Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 4
VÍTISENGLARNIR nítján sem komu til landsins með flugi frá Kaup- mannahöfn á fimmtudag og fimmtu- dagskvöld voru ekki fyrstu vítis- englarnir sem komið hafa til landsins. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í húsakynnum ríkislögreglustjóra í gær, var upplýst að lögregla hér á landi hefur um nokkurt skeið fylgst með hópum vítisengla frá Danmörku en talið er víst að þeir hafi áhuga á að færa glæpastarfsemi sína hingað til lands. Þá hefur lögregla áður fengið vísbendingar um áhuga samtakanna á að hefja starfsemi á Íslandi. Meðal þeirra sem heimsótt hafa landið er Jørgen „Jønke“ Nielsen, sem er einn helsti foringi Vítisengla í Danmörku og gjarnan talsmaður þeirra út á við. Hann er talinn einn af upphafsmönnum samtakanna í Dan- mörku en sjálfur hefur hann hlotið dóma fyrir ofbeldisglæpi. Skv. upp- lýsingum frá danska ríkislögreglu- stjóranum myrti hann foringja í danska vélhjólaklúbbnum „Bullshit“ í upphafi 9. áratugarins en upp frá því fór vegur Vítisengla í Danmörku vax- andi. Ellefu af þeim nítján vítisenglum sem komu til landsins í vikunni kom- ust hins vegar ekki lengra en í Leifs- stöð þar sem þeim var neitað um leyfi til að fara inn í landið af sýslumann- inum á Keflavíkurflugvelli. Fóru þeir í lögreglufylgd til Kaupmannahafnar í gærmorgun. Í gær úrskurðaði Útlendingaeftir- litið að vítisenglunum átta, sem var heimiluð landganga, væri ekki heimilt að dvelja á landinu. Voru þeir hand- teknir fyrir hádegi og er ætlunin að flytja þá til Kaupmannahafnar með morgunfluginu til Kaupmannahafnar í dag. Skipulagður glæpahópur Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri sagði á blaðamannafundi í gær að lögregla liti svo á að Vítisengl- ar væru skipulagður glæpahópur. Reyndu aðrir meðlimir í Vítisenglum eða svipuðum samtökum að koma til landsins, mættu þeir búast við svip- uðum aðgerðum. „Við erum að reyna að koma í veg fyrir afbrot og koma í veg fyrir að af- brotamenn eða afbrotahópar skapi sér einhvers konar svigrúm hér á landi til þess að stunda afbrotastarf- semi. Við getum ekki beðið eftir því og horft á það aðgerðalausir að þeir komi sér hér fyrir og byrji sína brota- starfsemi og reynt að grípa þá inn í. Reynslan sýnir að þá er það of seint,“ sagði Haraldur. Úrskurður Útlendingaeftirlitsins um að vítisenglunum væri óheimilt að dvelja á landinu byggist á lögum um eftirlit með útlendingum en þar eru gefnar víðtækar heimildir til að neita útlendingum um landvist. Þar segir að hægt sé að meina útlendingum landgöngu ef ætla má að þeir séu hingað komnir til starfa eða athafna, sem eru ólöglegar, ósæmilegar eða hættulegar hagsmunum ríkisins eða almennings. Einnig ef högum þeirra er þannig háttað að ætla megi að vist þeirra megi teljast hættuleg eða bagaleg hagsmunum ríkis eða al- mennings. Upplýsingar bárust frá dönsku lögreglunni fyrir nokkru að Vítisengl- ar hygðust ná fótfestu hér á landi í gegnum vélhjólaklúbbinn Fáfni. Danska lögreglan komst á snoðir um þetta við rannsókn á sakamáli í Dan- mörku en Haraldur vildi ekki að öðru leyti tjá sig um þennan þátt rann- sóknarinnar. Þá væri vitað að vítisenglar hefðu áður heimsótt félaga í Fáfni sem hafa verið undir stöðugu eftirliti lögreglu síðustu daga. Aðspurður sagði Har- aldur að ekki væri útilokað að þeir yrðu kallaðir til yfirheyrslu. Aðsetur vélhjólaklúbbsins Fáfnis er í Grinda- vík en meðlimir félagsins munu vera búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Í síðustu viku lét danska lögreglan ríkislögreglustjóra vita af því að hóp- ur vítisengla væri væntanlegur til landsins. Á þriðjudag kom sérfræð- ingur frá dönsku lögreglunni til landsins og aðstoðaði hann lögreglu hér á landi m.a. við að þekkja vítis- englana úr hópi farþega. Sérfræðing- urinn var á hinn bóginn ekki sýnileg- ur þegar vítisenglarnir voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli. Vegna