Morgunblaðið - 13.01.2002, Qupperneq 58
58 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir
Miðasala opnar kl. 13
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mánudagur kl. 4 og 6.Sýnd kl. 8 og 10.
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30.
Mánudagur kl. 5.30, 8 og 10.30.
1/2
Ungfrú Skandinavía
Íris Björk
Ljóskur
landsins
sameinist!
„Besta mynd ársins“
SV Mbl
„Þvílík bíóveisla“
HVS Fbl
DV
Mbl
Ævintýrið lifnar við
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
Magnaður og blóðugur
þriller frá Hughes-bræðrum
sem fór beint á toppinn í USA
Frumsýning
Þegar London
var heltekin
hræðslu þurfti
leynilögreglumann
sem var á undan
sinni samtíð
til að leysa
dularfyllsta
morðmál
allra tíma.
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 12 ára
Sýnd í LÚXUS kl. 2, 6 og 10.
Mánudagur kl. 4, 6, 8 og 10
Mánudagur í LÚXUS kl. 6 og 10.
Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni
Leikfimi — fyrirlestur
Leikfimi fyrir konur sem glíma
við þvagleka - Fyrirlestur um
grindarbotn og þvagleka
12 vikna námskeið fyrir konur sem glíma við
þvagleka hefst nk. miðvikudag, 16. janúar.
Lögð verður áhersla á styrkingu grindar-
botnsvöðva og annarra bolvöðva, rétta lík-
amsbeitingu, líkamsvitund, slökun og teygj-
ur. Námskeiðið hefst á opnum fyrirlestri um
grindarbotn og vandamál tengdum honum.
Leiðbeinendur eru Heidi Andersen og Þor-
gerður Sigurðardóttir, löggiltir sjúkraþjálfarar.
Námskeiðsgjald 9.300 kr. (fyrirlestur innifalinn)
Fyrirlestur 1.500 kr.
Skráning og frekari upplýsingar veitir
starfsfólk Táps í síma 564 5442.
Táp ehf.
Sjúkraþjálfun og æfingastöð
Hlíðasmára 14, 200 Kópavogi, sími 564 5442
CHYNNA Clugston-Major er ungur
höfundur af nýrri kynslóð sem veit
að í myndasögumiðlinum er allt
hægt. Möguleikar á umfjöllunarefni
eru óþrjótandi, stílreglur eru til
þess gerðar að brjóta og ægivald
karlkynshöfunda í geiranum eru
ekki nauðsynleg sannindi til fram-
búðar. Í bók sinni, Blue Monday hef-
ur hún valið hið hversdagslegasta
umfjöllunarefni; vaxtar- og tilfinn-
ingaverki unglingsstelpu í gaggó.
Bleu Finnegan á í stanslausu ástar/
haturs stríði við hitt kynið og sjálfs-
myndin er ekki upp á marga fiska
þótt hún sé töffari útá við. Lífið
snýst mest um að skemmta sér með
vinkonunum, klekkja á strákbjálf-
unum sem láta þær ekki í friði, arg-
ast út í leiðinlega og skilningssljóa
(en þó stundum líka svolítið sæta)
kennara og eltast við tískuna og
átrúnaðargoð í tónlist.
Teiknistíll Chynnu er æði sér-
stakur. Japanska myndasöguhefðin
er hér höfð í fyrirrúmi. Andlits-
drættir sögupersóna eru einfaldaðir
mjög og ýktir þar sem helst ber á
undirskálastórum augum. Þetta
verður sérstaklega áberandi þegar
hún sýnir persónurnar í miklu upp-
námi en þá kastar hún frá sér öllum
tilraunum til þess að teikna raun-
sannar persónur og lætur teikni-
myndina ráða. Svipbrigði eru þá
einfölduð niður í frumeiningar sínar
og skaptáknin fá að njóta sín. Þessi
aðferð er vinsæl til að ná fókus á
sterkar tilfinningar í myndasögum.
Oftast ganga þessi stílbrigði vel í
meðförum Chynnu en hún á þó til að
ofnota þau sem gerir að verkum að
persónurnar verða ekki jafn-
raunsæislegar og skipta lesandann
því minna máli en ella.
Chynna fer ekki í grafgötur með
dálæti sitt á menningu níunda ára-
tugarins. Vísanir í hljómsveitir ný-
rómantíkurinnar eru ótalmargar og
sjálfur Adam Ant (sem átti nokkur
vinsæl lög í byrjun 9. áratugar síð-
ustu aldar, fyrir þá sem ekki
þekkja til) er í stóru hlutverki í
bókinni. Það rennir stoðum
undir þann grun manns að
Chynna kafi nokkuð djúpt í eig-
in persónureynslu til að gefa
Bleu það fas sem birtist á blaðsíð-
unum og gætir því nokkurs ósam-
ræmis í bókinni vegna þess. Fátt
er mikilvægara á þessum árum en
að samsama sig fjöldanum og vek-
ur því furðu að jafnlítill bógur og
Bleu skuli sýna jafneinarðar skoð-
anir í tónlist og tísku sem ekki er í
takt við tíðarandann. Höfundurinn
virðist því vera að skrifa handritið
af hinum fullkomnu unglingsárum
eins og hún hefði viljað lifa þau. Set-
ur vonir sínar og væntingar í nýjan
búning. Sú skoðun styrkist í ljósi
þess að allar sögupersónurnar eru
alveg sérdeilis huggulegar á sinn
teiknimyndalega hátt með geit-
ungsmjó mitti og mjög framstæð
brjóst. Skrítið að Chynna skuli ekki
velja raunsannari leið í lýsingum
sínum á líkamlegu atgervi söguhetj-
anna. Þegar hins vegar er litið til
allra þeirra sjónvarpsþátta um
sama málefni, þar sem unglingarnir
líta flestir út eins og fyrirsætur, þá
ætti þetta kannski ekki að koma
manni á óvart. Þannig var það
reyndar ekki í mínum gagnfræða-
skóla en ætli maður verði ekki bara
að sætta sig við þá draumveröld sem
höfundar þessa efnis kjósa að birta.
Þrátt fyrir þá galla sem ég hef
talið hér upp er Blue Monday mjög
góð og átakalaus skemmtun. Dæg-
ursögur af krökkunum í hverfinu
þar sem ævintýrin leynast í hvers-
deginum. Persónurnar eru sterkar
og lífsglaðar þrátt fyrir alla sína
vanmáttarkennd og tilvistarkreppu
sem vill fylgja unglingsárunum.
Samtöl eru oft frábærlega skrifuð
og reynt að forðast að hefja söguna
á einhvern óverðskuldaðan há-
menningarstall. Þetta eru poppbók-
menntir og skammast sín ekkert
fyrir það.
MYNDASAGA
VIKUNNAR
Krakkar
í krapinu
heimirs@mbl.is
Myndasaga vikunnar er Blue
Monday: The Kids are allright eftir
Chynna Clugston-Major sem bæði
skrifar og teiknar. Gefið út af Oni
Press, 2000. Bókin fæst í mynda-
söguversluninni Nexus.