Morgunblaðið - 13.01.2002, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 13.01.2002, Qupperneq 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 43 laugardags 5. janúar. Svo sannarlega voru spor okkar hjóna og barna erfið þann dag. Erfitt verður að skilja að Dídí okkar sé horfin á braut. Eftir lif- ir minning í hjörtum okkar um ynd- islega konu, móður, tendamóður og ömmu. Mikill er missir fjölskyldunn- ar, ættingja og vina. Vil ég votta þeim öllum samúð mína á þessum erfiðu tímum. Brynjar. Í dag kveðjum við hjartans systur mína og vinkonu. Árin eru orðin mörg og við orðnar aldnar en aldur er svo afstæður og systir mín var ætíð ung í anda og létt í lund. Við áttum yndislega æsku hjá góð- um foreldrum. Við vorum þrjár syst- urnar, Binna elst, svo Dídí og ég yngst. Binna lést fyrir tæpum 14 ár- um og var það okkur öllum mikill og sár missir. Við Dídí vorum svo lánsamar að búa alltaf nálægt hvor annarri og hefur alla tíð verið mikill samgangur milli fjölskyldna okkar og við systur haft samband daglega og alltaf verið til staðar hvor fyrir aðra. Dídí átti yndislegan eiginmann, Ingvar N. Pálsson, sem svo sannar- lega stóð við hlið og studdi sína konu í gegnum súrt og sætt. Margs er að minnast frá samveru- stundum okkar, hvort sem það voru ferðalög erlendis eða innanlands svo ekki sé talað um þær yndislegu stundir sem við eyddum í sumarbú- stöðum okkar, það voru dásamlegir tímar sem aldrei gleymast. Síðustu fimm til sex árin háði Dídí baráttu við erfiðan sjúkdóm sem svo að lokum batt hana við hjólastól, en góða skapið hennar og kímni var allt- af til staðar. Þetta voru erfið ár fyrir Ingvar, börnin og tengdabörnin, en það var með eindæmum hve vel var hugsað um hana og allt gert til að létta henni lífið. Það er sárt að sjá ástvin sinn þurfa að ganga í gegnum þessi ósköp, en allan tímann hélt hún reisn sinni og kvartaði aldrei. Það segir meira en mörg orð um það hve hún systir mín var lífsglöð og félagslynd að hún og Ingvar mættu í nýársfagnað sem við hjónin héldum í ár og skemmtu sér með okkur og góðum og tryggum sameiginlegum vinum okkar. Að leiðarlokum þakka ég elsku systur minni alla ást, vináttu og um- hyggju og bið algóðan Guð að styrkja Ingvar og börnin í þeirra sorg. Hún hvíli í friði. Björg systir. Enn eitt skarð er nú höggvið í okk- ar 54 ára gamla saumaklúbb; tvær af okkur tíu eru farnar. Alltaf var ánægjulegt að hittast á tveggja vikna fresti. Dídí var óneitanlega okkar trausta uppistaða; alltaf í góðu skapi og hrókur alls fagnaðar. Til í allt sem stungið var upp á að gera okkur til skemmtunar. Dídí var afskaplega blíð manneskja og alltaf tilbúin með hjálparhönd ef eitthvað bjátaði á hjá okkur hinum; vildi hvers manns vanda leysa en hafði aldrei hátt um sín eigin vandamál. Hún var bara alltaf kát og hress, og lét okkur hinar njóta þess með gleði sinni og falleg- um söng. Það var alltaf gaman að heimsækja hana enda þótt hún væri bundin hjólastól, undir það síðasta, og gæti enga björg sér veitt. Bara það að tala við hana því ekki leyndi sér húmorinn. Oft furðaði maður sig á hversu minnug hún var og hafði áhuga á öllu og öllum í kringum sig. Hún átti því láni að fagna að eiga yndislegan eiginmann, sem fórnaði öllu fyrir hana, ekki síst í hennar þungbæru veikindum. Hún var um- vafin ást og kærleika af allri fjöl- skyldunni, enda endurgalt hún það í ríkum mæli. Það var sem bjartur dagur kæmi og dveldi dálitla stund – og hnigi svo að kveldi. (Matthías Johannessen.) Við vottum allri hennar stóru fjöl- skyldu okkar dýpstu samúð. Megi elskuleg vinkona okkar vera Guði falin. Saumaklúbburinn. ✝ Ása G. Stefáns-dóttir fæddist í Reykjavík 17. janúar 1937. Hún lést í Reykjavík 4. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guð- laug Katrín Gísla- dóttir, hárgreiðslu- meistari, f. 7. september 1916, d. 11. nóvember 1968, og Stefán Þórhallur Stefánsson verkstjóri og tónlistarmaður, f. 26. desember 1915, d. 14. janúar 1986. Þau skildu. Seinni kona Stefáns var Unnur Torfadóttir Hjaltalín. Systkini Ásu eru Vigdís, f. 30. des- ember 1940, Skafti Sæmundur, f. 1. janúar 1947, Ásdís f. 23. febr- úar 1952 og Torfhildur, f. 8. nóv- ember 1953. Ása giftist ung Walter Jónssyni og áttu þau eitt barn, Stefán Þór- hall, f. 26. ágúst 1954, d. 5. nóv- ember 1954. Þau slitu samvistum. Hinn 15. ágúst 1959 giftist Ása Jóni Björgvini Guðmundsyni, skrifstofumanni, f. 22. janúar 1936 á Barði í Fljótum, d. 2. mars 1991. Foreldrar hans voru Guð- rún Sigrún Jónsdóttir, f. 27. ágúst 1905, d. 23. desember 1959, og séra Guðmundur Benediktsson, f. 6. apríl 1901, d. 25. október 1987. Börn Ásu og Jóns eru 1) Guðrún Sig- rún, f. 26. mars 1963, maki Guðlaugur Halldór Guðjónsson, f. 3. október 1961. Börn þeirra Ása Björg, f. 14. apríl 1984, Sigrún María, f. 1. desember 1987, Ásta Vigdís, f. 26. apríl 1996. 2) Guð- laug Jónsdóttir, f. 24. ágúst 1966, maki Sigurður Ingi Hall- dórsson, f. 7. maí 1966. Börn þeirra: Halldór Hafsteinn, f. 26. mars 1994, Jón Björgvin f. 26. mars 1994, Hrafnhildur, f. 3. apríl 2001. 3) Þórhallur, f. 4. mars 1973. Fyrstu æviárin bjó Ása í Hafn- arfirði og fluttist síðar í Kópavog. Fyrstu búskaparár sín bjó hún Reykjavík. Frá 1962–1966 bjó hún á Flateyri ásamt Jóni eiginmanni sínum. Frá 1966 bjuggu þau í Reykjvík. Eftir lát Jóns, 1991, bjó hún í Krummahólum 4. Ása vann ýmis störf samhliða húsmóðurstörfum. Hún rak meðal annars matvöruverslun og sölu- turn. Útför Ásu fer fram frá Árbæj- arkirkju á morgun, mánudaginn 14. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég hugar kveðju sendi, mamma mín, þig man ég alla stund og guð ég bið um að gæta þín uns geng ég á þinn fund. (Gylfi Ævarsson.) Guðrún, Guðlaug og Þórhallur. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Þessi orð voru sögð í sjónvarpinu sama dag og ég frétti að þú hefðir dáið. Maður hefur oft heyrt þessi orð en aldrei fullkomlega skilið þau fyrr en núna. Í seinasta mánuði var ég mikið að hugsa um lífið og tilveruna. Hvers vegna erum við hér og hver er til- gangurinn með lífinu? Því miður komst ég ekki að neinni sérstakri niðurstöðu nema því að við lifum hratt og deyjum síðan. Ég var líka farin að pæla í því hvað ég gerði ef eitthver í fjölskyldunni myndi nú deyja. En það er lítið sem maður get- ur gert nema syrgja og rifja upp minningar. Ég vissi samt ekki að þetta ætti eftir að verða svona erfitt. Ég man eftir því að þú varst alltaf að segja okkur systrunum sögur af þér þegar þú varst lítil. Sérstaklega man ég eftir sögunni þegar mamma þín var að baða þig í eldhúsvaskinum heima hjá þér og strákarnir í hverf- inu sáu þig. Þú sagðist hafa skamm- ast þín svo mikið. Þú sagðir okkur