Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Arnar Magn-ússon fæddist á Brekku í Langadal í N-Ísafjarðarsýslu 6. ágúst 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 24. jan- úar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Jensínu Arnfinnsdóttur frá Brekku í Langadal, f. 7.6. 1894, d. 30.11. 1986, og Magnúsar Jenssonar frá Gull- húsaá á Snæfjalla- strönd, f. 30.8. 1896, d. 19.9. 1969. Systkini Jóns Arnars eru Guðmundur, f. 1927, búsettur í Reykjavík, Jens, f. 1928, d. 1930, Kristín, f. 1929, búsett í Reykjavík, Sigríður Gyða, f. 1931, búsett í Hveragerði, Margrét Guðrún, f. 1932, d. 22.11. 1994, Halldór Há- varður, f. 1933, d. 22.5. 1976, Ragnar Heiðar, f. 1935, búsettur á Akranesi, og Edda, f. 1937, búsett í Kópavogi. Jón Arnar kvæntist 22. maí 1948 Elínu Ernu Ólafsdóttur frá Stakkadal á Rauðasandi, f. 11.12. 1925. Hún er dóttir Önnu Guðrún- ar Torfadóttur, f. 6.12. 1894, d. 21.3. 1965, og Ólafs Hermanns Einarssonar, f. 27.9. 1891, d. 25.5. 1936. Börn Jóns Arnars og Elínar eru: Anna María, f. 1949, gift Benedikt Geir Eggertssyni, búsett í Reykjavík; Magnús Flosi, f. 1950, í sambúð með Sigrúnu Ágústsdótt- ur, búsettur í Þorlákshöfn; Hall- dór, f. 1957, kvæntur Magneu Karlsdóttur, búsettur í Hvera- gerði; Ólöf, f. 1958, gift Steindóri Gestssyni, búsett í Hveragerði; og Krist- ján Einar, f. 1962, kvæntur Kristínu Ólafsdóttur, búsettur á Sólheimum í Gríms- nesi. Barnabörnin eru sextán og barna- barnabörnin þrjú. Jón Arnar ólst upp á Brekku í Langadal N-Ísafjarðarsýslu til 18 ára aldurs er fjöl- skyldan flutti að Hamri í sömu sveit. Hann lauk barna- prófi frá Héraðsskól- anum í Reykjanesi og gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskólanum á Ísafirði undir stjórn Hannibals Valdimarssonar 17 ára gamall. Var farkennari á Saurbæ á Rauða- sandi og síðan ráðsmaður á Nýja- bæ á Seltjarnarnesi og Saurbæ á Rauðasandi hjá Sigurvini Einars- syni alþingismanni. Árið 1951 reis- ir hann nýbýli í Lambhaga í Ölfusi og hefur búið þar síðan. Jón Arnar stundaði vinnu utan heimilis fyrstu búskaparárin á Keflavíkurflugvelli, Sogsvirkjun- um og við smíðar. Sneri sér síðan alfarið að hefðbundnum búskap. Að honum loknum hóf hann loð- dýraeldi í samvinnu við Rann- sóknastofnun landbúnaðarins á Keldum. Seinustu ár hefur hann fóðrað alifugla fyrir Reykjabúið í Mosfellssveit með dyggum stuðn- ingi Jóns Magnúsar Jónssonar. Útför Jóns Arnars fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Kotstrandarkirkjugarði. Í dag verður til moldar borinn frá Hveragerðiskirkju Jón Arnar Magn- ússon, bóndi í Lambhaga í Ölfusi. Okkur börnin þín langar til að minn- ast þín með nokkrum orðum. Elsku pabbi, þú varst okkur börn- unum þínum góð fyrirmynd alla þína tíð. Orðvarari, ábyggilegari og fjöl- hæfari maður er vandfundinn. Pabbi var Vestfirðingur í húð og hár, alinn upp í einangraðri sveit, við Ísafjarðardjúp. Þar er ægifagurt landslag en vetur geta verið harðir. Baráttan við náttúruöflin litar líf fólksins, gefur því seiglu og þraut- seigju. Það voru sterk persónuein- kenni pabba. Hann fór ekki hamför- um í lífinu en seiglaðist og var alltaf að, alveg fram á síðasta dag. Hvernig allt var frágengið frá hans hendi á búinu er hann lést var einstakt. Bara eins og hann ætti von á úttekt á