Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Íslensku þekkingarverðlaunin Fjögur fyrirtæki tilnefnd FYRIRTÆKIN Bakkavör, Íslensk erfðagreining, Marel og Össur eru tilnefnd til Íslensku þekking- arverðlaunanna sem forseti Ís- lands mun afhenda næstkomandi fimmtudag á Íslenska þekking- ardeginum sem Félag viðskipta- fræðinga og hagfræðinga heldur í Háskólanum í Reykjavík. Þetta er í annað sinn sem Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) veitir slík verðlaun. Að þessu sinni eru þau veitt því fyr- irtæki sem er talið skara fram úr í því að breyta þekkingu í verð- mæti. Leitað var til félagsmanna FVH auk forstjóra og framkvæmda- stjóra 100 stærstu fyrirtækjanna á Íslandi um tilnefningar. Fyrir- tækin sem flestar tilnefningarnar hlutu voru Bakkavör, Íslensk erfðagreining, Marel og Össur. Skipuð hefur verið sérstök dóm- nefnd sem mun síðan skera úr um hvert þessara fjögurra fyrirtækja hlýtur Íslensku þekkingarverð- launin. Dómnefndin er skipuð dr. Run- ólfi Smára Steinþórssyni dósent við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, dr. Guðfinnu S. Bjarnadóttur rektor Háskólans í Reykjavík, Ragnari Þóri Guðgeirs- syni framkvæmdastjóra KPMG Ráðgjafar og Hafsteini Má Ein- arssyni aðstoðarframkvæmda- stjóra Gallup – IMG. GENGIÐ hefur verið frá starfs- lokasamningi við Þórarin V. Þórar- insson, fyrrver- andi forstjóra Landssímans í gær. Verðmæti samningsins er um 37 milljónir að núvirði, sem Þórarinn fær greiddar á rúmu tveimur og hálfu ári, að sögn Friðriks Pálssonar, stjórnarfor- manns Landssímans. Samningaviðræður hafa tekið nokkurn tíma en niðurstaðan fékkst í gær. Í samningnum felst fullnaðar- uppgjör á milli Þórarins og Símans, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Samningurinn byggist á ráðning- arsamningi Þórarins frá 25. júní 1999 með síðari breytingum. Samið um starfslok Afsökunar- beiðni Í VIÐSKIPTABLAÐI Morg- unblaðsins sl. fimmtudag birt- ist frétt um að hagnaður hefði orðið af rekstri Odda hf. á Pat- reksfirði þriðja árið í röð. Með fréttinni birtist mynd af skipi félagsins á strandstað. Þessi myndbirting var að sjálf- sögðu ekki við hæfi og biður Morgunblaðið forráðamenn Odda hf. afsökunar á henni. VIÐRÆÐUM Baugs við Arcadia um yfirtöku hefur verið slitið en Baugur, sem á 20,1% hlut í Arc- adia, hefur um nokkurra mánaða skeið átt í viðræðum við stjórn Arcadia um kaup á hlutabréfum annarra hluthafa í félaginu í formi yfirtökutilboðs. Stjórn Arcadia til- kynnti kauphöllinni í London í gær að ákveðið hefði verið að slíta við- ræðum við Baug enda sjáist þess ekki merki að Baugur geti fjár- magnað yfirtöku á félaginu innan viðunandi tímaramma. Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Baugur sé vel á veg kominn með fjármögnun tilboðsins en stjórn Arcadia hafi ekki fundist hlutirnir ganga nógu hratt fyrir sig. Hann segir Baug þó ekki af baki dottinn og geti enn lagt fram tilboð þrátt fyrir að slitn- að hafi upp úr viðræðunum. „Við höfum enn mikinn áhuga á Arcadia og erum í sterkri stöðu sem stærsti hluthafi í félaginu. Síðasta mánuðinn höfum við einbeitt okkur að fjármögnun kaupanna og höld- um áfram okkar striki. Þetta breytir í raun engu fyrir okkur því við höfum fengið allar þær upplýs- ingar sem við þurftum frá Arc- adia.“ Stjórnin lagði hart að Baugi Talsmaður Arcadia, Katie Macdonald-Smith hjá Tulchan Communications, segir þolinmæði stjórnar Arcadia vera á þrotum. „Viðræðurnar hafa staðið yfir í Arcadia slítur við- ræðum við Baug Forstjóri Baugs segir engu skipta þótt slitnað hafi upp úr viðræðunum nokkra mánuði, a.m.k. þrjá mán- uði, og þar sem ekkert tilboð hefur verið gert ákvað stjórn Arcadia að slíta þeim. Stjórnin hefur lagt hart að Baugi að bjóða eitthvert ákveðið verð í formlegu tilboði, sem hefur verið fjármagnað að fullu. Það hafa þeir ekki gert.