Morgunblaðið - 13.01.2002, Síða 37

Morgunblaðið - 13.01.2002, Síða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 37 ✝ Helga JónsdóttirRocksén fæddist 25. febrúar 1910 í Reykjavík. Hún lést á öldrunardeild Land- spítalans við Hring- braut fimmtudaginn 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson, bóndi á Þóroddsstöð- um í Ölfusi og síðar verkamaður í Reykjavík, í Neðri- Dal í Mýrdal, f. 18. desember 1858, d. í Reykjavík 4. janúar 1941, og kona hans Guðrún Gísla- dóttir húsmóðir, f. á Þóroddsstöð- um 26. ágúst 1870, d. í Reykjavík 22. desember 1910. Helga átti sjö systkini: 1) Halldór, f. 11. júlí 1889, d. í febr. 1912. Hann fórst með þilskipinu Geir frá Hafnar- firði, þá námsmaður í Stýri- mannaskólanum í Reykjavík og kominn að lokaprófi. 2) Eydís, húsmóðir í Reykjavík, f. 24. febr. 1891, d. 12. júlí 1954. Eiginmaður hennar var Jón Tómasson skip- stjóri. 3) Ástríður, húsmóðir í Reykjavík, f. 18. apríl 1893, d. 9. nóv. 1979. Eiginmaður hennar var Sigurður Kjartansson kaupmað- ur. 4) Skúli, f. 8. júlí 1895. Hann fór 7 ára gamall til Kanada með fósturforeldrum sínum og dó þar um 1911. 5) Ólína Marta, húsmóð- ir í Laufási við Eyjafjörð og síðar í Reykjavík, f. 1. mars 1898, d. 19. febr. 1991. Eiginmaður hennar var Þorvarður G. Þormar sóknar- prestur. 6) Guðjón, verkamaður í Reykjavík, f. 2 okt. 1900, d. 23. okt. 1961. 7) Anna Sigríður, hús- móðir í Reykjavík, f. 25. febr. 1910, tvíburasystir Helgu. Eigin- maður hennar er Gunnar Jónas- son flugvélvirki og forstjóri. Helga giftist 27. ágúst 1938, Carli Gunnari Rocksén, ræðismanni Svíþjóð- ar í Reykjavík, f. í Hovedtorp á Austur- Gotlandi í Svíþjóð 30. júní 1902, d. í Reykjavík 21. febr. 1985. Sonur þeirra er Karl-Erik Rock- sén, arkitekt í Reykjavík, f. 28. ágúst 1939. Kona hans er Halldóra Ás- grímsdóttir, ljós- móðir og fjármála- fulltrúi í sænska sendiráðinu. Dætur þeirra eru a) Helga, kenn- ari og síðar bankastarfsmaður, f. 23. apríl 1972, gift Ásgeiri Loga Ísleifssyni kerfisfræðingi og eiga þau tvö börn, Andra Frey og Magneu Rut, b) Ásgerður, graf- ískur hönnuður, f. 7. mars 1974, gift Guðmundi Helga Pálssyni verslunarstjóra, og c) Gunnhildur, nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, f. 26. nóv. 1980. Helga stundaði nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík 1925–1927 og lauk þaðan prófi 1927. Lands- prófi lauk hún frá Kvennaskólan- um 1953, og kennaraprófi í skrift 1952. Hún var skriftarkennari við Kvennaskólann í Reykjavík 1954– 1961, hjá Námsflokkum Reykja- víkur 1958–1960 og við Verzlun- arskóla Íslands 1959–1968. Þá var hún prófdómari í skrift við barna- skólana í Reykjavík um 20 ára skeið. Á yngri árum starfaði hún í mörg ár í verslun Marteins Ein- arssonar við Laugaveg. Útför Helgu fer fram frá Lang- holtskirkju á morgun, mánudag- inn 14. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég vil með nokkrum orðum minn- ast elskulegrar móðursystur minnar Helgu Rocksén. Ég man eftir Helgu frænku frá fyrstu bernskuárum mín- um í Laufási, því það var náið sam- band á milli móður minnar og henn- ar. Hún kom í Laufás fyrsta sumarið sem foreldrar mínir voru þar, og þangað kom hún oft seinna, bæði ein og með manni sínum og syni, sem dvaldist mörg sumur í Laufási á æsku- og unglingsárum sínum. Helga og Anna tvíburasystir hennar voru á fyrsta ári þegar Guð- rún móðir þeirra lést. Þær kynntust því aldrei móður sinni. Í september sama ár dó einnig 82 ára gömul móð- uramma þeirra, Eydís Eyjólfsdóttir, sem bjó hjá þeim á Njálsgötu 33b. Faðir þeirra stóð nú einn með börnin sín, en elstu dæturnar, Ástríður og Eydís sem þá voru orðnar 17 og 19 ára, sáu um heimilið fyrstu árin. Það var erfitt fyrir verkamann á þessum árum að halda heimilinu saman, og eftir að elsti sonurinn, sem miklar vonir voru bundnar við, fórst og eldri