fullt af fleiri sögum af þér, þér þótti voðalega gaman að segja okkur þær og við báðum þig alltaf að segja okk- ur fleiri. Eftir að afi dó fluttirðu í nýja íbúð í Breiðholtinu. Við systurnar komum oft til þín til skiptis og gistum.Við vöktum fram á nótt að spjalla, horfa á sjónvarpið og borða nammi. En þeim heimsóknum hafði fækkað verulega seinustu árin. Það var alltaf gaman að fá að fara heim til Ásu ömmu og gista. Við rifumst meira að segja nokkrum sinnum um hvor væri næst að fá að koma til þín því það var svo gaman. Mér er oft líkt við þig. Við vorum mjög líkar í okkur og ekki skrítið enda heitum við sama nafni. Ég er hreykin af því, því að þú varst sterk í þér, þrjósk, og vildir ekki að neitt vont kæmi fyrir þína nánustu. Þú vildir bara verða frísk og koma þér heim aftur. Seinasta stundin sem ég átti með þér var á gamlárskvöld. Ætlunin var að fara á ball um kvöldið en ég hætti sem betur fer við það því annars hefði ég ekki getað átt þessa síðustu stund okkar saman sem mér þótti mjög notaleg. Um jólin fyrir nokkrum árum sagðirðu við mig: „Þegar ég dey, viltu þá hugsa um hann Halla minn?“ Ég vissi ekkert hvað ég átti að segja því mér brá svo. En auðvitað sagði ég já. Við munum öll gera okkar besta til að hann hafi það sem best. Seinustu ár höfðu verið erfið fyrir þig. En núna ertu komin til himna til afa og litla barnsins þíns. Vonandi líður þér vel þar. Við hin sem eftir sitjum erum með skarð í lífi okkar sem verður aldrei fyllt. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú gafst og kenndir mér. Ég mun aldrei gleyma þér. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvíl- ast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (Úr 23. Davíðssálmi.) Þín Ása Björg. Elsku amma mín. Nú ertu farin og kemur aldrei aftur. Nú kveður þú þetta jarðríki og ert á hinu endalausa og glæsta ferðalagi upp til Guðs föð- ur þar sem enginn sársauki eða kvöl er. Ég vona að þér líði vel. Ég á eftir að sakna þín. Bless, bless, amma. Þín Sigrún María. Janúar! Það gat nú verið. Hún Ása mín er dáin og auðvitað þurfti það að vera í janúar því þannig er það alltaf í okkar fjölskyldu, sá mánuður er sá sem skiptir sköpum. Við systkinin Ása og ég erum bæði fædd í janúar og mamma og pabbi dóu í janúar, mánuði gleði og sorgar í lífi mínu og Ásu systur, sem var mér ekki bara systir heldur líka móðir því að allt frá því að ég var 12–13 ára gekk hún mér í móðurstað og ég ólst upp hjá henni og Jóni manni hennar frá þeim tíma vegna veikinda móður minnar. Ása og Jón voru ekki að velta hlutunum fyrir sér, þau bara tóku strákinn. Upp frá því átti ég tvær mömmur og tvo pabba. Hjá Ásu og Nenna eins og Jón Björgvin var alltaf kallaður af sínum nánustu leið mér vel og þar fann ég þá festu sem mig vantaði í líf- inu. Já! Ása var kona sem alltaf var hægt að treysta á og ef hún gekk í málið og fór af stað þá stóð ekkert fyrir henni, hún kom sínum málum í höfn því hún var alveg ótrúlega ákveðin en jafnframt hrein og bein. Þegar Ása talaði fór ekkert á milli mála hvað hún meinti, allt frá því að hún var ung hafði hún vanist því að gera hlutina sjálf, það reyndist henni best, en þótt hún væri ákveðin þá var hún alltaf góð við alla. Fáir voru eins greiðviknir og hún Ása, hún var allt- af að hugsa um aðra og hafa áhyggj- ur af þeim en sat svo kannski sjálf