“ Hún segir að ekki sé reiknað með því að viðræðuslitin hafi teljanleg áhrif á verð hluta- bréfa í félaginu. Rekstur félagsins hafi gengið vel og hagnaður félags- ins á fyrri hluta fjárhagsárs þess verið talsvert umfram væntingar markaðarins. Ekki staðið við gefin loforð Á ft.com, heimasíðu Financial Times, var í gær haft eftir fólki sem kom nærri samningsgerð Arc- adia og Baugs að Baugi hefði oftar en ekki mistekist að standa við sett tímamörk til að gera ákveðið tilboð í bréfin í Arcadia og sýna fram á að tekist hefði að fjármagna kaup- in. Þegar Baugur hefði svo farið fram á það í fyrradag að fresturinn yrði enn lengdur um tvær til þrjár vikur hefði stjórn Arcadia komið saman og ákveðið að Baugi hefði þegar verið veittur meira en næg- ur frestur. Haft er eftir einum heimildarmanna að þótt ýmsir hefðu alltaf verið vantrúaðir á að samningar tækjust hefði Arcadia gert allt sem mögulegt var til að aðstoða Baug í málinu og veitt fé- laginu rúman tíma. Baugur hefði hins vegar gefið loforð sem ekki hafi verið staðið við. Haft er eftir ráðgjáfum Baugs megn óánægja ríki hjá Baugi með ákvörðun Arc- adia og áfram yrði haldið að leita leiða til að gera tilboð í bréfin í fé- laginu. Segja ráðgjafarnir að Baugur sé forviða á því að Arcadia hafi slitið viðræðunum eftir að Baugur hafi verið komin svo langt áleiðis og verið nærri því að tryggja fjármögnun kaupanna. Getur gert tilboð hvenær sem er Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ekkert sem meinar Baugi að gera tilboð þrátt fyrir að nú hafi slitnað upp úr. Reglur bresku yfirtökunefndarinnar kveði á um að hefði Baugur slitið viðræð- unum og lýst því yfir að tilboð yrði ekki gert þá hefði þurft að bíða með tilboð í 6 mánuði þar á eftir. Baugur sé hins vegar ekki bundinn af þeim tímamörkum og geti boðið í fyrirtækið hvenær sem verða vill. Ekki er þó gert ráð fyrir að slíkt tilboð yrði fjandsamlegt enda hefur Baugur lýst yfir vilja til að gera tilboðið á þeirri forsendu að stjórn Arcadia mæli með því við hluthafa. Slíkt er venja í Bretlandi þegar gerð eru yfirtökutilboð, að stjórn viðkomandi félags mæli með eða á móti því að hluthafar selji eign- arhlut sinn til tilboðsgjafa. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ÁKVEÐIÐ hefur verið að flytja starfsemi Ako/Plastos hf. frá Ak- ureyri til Reykjavíkur og hefur öllu starfsfólki félagsins á Akureyri verið sagt upp, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Ako/Plastos varð til í lok árs 1998 þegar hafin var náin sam- vinna fyrirtækjanna Ako-plasts á Akureyri og Plastos-Umbúða í Garðabæ í kjölfar þess að eigendur Ako-plasts, Upphaf ehf., keyptu 75,68% hlut í Plastos-Umbúðum. Með kaupunum var stefnt að því að sameina fyrirtækin undir eina yf- irstjórn og með verulegri hagræð- ingu í rekstri átti að snúa tapi fyr- irtækjanna í hagnað. Gerðu áætlanir ráð fyrir að velta fyrir- tækjanna yrði samtals 650 milljónir króna á árinu 1999 og hlutdeild þeirra af plastmarkaði yrði um 40%. Jafnframt átti að hefja und- irbúning að skráningu sameinaðs fyrirtækis á almennan hlutabréfa- markað. Ako-plast var á þessum tíma að fullu í eigu Upphafs, sem er í eigu þremenninganna Daníels Árnason- ar, Eyþórs Jósefssonar og Jóhanns Oddgeirssonar en höfðu átt og rek- ið Ako-plast frá árinu 1991. Plastos-Umbúðir var annað tveggja fyrirtækja sem urðu til ár- ið 1997 úr fyrirtækinu Plastos, sem var frá upphafi í meirihlutaeigu Odds Sigurðssonar og hans fjöl- skyldu. Framleiðslan flutt til Akureyrar Í febrúar 1999, tveimur mánuð- um eftir kaup Ako-plasts á Plast- osi-Umbúðum, var tilkynnt að framleiðsludeild Plastos-Umbúða í Garðabæ yrði flutt til Akureyrar en markaðsdeild fyrirtækisins ásamt lager og dreifingu yrði að mestum hluta áfram á höfuðborg- arsvæðinu. Fyrirtækin tvö voru svo formlega sameinuð í september 1999. Meginástæða þess að fram- leiðsluhluti starfseminnar var flutt- ur til Akureyrar var sögð sú að starfsmannavelta væri mikil á höfuðborgarsvæðinu vegna þenslu á vinnuarkaði. Reiknað var með að starfsmenn Ako/Plastos yrðu um 70 talsins, þar af myndu 12–15 manns starfa við sölu og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu en 50–60 manns yrðu starfandi á Akureyri, sem þýddi u.