öllu. Búskap sinn stundaði pabbi af sam- viskusemi og handtök hans voru alls staðar. Hann byggði húsin að mestu leyti sjálfur, ræktaði jörðina og hugsaði um skepnurnar með dyggri aðstoð mömmu, við krakkarnir hjálpuðum til eftir getu, svo og barnabörnin seinni árin ef á þurfti að halda. Þið mamma voruð mjög samstillt og samhent hjón, hélduð þó vissu- lega ykkar sérstöku skoðunum og einkennum líka. Allir nutu góðs af anda heimilisins, tengdabörn og síð- ast en ekki síst barnabörnin og barnabarnabörnin, sem fylgst var með af áhuga og hlýju. Heima lærð- um við gildi sem urðu okkur gott veganesti út í lífið. Vinnusemi, sam- vinnu, heiðarleika og að leggja málin niður fyrir okkur áður en við fram- kvæmdum. Þú gast líka slegið á létt- ari strengi, áttir það til að stríða okk- ur og gerðir að gamni þínu. Heimilið sem þú og mamma bjugguð okkur veitti mikið öryggi og hlýju. Þangað var alltaf gott að koma og maður var meira en velkominn hvenær sem var og, ef heimurinn var andstæður, ræða málin, hvílast og endurnýja kraftana. Alltaf var pabbi heima eftir að hann fór að helga sig búskapnum eingöngu. Þótt hann væri ekki víð- förull, hvorki hérlendis né erlendis, var leitun að fróðari manni um Ís- land og það sem var að gerast í heim- inum þá stundina, hann fylgdist vel með bæði útvarpi og sjónvarpi. Ætt- fróðari mann var erfitt að finna, enda mikill bókaormur. Síðastliðið sumar varðst þú pabbi 75 ára og fórst vestur í Djúp á æsku- slóðirnar. Horfðum við þá á þig yngj- ast um mörg ár þegar þú hljópst um brekkurnar með bræðrum þínum og mömmu og rifjaðir upp gamlar minningar og örnefni á Brekku. En nú er vegferð þinni lokið pabbi. Við þökkum þér samfylgdina og erum stolt af þér og því sem þú tókst þér fyrir hendur. Minningin um þig mun alltaf fylgja okkur og gefa okkur kjark og hvatningu í baráttu lífsins. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Systkinin frá Lambhaga. Jón afi, þú varst svo góður afi en þú ert dáinn. Ég sendi þetta af því að mér þykir vænt um þig. Stundum deyja ættingjar manns, þú og Kiddi afi eruð dánir, þið voruð góðir ætt- ingjar. Við biðjum fyrir þér og förum með bænir fyrir þig. Þú varst svo skemmtilegur afi og mjög góður við mig og Telmu Rún. Við eigum myndir af þér og við mun- um aldrei gleyma þér. Þinn Örvar Daði. Afi er dáinn. Ég held að ég sé ekki alveg búin að átta mig á því að þetta sé raunveruleikinn. Ég spyr mig allt- af að því hvenær þessum draum lýk- ur en þetta er víst ekki draumur. Það var hrikalegt þegar pabbi kom til mín með þessar hroðalegu fréttir, að þú hefðir dáið. Þetta gerðist allt svo rosalega snöggt sem var auðvitað best fyrir þig sem þurftir þá ekki að liggja í neinum veikindum en það er högginu þyngra fyrir okkur að allt í einu sért þú ekki lengur hjá okkur. Við verðum að reyna að vera sterk og styðja hvert annað og hugsa vel um hana Ellu þína eins og þú kallaðir hana ömmu svo oft. Missir ömmu er svo mikill og kallar fram svo margar og miklar breytingar í lífi hennar á næstunni, við gerum okkar besta í að hjálpa henni við allt þetta. Afi, þú sem varst svo hress og hraustur og engum datt í hug að þetta væri þitt síðasta. Þú varst 75 ára, sem mér finnst ekki hafa verið nóg fyrir þig, alltaf hugsaði ég að þið amma yrðuð örugglega bara trilljón