á hakanum. Þau hjónin Ása og Nenni voru óskaplega samrýnd og gerðu allt saman. Nenni var henni mjög kær, reyndar svo kær að þegar hann dó langt fyrir aldur fram missti hún svo mikið að hún náði sér aldrei og kom það engum á óvart sem þekkti þau. Ég hef verið svo heppinn í lífi mínu að eiga marga og góða vini, eða eins og ég kalla það, Haukana mína, það er eins og þeir séu alls staðar, en nú eru tveir aðalhaukarnir farnir úr hornum sínum. Það er mikil synd að þeir fóru svo snemma en í sorg minni veit ég þó að þau svífa yfir okkur öll- um vakandi og sofandi, sameinuð á ný í umhyggju sinni fyrir okkur sem eftir erum bíðandi um stund eftir að hitta þau aftur. Elsku Ása mín, guð geymi þig og Nenna og veiti börnum þínum þrem- ur, Guðrúnu, Guðlaugu og Halla, styrk og þrek í sorg sinni. Við skul- um muna að Það er svo margt sem minningarnar geyma. Það er svo margt sem áttum við ég og þú. Þinn bróðir, Skafti. Hinn 15. ágúst árið 1959 var haldið þrefalt systkinabrúðkaup á Barði í Fljótum í Skagafirði. Tveir synir og dóttir prestshjónanna á Barði giftu sig þennan dag. Önnur tengdadótt- irin, Ása G. Stefánsdóttir, giftist yngri bróðurnum, Jóni B. Guð- mundssyni. Þetta var upphafið að kynnum okkar af þessari ágætu mág- og svilkonu sem kvatt hefur nú þennan heim. Ása var myndarleg stúlka, góð í viðkynningu, gekk ötullega að hverju verki og tókst með okkur öllum hin besta vinátta. Líf Ásu átti eftir að verða fjöl- breytilegt. Hún flutti fljótlega eftir að þau Jón giftust vestur á Flateyri, þar sem Jón tók við skrifstofustjóra- starfi við útgerðarfyrirtæki. Það var vissulega krefjandi starf, ekki síður fyrir hina ungu eiginkonu, þar sem starfssviðið færðist meira eða minna inn á heimilið og einskorðaðist þá ekki við dagvinnutíma. Hér sýndi Ása fljótt hvað í henni bjó, ráðagóð fyrirmyndarhúsmóðir og var hún fyrir það virt og elskuð af starfsfólki fyrirtækisins. Eftir nokkurra ára dvöl á Flateyri lá leiðin aftur til Reykjavíkur, þar sem Jón gerðist skrifstofustjóri í bif- reiðafyrirtæki. Þau bjuggu fyrstu árin í Árbæjarhverfinu, en fluttust síðar í fallegt einbýlishús í Grófinni. Fyrstu árin eftir endurkomuna til Reykjavíkur sinnti Ása húsmóður- störfum enda fæddust þeim Jóni á þessum árum þrjú börn, tvær dætur og einn sonur. Sonurinn fæddist fatl- aður og lögðu þau hjónin á sig ómælda vinnu og erfiði við að gera syninum lífið bærilegra og reyna allt sem að gagni mætti koma til að draga úr fötluninni. Fóru þau m.a. tvisvar til útlanda á eigin vegum til sérfræðinga þar og lærðu ýmsar að- ferðir og meðhöndlun við svona fötl- un. Þetta voru erfið ár, sérstaklega fyrir Ásu, þar sem hún var auk hús- móðurstarfa með umönnun drengs- ins. Þegar börnin komust á legg réð- ust þau hjónin í að kaupa matvöru- verslunina Ingólfskjör við Njálsgötu, sem þau ráku með miklum myndar- brag í fleiri ár. Ása blómstraði í þessu starfi og sýndi svo að ekki varð um villst mikla hæfileika til verslun- arstarfa. Þegar Jón tók síðar við starfi hjá Ríkisendurskoðun keypti Ása söluturn á horni Sætúns og Dal- brautar. Mikill harmur var kveðinn að fjöl- skyldu Ásu, þegar Jón lést langt fyr- ir aldur fram árið 1991. Eftir það starfaði Ása í nokkur ár við matseld hjá Rannsóknastofnuninni á Keldna- holti meðan heilsa og starfsþrek leyfðu. Eftir það helgaði hún krafta sína dætrum