dæturnar giftust og fóru að heiman, varð að koma yngri börnunum í fóst- ur. Helga varð ein eftir hjá föður sín- um, sem annaðist hana eins vel og hann gat. Jón faðir hennar var mikið snyrtimenni. Fór orð af því hve vel og snyrtilega Helga var klædd og reyndar börnin hans öll á meðan þau voru heima. Helga erfði þá eiginleika hans og hafði mjög góðan smekk fyr- ir fötum og lagði alla tíð mikla áherslu á að vera vel klædd. Það kom snemma fram áhugi hjá Helgu á að menntast og fór hún í Kvennaskólann í Reykjavík, sem á þeim tíma var bestur kostur fyrir ungar stúlkur til menntunar. Næstu árin eftir að hún útskrifaðist vann hún við verslunarstörf hjá Marteini Einarssyni, og þar fékk hún að hand- leika góð fataefni og fatnað. Árið 1934 fór hún í skóla í Svíþjóð til að menntast meira og einkum til að læra sænsku, enda hafði hún þá trú- lofast Svía, sem varð síðar eiginmað- ur hennar. Næstu árin vann hún síð- an við skrifstofustörf, en eftir að hún giftist helgaði hún heimilinu alla starfskrafta sína. Gunnar Rocksén, eiginmaður hennar, kom til Íslands árið 1930 og starfaði hann fyrst sem aðstoðarmaður á ræðismannsskrif- stofu Svíþjóðar, en síðar sem sendi- ráðsfulltrúi og varakonsúll hjá sænska sendiráðinu. Oftsinnis veitti hann sendiráðinu forstöðu í fjarveru sendiherrans, og einnig um lengi eða skemmri tíma, þegar skipt var um sendiherra, því sendiherrarnir komu og fóru, en Gunnar var alltaf á sínum stað. Helga var því komin inn í „diplómatíið“ með öllu sem því fylgdi, og stóð hún sig vel í því verk- efni sem öðru. Heimili þeirra Gunn- ars stóð alltaf opið fyrir Svíum sem hingað komu og þurftu einhverrar aðstoðar við og margar voru móttök- urnar og boðin, sem hún þurfti að standa fyrir ásamt manni sínum. Hún eignaðist marga sænska og ís- lenska vini í þessu starfi og sú vin- átta entist í mörgum tilvikum ævi- langt. Helga var námfús og sjálfstæð og hjá henni blundaði alltaf löngunin til að menntast og til að geta unnið sjálf fyrir kaupi. Hún dreif sig því í að læra meira, tók kennarapróf og síðan landspróf 43 ára gömul. Eftir það fór hún að kenna og kenndi stanslaust til ársins 1968, en það ár hætti Gunnar störfum hjá sendiráðinu. Hann hafði átti sér þann draum að flytjast til Svíþjóðar, þegar hann hann kæmist á eftirlaun, þótt hann virtist vera rótgróinn hér á landi og ætti hér marga góða vini og þætti mjög vænt um Ísland. Þau keyptu sér hús í Sommen, litlum bæ nálægt Tranås skammt fyrir norðan Jönköping. Þar undu þau sér vel í nokkur ár í ná- grenni við skyldfólk Gunnars, og þangað var gott að koma í heimsókn. Á þessum árum fór Helga oft til Ís- lands á vorin, því sóst var eftir að fá hana sem prófdómara. Þegar heilsu Gunnars tók að hraka, tóku þau sig upp og fluttust aftur til Íslands vorið 1976, enda langaði þau til að vera ná- lægt syni sínum, tengdadóttur og sonardætrum. Þau keyptu sér nota- lega íbúð í Sólheimum 25 og þar átti Helga heimili alla tíð síðan, þangað til hún varð að leggjast inn á sjúkra- hús á síðasta ári. Helga átti mörg góð ár í Langholtshverfi. Hún átti sínar gömlu vinkonur, sænskar og íslensk- ar, sem hittust oft hver hjá annarri, oft við að spila brids. Þeim fækkaði þó eftir því sem árin liðu. Hún stund- aði félagslífið í Langholtskirkju reglulega og átti þar einnig sína föstu spilafélaga. Starfsfólk kirkj- unnar var henni einstaklega hjálp- samt við að komast á milli, eftir að aldurinn fór að færast yfir, og það var hún mjög þakklát fyrir. Hún hélt mjög góðu sambandi við systur sínar og fjölskyldur þeirra bæði fyrr og síðar. Helga var mikill fagurkeri og naut þess að hafa allt smekklegt og fallegt í kringum sig. Hún kunni sig vel í umgengni við annað fólk og lagði mikla áherslu á stundvísi og áreið- anleika. Hún fylgdist vel með öllu sem gerðist í þjóðfélaginu og var mjög minnug. Gaman