Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 24
HEILSA 24 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ H E I L B R I G Ð S K Y N S E M I LÝSI&LIÐAMÍN Allra liða bót án A og D vítamína Hvað er Liðamín? Liðamín inniheldur amínósýruna glúkósamín, sem er hráefni til viðgerðar á brjóski, og kondróítín sem er eitt algengasta byggingarefnið í liðbrjóski. Hvers vegna lýsi? Lýsið í Lýsi & Liðamíni inniheldur a.m.k. 30% af omega-3 fitusýrum. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á liðagigt benda til þess að við reglubundna neyslu á omega-3 fitusýrum dragi úr einkennum eins og stirðleika á morgnana, verkjum og þreytu. www.lysi.is Y D D A / SÍ A meistar inn. is GULL ER GJÖFIN Brunaslöngur Eigum á lager 25 og 30 m á hjóli og í skáp Ármúla 21, sími 533 2020 HEILSALA - SMÁSALA Íbúðareigendur í Teigahverfi Minnum á áður boðaðan kynningarfund vegna fyrirhugaðrar stækkunar Grand Hótels Reykjavíkur í Sigtúni 38 í dag, laugardaginn 2. febrúar, kl. 14.00. Hótelstjóri. Systursonur minn er greindur með Tourette- heilkenni sem lýsir sér í ákveðnum kækjum, til dæmis kinkar hann stöðugt kolli og blikkar augum. Hann gefur frá sér ýmiss konar hljóð, sem hann get- ur víst ekki stjórnað sjálfur, eins og t.d. gelt. Hvers- konar meðferð er hægt að nota við þessum kvilla? SVAR ÞEGAR TALAÐ er um meðhöndl-un Tourette-heilkennis er ekki beint talað um að lækna sjúkdóminn heldur frek- ar að halda einkennum niðri og hjálpa ein- staklingum að stýra einkennum sínum betur og eiga auðveldar með að lifa með Tourette. Mun al- gengara er að einkenni Tourette minnki með aldrinum heldur en aukast. Helstu kenningar um orsakir Tourette-heilkennis eru erfðafræðilegar og lífeðlislegar og þar af leiðandi hefur lyfja- meðferð mest verið beitt við einkennunum. Af þeim lyfjum sem notuð hafa verið er lyfið Halop- eridol algengast og það dregur úr einkennum hjá 70 og 80% þeirra sem fá lyfið. Hinsvegar er tölu- vert um aukaverkanir af þessu lyfi og því eru að- eins um 20–30% þeirra, sem fá þetta lyf, sem þiggja það til lengri tíma. Á síðari árum hafa fleiri lyf komið til sögunar sem hafa færri auka- verkanir. Ýmiss konar sálfræðilegar meðferðir hafa ver- ið notaðar til að hjálpa einstaklingum með Tour- ette. Þar má fyrst nefna aðferð sem gengur út á að einstaklingur reynir kerfisbundið að fram- kvæma sjálfráðar hreyfingar til að draga úr ósjálfráðum hreyfingum (kækjum). Önnur aðferð sem reynst hefur vel, er að reyna ekki að bæla kækina heldur hreinlega reyna að framkvæma þá til þess að á endanum að draga úr kækjum Atferlismeðferð hefur töluvert verið notuð en þó með mismunandi árangri. Af aðferðum atferl- ismeðferðarinnar hefur þó slökun reynst best eins og t.d að læra kerfisbundið að slaka á mis- munandi vöðvum líkamans. Með góðri þjálfun getur slökun orðið mjög gott tæki fyrir þá sem þjást af Tourette. Kækir koma nefnilega frekar fram við streitu- og kvíðamiklar aðstæður og minna í slökun. Þar af leiðandi getur verið gott fyrir einstakling með Tourette að geta unnið með streitu og kvíða með kerfisbundinni slökun. Hér hefur einnig reynst vel líka að kenna sjálfdá- leiðslu. Rannsóknir hafa sýnt góðan árangur af því að senda barn afsíðis þegar það gefur frá sér ósjálfráð blótsyrði, sem getur verið eitt af ein- kennum Tourette. Hér er þó mikilvægt að nota aðferðina rétt. Auk aðferða sem beitt er til að hafa áhrif á