Morgunblaðið - 13.01.2002, Síða 57

Morgunblaðið - 13.01.2002, Síða 57
Atriði úr sjónvarpsleikritinu Framboðsmyndir. Í KVÖLD kl. 20.00 verður nýtt íslenskt sjónvarpsleikrit frum- sýnt og nefnist það Framboðsmyndir. Höfundur er rithöf- undurinn og útvarps- maðurinn góðkunni Ingólfur Margeirsson og fjallar það um skelk þann og skjálfta sem sest í fólk stuttu fyrir kosningar. Sagan gerist á ljósmynda- stofu þar sem verið er að mynda hina ýmsu frambjóðendur og að sjálfsögðu er tækifær- ið notað og skrafað og skeggrætt um yfirvofandi kosning- ar. Morgunblaðið setti sig í sam- band við Ingólf og innti hann eftir upplýsingum. „Jú, jú, þetta er fyrsta sjón- varpsleikritið mitt,“ svarar Ingólf- ur, aðspurður hvort þetta sé ný- lunda hjá honum. „Þetta er gömul hugmynd sem ég er búinn að ganga með í mag- anum. Svo var ég beðinn að skrifa inn í ákveðið umhverfi sem Sjón- varpið var búið að búa til, þ.e. þessa ljósmyndastofu. Þannig að ég henti þessari hugmynd inn þar.“ Ingólfur segir að á sínum tíma hafi hann starfað sem þingfrétta- maður og þar hafi hann kynnst flokkunum vel, bæði að innan og utan. „Þarna var gott efni sem ég taldi að væri örugglega hægt að nota síðar á lífsleiðinni,“ segir hann. Ingólfur vann leikritið með sjó- uðum sjónvarpsmönnum. „Ég og Lárus Ýmir Óskarsson í Sjónvarpinu settumst niður saman og fórum yfir handritið. Einnig fór ég yfir það með Sigurði Sigurjóns- syni leikstjóra. Ég er mjög ánægð- ur með þeirra innlegg. Þetta eru vanir menn.“ Ingólfur segir að hann sé með ýmislegt fleira inni á harða disk- inum. „Ég er með nokkra lausa þætti sem ég var beðinn um að gera í framhaldi af þessu. Þeir eru alveg óskyldir þessu efni en þá var ég að skrifa síðasta sumar. En það er of fljótt að spá um hvað verður um það efni.“ Með aðalhlutverk í Framboðsmyndum fara Jóhann Sigurðarson, Þorsteinn Gunnarsson, Sigurður Hallmarsson, Halldóra Björnsdótt- ir, Kjartan Guðjónsson og Rúnar Freyr Gíslason. Skelkur og skjálfti Leikritið Framboðsmyndir sýnt í Sjónvarpinu Ingólfur Margeirsson FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 57 Drepfyndin mynd um vináttu, stinningarvandamál og aðrar bráðskemmtilegar uppákomur! Framlag Svía til Óskarsverðlauna. Sími 552 3030 úts ala O p ið á su nn ud ög um fr á kl . 13 — 17 MYNDIN af Mónu Lísu með yfirvararskegg sem dadaist- inn Marcel Duchamp málaði árið 1919, er nú til sýnis fyr- ir utan París í fyrsta sinn. Málverkið sem ætíð hefur hangið uppi í höfuðstöðvum franska kommúnistaflokks- ins verður nú til sýnis í London. Formaður flokks- ins, Robert Hue, segist oft hafa fengið fyrirspurnir um málverkið varðandi lán á ýmsar sýningar um allan heim, og eftir samninga- umræður við breska sendi- herrann í París verður verk- ið sýnt í Konunglegu listaakademíunni í London, frá og með 26. janúar. Duchamp gerði nákvæma eftirmynd af Mónu Lísu hans Leonardo da Vinci nema það að hann bætti litlu yfirvar- arskeggi á stelpuskjátuna. Myndin heitir LHOOQ, (aha! þaðan fékk hljóm- sveitin nafnið!) og ef nöfn þessara stafa eru lesnir upp á frönsku hljómar það eins og verið sé að segja „henni er heitt á rassinum“ eða með öðrum orðum er verið að saka hana um vergirni. Listamaðurinn sem dó ár- ið 1968 var einn af stofn- endum dadaista-hreyfing- arinnar, Félags sjálfstæðra listamanna, sem hafði það að markmiði að gera lítið úr viðteknum viðhorfum til list- arinnar. Hann er sagður hafa fund- ið upp „ready-made“ listina sem hefur fengið nafnið hen- tilist á íslensku. Þá setti hann á sýningu ýmsa hvers- dagslega hluti sem hann átti og kallaði listaverk. Fræg- asta verkið hans er án efa „Gosbrunnur“ sem var í raun bara pissuskál. Frumlegur gos- brunnur Duchamps, fyrir árið 1917. Henni er heitt á rassinum Yfirvararskegg fer henni áreiðanlega vel. Prófið bara að teikna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.