Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 43 ✝ Jóhann IngvarGuðmundsson, fyrrverandi flugvall- arstjóri, fæddist í Vestmannaeyjum 15. maí 1932. Þar bjó hann og starfaði alla tíð. Hann lést 23. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar Jóhanns voru Guðmundur Ingvars- son, f. 25. ágúst 1904, d. 10. maí 1986, og Clara Lambertsen, f. 15. des. 1909, d. 6. júní 1993. Bróðir Jó- hanns er Steinn, f. 15. maí 1933, maki Guðbjörg Petersen og eiga þau þrjár dætur. Árið 1954 kvæntist Jóhann Guð- björgu Kristjánsdóttur röntgen- myndara, f. 23. jan. 1936. Dætur Börn þeirra eru Guðmundur Óli, f. 12. júní 1975, sambýliskona Hrund Gísladóttir, sonur þeirra Gísli Snær. Jóhann Sveinn, f. 9. maí 1978, sambýliskona Perla Kristins- dóttir, dóttir þeirra Jenný. Ársæll, f. 17. júlí 1992, og Júlíanna, f. 24. ágúst 1997. Jóhann Ingvar var alla tíð kall- aður Diddi eða Diddi á fluginu. Að loknu námi hóf hann störf hjá Loft- leiðum og starfaði þar, þar til Loft- leiðir hættu innanlandsflugi. Hann starfaði hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja nokkrar vetrarver- tíðir en á sumrin hjá Tryggva Ólafssyni málarameistara og um tíma með Magnúsi Helgasyni mál- arameistara. Jóhann varð fisk- matsmaður og verkstjóri hjá Fisk- iðjunni. Hann var afgreiðslumaður hjá Flugleiðum og síðar starfsmað- ur Flugmálastjórnar sem flugvall- arstjóri frá 1. júlí 1979 til 1. desem- ber 2000. Útför Jóhanns Ingvars fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þeirra eru: 1) Margrét Klara, f. 9. ágúst 1954, gift Ólafi P. Hauks- syni, f. 13. febr. 1958. Dóttir þeirra er Hildur Ýr, f. 27. júní 1992. Dætur Margrétar Klöru af fyrra hjóna- bandi eru Selma Ragn- arsdóttir, f. 28. ágúst 1972, sambýlismaður Kristófer Jónsson, barn Selmu Óskar Alex Sindrason; og Guðbjörg Ragnars- dóttir, f. 13. apríl 1976, sambýlismaður Þor- valdur Þórarinsson, sonur þeirra Ragnar Smári. Sonur Ólafs P. er Haukur Ingi, f. 25. júní 1986. 2) Jenný, f. 25. mars 1958, gift Sveini B. Sveinssyni, f. 21. apríl 1956. Elsku pabbi, þá er komið að kveðjustund. Þrátt fyrir hetjulega baráttu í rúmt ár við erfiðan sjúk- dóm. Þú sem varst alltaf svo hress og hraustur og varðst aldrei veikur, mættir alltaf til þinnar vinnu af þinni alkunnu samviskusemi, og því voru veikindi þín mikið reiðarslag fyrir okkur, en þú varst alltaf jafn bjart- sýnn á að sigrast á þessu, en varðst að játa þig sigraðan að lokum. Hug- urinn leitar aftur í tímann, til bernskuáranna. Þú varst alltaf mjög vinnusamur, og þeir voru oft langir vinnudagarnir, því þú lést ekki þitt eftir liggja þegar vinna var annars vegar, enda með eindæmum dugleg- ur og samviskusamur. Þrátt fyrir þessa miklu vinnu var það einhvern veginn svo að þú hafði alltaf tíma fyr- ir okkur. Minningarnar eru margar, til dæmis sunnudagsgöngutúrarnir, því þeir voru orðnir fastur liður hjá okk- ur. Að fara með pabba í bæinn, kíkja í ísbúðina og til afa og ömmu á Kirkju- veginum eða bara skoða okkur um, það var frábært, enda vorum við svo stoltar að eiga þig sem pabba. Það var þinn lífsstíll að ganga mjög hratt, og þó svo að þú hægðir aðeins á út af okkur jókst hraðinn aðeins, og við þurftum að hlaupa við í öðru hverju spori, og við hlæjum að því núna í minningunni. Við vöndumst þessu og það var orðið metnaður litlu stelpn- anna þinna að halda í við þig, án þess að þú tækir eftir því að við þyrftum að hafa töluvert fyrir því í fyrstu, en síðan héldum við okkar striki sem við búum enn að í dag. Þið mamma hvöttuð okkur alltaf til dáða, alveg frá æskuárum til dagsins í dag. Þegar