Morgunblaðið - 13.01.2002, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 13.01.2002, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. www.bi.is f í t o n / s í a TÆPUR helmingur landsmanna tel- ur fallvötn landsins hæfilega mikið nýtt, tæpur þriðjungur landsmanna telur auðlindir hafsins ofnýttar og rúm 70% telja jarðhita vannýtta auð- lind. Þetta kemur fram í niðurstöðum viðhorfskönnunar Gallup sem gerð var fyrir Morgunblaðið. Í könnun- inni var spurt um viðhorf lands- manna til auðlindanýtingar hérlend- is og var spurt hvort auðlindir hafsins, fallvötn og jarðhiti væru of- nýtt, vannýtt eða hæfilega mikið nýtt. Munur milli kynja Tæpur helmingur aðspurðra telur fallvötn landsins hæfilega mikið nýtt, 45,2% telja þau vannýtt og 5% of- nýtt. Marktækur munur er á viðhorfi karla og kvenna, en mun fleiri konur en karlar telja auðlindina vannýtta. Enginn munur er hins vegar á svörum fólks eftir búsetu, en því hef- ur oft verið haldið fram að munur væri á viðhorfi til nýtingar fallvatna milli höfuðborgarsvæðis og lands- byggðar. 30% telja auðlindir hafsins ofnýttar Tæp 30% telja að auðlindir hafsins séu ofnýttar, rúm 52% að þær séu hæfilega mikið nýttar og tæp 18% vannýttar. Langstærst hlutfall í hópi þeirra elstu, 55–75 ára, telur auðlindir hafs- ins vera ofnýttar en engin augljós skýring er á þessum mikla skoðana- mun aldurshópanna. Rúm 70% landsmanna telja að jarðhiti sé vannýtt auðlind. 28,1% telur jarðhita hæfilega mikið nýttan og 1,7% ofnýttan. Verulegur og marktækur munur er á viðhorfum kynjanna en tæplega tvöfalt fleiri konur en karlar telja jarðhita hæfi- lega nýttan eða ofnýttan. Þá er einnig marktækur munur á viðhorfi eftir aldri en langhæst hlut- fall í yngsta aldurshópnum, 16–24 ára, telur jarðhita ofnýttan eða hæfi- lega nýttan. Með vaxandi aldri aukast líkur á að menn telji jarðhita vannýttan. Könnunin var gerð á tímabilinu 31. október til 13. nóvember 2001. Hringt var í fólk á aldrinum 16–75 ára af öllu landinu. Úrtak var 1.200 manns og svarhlutfall 69,9%. Helmingur telur fall- vötnin hæfilega nýtt  Á hverju munum við lifa?/C1 Skoðanakönnun um nýtingu á auðlindum landsmanna TVEIR menn, sem slösuðust í umferðarslysi á Kambabrún- um á föstudagskvöld, voru í lífshættu í gær á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi. Þeir voru í fólksbifreið sem lenti framan á jeppabifreið og slasaðist annar þeirra sýnu meira en hinn. Aðgerð á öðrum þeirra stóð yfir aðfaranótt laugardags og var hann enn í aðgerð í gærmorgun. Var líðan hans eftir atvikum, að sögn vakthafandi læknis á gjör- gæsludeild. Aðgerð á hinum sjúklingnum var fyrirhuguð í gær. Mennirnir voru meðal sjö sjúklinga sem voru fluttir á sjúkrahús eftir áreksturinn þar sem þrjár bifreiðir lentu sam- an. Þrír sjúklingar voru lagðir inn á skurðdeild Landspítalans í Fossvogi og einn sjúklingur, sem talinn var alvarlega slas- aður á Landspítalann við Hringbraut. Karlmaður á sjö- tugsaldri lést í slysinu. Tveggja ára drengur, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Kísilvegi á Hólasandi milli Mý- vatns og Húsavíkur á föstu- dagskvöld, þegar faðir hans á þrítugsaldri lést í sama slysi, liggur á gjörgæsludeild Land- spítalans við Hringbraut. Hann gekkst undir aðgerð og er líðan hans eftir atvikum að sögn læknis á gjörgæsludeild. Sjö látnir á árinu Sjö Íslendingar hafa látist af slysförum fyrstu ellefu daga ársins. Þrír létust í umferðar- slysum eftir árekstra á þjóð- vegum landsins, þrír í eldsvoða og einn féll niður af svölum hótels erlendis. Tveir menn ennþá í lífshættu Afleiðingar umferð- arslysa á föstudag ÖLL uppistöðulón Landsvirkjunar eru nánast full vegna óvenju mikils rennslis í jökulám á allra síðustu dögum. Rennsli í neðri hluta Þjórs- ár í leysingunum að undanförnu hefur verið 1.200–1.500 rúmmetrar á sekúndu, sem er 4–5 sinnum venjulegt rennsli. Þessu mikla rennsli veldur úrkoma á hálendinu. Úrkoman skilar sér strax niður í Efri-Þjórsá, Tungnaá og Köldu- kvísl. Á fimmtudagskvöld var vatni hleypt framhjá Sultartangavirkjun, en á föstudagsmorgun var vatn far- ið að renna yfir yfirfall Sultartanga- stíflu. Þá var gripið til þess ráðs að hleypa vatni úr lóninu á yfirfallinu. Virkjunar- lónin full lags íslenskra flugumferðarstjóra, segir félagið standa við að yfirvinnu- bannið hefjist kl. 7 í fyrramálið. Muni það standa þar til nýr kjara- samningur hafi verið undirritaður. Hann segir túlkun ráðuneytisins nú þveröfuga við það sem var árið 1995 þegar félagið boðaði yfirvinnubann. MÁLFLUTNINGUR verður í fé- lagsdómi á morgun vegna máls Fé- lags íslenskra flugumferðarstjóra og samninganefndar ríkisins. Nefndin telur yfirvinnubann flugumferðar- stjóra, sem hefjast á í fyrramálið, ólöglegt og vísaði málinu til dómsins. Loftur Jóhannsson, formaður Fé- Málflutningur í fé- lagsdómi á morgun FJÖLMENNI var við útför hjónanna Ingibjargar Eddu Guð- mundsdóttur og Hreiðars Snæs Línasonar og sonar þeirra, Leons Arnar, sem létust í eldsvoða á Þing- eyri aðfaranótt föstudagsins 4. jan- úar sl. Áður hafði Hreiðar Snær náð að bjarga eldri syni þeirra, Antoni Lína, út úr brennandi íbúð- inni og er hann hér ásamt ömmu sinni við upphaf athafnarinnar. Jarðarförin fór fram frá Þing- eyrarkirkju í gær. Hver bekkur var þéttskipaður og sjónvarpskapall var lagður yfir í íþróttahúsið þar sem fjöldi manns gat fylgst með og tekið þátt í athöfninni. Má gera ráð fyrir að milli 400 og 500 manns hafi verið við jarðarförina. Séra Guðrún Edda Gunnars- dóttir og sr. Einar Sigurbjörnsson jarðsungu, kirkjukórar Þingeyrar og Önundarfjarðar sungu og Jónas Tómasson lék á þverflautu. Org- anisti var Guðmundur Vilhjálms- son. Að athöfn lokinni var boðið til erfidrykkju í íþróttahúsinu sem Dýrfirðingar höfðu undirbúið í sameiningu. Morgunblaðið/RAX Fjölmenni við útför á Þingeyri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.