Morgunblaðið - 13.01.2002, Síða 35
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 35
fulltrúar sjúklinga sinna. Þeir hafa
sjálfir forræði á sínum vinnustað.
Sem frjálsir menn berjast lækn-
arnir fyrir því besta í lækningum
til handa skjólstæðingum sínum.
Sjálfstæð læknisþjónusta verður
gjarnan persónulegri og trúnaðar-
samband síður rofið. Ólíklegt er að
sjálfstæðir læknar og sjúklingar
þeirra virði í nokkru skipanir frá
„kerfiskörlum“, t.d. vegna samn-
inga þeirra síðarnefndu um framsal
„upplýsinga um viðskipti læknis og
sjúklings“ til óviðkomandi aðila.
Hnýsni og virðingarleysi fyrir við-
kvæmum einkamálum undir yfir-
skini eftirlits verður aldrei liðið í
siðuðu umhverfi. Sjálfstæð lækn-
isþjónusta breytir því rekstrarfyr-
irkomulagi sem illa reynist.
Aukin tækni – aukin
utanspítalaþjónusta
Vegna lamandi áhrifa þess kerfis
sem heilsugæslulæknum er nú gert
að starfa undir hefur almenningur
leitað æ meir beint til sérfræðinga.
Áhugasömum og afkastamiklum
heilsugæslulæknum er lítt umbun-
að í mikilvægu forvarnar- og leit-
arstarfi. Tækniframfarir hafa á
sama tíma haft þau áhrif að sjálf-
stæðar rannsóknarstofur í blóð-,
vefja-, efna- og röntgenfræðum
hafa verið settar á stofn til að-
stoðar starfandi læknum. Framfar-
ir í lyflækningum sem og skurð-
lækningum og svæfingum hafa leitt
til öflugrar starfsemi sjálfstæðra
lækningastofa í þessum greinum.
Með tilkomu þessara stofa hefur
létt mjög á sjúkrahúsunum og
færri hafa þurft þangað að leita.
Ný tækni og framfarir birtast því
ekki bara á sjúkrahúsunum heldur
hvar sem er í læknisþjónustunni.
Íslendingar fylgjast vel með. Þeir
vilja bestu fáanlegu þjónustu og
vilja ekki þurfa að bíða eftir henni
mánuðum eða árum saman. Það er
nógu þungbært að veikjast þótt
ekki bætist þar við að vera með-
höndlaður eins og réttlaus þurfa-
maður. Nú kunna þeir að finnast
sem af hugsjónaástæðum láta sig
einu gilda þótt þeir „beri bein sín á
biðlista“, en telja má líklegt að þeir
séu í minnihluta.
Einræði – ráðstjórn?
Eftir nýlega sameiningu tveggja
stærstu spítalanna hefur nú nýlega
verið samþykkt á alþingi ríkis-
stjórnarfrumvarp um breytingu á
eldri lögum um heibrigðisþjónustu
og almannatryggingar. Þessi nýju
lög eru afleit. Með lögunum er heil-
brigðisráðherra gefið vald til að
hafa nánast alla heilbrigðisþjón-
ustu landsins á stofnunum sem
heilbrigðisráðuneytið sjálft rekur,
beint eða óbeint. Með öðrum orð-
um ráðstjórnarfyrirkomulag. –
Hvað með atvinnufrelsi? – Hvað
með samkeppnislög? – Í greinar-
gerð er klifað á óljósum hugtökum
eins og t.d. „ráðherra markar
stefnu um forgangsröðun ... stuðla
að aukinni hagkvæmni og tryggja
gæði heilbrigðisþjónustu“ ... – „sem
heilbrigðisyfirvöld telja eðlilegt að
séu unnin á sjúkrahúsum“. Loks er
þessa spaklegu setningu að finna:
„Mikilvægt er að fagleg rök og
hagkvæmni ráði því hvar þjónustan
er veitt en ekki ákvarðanir ein-
stakra heilbrigðisstarfsmanna eða
hópa.“ Ef greinargerð hliðstæð
þessari hefði verið lögð fram t.d. af
sjávarútvegsráðuneytinu hefði hún
verið einhvern veginn svona:
„...ráðherra markar stefnu um
göngu fiska og stærð þeirra og
hvar eðlilegt sé að fiskarnir veiðist
til að tryggja gæði og hagkvæmni
samkvæmt markmiðum ráðuneyt-
isins ...“. Það er með öðrum orðum
nokkuð sérkennilegt að skipa
ráðherra með lögum að taka
fyrirfram einhverja ákveðna af-
stöðu til óþekktra uppákoma í
breytileika náttúrunnar! – Á ráð-
herra að forgangsraða þróun nýrra
lyfja eða uppkomu farsótta? Eiga
læknar að spyrja ráðuneytið hvort
leggja beri sjúklinga inn á sjúkra-
hús eða ekki? –
Í viðleitni sinni til að ná algerum
yfirráðum yfir háþróaðri, flókinni
starfsemi, sem þeir virðast lítt
þekkja, gefa höfundar frumvarps-
ins í skyn að sérmenntað fólk,
læknar og hjúkrunarfræðingar, láti
sig litlu varða fagleg rök og hag-
kvæmni. Ákvarðanir séu því best
teknar í ráðuneytinu. Framfarir í
faginu eins og ný lyf, nýjar aðferðir
við greiningu og meðferð sjúk-
dóma, nýir og/eða breyttir sjúk-
dómar og áhættuþættir þeirra, svo
og óskir sjúklinga, svo fátt eitt sé
tínt til, virðast ekki eiga að hafa
mikið að segja um þróun lækn-
isþjónustunnar eða markmið. En
það er ekkert nýtt undir sólinni.