við fórum á vinnumark- aðinn sem unglingar að vinna í humri lagðir þú okkur grundvallarlífsregl- ur. Ef þið eruð stundvísar og dugleg- ar þá er framtíðin björt, og vitnaðir oft í það þegar þú varst verkstjóri í Fiskiðjunni, hvað þú lagðir mikið upp úr þessum eiginleikum þegar ráða átti fólk til starfa. Þegar við fórum að festa ráð okkar fylgdist þú með og varst alltaf til í að hjálpa okkur. Þú varst alltaf tilbúinn að rétta okkur hjálparhönd hvort sem það var við byggingarfram- kvæmdir eða eitthvað annað. Það þorði enginn að lyfta málningarpensli eða -rúllu, því þú varst snillingurinn á því sviði ásamt ýmsu öðru sem þú tókst þér fyrir hendur hverju sinni. Þegar við fluttum að heiman og fórum að búa kom upp nýtt lífs- munstur hjá ykkur mömmu, voruð orðin afi og amma og það var hlut- verk sem þið voruð virkilega sátt við. Barnabörnin komu hvert af öðru og þið ljómuðuð af ánægju og höfðuð svo gaman af að vera með þau. Hver man ekki eftir því þegar þú sast með barnabörnunum og horfðir á grín- myndir eða teiknimyndir, þá hlóst þú manna mest, og þú hafðir svo smit- andi hlátur að börnunum fannst orðið meira gaman að horfa á afa sinn en myndina. Þú varst þessi gegnheili Eyjapeyi og mikill vinur vina þinna. Þú sást alltaf björtu hliðarnar á öllu mannlíf- inu í Eyjum og fylgdist vel með því sem var að gerast. Þú varst alltaf boðinn og búinn að leggja góðum málum lið og ef þú varst beðinn um að gera hlutina gekkstu hreint til verks og það þurfti ekki að biðja þig um hlutina nema einu sinni. Elsku pabbi, þín verður sárt sakn- að, en minningarnar geymum við í hjörtum okkar. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okk- ur og fjölskyldur okkar. Þú varst bæði pabbi og besti vinur, og því gát- um við alltaf leitað til þín. Elsku mamma, megi góður Guð gefa þér styrk á þessari sorgarstund. Margrét Klara og Jenný. „Lærdómstími ævin er.“ Oft hefur þessi hending komið upp í hugann þegar eitthvað óvænt eða eitthvað sem kemur manni úr jafnvægi, gerist á lífsleiðinni. Minningar og myndir sem koma fram í hugskotið eru svo margar og fjölbreyttar þegar hugurinn reikar um liðna tíð, sæludaga og nætur sem maður hefur upplifað. Það er alveg með ólíkindum að all- ar eru þessar myndir og minningar með sama hætti. Þegar við hjónin hugsum til áranna sem senn verða orðin fjörutíu sem vinskapur okkar með Guðbjörgu og Didda hefur stað- ið, eru þessar minningar allar á sama veg, mikil hamingja, gagnkvæmt traust og væntumþykja, umvafið mikilli gleði. Íþróttafélagið Þór, Félagið Akóg- es, Sjálfstæðisflokkurinn, allt sem viðkemur flugi, mannlíf hér í Eyjum og það sem hér mætti til betri vegar færa, öll þessi málefni voru okkur sameiginleg og okkar mál. Margar samverustundir urðu umræðuefni þegar við hittumst og mikið var hleg- ið og gantast með það sem upp á hef- ur komið á ferðum okkar, bæði hér á landi og erlendis. Margar hafa ferð- irnar orðið og margar voru ófarnar, svona er lífið og við alltaf af læra. Samt verður allt eitthvað svo óum- ræðilega endanlegt þegar þessi stund kemur og ferðin er á enda. Ferðin sem við erum öll þátttakend- ur í og við vitum öll hvar endar. Allt lífið erum við að fá áminningar um það að við eigum ekki daginn sem er að líða, hvað þá með óvissu morgun- dagsins. „Það er yndislegt hvað lífið hefur verið okkur gott og ekki getum við kvartað.