Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 12
TÖLUVERÐUR munur er á upp-
hæð fjárhagsaðstoðar sveitarfé-
laga til einstaklinga þrátt fyrir að
vandi einstaklinganna sé svipaður
eða sá sami. Þetta og fleiri atriði er
lúta að fjárhagsaðstoðinni var til
umræðu á málþingi um fjárhags-
aðstoð í velferðarsamfélagi sem
haldið var á Grand hóteli í gær.
Að þinginu stóðu félagsmála-
ráðuneytið, Samband íslenskra
sveitarfélaga, félagsráðgjöf í Há-
skóla Íslands og Samtök félags-
málastjóra á Íslandi og segir Ingi-
björg Broddadóttir, deildarstjóri í
félagsmálaráðuneytinu, það hafa
verið óvenju vel sótt en um 180
manns skráðu sig til þátttöku.
„Það hefur lengi staðið til af
hálfu ráðuneytisins að kalla til
málþings í sambandi við fjárhags-
aðstoðina og kannski ýtti það við
okkur að í könnun, sem gerð var
árið 2000, kom fram að það væru
ólíkar fjárhæðir sem fólk ætti rétt
á þegar það sækti um fjárhags-
aðstoð hjá sveitarfélögunum þó að
aðstæður væru sambærilegar.“
Hún segir markmiðið með mál-
þinginu hafa verið tvíþætt. „Ann-
ars vegar að koma þessum nið-
urstöðum á framfæri við starfsfólk
Vel sótt málþing um fjárhagsaðstoð í velferðarsamfélagi
Morgunblaðið/Kristinn
Um 180 manns skráðu sig til þátttöku á málþinginu á Grand hóteli í gær þar sem meðal annars kom fram að í
kjölfar aukningar á atvinnuleysi fjölgaði þeim sem sækja um fjárhagsaðstoð til sveitarfélaganna.
Félagsþjónustunnar og ekki síður
sveitarstjórnarmenn og kynna
ýmsa tölfræði á þessu sviði. Hins
vegar vildum við fá fram faglega
umræðu um fjárhagsaðstoð sveit-
arfélaganna, ólíkar aðstæður í
sveitarfélögunum og ólík sjón-
armið að baki reglna sveitarfélag-
anna um fjárhagsaðstoð ef um þau
væri að ræða.“
Tvö sjónarmið að
baki reglnanna
Að sögn Ingibjargar kom fram á
málþinginu að tvö sjónarmið virð-
ast takast á um það hvað leggja
eigi til grundvallar aðstoðinni,
annars vegar svokallað réttinda-
sjónarmið og hins vegar það sem
kallað er meðferðarsjónarmið.
„Réttindasjónarmið þýðir að regl-
urnar eru gegnsæjar og rétturinn
er skýr,“ segir hún.
„Þú sækir um aðstoð og ef rétt-
urinn er til staðar er engin töf á
því að þú fáir fjárhagsaðstoðina. Ef
þú þarft síðan ráðgjöf, að mati
þeirra sem vega þetta og meta, er
ekkert því til fyrirstöðu að þú fáir
hana. Aftur á móti þar sem með-
ferðarsjónarmiðið ræður ferðinni
þá fylgir alltaf einstaklingsbundið
viðtal þegar þú sækir um fjárhags-
aðstoðina. Þú færð ráðgjöf og
stuðning í hvert sinn sem sótt er
um fjárhagsaðstoð.“ Ingibjörg seg-
ir þetta hafa komið fram í máli
þeirra sem kynntu þessi mismun-
andi sjónarmið.
Munurinn á milli sveitarfélag-
anna var töluvert ræddur á ráð-
stefnunni. „Það stendur upp úr að
það er sami vandi og ólík aðstoð
þótt allir vinni þetta lögum sam-
kvæmt,“ segir Ingibjörg. „Annar
punktur sem kom mjög skýrt fram
er að fjárhagsaðstoðin helst í hend-
ur við atvinnuástandið í landinu.
Þegar atvinnuleysi eykst þá fjölgar
þeim sem sækja um fjárhagsaðstoð
skömmu síðar og það er mjög skýr
fylgni þarna á milli.“
Næstu skref segir Ingibjörg vera
að koma þeim erindum, sem haldin
voru á málþinginu, á framfæri þótt
ekki sé búið að ákveða með hvaða
hætti það verður gert. Í annan stað
sé vilji fyrir því að halda áfram
samvinnu við Samband íslenskra
sveitarfélaga og jafnvel að athuga
sameiginlega útfærslu á dæmi-
gerðum reglum með það í huga að
þær gætu orðið leiðbeinandi fyrir
sveitarfélögin.