var að heyra hana segja frá gamla tímanum og því sem á daga hennar hafði drifið um ævina. Oft minntist hún ferðarinnar sem hún 8 ára gömul fór með föður sínum landleiðina austur í Lón, ríð- andi yfir öll stórfljótin á Suðurlandi, til að heimsækja Önnu systur sína á Brekku í Lóni. Ég vil að lokum kveðja kæra móðursystur mína með innilegu þakklæti fyrir allar sam- verustundirnar og það sem hún var mér og mínum. Ég sendi syni hennar og fjölskyldu hans innilegar samúð- arkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Blessuð sé minning Helgu frænku. Guttormur Þormar. Ég man Helgu móðursystur mína fyrst þegar ég var á barnsaldri og hún kom í sumarleyfi norður í Lauf- ás við Eyjafjörð. Ætíð síðan hafa kynni okkar verið mikil og góð. Síð- ast sá ég hana á Landspítalanum í nóvember sl., hún þá farin að heilsu og kröftum. Margar minningar tengjast henni og allar góðar. Ég á ferð á sumrin frá Kaupmannahöfn til heimkynnanna fyrir norðan með viðdvöl í Reykja- vík, og þá alltaf litið inn hjá Helgu og Gunnari og oft gist. Árin hér í Reykjavík að námi loknu, þegar við um hríð vorum samkennarar við Kvennaskólann í Reykjavík. Heim- boð og veislur hjá Helgu og Gunnari þar sem oft voru framámenn í ís- lensku menningarlífi, vinir þeirra, enda menningartengsl Íslands og Svíþjóðar jafnan sterk. Gunnar átti þátt í að efla þau þar sem hann starf- aði við sendiráð Svíþjóðar í áratugi og var þar verðugur fulltrúi þjóðar sinnar. Þau Gunnar og Helga voru höfðingjar, veittu af mikilli rausn og höfðu bæði jafn mikið yndi af. Í mín- um huga var Helga alltaf hefðarkona sem veitti sér frekar minna af því besta en meira af því næstbesta. Þetta gilti jafnt um heimili hennar, klæðaburð og samskipti við vini og kunningja. Helga átti góðar vinkon- ur, sem ég kynntist líka, og sem héldu tryggð við hana til hinsta dags. Þessi góði vinahópur sagði sína sögu um mannkosti hennar. Þótt úthafið skildi okkur að um áratugi var þráðurinn tekinn upp þegar ég og fjölskylda mín fluttumst aftur til Íslands og þau Helga og Gunnar fluttust líka heim frá Sví- þjóð. Aldurinn var þá farinn að fær- ast yfir og Gunnar farinn að heilsu og lést skömmu síðar. Helga bjó þá ein í íbúð sinni í Sólheimum og naut ást- úðar og umhyggju sonar síns og fjöl- skyldu hans. Alltaf var sama reisnin yfir henni og þótt við sæjumst alltof sjaldan seinustu árin fylgdumst við vel hvort með öðru, og hún lofaði mér að fylgjast með framgangi sonar- dætra sinna og barna þeirra sem voru hennar líf og yndi. Helga var vel gefin og hugsandi manneskja, til- finninganæm og viðkvæm. Hún hafði áhuga á heimsmálum og þjóðmálum, fylgdist vel með þeim og tók jafnan málstað þeirra sem eru minni mátt- ar. Nú þegar komið er að kveðju- stund eftir nær sjötíu ára kynni þakka ég kærri frænku minni sam- fylgdina og góðvild í minn garð og fjölskyldu minnar. Við vottum Kalla og Halldóru, dætrum þeirra og fjöl- skyldum innilega samúð okkar. Halldór Þormar. HELGA ROCKSÉN                                               !"    !##$  ! " #$%%    " ##&  ' "$ " #$%%  ( #%  ##&    " ##&  )#%   * $%%  % + " ##&  , *  # -. #$%%  /0 # " ##&  1 * . '  #$%%   *  " ##&  " 2   #$%% &*3 3- !                                !     "#   $ %     &  '      !    ()#        ! "!  # $ "!  !" % "!   & '( )"!   * %)    % + !  )                                      ! " ! ##$%%! " ! # !  &' ($!  )#$%%! *% # !  &'#$%%! !"% & !+ !&  &'#$%%!   ! "! "  &'#$%%! ' ! !+ !*&!  !  !& !  !  !                                    !! "#$  % # # #  &   %   '    (   %       #        !"#  $%# &"'( $%# ( $%# )"")* )"")"")* '"$ "$"                         !"#$  %&'(&                             !    " #                      $     # %&  '     ) # *%**  + ,   *"# *%**  ,-( ! +.# *%**   *!# *%**  ,(#/* %' .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.