Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 11
Í LJÓSI góðrar afkomu Knatt- spyrnusambands Íslands og líkum á auknum tekjum vegna Evrópukeppn- innar í knattspyrnu sem hefst næsta haust hefur vaknað sú spurning hvort KSÍ gæti tekið þátt í að fjármagna kostnað vegna sjónvarpsútsendinga frá HM í sumar. „Ef það væri hlut- verk okkar,“ segir Eggert Magnús- son, formaður Knattspyrnusambands Íslands, „myndum við eflaust gera það. Við álítum hins vegar að það sé ekki hlutverk KSÍ. Okkar umbjóð- endur, sem eru félögin sjálf, yrðu vart hrifnir af því ef það kæmi í hlut KSÍ að borga fyrir sjónvarpsréttinn.“ Aðspurður segist Eggert hafa trú á því að sýnt verði frá keppninni. „Ég verð þá einfaldlega að éta hattinn minn þegar þar að kemur. En ég held þó ekki að til þess muni koma.“ Eggert segist telja að hagsmunir okkar og Alþjóða knattspyrnusam- bandsins fari saman. „Og ég held líka að það séu hagsmunir sjónvarpsrétt- arfyrirtækisins og allra sem að þessu koma að sem flest lönd verði tilgreind sem sýnendur. Ég held að upphæðin sem verið er að tala um í sambandi við okkur sé ekki það stór að menn hljóti að finna leið svo sýnt verði hér. Þeir sem eiga sýningarréttinn eru að selja stórum fyrirtækjum eins og Europay, Coca Cola og Adidas auglýsingar og það er þeirra hagur að sem flestir horfi á keppnina. Ef það verður ekki getur það haft áhrif á næstu samn- ingagerð.“ Ekki hlutverk KSÍ að taka þátt í kostnaði FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 11 SHI Guangsheng, utanríkisviðskipta- og efnahagsmálaráðherra Kína verð- ur í opinberri heimsókn hér á landi dagana 2.-5. febrúar. Í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra mun ráðherrann eiga fund með Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Á fundi sínum munu ráðherrarnir ræða samstarf Íslands og Kína á sviði við- skipta, s.s. á sviði sjávarútvegs og jarðhita. Jafnframt mun ráðherrann þiggja hádegisverð í boði Geirs H. Haarde fjármálaráðherra. Ráðherrann mun taka þátt í morg- unverðarfundi með hagsmunaaðilum úr viðskiptalífinu mánudaginn 4. febr- úar kl. 8.00 í Sunnusal Hótel Sögu. Hann flytur ávarp á fundinum og svarar fyrirspurnum fundarmanna um viðskipti landanna. Jafnframt mun kínverski ráðherrann kynna sér starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum og starfsemi fiskvinnslu Granda hf., heimsækja safn Árna Magnússonar og verslunarmiðstöð- ina Smáralind, segir í fréttatilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu. Efnahags- málaráð- herra Kína í opinberri heimsókn ♦ ♦ ♦ SÓLVEIG Pétursdóttir dóms- málaráðherra opnaði í gær nýjan vef, www.lagabirting.is, sem geymir Lögbirtingablað og Stjórnartíðindi auk EES- samningsins á Netinu, notendum að kostnaðarlausu. Lögbirting- arblað og Stjórnartíðindi munu eftir sem áður koma út í prent- aðri útgáfu, enda er rafræna út- gáfan hugsuð sem hrein auka- þjónusta. Á lagabirting.is verða öll lög, reglugerðir og alþjóðasamningar sem birta ber í Stjórnartíðindum birt á Netinu og mun almenn- ingur því eiga aðgang að nýjum réttarreglum á Netinu um leið og þær öðlast gildi. Í Lögbirtingarblaði er að finna ýmsar opinberar tilkynningar og ákvarðanir sem birta ber opin- berlega samkvæmt lögum, s.s. op- inberar stefnur, kröfulýsingar og auglýsingar sem varða þrotabú. Sólveig Pétursdóttir segir að birt- ingu gagnanna fylgi mikið hag- ræði fyrir þá sem þurfa að fylgj- ast með þessum upplýsingum. Farið var af stað með gerð vefjarins samkvæmt tillögum nefndar á vegum dómsmálaráðu- neytisins, sem Eygló Halldórs- dóttir, ritstjóri Stjórnartíðinda, og Benedikt Bogason, héraðsdóm- ari og formaður refsiréttar- nefndar, sátu í. Unnt er að fara beint inn á síð- ur Lögbirtingablaðs á slóðinni www.logbirtingablad.is og sömu- leiðis á Stjórnartíðindi á slóðinni www.stjornartidindi.is Morgunblaðið/Sverrir Frá opnun vefjarins lagabirting.is. F.v. Björn Þór Jónsson hugbún- aðarráðgjafi, Yngvi Óskarsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Eygló Halldórsdóttir, ritstjóri Stjórnartíðinda, Benedikt Bogason, for- maður refsiréttarnefndar, og Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra. Lögbirtingablað og Stjórn- artíðindi komin á Netið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.