Sami vandi – ólík aðstoð
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LÍTIÐ þokaðist í kjaradeilu flugum-
ferðarstjóra og ríkisins á sáttafundi
sem haldinn var í húsakynnum rík-
issáttasemjara í gær.
Að sögn Lofts Jóhannssonar, for-
manns Félags íslenskra flugumferð-
arstjóra, lauk fundinum um fimm-
leytið án árangurs. „Ég held að
maður geti sagt að þetta verði erfitt
mál en það er annar fundur boðaður
á mánudagsmorgun,“ sagði hann í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Morgunblaðið/RAX
Stund milli stríða hjá þeim Lofti Jóhannssyni, formanni Félags íslenskra
flugumferðarstjóra, og Geir Gunnarssyni vararíkissáttasemjara í gær.
Flugumferðarstjórar og ríkið
Nýr fundur á mánudag
MORGUNBLAÐINU barst í gær-
eftirfarandi yfirlýsing frá lágfar-
gjaldaflugfélaginu Go:
„Lágfargjaldaflugfélagið Go
harmar ummæli Halldórs Ás-
grímssonar, utanríkisráðherra, í
umræðum á Alþingi í gær um að
kostnaður á Keflavíkurflugvelli
geti ekki verið ástæða þess að fé-
lagið ætli ekki að fljúga til Íslands
nú í sumar. Flugfélagið ítrekar
það að þessi kostnaður er meg-
inástæðan fyrir því að ekki verður
af flugi félagsins til landsins í sum-
ar.
Eins og fram kom í fréttatil-
kynningu frá Go, er Keflavíkur-
flugvöllur dýrasti flugvöllurinn
sem félagið hefur notað til þessa.
Þá er tekið mið af heildarkostnaði
við hvern farþega þ.e. flugvallar-
gjöld og afgreiðslukostnaður.
Kostnaður við hvern farþega í
Keflavík er að jafnaði tvisvar sinn-
um hærri en á flestöllum öðrum
flugvöllum sem félagið notar og
um fjórðungi hærri en í München
sem er annar dýrasti áfangastaður
félagsins. Tekið er mið af heild-
arkostnaði þ.e. flugvallargjöldum
og afgreiðslugjöldum.
Eins og önnur lágfargjaldaflug-
félög velur Go að fljúga til ódýr-
ustu flugvalla sem völ er á á hverj-
um áfangastað. Go dregur ekki í
efa þær tölur sem komu fram í út-
tekt sem Deloitte Touche gerði
fyrir utanríkisráðherra en bendir á
að félagið flýgur einungis til nokk-
urra þeirra flugvalla sem þar eru
nefndir. Einnig þarf það að koma
fram að í úttekt Deloitte Touche
eru einungis skoðuð flugvallar-
gjöld en ekki afgreiðslugjöld á
þessum flugvöllum. Flugfélag
verður að taka tillit til heildar-
kostnaðar þegar kannað er hvort
flugvellir séu ákjósanlegir áfanga-
staðir. Jafnframt vill Go benda á
að í mörgum borgum í Evrópu,
sérstaklega í Bretlandi, er talsverð
samkeppni milli flugvalla og að
öllu jöfnu eru veittir afslættir eða
önnur fríðindi þegar flugfélag
ákveður að hefja flug til viðkom-
andi flugvallar.
Go undirstrikar að til þess að
geta boðið upp á lægstu mögulegu
fargjöld, ásamt því að skila eig-
endum sínum viðunandi hagnaði,
telji félagið ekki grundvöll fyrir
flugi til Íslands að svo stöddu.“
Yfirlýsing frá lágfar-
gjaldaflugfélaginu Go
AGNAR Guðmundsson,
skipstjóri og fv. fram-
kvæmdastjóri, Skóla-
stræti 1, Reykjavík, lést
á heimili dóttur sinnar í
Reykjavík 31. janúar sl.
Agnar var fæddur í
Kaupmannahöfn 1914.
Foreldrar hans voru El-
ín Magnúsdóttir Steph-
ensen og Júlíus Guð-
mundsson stórkaup-
maður.