ára og yrðuð alltaf með okkur í fullu fjöri en svo verður víst ekki en þú verður alltaf með okkur í huganum og amma verður hjá okkur. Þér var nú aðeins farin að hraka heyrnin og notaðir þú heyrnatæki til að koma því í lag en hún Telma Rún hélt sig nú vita af hverju þú heyrðir illa og taldi það lagast ef langafi tæki þetta drasl úr eyrunum á sér en það var nú hægt að skýra það út fyrir henni að þetta „drasl“ væri nú til þess að þú heyrðir betur en henni fannst þetta mjög skrítið. Þegar ég hugsa til þess þegar ég var lítil þá man ég svo eftir því þegar þú varst alltaf að kenna mér að leggja kapal, það gekk misvel en kom þó allt með tímanum og ég kann marga enn í dag. Líka man ég hvað var alltaf gaman að koma í sveitina til ykkar ömmu og ekki var nú ónýtt að lenda í heyskap. Þá var sérstak- lega gaman að sitja aftan á heyvagn- inum og helst það tæpt að maður dytti af í næstu hossu. Það var nú líka svakalega gaman að hamast í hlöðunni fullri af heyi og ekki varst þú nú að æsa þig yfir látunum í okk- ur, svo hlupu allir inn í kaffi sem amma var búin að hafa til handa svöngu fólki. Þetta og svo margt annað minnir svo skemmtilega á þig, afi minn. Ég er sérstaklega ánægð að ég og Ingi skyldum hafa ákveðið að gifta okkur seinasta sumar því þar varst þú og eyddir þessum stóra degi í lífi mínu með mér og öllum hin- um sem okkur þykir svo vænt um en þetta var fyrsta gleðistundin af þess- um toga hjá barnabarni þínu og eru þær margar eftir en þá verður þú með okkur í huganum. Elsku afi minn ég kveð þig með miklum og djúpum söknuði sem aldrei á eftir að hverfa. Ég bið þig að vaka yfir ömmu og varðveita hana í öllu þessu því mikill er hennar miss- ir. Elsku besti pabbi minn, Anna, Dóri, Ólöf, Stjáni og bara við öll, þetta er erfitt en stöndum saman og styrkjum hvert annað. Elsku amma mín, missir þinn er mikill og kallar á miklar breytingar á næstunni en við erum til staðar fyrir þig. Við finnum til með þér en haltu áfram að vera svona sterk og dugleg. Afi situr á öxl þinni og passar þig. Guð blessi þig og varðveiti í þessari miklu sorg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku afi, ég sakna þín, hvíl í friði. Þín Elín Erna. Mér finnst enn erfitt að trúa því að þú sért dáinn. Margar minningar koma upp í hugann, allir dagarnir í heyskapnum, þegar við komum í veislur til ykkar ömmu á jólunum og þegar ég tók viðtal við þig fyrir skól- ann og þú sagðir mér frá því hvernig það var þegar þú varst að alast upp á Brekku. Það var oft tekið í spil þegar við komum í heimsókn og einu sinni kenndir þú mér spilagaldur og ég er ekki enn búinn að skilja hvernig ég fer að því að láta hann ganga upp. Þú varst alltaf svo hraustur, jafnvel þegar við komum upp í Lambhaga nokkra daga í röð í heyskap og við vorum með harðsperrur í öllum lík- amanum en þú varst alltaf jafnhress. Búskapurinn átti hug þinn allan. Jafnvel þegar þú lést, þá varstu bú- inn að ganga frá öllu, svo lagðirðu þig á eldhúsbekkinn og sofnaðir. Það er kannski svolítið barnalegt að trúa því að þeir sem deyja verði englar og vaki yfir þeim sem eftir lifa en ég vil samt trúa því að þú sért orðinn engill og verðir hjá okkur þótt þú sért dá- inn. Guð geymi þig. Berglind. Þegar ættingjar og vinir hverfa yfir móðuna miklu setur mann ávallt