Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 12
TÖLUVERÐUR munur er á upp- hæð fjárhagsaðstoðar sveitarfé- laga til einstaklinga þrátt fyrir að vandi einstaklinganna sé svipaður eða sá sami. Þetta og fleiri atriði er lúta að fjárhagsaðstoðinni var til umræðu á málþingi um fjárhags- aðstoð í velferðarsamfélagi sem haldið var á Grand hóteli í gær. Að þinginu stóðu félagsmála- ráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, félagsráðgjöf í Há- skóla Íslands og Samtök félags- málastjóra á Íslandi og segir Ingi- björg Broddadóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, það hafa verið óvenju vel sótt en um 180 manns skráðu sig til þátttöku. „Það hefur lengi staðið til af hálfu ráðuneytisins að kalla til málþings í sambandi við fjárhags- aðstoðina og kannski ýtti það við okkur að í könnun, sem gerð var árið 2000, kom fram að það væru ólíkar fjárhæðir sem fólk ætti rétt á þegar það sækti um fjárhags- aðstoð hjá sveitarfélögunum þó að aðstæður væru sambærilegar.“ Hún segir markmiðið með mál- þinginu hafa verið tvíþætt. „Ann- ars vegar að koma þessum nið- urstöðum á framfæri við starfsfólk Vel sótt málþing um fjárhagsaðstoð í velferðarsamfélagi Morgunblaðið/Kristinn Um 180 manns skráðu sig til þátttöku á málþinginu á Grand hóteli í gær þar sem meðal annars kom fram að í kjölfar aukningar á atvinnuleysi fjölgaði þeim sem sækja um fjárhagsaðstoð til sveitarfélaganna. Félagsþjónustunnar og ekki síður sveitarstjórnarmenn og kynna ýmsa tölfræði á þessu sviði. Hins vegar vildum við fá fram faglega umræðu um fjárhagsaðstoð sveit- arfélaganna, ólíkar aðstæður í sveitarfélögunum og ólík sjón- armið að baki reglna sveitarfélag- anna um fjárhagsaðstoð ef um þau væri að ræða.“ Tvö sjónarmið að baki reglnanna Að sögn Ingibjargar kom fram á málþinginu að tvö sjónarmið virð- ast takast á um það hvað leggja eigi til grundvallar aðstoðinni, annars vegar svokallað réttinda- sjónarmið og hins vegar það sem kallað er meðferðarsjónarmið. „Réttindasjónarmið þýðir að regl- urnar eru gegnsæjar og rétturinn er skýr,“ segir hún. „Þú sækir um aðstoð og ef rétt- urinn er til staðar er engin töf á því að þú fáir fjárhagsaðstoðina. Ef þú þarft síðan ráðgjöf, að mati þeirra sem vega þetta og meta, er ekkert því til fyrirstöðu að þú fáir hana. Aftur á móti þar sem með- ferðarsjónarmiðið ræður ferðinni þá fylgir alltaf einstaklingsbundið viðtal þegar þú sækir um fjárhags- aðstoðina. Þú færð ráðgjöf og stuðning í hvert sinn sem sótt er um fjárhagsaðstoð.“ Ingibjörg seg- ir þetta hafa komið fram í máli þeirra sem kynntu þessi mismun- andi sjónarmið. Munurinn á milli sveitarfélag- anna var töluvert ræddur á ráð- stefnunni. „Það stendur upp úr að það er sami vandi og ólík aðstoð þótt allir vinni þetta lögum sam- kvæmt,“ segir Ingibjörg. „Annar punktur sem kom mjög skýrt fram er að fjárhagsaðstoðin helst í hend- ur við atvinnuástandið í landinu. Þegar atvinnuleysi eykst þá fjölgar þeim sem sækja um fjárhagsaðstoð skömmu síðar og það er mjög skýr fylgni þarna á milli.