“ Þetta sagði Diddi við okkur fyrir nokkrum dögum, þegar við heimsóttum hann og við ræddum lífs- ins gang. Hann var hugprúður og hógvær, gerði ekki kröfur eða ætl- aðist til einhvers fyrir sig sem ekki var fyrir alla. Diddi var vinur vina sinna, enda vinsæll og vel liðinn, hann naut sín vel í störfum sínum hjá Flug- leiðum og ekki síður hjá Flugmála- stjórn eftir að hann varð flugvallar- stjóri hér í Vestmannaeyjum. Þar gat hann sameinað störf og áhugamál. Það er ábyggilega leitun að starfs- manni sem var alla tíð vakinn og sof- inn að hugsa um flugvöllinn okkar og erum við viss um að þar var unnið miklu meira en honum bar eða fékk borgað fyrir, en það var aldrei í huga Didda málið, þetta eða hitt átti að gera og þá var það gert. Það er sárt til þess að hugsa að Jó- hann Ingvar Guðmundsson sé látinn. Ekki bara vegna náinna kynna um svo langan tíma, heldur og vegna þess að þar höfum við hjónin misst okkar besta vin. Söknuður dætra okkar, tengdasona og barnabarna er mikill og við vitum að söknuðurinn á eftir að hellast yfir okkur þegar frá líður, en söknuðurinn má ekki skyggja á þakklætið fyrir að hafa kynnst Didda og átt samleið með honum um áratugi. Við vottum Guðbjörgu, dætrunum Margréti og Jenný, Steini bróður og Gógó, fjölskyldum þeirra og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð. Takk fyrir allt og allt. Takk fyrir að hafa átt þig að vini og samferða- manni, en þannig er þetta nú. „Lærdómstími ævin er.“ Kristín Bergsdóttir, Kristmann Karlsson. Þá er helstríðinu lokið. Það tók ekki langan tíma að brjóta niður þennan hrausta mann, sem varla varð nokkurn tíma misdægurt. Að- eins tæpt ár. Hann fæddist 15. maí 1932, eldri bróðir Steins sem fæddur var sama dag, ári seinna. Hann hefði því orðið 70 ára á þessu ári. Diddi og kona hans Guðbjörg voru góðir vinir okkar. Við kynntumst í Akóges og við konurnar vorum sam- an í saumaklúbbnum „Þögninni“ – yf- ir 30 ára vinátta. Diddi var vinur vina sinna, sem aldrei mátti vamm sitt vita. Það var gott að eiga svo traustan vin sem allt- af var tilbúinn að hjálpa, ef með þurfti. Margt hefur á daga hans drifið um ævina. Hann var ekki gamall þegar hann fór að vinna í Sjálfstæðishúsinu heima. Höllinni eins og húsið var allt- af kallað. Með foreldrum sínum, síðar konunni og dætrum sínum. Hann gekk þar í öll störf. Þrif og þjónustu, hvað sem var. Þekktastur var hann á flugvellin- um, „Diddi á fluginu“. Hann vann sem flugvallarstarfsmaður og yfir- maður hjá Flugmálastjórn í 21 ár. Hann var afburða vinnumaður sem hugsaði um flugvöllinn eins og hann ætti hann sjálfur. Hann var uppi heilu næturnar, eða eldsnemma á morgnana til að ryðja völlinn ef ófært var. Alltaf ósérhlífinn og gaf hvergi eftir. Til gamans má geta þess að tal- ið var að mörg börn hefðu komið und- ir, þegar drunur í moksturstækinu vöktu fólk upp um miðjar nætur. Þreif girðingar af rusli eftir rokið, málaði að utan og innan, alltaf að hugsa um hag húsbænda sinna. Meira að segja blómin á flugstöðinni nutu umhyggju hans. Nærri árlega málaði hann Akógeshúsið að utan og innan. Hann gat aldrei iðjulaus verið. Eins og fleiri missti hann hús sitt undir hraun og hraktist upp á land. Þau hjónin komu aftur með dætur sínar tvær og byggðu sér hús við Dverghamar. Þar undu þau glöð við sitt. Þau eignuðust tengdasyni, barnabörn og langafabörn sem voru hans yndi. Árið 2000 ákvað hann að hætta störfum hjá Flugmálastjórn og fara að njóta lífsins. Honum var haldið kveðjuhóf, hann kvaddur með virktum. Hann var og heiðursfélagi í Akóges. Mörg ferðalög fórum við saman bæði í Akóges og saumaklúbbnum. Innanlands og utan. Sumarferðir, berjaferðir, leikhúsferðir og alltaf var jafn ánægjulegt að vera til. Nú átti að fara að njóta lífsins. Þau hjónin ætluðu að ferðast meira en áð- ur. Ein ferð var farin. Önnur