hljóðan og hugsar þá gjarnan til baka og veltir fyrir sér tóminu sem myndast. Ég sem þessar línur rita hef oft hugsað að gaman og fróðlegt væri að taka saman sögu fólksins sem kom og settist á flóann í Landnámi Ing- ólfs undir Ingólfsfjalli og byggði sér þar bú, en þegar þessir órar gerðu vart við sig í mínum kolli var Jón bóndi í Lambhaga alltaf ómissandi í því verkefni. Ég missti af lestinni því nú er Jón allur svo skyndilega og óvænt, hann miðlar mér ekki oftar úr sínum viskubrunni. Jón var fróður maður og víðlesinn, fylgdist vel með mönnum og málefnum, hafði sterkar skoðanir en tróð þeim ekki upp á aðra, var vinur vina sinna en lét hina afskiptalausa, sannur sveitamaður sem unni fósturjörðinni og um- gekkst hana af alúð og natni. Snyrti- menni var Jón svo af bar, trúr öllu sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það voru kýr, hænsni, loðdýr eða kalkúnauppeldi, sem hann var með síðustu árin, öllu var sinnt af sömu natninni. Ég kynntist Lambhagahjónunum 1958 er við Siggi fluttumst í Land- námið. Ung og bjartsýn hugðumst við gera stóra hluti en vorum ekki alltaf mjög gáfuleg í framkvæmdum. Þá voru Jón og Elín búin að koma sér þokkalega fyrir í Lambhaga, með sinni einstöku eljusemi og spar- semi sem hefur verið þeirra aðals- merki alla tíð. Jón var laghentur maður mjög og gerði flest það sem gera þurfti sjálfur. Með okkur myndaðist strax vinátta og sam- gangur, enda börnin okkar á sama aldri og þetta var á þeim tímum þeg- ar allir hjálpuðu öllum og aldrei tek- in borgun. Einu spaugilegu atviki man ég eft- ir. Jón og Elín voru með nokkrar rollur og við líka, og þá skeður það eitt sinn að hrúturinn okkar var allt í einu kominn í ærnar hjá Jóni og hann hringdi og það var þungt í mín- um manni, sem von var, enda slæmt að fá hrútinn í ærnar. Sólmundur var sendur að sækja hrútinn en hann var ekki hár í loftinu þá, 10–11 ára. Þeir Jón ná hrútnum og Sólmundur sest á bak og hrúturinn trítlar með hann á bakinu alla leið upp í Akurgerði en Jón stóð eftir á hlaðinu í Lambhaga og hló dátt. Það var yndislegt að sitja við eld- húsborðið hjá Jóni og Elínu og heyra þau segja frá ferð sem farin var á æskuslóðir Jóns þegar hann var 75 ára, þvílík upplifun var þessi ferð fyrir þau. Það er ómetanlegt að hafa átt samleið með þessum stórmerku aldamótahvunndagshetjum, Jóni og Elínu í Lambhaga. Þökk sé ykkur kæru vinir. Elín mín, innilegar samúðarkveðj- ur sendi ég þér og þínum. Auður Guðbrandsdóttir og fjölskyldur. Jón Arnar Magnússon fæddist 6. ágúst 1926 á Brekku í Langadal í Nauteyrarhreppi við Ísafjarðardjúp. Fluttist þaðan að Hamri á Langa- dalsströnd í sömu sveit, ásamt for- eldrum sínum Magnúsi Jenssyni og Jensínu Arnfinnsdóttur. Jón var elstur í átta systkina hópi. Einn drengur, Jens bróðir þeirra, lést tveggja ára gamall, hann var níunda barnið, í þeim stóra systkinahópi, en það var ekki sjaldgæft á þeim árum að barnahópurinn væri stór. Fljót- lega eftir 1946 hóf Magnús heimilis- faðirinn húsbyggingu á Hamri. Þar tóku Jón Arnar, bræðurnir og syst- urnar óspart til hendinni. Á ótrúlega skömmum tíma reis fallegt hús á hamrinum, sem er einn fallegasti staðurinn við Ísafjarðardjúp, með útsýni yfir djúpið og fjallahringinn umhverfis. Skóla sóttu börnin í Reykjanes handan fjarðarins og