öryggis hans var hann hvorki nafngreindur né viðstaddur á blaðamannafundin- um. Eins og fyrr segir var átta vítis- englum hleypt inn í landið en ellefu meinuð landanga þegar í stað. Jó- hann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, sagði að ellefu- menningarnir hefðu allir hlotið þunga dóma. Hinir voru ekki með eins alvar- legan sakarferil og því taldi embættið öruggara að hleypa þeim inn í landið og bíða úrskurðar Útlendingaeftir- litsins. „Sú staðreynd liggur á borð- inu að þeir eru allir meðlimir í þessum samtökum Vítisengla og afbrotaferill þessara manna er ærið skrautlegur svo ekki sé meira sagt. Þeir hafa verið dæmdir fyrir morð, manndrápstil- raunir, mannrán, fíkniefnasmygl, slagsmál og ýmiss konar annað of- beldi. Þannig að þetta var allsvaka- legur hópur sem þarna var saman kominn. Það er rétt að það komi líka fram, að þessir menn höfðu uppi hót- anir,“ sagði Jóhann. „Þeir sögðust myndu koma aftur í stærri hópum og þeir myndu koma á morgun og næsta dag og þar næsta dag.“ Lögreglan hefði hins vegar nægt úthald til að halda slíkum mönnum frá landinu. Ellefumenningunum var haldið á svokölluðu „transit-svæði“ flugstöðv- arinnar og sagði Jóhann að á köflum hefði verið afskaplega mikil spenna í loftinu. Ekki kom þó til átaka en lög- regla var við öllu búin. Margir vítisenglanna voru í mitt- isjökkum sem voru merktir samtök- unum. Skv. upplýsingum frá ríkislög- reglustjóra voru tveir með merkið „filthy-few“ á jökkunum en aðeins þeir sem hafa myrt fyrir Vítisengla munu bera slíkt merki. Filthy-few gæti t.d. þýtt hinir óþverralegu. Lögregla fylgdist grannt með þeim átta sem var hleypt inn í landið og fór ekki leynt með að þeir væru undir eft- irliti. Reyndu vítisenglarnir að hrista lögreglu af sér en án árangurs. Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar rík- islögreglustjóra, sagði að sannað þætti að starfsemi Vítisengla gengi eingöngu út á skipulagða glæpastarf- semi og að þeir hygðust ná fótfestu hér á landi. „Við teljum að við séum að mæta hér upphafsskrefunum. Það reynir mjög á að við höldum þessari baráttu áfram því útbreiðslu hafa þeir ekki náð og það er markmiðið að halda þessari baráttu áfram.“ Lög- regla hefði fengið upplýsingar um að Vítisenglar hefðu óskað eftir sam- starfi við fleiri hópa mótorhjóla- manna hér á landi en aðrir hópar en Fáfnir hefðu rekið vítisenglana af höndum sér. Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri dómsmálaráðuneytisins, sagði ís- lensk stjórnvöld ætla að beita öllum tiltækum ráðum gegn skipulagðri glæpastarfsemi, þar á meðal starf- semi af þeim toga sem „við höfum verið að fylgjast með undanfarna tvo daga“. Málið ætti sér langan aðdrag- anda. „Við höfum vitað af því lengi að það væri raunveruleg hætta á því að þessi tegund af glæpastarfsemi myndi breiðast út hér á landi.“ Skemma fyrir mótorhjólamönnum Í samtali við Morgunblaðið sagði Sverrir Þór Einarsson, talsmaður Fáfnis, að vítisenglarnir sem komu hingað tilheyri klúbbi Vítisengla í Kaupmannahöfn og nágrenni. Um sé að ræða vinaklúbb Fáfnis. Því fari fjarri að þeir hafi ætlað að koma á fót glæpastarfsemi hérlendis. „Við áttum pantað með Ævintýra- ferðum á morgun [í dag] upp á Lang- jökul, Gullfoss og Geysi og Bláa lónið og þetta hefðbundna. Við vorum á leiðinni í snjósleðaferð þannig að það var bara um skemmtiferð að ræða. Enda ef menn kæmu í glæpsamleg- um tilgangi væru þeir í jakkafötum með skjalatösku og myndu læðast í gegnum Færeyjar til Íslands. Þeir myndu ekki byrja á því að merkja sig.