Skeggvöxtur karla og „burkas“
(hauspokaserkir) kvenna voru tal-
ibönum í Afganistan mikilvægari
mál heldur en menntun og heil-
brigði afgönsku þjóðarinnar.
Ráðuneytisspítalinn
Þótt ráðherra hafi látið það yfir
sig ganga að mæla fyrir þessum
lögum hefur hann væntanlega ekki
samið þau. Þau voru samin fyrir
hans tíð í ráðuneytinu. Aðrir hafa
setið þar lengur. En nú er kannski
komin skýringin á því hvers vegna
það er svona erfitt að vera heil-
brigðisráðherra. Ráðuneytismenn
hyggjast stjórna lækningum í smáu
og stóru! Ekki var leitað álits
læknasamtakanna þegar framan-
greind lög voru í undirbúningi.
Læknasamtökin hafa einróma og
harðlega mótmælt lagasetningunni
en, ef læknarnir fá ekki varið
fræðigrein sína eða störf kunna
þeir að hrekjast til annarra landa
þar sem læknisfræði er enn stund-
uð og fólki veitt læknishjálp. En
fátt er svo með öllu illt … Verði
þróunin með þessum hætti mætti
nota þjálla nafn á hið sameinaða
sjúkrahús er nú kallast því stirð-
busalega nafni „Landspítalinn við
Hringbraut/í Fossvogi – háskóla-
sjúkrahús“. Öll dýrin í skóginum
ættu að geta verið glöð yfir nafninu
Ráðuneytisspítalinn; þar verða allir
vinir, allt lýtur þar einföldum vilja.
Höfundur er læknir.
ÞÝSKUNÁMSKEIÐ
Í GOETHE-ZENTRUM
Námskeiðin hefjast 28. janúar.
Skráning og beiðni um upplýsingar í síma 551 6061
kl. 15-18 frá þriðjudegi til föstudags og á netfanginu
goethe@simnet.is. Skráningu lýkur 25 janúar.
Námskeið á vorönn 2002:
Byrjendur
mánudaga kl. 20-21.30; Katharina Gross
Grunnstig 1
mánudaga kl. 18-19.30; Katharina Gross
Grunnstig 2
þriðjudaga kl. 18-19.30; Magnús Sigurðsson
Talþjálfun
þriðjudaga kl. 20-21.30; Angela Schamberger
Talþjálfun og málfræði
miðvikudaga kl. 18-19.30; Angela Schamberger
Miðstig
fimmtudaga kl. 18-19.30; Angela Schamberger
Literaturkurs
fimmtudaga kl. 20-21.30; Angela Schamberger
Barnanámskeið: .
Yngri: Laugad. kl. 13.30-14.15; Katharina Gross
Eldri: Laugad. kl. 14.30-15.15; Katharina Gross
Grunnnám
í kvikmyndagerð
Einnar annar nám (15 vikur) sem hefst 28. janúar. Námið
er að stærstum hluta verklegt og felst í þjálfun í að ná valdi
á tækniþáttum kvikmyndagerðar og beitingu þeirra á
skapandi hátt. Kennd er notkun helstu tækja og fjallað um
gerð heimildamynda, auglýsinga, tónlistarmyndbanda,
vinnslu fyrir sjónvarp og möguleika myndmáls í
margmiðlun.
Að loknu grunnnámi eiga nemendur að hafa skilning og
þekkingu á hinum ýmsu sviðum kvikmyndaframleiðslu,
tækjum og tækni og vera vel undirbúnir fyrir frekara nám
á sérsviði í kvikmyndagerð. Nemendur eiga að geta unnið
sjálfstætt að gerð einfaldra kvikmyndaverka og boðið fram
krafta sína til starfa í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum.
Skráning stendur yfir.
Takmarkaður fjöldi nemenda.
Kvikmyndaskóli Íslands er spennandi valkostur
fyrir þá sem vilja mennta sig til starfa í hinum
ört vaxandi kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði. Fáar
greinar í heiminum hafa vaxið jafn hratt á síðustu
árum og fjölmiðlaiðnaðurinn. Fjölgun
sjónvarpsstöðva, auknar vinsældir
kvikmyndahúsa, tölvur og margmiðlun gera
eftirspurn eftir nýju hæfileikafólki sífellt meiri.
Á næstu árum munu þúsundir nýrra starfa verða
til í þessum iðnaði í heiminum. Þeirra sem hafa
góða menntun og hæfileika bíður því fjöldi
tækifæra.
Ný önn að hefjast:
Kvikmyndaskóli Íslands
í framsæknum skóla
Fagnám
Skráning og nánari upplýsingar í síma 511 2720
Skúlagötu 51, 101 Reykjavík
kvikmyndaskoli@kvikmyndaskoli.is
www.kvikmyndaskoli.is
T-sett
aðeins 650 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is