ein- kennin sjálf, getur sálfræðileg meðferð og ráð- gjöf nýst fólki með Tourette. Má nefna að hefð- bundin sálfræðileg meðferð getur verið mikilvæg til að takast á við alla þá erfiðleika sem fylgja því að lifa með Tourette, sætta sig við aðstæður, draga úr hræðslu, sektarkennd og takast á við fordóma í samfélaginu. Fjölskyldumeðferð er góð til að fræða aðstandendur um samskipti innan fjölskyldunnar, hvernig á að bregðast við ein- kennum og þeim vandamálum sem koma upp á meðan á meðferð stendur. Mikilvægt er líka að veita kennurum og öðrum að bregðast rétt við kækjum og öðrum einkennum. Einnig er mik- ilvægt að kennarar og aðrir sýni barni með Tour- ette umburðarlyndi, samúð og skilning og hjálpi því að byggja upp sjálfsvirðingu. Auk þess þarf að takast á við önnur vandamál sem oft á tíðum fylgja Tourette, eins og erfiðleikar í skóla, einelti og aukaverkanir af völdum lyfja. Að lokum má nefna að mikilvægt er að greina Tourette-heilkenni snemma. Með því að grípa inn í nógu snemma og fræða einstaklinginn, foreldra og aðra sem koma að barninu um Tourette minnka líkurnar á fordómum og öðrum neikvæð- um áhrifum frá umhverfinu, sem ennfremur auka möguleika barnsins á að takast á við það að vera með Tourette. Mikilvægt að sýna barni með Tourette umburðarlyndi Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurningum varðandi sálfræði-, félagsleg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona- @persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Með því að grípa inn í nógu snemma og fræða einstakling- inn, foreldra og aðra sem koma að barninu um Tourette minnka líkurnar á fordómum og öðrum neikvæðum áhrifum frá umhverfinu. Höfundur er sálfræðingur. eftir Björn Harðarson KARLMENN, sem verða fyrir áhrifum umhverfismengunar, eru líklegri til að eignast drengi en stúlkur samkvæmt niðurstöðum bandarískrar könnunar, sem greint var frá á heilsuvef BBC í vikunni. Vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, skoðuðu mælingar úr þremur rannsóknum á magni PCB í líkömum karla, sem borðað höfðu fisk úr Michigan-vatni. Rúmlega 57% af 208 börnum, sem þeir höfðu getið, reyndust vera drengir. PCB er eitt af mörgum mengun- arefnum, sem er að finna í vatninu og talið er að geti haft áhrif á æxl- unarfæri manna í ljósi þess að sýnt þykir að þau hafi slík áhrif í dýrum. PCB er skylt klórlífrænum efnum og er svonefnt pólíklórbífenýl-sam- band. Mengunarefni hafa áhrif á tímgun manna Prófessor Wilfried Karmaus stjórnaði rannsókninni. „Við erum ekki að halda því fram að það sé slæmt að eignast drengi. Þeir eru einfaldlega fleiri. Breyting á hlut- fallinu milli drengja og stúlkna gef- ur til kynna að mengunarefni í um- hverfinu hafi áhrif á tímgun manna.“ Sýnt hefur verið fram á að PCB geti valdið krabbameini í lifur og nýrum og efnið hefur einnig verið tengt röskun þroska heila barna í móðurkviði og eftir fæðingu. Efnið hefur nú verið bannað, en var áður mikið notað í iðnaði til að smyrja og kæla og lekur enn út í umhverfið úr gömlum rafmagnstækjum. Efnið brotnar seint niður í náttúrunni og safnast fyrir í fitu, einkum kjöti og feitum fiski. Eiturefni í körlum auka lík- ur á að þeir eignist drengi Morgunblaðið/Kristján Eiturefni, sem geta safnast saman í líkömum karla, virðist auka líkur á að þeir geti drengi, að því er fram kemur í nýrri vísindarannsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.