“ Sverrir segir hópinn hafa ætlað að vera hér fram yfir helgina. Það sé opinbert markmið Fáfnis að gerast meðlimir í Vítisenglunum og búið sé að sækja um inngöngu. Heimsókn dönsku vítisenglanna hafi ekki verið formlega liður í innlimun Fáfnis í samtökin ytra en vissulega væru öll samskipti liður í því. Hann segir fjarri því að Vítisengl- arnir séu glæpasamtök og mótmælir málflutningi lögreglu þar um. Sam- tök vítisengla hefðu sem slík aldrei verið dæmd fyrir glæp en hins vegar hafi einstakir meðlimir komist upp á kant við lögin og það sama ætti við um meðlimi Fáfnis. Í fréttatilkynningu frá stjórn Bif- hjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla, segir að samtökin vilji koma því á framfæri að samtökin séu á engan hátt viðriðin vítisengla eða komu þeirra hingað til lands og að Vítis- englar séu þau samtök manna sem mest hafi skemmt fyrir mótorhjóla- fólki úti um allan heim. Vísbendingar um áhuga 1997 Áhugi Vítisengla á Íslandi er ekki nýr af nálinni. Árið 1997 bárust lögreglunni í Reykjavík upplýsingar sem sýndu fram á samband nektarstaða á Ís- landi við kanadísk fyrirtæki í eigu Vítisengla þar í landi og var fjallað ít- arlega um málið í Morgunblaðinu. Þrír nektardansstaðir voru starf- ræktir á Íslandi á þessum tíma og kemur fram að tveir af þeim hafi fengið dansmeyjar sendar í gegnum umboðsskrifstofu sem tengdist vítis- englum. Í annari grein, sem birtist mánuði síðar, segir að margar fata- fellnanna sem hingað komu hafi verið á sakaskrá og notið verndar Vítis- englanna. Þeir lögreglumenn, sem rætt var við vegna greinarinnar, töldu ekki að Vítisenglarnir væru farnir að setjast að hérlendis. Hins vegar hefðu komið fram vísbendingar um að þeir hefðu áhuga á Íslandi. Dæmi um þetta væru gögn, sem danska lögreglan fann við húsleit hjá Vítisenglum í Hróars- keldu, sem sýndu að danskir vítis- englar litu á Ísland sem umráðasvæði sitt. Kom fram í þessum gögnum að framtíðarmarkmið samtakanna væri að skipta Evrópu upp í þrjú svæði og stofna deildir víðast hvar, þar á meðal hérlendis. Of seint að grípa til aðgerða þegar Vítisenglar hafa náð hér fótfestu Vítisenglar hafa áður sýnt áhuga á Íslandi Morgunblaðið/Sverrir Lögreglumenn tóku á móti vítisenglunum við komuna til Keflavíkurflugvallar á fimmtudagskvöld. Morgunblaðið/Júlíus Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, Har- aldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri dómsmálaráðuneytisins, og Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, á blaðamannafundi í gær. „ÞAÐ er breið samstaða um það í íslenska stjórnkerf- inu, að berjast með öllum tiltækum ráðum gegn skipu- lagðri glæpastarfsemi, þ.á m. starfsemi sem þrífst inn- an samtakanna Vítisengla,“ segir Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra, spurð um viðbrögð hennar við því hvernig tekið var á málum vítisengla við komu þeirra hingað til lands á fimmtudag. „Aðgerðir lögreglu voru vel skipulagðar og vel heppnaðar. Að þeim komu fyrst og fremst embætti rík- islögreglustjóra og embætti sýslumannsins á Keflavík- urflugvelli, en þeir nutu aðstoðar lögreglumanna frá Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Keflavík. Það hef- ur verið samstarf við dómsmálaráðuneytið vegna ým- issa lagalegra atriði er snúa að framkvæmd Schengen- samningsins og laga um eftirlit með útlendingum. Þessi aðgerð undirstrikar mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu, en upplýsingar um komu þessa hóps komu frá lögreglu- yfirvöldum á Norðurlöndum. Við höfum fylgst mjög ná- ið með þróun þessara mála á undanförnum árum sér- staklega á Norðulöndunum, t.d. á vettvangi Norræna ráðherraráðsins. Schengen-samstarfið hefur einnig skilað okkur mjög öflugri lögreglusamvinnu og í tengslum við það, höfum við m.a. gert samstarfssamn- ing við Europol og höfum aðkomu að vinnu Evrópusam- bandins að vörnum gegn skipulagðri brotastarfsemi.“ Sólveig segir það samdóma álit manna á Norður- löndum, að ef ekki er brugðist hart við þegar í upphafi, nái samtök á borð við Vítisengla að skjóta rótum og erf- itt sé að uppræta þau þegar þau hafa náð fótfestu. „Með hliðsjón af því eru aðgerðir íslenskra yfirvalda ákveðnar og skýrar, vel yfirvegaðar og vel und- irbúnar,“ segir Sólveig. Mikilvægi alþjóðlegs samstarfs FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.