Agnar vann margvís-
leg störf en lengst af við
sjómennsku eða störf
sem henni tengdust. Hann var m.a.
stýrimaður á hvalveiðibátum hjá
norsk-íslenska hvalveiðifyrirtækinu
Kópi á Suðureyri við Tálknafjörð
1937–1939, háseti og stýrimaður á
togurum, m.a. Andra, Arctic og Arn-
birni hersi 1939–1944 og sigldi marg-
ar ferðir með fisk til Bretlands á
stríðsárunum á skipum sem lentu í
svaðilförum. Agnar var t.d. stýrimað-
ur á Arnbirni hersi er skipið varð fyrir
vélbyssu- og sprengjuárás þýskrar
flugvélar við Englandsstrendur í árs-
lok 1940. Hann vann hjá
Jarðborunum ríkisins
1945–1951 og fór til
Bandaríkjanna að kynna
sér bortækni 1947 og var
bormeistari ríkisins
1947–1951 og vann þá
með Gunnari Böðvars-
syni verkfræðingi ásamt
fleirum að borunum eftir
heitu vatni, gufu og
neysluvatni víðs vegar
um landið.
Hann var stýrimaður
á hvalbátum Hvals hf.
1950–1951, skipstjóri og
skytta 1951–1953, hafði umsjón með
viðhaldi og viðgerðum skipanna og
vann jafnframt við önnur störf á veg-
um Hvals hf. 1954–1961. Agnar var
skoðunarmaður sjótjóna hjá Sjóvá
1960–1968, skoðunarmaður hjá Könn-
un ehf., Lloyd’s-umboðinu á Íslandi
1968–1971 og framkvæmdastjóri þar
1971–1979 er hann lét af störfum.
Agnar kvæntist Birnu Petersen
1940 en hún lést árið 1969. Þau eign-
uðust fimm börn og eru fjögur þeirra
á lífi.
Andlát
AGNAR
GUÐMUNDSSON
NEFND sem samgönguráðherra
skipaði til að fara yfir mál Þengils
Oddssonar, trúnaðarlæknis Flug-
málastjórnar, hefur skilað ráðherra
skýrslu. Andri Árnason, hrl. og for-
maður nefndarinnar, staðfesti þetta í
samtali við Morgunblaðið.
Jakob Falur Garðarsson, aðstoð-
armaður samgönguráðherra, sagði í
gær að ráðherra hefði ekki haft tök á
að kynna sér skýrsluna til fulls og
hún yrði ekki afhent fjölmiðlum fyrr
en á blaðamannafundi nk. mánudag.
Auk þess ætti eftir að kynna skýrsl-
una fyrir málsaðilum.
Þengli Oddssyni var vikið tíma-
bundið frá störfum skömmu fyrir jól
vegna ágreinings sem kviknaði um
útgáfu heilbrigðisvottorðs til flug-
manns hjá Flugleiðum. Í framhaldi
af því skipaði samgönguráðherra
nefnd, en í erindisbréfi hennar segir
að mikilvægt sé „að farið verði bæði
yfir stjórnsýslu og opinberar yfirlýs-
ingar trúnaðarlæknis Flugmála-
stjórnar vegna útgáfu heilbrigðis-
vottorðs Árna G. Sigurðssonar [flug-
manns].“
Trúnaðarlæknir
Flugmálastjórnar
Nefndin hef-
ur skilað áliti
SAMTÖK atvinnulífsins (SA) telja
að íslensk samkeppnislög víki veru-
lega frá reglum EES og annarra
Evrópulanda og fór SA fram á hlut-
lausa skoðun af hálfu efnahags- og
viðskiptanefndar á reglum sam-
keppnislaga í samanburði reglur og
löggjöf innan Evrópska efnahags-
svæðisins. Viðskiptaráðherra telur
hins vegar að það sé ekki þing-
nefndarinnar að rannsaka slíkt.
Vilhjálmur Egilsson, formaður
viðskipta- efnahagsnefndar, segir
ályktun SA hafa verið rædda í
nefndinni. „Það er hins vegar rétt
að það er mjög sjaldgæft að þing-
nefndir taki sérhæfð rannsóknar-
verkefni að sér. Ég hef verið að
kanna hvort ráðuneytið hafi áhuga
á að veita umsögn um erindi Sam-
taka atvinnulífsins til efnahags- og
viðskiptanefndar en það liggur ekki
enn fyrir hvort sú umsögn verður
veitt eða hvernig hún verður. Þegar
það liggur fyrir hef ég nauðsynleg
gögn til þess að gera nefndarmönn-
um grein fyrir stöðu málsins. Og
nefndin verður síðan að ákveða
hvort eða hvað hún vill gera í mál-
inu.
Það er hins vegar rétt hjá við-
skiptaráðherra að það er almennt
ekki við það miðað í fjárveitingum
til nefnda að gerðar séu rannsóknir
af þessu tagi. Það hefur stöku sinn-
um komið fyrir við meðferð þing-
mála að nefndir hafa verið með sér-
fræðinga á sínum vegum en þetta
er hins vegar ekki þess háttar mál,“
sagði Vilhjálmur.
Ályktun SA um samkeppnislög
Beðið umsagnar
ráðuneytis