framhaldsnám til Ísafjarðar. Jón Arnar fór í framhaldsnám á Ísafirði, þar var Hannibal Valdimarsson skólastjóri. Jóni gekk svo vel námið að Hannibal sendi hann að námi loknu vestur á Rauðasand í V-Barða- strandarsýslu, þar tók hann við kennslu. Var það mikið gæfuspor fyrir Jón, en þar kynntist hann konu sinni Elínu Ernu Ólafsdóttur, sem lifir mann sinn. Fljótlega byggðu þau sér nýbýli í Ölfusi undir Ingólfs- fjalli, nefndu bæinn Lambhaga. Arn- ar var iðinn við að stækka hús sín og rækta jörðina, þar var ekki slegið af fram á síðasta dag. Þau hjón eign- uðust fimm börn sem öll hafa komið sér vel áfram í lífinu. Hjónaband Arnars og Ellu, eins og þau voru oft- ast nefnd, var eitt það fallegasta samband, þar sem samvinna, sam- heldni, heiðarleiki og samviskusemi réð ríkjum á öllum sviðum. Hvert ár hlutu þau viðurkenningu fyrir afurð- ir sínar sem voru í 1. flokki, þar áttu þau bæði hlut að máli. Á seinni árum tók Jón Arnar að sér tilraunaeldi á refum fyrir landbúnaðarráðuneytið. Þar eins og annars staðar kom reglu- semin og ábyrgðin sér vel. Síðar tók Arnar að sér uppeldi á kjúklingum og kalkúnaeldi fyrir Reykjabúið í Mosfellsbæ, sem var til fyrirmyndar og þrifnaður var þar slíkur að gestir máttu ekki koma þar inn á skóm. At- vinna þessi var mikið áhugamál hjá Jóni. Reykjabændur með frumherj- ann Jón Guðmundsson og syni, kunnu vel að meta störf Jóns Arnars. Jón Arnar var alla tíð hæglátur, orðvandur og íhugull maður, las mik- ið og aflaði sér þekkingar á öllu sem að búskap laut. Hann var bindind- ismaður á áfengi og reyktóbak, en fékk sér í nefið. Hann var alla tíð heilbrigður og veiktist aldrei alvar- lega og lauk sínu ævistarfi á sinn æðrulausa hátt, er hann sofnaði á eldhúsbekk þar sem hann hvíldist alltaf eftir mat og hlustaði á fréttir útvarpsins. Við hjónin Ingvar og Kristín, systir Jóns Arnars, sendum Ellu og börnum þeirra, ásamt stórum barnabarnahópi okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Ingvar Jónsson. Þegar mér barst fréttin um andlát Jóns Arnars Magnússonar, bónda í Lambhaga, fylltu huga minn bjartar og glaðar minningar allt frá okkar fyrstu kynnum. Kynni okkar hófust þegar ég leit- aði til hans vegna heykaupa og síðar um hagagöngu hesta. Urðu sam- skipti sem tengdust þessum við- skiptum öll hin ánægjulegustu. Margar góðar minningar á ég frá þeim ótal skemmtilegu stundum þegar ég þáði góðar veitingar í eld- húsinu í Lambhaga hjá þeim góðu hjónum Jóni og Elínu, hans ágætu konu. Það kom fljótt í ljós hvað Jón var víðlesinn og fylgdist vel með útkomu góðra bóka, bæði í bundnu og óbundnu máli. Jón tileinkaði sér svo margt, sem ekki verður lært af bók- um. Við vorum ekki alltaf sammála þegar rætt var um ýmis þjóðfélags- mál. Ekki spillti þessi skoðana- ágreiningur stemmningunni yfir kaffidrykkjunni. Við virtum skoðanir hvor annars. Það leiddi af sjálfu sér, að góð vin- átta myndaðist milli fjölskyldna okk- ar Jóns og eigum við Gyða margs að minnast og þakka frá þessum stund- um. Mér finnst það hafa verið for- réttindi að hafa eignast vináttu og trúnað slíks manns. Nú þegar Jón er horfinn yfir móð- una miklu, þakka ég samfylgdina og votta aðstandendum samúð mína og virðingu. Kristján Guðmundsson. JÓN ARNAR MAGNÚSSON Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.