sínum og barnabörnum og fatlaða syninum. Ekki verður skilist við æviferil ÁSA G. STEFÁNSDÓTTIR Ásu öðru vísi en minnast baráttu hennar og þeirra hjóna fyrir bættum hag fatlaðra. Bar það umtalsverðan árangur, sérstaklega varðandi bygg- ingu vistheimila og annars aðbúnað- ar. Nýtur sonur þeirra, Þórhallur, nú þessa góða árangurs. Gengin er góð kona, ástkær móðir og amma og fyrirmyndarhúsmóðir. Við sendum dætrunum Guðrúnu og Guðlaugu og fjölskyldum þeirra, svo og Þórhalli, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð veri minning Ásu Stefánsdóttur. Signý og Ágúst Berg, Hiltrud og Guðmundur Guðmundsson. Elsku vinkona og kæra mágkona. Þegar ég lít yfir farinn veg kemur upp í hugann sú stund þegar við hitt- umst í fyrsta sinn, þú bauðst mér í kaffi til að fá að sjá þessa dömu sem hann Skafti þinn var að draga sig eft- ir. Frá þeirri stundu hefur þú allt viljað fyrir okkur gera. Margt höfum við brallað í gegnum tíðina, setið löngum stundum saman og spjallað, oft var líka sungið og þá var efst á listanum lagið hans tengdapabba, „Litla lagið“. Ferðirnar ykkar í sumarbústað- inn, Jón með ykkur Viddýju og allan krakkaskarann. Þið hlóguð svo skemmtilega saman, þið Viddý og hann Nenni þinn sem alltaf var svo góður og notalegur. Dæturnar Guð- rún og Guðlaug og auðvitað hann Halli þinn og barnabörnin voru þér allt í lífinu. Þetta er erfitt fyrir Halla, sérstaklega vegna þess að framund- an voru svo spennandi tímar, hann var byrjaður að safna í búið. Ég veit að þú hafðir áhyggjur af framtíð hans en ég veit að stelpurnar og tengdasynirnir eiga eftir að hugsa vel um hann fyrir þig, Ása mín. Oft hefur lífið verið þér erfitt en ég vona að þér líði vel núna og þú sitjir með Nenna þér við hlið. Guðrún, Guðlaug, Halli og fjöl- skyldur, ég votta ykkur samúð mína á þessum erfiða tíma. Þín vinkona, Þórný. Elsku Ása mín. Mig langar að minnast þín í nokkrum orðum, minn- ing þín yljar mér enn. Þegar ég hugsa til Ásu frænku rifjast upp margar góðar minningar. Sú sem er mér efst í minni er hvað hún Ása tók alltaf vel á móti okkur þegar við komum í Blesugrófina. Þaðan á ég margar góðar minningar, þangað komu allir á annan í jólum þar sem afi átti afmæli. Þá var alltaf hringt til Ameríku til Viddýjar. Einu sinni kom Viddý frænka líka. Hún setti permanent í Ásu og þeim systrunum tókst að láta permanent í pabba, ég held að hún hafi sett permanent í alla þetta árið. Ég vil þakka fyrir þær stundir sem ég fékk með þér, elsku Ása mín, bæði sem barn og fullorðin. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Guðrún, Guðlaug og Halli. Ég votta ykkur alla mína samúð. Katrín Björk. Hinn 6. janúar sl. bárust okkur þær sorgarfréttir að Ása Stefáns- dóttir væri látin. Ásu kynntumst við fyrst fyrir um fjórtán árum, þegar Þórhallur Jóns- son, sonur hennar, flutti á Sambýlið á Holtavegi 27. Höfum við átt mikil samskipti á þessum árum. Hún sýndi heimilinu ævinlega mikla tryggð og lagði áherslu á réttindi sonar síns. Íbúar og starfsfólk á Sambýlinu á Holtavegi 27 votta Halla, Guðlaugu, Guðrúnu og fjölskyldum þeirra sam- úð. Megi Guð styrkja ykkur á sorg- arstundum. Valborg Helgadóttir.  Fleiri minningargreinar um Steinunni Herdísi Berndsen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Ásu G. Stefánsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.