þ.b. 40–50 ný störf þar í bæ. Var fyrirtækið af þessu tilefni útnefnt fyrirtæki ársins 1999 á Ak- ureyri af atvinnumálanefnd bæjar- ins. Ako/Plastos kom sér upp 3.800 fermetra húsnæði undir starfsem- ina á Akueyri, m.a. annars með að- stoð Akureyrarbæjar og Byggða- stofnunar, en seldi 5.000 fermetra húsnæði Plastos-Umbúða í Garða- bæ og 1.800 fermetra húsnæði Ako-plasts á Akureyri. Söluverð eignanna var sagt notað til að styrkja rekstur hins sameinaða fyr- irtækis. Þegar nýja framleiðsluhúsnæðið á Akureyri var vígt í júníbyrjun 2000 voru starfsmenn liðlega 60 talsins, það af um 50 á Akureyri og velta ársins var áætluð um 580 milljónir króna. Reksturinn var áfram erfiður m.a. vegna ytri að- stæðna og leita þurfti nýrra leiða. Plastprent eignast meirihluta Í nóvemberlok sama ár seldi Upphaf ehf. 85,4% eignarhlut í Ako/Plastosi til keppinautarins Plastprents hf. í Reykjavík og fékk greitt fyrir með hlutabréfum í því síðarnefnda. Ekki lá þá fyrir hvort fyrirtækin yrðu sameinuð eða starfsemin flutt á einn stað en ljóst var við kaupin að staða Ako/Plast- os var orðin mjög slæm. Nam tap félagsins á árinu 2000 250 millj- ónum króna af um 500 milljóna veltu en við sameininguna við Plastos-Umbúðir hafði verið reikn- að með því að reksturinn skilaði hagnaði árið 2000. Fór svo að þremur mánuðum eftir kaup Plastprents fékk Ako/ Plastos heimild til að leita nauða- samninga við lánardrottna sína. Greidd voru 25% krafna og félag- inu forðað frá gjaldþroti. Nú, tæpu ári síðar hefur öllu starfsfólki Ako/ Plastos á Akureyri, sem nú eru 27 talsins, verið sagt upp störfum og starfsemin, þ.ám. nýjar vélar og tæki, verður flutt í húsnæði Plast- prents í Reykjavík. Plastprent hefur verið rekið með tapi undanfarin ár og gera má ráð fyrir að tap hafi orðið af árinu 2001 en gera má ráð fyrir því að fyr- irtækið sitji nú nær eitt að fram- leiðslu og sölu á plasti á Íslandi. Framleiðslan á plasti flutt til og frá Akureyri Starfsfólki Ako/Plastos á Akureyri hefur verið sagt upp störfum og nýjar vélar og tæki verða flutt frá Akureyri í húsnæði Plastprents í Reykjavík. Stjórnend- um Íslands- síma fækk- ar um þrjá ÍSLANDSSÍMI hefur samið um starfslok við þrjá af stjórnendum fé- lagsins, Dagnýju Halldórsdóttur að- stoðarforstjóra, Kristján Schram markaðsstjóra og Karl Jóhann Jó- hannsson gæðastjóra. Ennfremur hafa sölusvið og markaðssvið félags- ins verið sameinuð í eitt sölu- og markaðssvið. Dagný hefur starfað hjá Íslands- síma um tveggja ára skeið. Hún mun á næstu þremur mánuðum fylgja eftir verkefnum sem hún hefur sinnt og vera félaginu innan handar til apríl- loka, að því er segir í tilkynningu til VÞÍ. Kristján og Karl Jóhann koma einnig til með ljúka verkefnum hjá fé- laginu. Óskar Magnússon, forstjóri Ís- landssíma, segir starfslokasamn- ingana vera samkomulag milli fyrir- tækisins og starfsmannanna þriggja. „Í lífi hvers fyrirtækis og í lífi hvers einstaklings kemur að þeim tíma- mörkum að menn vilja gera breyting- ar. Það er svo í þessu tilfelli.“ Óskar segir ekki ráðgert að ráða aðra í stað þessara þriggja og að ekki séu uppi hugmyndir um frekari starfsloka- samninga af hálfu Íslandssíma. Landspítali semur við Grunn LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús og Grunnur hafa undirritað samning um kaup og innleiðingu á Tímon fyr- ir allar starfsstöðvar spítalans. Tím- on er tíma- og viðverukerfi, sem byggt er á tækni þar sem símkerfið er nýtt til inn- og útstimplunar, ásamt fullkomnu vefviðmóti þar sem starfsmenn hafa yfirlit yfir vinnu sína og yfirmenn fá nauðsynlegar stjórnendaupplýsingar. Í fréttatil- kynningu kemur fram að Tímon er þegar í notkun hjá stórfyrirtækjum eins og Eimskipi, Baugi og Skelj- ungi, auk þess sem fjöldi annarra fyrirtækja er með kerfið í skoðun eða reynsluprófunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.