“ Næstu skref segir Ingibjörg vera að koma þeim erindum, sem haldin voru á málþinginu, á framfæri þótt ekki sé búið að ákveða með hvaða hætti það verður gert. Í annan stað sé vilji fyrir því að halda áfram samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og jafnvel að athuga sameiginlega útfærslu á dæmi- gerðum reglum með það í huga að þær gætu orðið leiðbeinandi fyrir sveitarfélögin. Sami vandi – ólík aðstoð FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ LÍTIÐ þokaðist í kjaradeilu flugum- ferðarstjóra og ríkisins á sáttafundi sem haldinn var í húsakynnum rík- issáttasemjara í gær. Að sögn Lofts Jóhannssonar, for- manns Félags íslenskra flugumferð- arstjóra, lauk fundinum um fimm- leytið án árangurs. „Ég held að maður geti sagt að þetta verði erfitt mál en það er annar fundur boðaður á mánudagsmorgun,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær. Morgunblaðið/RAX Stund milli stríða hjá þeim Lofti Jóhannssyni, formanni Félags íslenskra flugumferðarstjóra, og Geir Gunnarssyni vararíkissáttasemjara í gær. Flugumferðarstjórar og ríkið Nýr fundur á mánudag MORGUNBLAÐINU barst í gær- eftirfarandi yfirlýsing frá lágfar- gjaldaflugfélaginu Go: „Lágfargjaldaflugfélagið Go harmar ummæli Halldórs Ás- grímssonar, utanríkisráðherra, í umræðum á Alþingi í gær um að kostnaður á Keflavíkurflugvelli geti ekki verið ástæða þess að fé- lagið ætli ekki að fljúga til Íslands nú í sumar. Flugfélagið ítrekar það að þessi kostnaður er meg- inástæðan fyrir því að ekki verður af flugi félagsins til landsins í sum- ar. Eins og fram kom í fréttatil- kynningu frá Go, er Keflavíkur- flugvöllur dýrasti flugvöllurinn sem félagið hefur notað til þessa. Þá er tekið mið af heildarkostnaði við hvern farþega þ.e. flugvallar- gjöld og afgreiðslukostnaður. Kostnaður við hvern farþega í Keflavík er að jafnaði tvisvar sinn- um hærri en á flestöllum öðrum flugvöllum sem félagið notar og um fjórðungi hærri en í München sem er annar dýrasti áfangastaður félagsins. Tekið er mið af heild- arkostnaði þ.e. flugvallargjöldum og afgreiðslugjöldum. Eins og önnur lágfargjaldaflug- félög velur Go að fljúga til ódýr- ustu flugvalla sem völ er á á hverj- um áfangastað. Go dregur ekki í efa þær tölur sem komu fram í út- tekt sem Deloitte Touche gerði fyrir utanríkisráðherra en bendir á að félagið flýgur einungis til nokk- urra þeirra flugvalla sem þar eru nefndir. Einnig þarf það að koma fram að í úttekt Deloitte Touche eru einungis skoðuð flugvallar- gjöld en ekki afgreiðslugjöld á þessum flugvöllum. Flugfélag verður að taka tillit til heildar- kostnaðar þegar kannað er hvort flugvellir séu ákjósanlegir áfanga- staðir. Jafnframt vill Go benda á að í mörgum borgum í Evrópu, sérstaklega í Bretlandi, er talsverð samkeppni milli flugvalla og að öllu jöfnu eru veittir afslættir eða önnur fríðindi þegar flugfélag ákveður að hefja flug til viðkom- andi flugvallar. Go undirstrikar að til þess að geta boðið upp á lægstu mögulegu fargjöld, ásamt því að skila eig- endum sínum viðunandi hagnaði, telji félagið ekki grundvöll fyrir flugi til Íslands að svo stöddu.“ Yfirlýsing frá lágfar- gjaldaflugfélaginu Go AGNAR Guðmundsson, skipstjóri og fv. fram- kvæmdastjóri, Skóla- stræti 1, Reykjavík, lést á heimili dóttur sinnar í Reykjavík 31. janúar sl. Agnar var fæddur í Kaupmannahöfn 1914. Foreldrar hans voru El- ín Magnúsdóttir Steph- ensen og Júlíus Guð- mundsson stórkaup- maður. Agnar vann margvís- leg störf en lengst af við sjómennsku eða störf sem henni tengdust. Hann var m.a. stýrimaður á hvalveiðibátum hjá norsk-íslenska hvalveiðifyrirtækinu Kópi á Suðureyri við Tálknafjörð 1937–1939, háseti og stýrimaður á togurum, m.a. Andra, Arctic og Arn- birni hersi 1939–1944 og sigldi marg- ar ferðir með fisk til Bretlands á stríðsárunum á skipum sem lentu