átti að verða með saumaklúbbnum til Barcelona. Þá veiktist Guðbjörg svo þau fóru ekki með. Við förum með næst. Þá kom reiðarslagið. Hann fékk í bakið, fór til læknis og krabbamein kom í ljós. Hann vildi berjast. Hann barðist og barðist. Meðferðin gekk vel framan af, en enginn ræður sínum næturstað. Hann átti að fara til Reykjavíkur, en lenti inn á sjúkra- húsinu í Eyjum. Komst heim, ætlaði suður um mánaðamótin, en fékk þá lungnabólgu. Þar með var stríðið tapað. Hve ósanngjarnt lífið getur verið. Þegar fólk hefur puðað alla sína ævi og loks sér fram á að njóta lífsins þá er öllu lokið. Að leiðarlokum þökkum við sam- fylgdina og biðjum Guðbjörgu, Mar- gréti, Jennýju, Steini og fjölskyldum Guðs blessunar. Sigurbjörg Axelsdóttir, Axel Ó. Lárusson. Jóhann Ingvar, eða Diddi eins og hann var ávallt kallaður meðal vina og kunningja, fæddist í Vestmanna- eyjum 15. maí 1932 og voru foreldrar hans hjónin Klara Lambertsen og Guðmundur Ingvarsson. Diddi ólst upp ásamt yngri bróður sínum, Steini, í Vestmannaeyjum við ástríki foreldra sinna, þar sem gamlar og góðar dygðir voru í hávegum hafðar. Diddi var kátur piltur sem umfaðm- aði lífið og var frá fyrstu bernsku at- hafnasamur og hvetjandi í leik og starfi. Það var gott að alast upp í Eyj- um, þar sem var iðandi og fjölbreytt mannlíf og mörg spennandi viðfangs- efni fyrir börn og unglinga. Lengi býr að fyrstu gerð og það var gott veganesti sem Diddi hafði með sér þegar hann hleypti heimdraganum. Í árdögum farþegaflugs milli lands og Eyja hóf Diddi störf hjá Loftleiðum í Eyjum, en um 1950 hóf hann störf sem verkstjóri í Hraðfrystistöðinni og þar varð fljótlega á vegi hins unga manns Guðbjörg Kristjánsdóttir og voru þau fljótt frátekin hvort fyrir annað og gengu þau í hjónaband á jóladag 1954. Diddi starfaði um ára- bil við verkstjórn, fyrst í Hraðfrysti- stöðinni og síðar í Fiskiðjunni. Um árabil starfaði hann hjá Flugfélagi Íslands og síðar um stundarsakir hjá Flugmálastjórn, sem aðstoðarflug- vallarstjóri um tíma. Hann vann um nokkurra ára bil við málarastörf, en seinna, eða árið 1980, réðst hann til Flugmálastjórnar sem flugvallar- stjóri og starfaði við það samfellt í tuttugu ár. Þrátt fyrir mikið vinnu- álag á sínum yngri árum starfaði hann um árabil sem þjónn í Sam- komuhúsinu í aukavinnu. Diddi var heilshugar í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og líkaði vel að hafa fangið fullt af verkefnum og var hug- myndaríkur og óragur og fylginn sér þegar því var að skipta. Hann var góður félagi og yfir honum var glað- legt yfirbragð, hann var hláturmildur og eftirminnilegur þeim sem kynnt- ust honum og áttu vináttu hans. Diddi og Guðbjörg eignuðust tvær dætur, Margréti Klöru og Jennýju, sem báðar eru giftar. Barnabörnin eru orðin sjö talsins og langafa- og ömmubörnin fjögur. Hjónaband Guðbjargar og Didda einkenndist af samstöðu og samhug í því sem máli skipti og báru þau virð- ingu hvort fyrir öðru. Börnin voru uppfylling vona þeirra og drauma og af sama toga var gleði þeirra. Diddi var góður og hlýr faðir, afi og langafi. Heimili þeirra hjóna var opið frænd- fólki og vinum og gestrisni mikil og þau höfðingjar heim að sækja. Í meira en aldarfjórðung hefur heimili þeirra staðið við Dverghamar 31, en áður áttu þau einbýlishús við Búa- staðabraut sem fór undir ösku í gos- inu. Heimili þeirra ber vott um snyrtimennsku og myndarskap og þau eru orðin mörg handtökin hjá Didda við að bæta og hlúa að heim- ilinu. Diddi var félagslyndur og naut trausts samferðafólks fyrir dugnað sinn og fágaða framkomu. Hann starfaði mikið