvegum og seljum gáma undir rusl, í öllum stærðum og gerðum. Upplýsingar í símum 554 0579 og 852 7322. Eyfeld ehf. RUSLAGÁMAR Heilsurækt Sjúkraþjálfarans Hjartahópur Fjölbreytt þjálfun fyrir hjartasjúklinga Tækjasalur Úrval þol- og styrktartækja Kvennaleikfimi Hressileg leikfimi fyrir konur Sjúkraþjálfarinn ehf., Strandgötu 75, sími 555 4449, 220 Hafnarfirði. Einungis fagfólk sem leiðbeinir Nánari upplýsingar gefur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.