í svaðilförum. Agnar var t.d. stýrimað- ur á Arnbirni hersi er skipið varð fyrir vélbyssu- og sprengjuárás þýskrar flugvélar við Englandsstrendur í árs- lok 1940. Hann vann hjá Jarðborunum ríkisins 1945–1951 og fór til Bandaríkjanna að kynna sér bortækni 1947 og var bormeistari ríkisins 1947–1951 og vann þá með Gunnari Böðvars- syni verkfræðingi ásamt fleirum að borunum eftir heitu vatni, gufu og neysluvatni víðs vegar um landið. Hann var stýrimaður á hvalbátum Hvals hf. 1950–1951, skipstjóri og skytta 1951–1953, hafði umsjón með viðhaldi og viðgerðum skipanna og vann jafnframt við önnur störf á veg- um Hvals hf. 1954–1961. Agnar var skoðunarmaður sjótjóna hjá Sjóvá 1960–1968, skoðunarmaður hjá Könn- un ehf., Lloyd’s-umboðinu á Íslandi 1968–1971 og framkvæmdastjóri þar 1971–1979 er hann lét af störfum. Agnar kvæntist Birnu Petersen 1940 en hún lést árið 1969. Þau eign- uðust fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi. Andlát AGNAR GUÐMUNDSSON NEFND sem samgönguráðherra skipaði til að fara yfir mál Þengils Oddssonar, trúnaðarlæknis Flug- málastjórnar, hefur skilað ráðherra skýrslu. Andri Árnason, hrl. og for- maður nefndarinnar, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Jakob Falur Garðarsson, aðstoð- armaður samgönguráðherra, sagði í gær að ráðherra hefði ekki haft tök á að kynna sér skýrsluna til fulls og hún yrði ekki afhent fjölmiðlum fyrr en á blaðamannafundi nk. mánudag. Auk þess ætti eftir að kynna skýrsl- una fyrir málsaðilum. Þengli Oddssyni var vikið tíma- bundið frá störfum skömmu fyrir jól vegna ágreinings sem kviknaði um útgáfu heilbrigðisvottorðs til flug- manns hjá Flugleiðum. Í framhaldi af því skipaði samgönguráðherra nefnd, en í erindisbréfi hennar segir að mikilvægt sé „að farið verði bæði yfir stjórnsýslu og opinberar yfirlýs- ingar trúnaðarlæknis Flugmála- stjórnar vegna útgáfu heilbrigðis- vottorðs Árna G. Sigurðssonar [flug- manns].“ Trúnaðarlæknir Flugmálastjórnar Nefndin hef- ur skilað áliti SAMTÖK atvinnulífsins (SA) telja að íslensk samkeppnislög víki veru- lega frá reglum EES og annarra Evrópulanda og fór SA fram á hlut- lausa skoðun af hálfu efnahags- og viðskiptanefndar á reglum sam- keppnislaga í samanburði reglur og löggjöf innan Evrópska efnahags- svæðisins. Viðskiptaráðherra telur hins vegar að það sé ekki þing- nefndarinnar að rannsaka slíkt. Vilhjálmur Egilsson, formaður viðskipta- efnahagsnefndar, segir ályktun SA hafa verið rædda í nefndinni. „Það er hins vegar rétt að það er mjög sjaldgæft að þing- nefndir taki sérhæfð rannsóknar- verkefni að sér. Ég hef verið að kanna hvort ráðuneytið hafi áhuga á að veita umsögn um erindi Sam- taka atvinnulífsins til efnahags- og viðskiptanefndar en það liggur ekki enn fyrir hvort sú umsögn verður veitt eða hvernig hún verður. Þegar það liggur fyrir hef ég nauðsynleg gögn til þess að gera nefndarmönn- um grein fyrir stöðu málsins. Og nefndin verður síðan að ákveða hvort eða hvað hún vill gera í mál- inu. Það er hins vegar rétt hjá við- skiptaráðherra að það er almennt ekki við það miðað í fjárveitingum til nefnda að gerðar séu rannsóknir af þessu tagi. Það hefur stöku sinn- um komið fyrir við meðferð þing- mála að nefndir hafa verið með sér- fræðinga á sínum vegum en þetta er hins vegar ekki þess háttar mál,“ sagði Vilhjálmur. Ályktun SA um samkeppnislög Beðið umsagnar ráðuneytis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.