fyrir félag sitt, íþrótta- félagið Þór, og ég veit að félagar hans kveðja dyggan og traustan félaga með söknuði og þakklæti. Með söknuði og trega kveð ég góð- an vin og félaga, en mestur er þó söknuður eiginkonu og dætra og fjöl- skyldna þeirra, svo og Steins bróður hans og fjölskyldu. Við Helga sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu um góðan dreng. Stefán Runólfsson. Metnaður hans byggðist á því að gera vel, standa vel að verki og sam- viskusamlega. Hann var fastur fyrir en þó sérlega lipur og þægilegur og kunni að gleðjast yfir góðum árangri, vinur vina sinna en gat verið snöggur upp á lagið ef því var að skipta og eitthvað var til umfjöllunar sem var andstætt samvisku hans. Þessi blær er þekktur í hans rómuðu ætt frá Stóra-Hofi á Rangárvöllum. Diddi á fluginu, Jóhann I. Guð- mundsson, var flugvallarstjóri í Vest- mannaeyjum um langt árabil. Hann var naskur að benda á það sem betur mátti fara og fylgdi því eftir á sinn látlausa en markvissa hátt samt. Það er lenska að í kringum flugið skapist sérstök stemning, spjall og vanga- veltur. Þetta á við um alla þætti flugsins, hvort sem er í háloftunum eða á jörðu niðri. Þessi félagsþáttur hefur lengi fylgt Vestmannaeyjaflug- velli með ýmsum tilbrigðum. Hann byggist í rauninni á einstaklingum sem tengjast fluginu á einn eða ann- an hátt eða hafa áhuga á stemning- unni í kringum flugið og kannski því að fylgjast svolítið með hverjir eru að koma eða fara. Það er því oft kátt í kaffispjallinu uppi á flugi eins og það er oft orðað í Eyjum. Diddi var einn af þessum góðu drengjum sem lét ekki sitt eftir liggja í jóraspjallinu þótt sjaldan færi hann óvarlega með orð, þetta brothættasta af öllu brothættu. En þegar Stór- höfðaroka hljóp í hann var mjög skemmtilegt að verða vitni að slíku, því þá hrikti í og það var svo ólíkt honum, þessum dagfarsprúða og kurteisa manni. Diddi var í hópi fremstu flugvall- arstjóra landsins og til að mynda er það viðtekin venja á Vestmannaeyja- flugvelli að slökkviliðsbíll er ávallt á ferðinni í lendingu og flugtaki áætl- unarvéla. Þetta er hefð sem hefur skapast og tryggir meðal annars að menn hafa góða yfirsýn yfir allt er lýtur að stjórn umferðar á flugvall- arsvæðinu. Þetta fyrirkomulag hefur ekki verið til staðar á öðrum stóru flugvöllum landsins, þar sem sams- konar vakt er að öllu jöfnu úr flug- stjórnarbyggingum. Þegar Diddi hætti störfum hjá Flugmálastjórn fyrir nokkrum miss- erum vegna réttar miðað við starfs- reynslu og aldur hlakkaði hann mikið til að geta nú gert eitt og annað þótt hann á hinn bóginn saknaði hins dag- lega starfs. En þá skall á honum sjúk- dómur sem hafði betur þrátt fyrir hetjulega baráttu Didda og fólksins hans sem studdi hann svo vel. Þegar sólin fangar okkur með geislum sínum þá hlýnar okkur. Nú er fallega brosið hans Didda orðið að minningu, en góð minning hlýjar meira en margt annað þótt áþreifan- legt sé og þannig býr Diddi með okk- ur áfram í lífsins melódí. Þótt Diddi gæti verið stoltur af mörgu þá var konan hans hún Guð- björg Kristjánsdóttir gimsteinninn hans og dæturnar Margrét og Jenny og fjölskyldur þeirra. Það er svo sárt að sporin skyldu ekki verða fleiri, að lífið skyldi ekki getað leikið lengur við þennan ljúfa dreng þegar hann átti loksins frí frá samvisku stundvís- innar og ábyrgðarinnar í mikilvægu starfi. Megi góður Guð styrkja ástvini Didda, megi minningarnar um góðan vin minna á metnað hans. Árni Johnsen. JÓHANN INGVAR GUÐMUNDSSON  Fleiri minningargreinar um Jó- hann Ingvar Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.