Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Uppfærslutilboð – 30% afsláttur!! www.atv.is – Skeifunni 17 Afritunarhugbúnaður BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson, Magnús Þorsteinsson og Björgólfur Guðmundsson, stofnendur og eigend- ur bjórframleiðandans Bravo Int- ernational í Rússlandi, hafa gert bind- andi samkomulag við fyrirtækið Heineken um að selja því bjórverk- smiðju Bravo í Pétursborg. Verðmæti sölunnar er jafnvirði um 41 milljarðs króna. Björgólfur Thor, sem er stjórnarformaður Bravo, segist afar sáttur við þessa sölu, fengist hafi gott verð, Heineken sé ákjósanlegur kaupandi og að salan sé viðurkenning fyrir mikið uppbyggingarstarf og að seljendur skili af sér góðu búi. Samningurinn felur jafnframt í sér að Heineken kaupir 49% hlut í ann- arri verksmiðju Bravo sem framleiðir og selur áfenga svaladrykki og til- búna kokteila. Björgólfur Thor, stjórnarformaður Bravo, sagði í samtali við Morgun- blaðið að salan hefði verið lengi í und- irbúningi og margir hefðu slegist um að kaupa fyrirtækið. Hann sagðist telja þetta góða sölu og að fyrir fyr- irtækið hafi fengist gott verð. Fyrir- tækið væri nú á því stigi að heppilegt væri að frumkvöðlarnir skiluðu því af sér til fyrirtækis á borð við Heineken og sagðist hann afar sáttur við að samningar hafi náðst við það fyrir- tæki. Líta mætti á söluna sem mikla viðurkenningu fyrir þau störf sem unnin hefðu verið við uppbyggingu fyrirtækisins, bæði af hálfu íslensku stofnendanna og rússnesku starfs- mannanna. Björgólfur Thor sagði að hann og Magnús hefðu þó ekki sagt alveg skil- ið við verksmiðjuna sem verið væri að selja, því þeir myndu sitja í stjórn þess fyrst um sinn, hann sem stjórn- arformaður og Magnús sem stjórn- armaður. Spurður um framtíðaráform benti hann á að þeir ættu eftir söluna verk- smiðju áfengra svaladrykkja og tilbú- inna kokteila í félagi við Heineken og myndu áfram vinna að uppbyggingu hennar. Þótt hún væri mun minni en verksmiðjan sem þeir hafi verið að selja sé hún engu að síður stór á ís- lenskan mælikvarða. Þá sagði hann að nú myndi hann einbeita sér meira að Pharmaco, en hann er stjórnarfor- maður þess fyrirtækis og í stjórn sit- ur einnig Björgólfur Guðmundsson. Íslendingarnir þrír stofnuðu verk- smiðjuna árið 1998. Félagið hefur síð- an náð 4% markaðshlutdeild í bjór- sölu í Rússlandi öllu, en í Pétursborg er markaðshlutdeild þess 17% og í Moskvu 7%. Félagið framleiðir bjór undir vörumerkjunum Botchkarov og Ohota og einnig Lövenbrau sam- kvæmt sérleyfi. Framleiðslugeta verksmiðju þess, sem er hin sjötta stærsta í Evrópu, er 535 milljónir lítra á ári, en til samanburðar er salan á Íslandi 11 milljónir lítra á ári. Í fréttatilkynningu vegna sölunnar segir að Heineken sé einn stærsti bjórframleiðandi í heimi og eigi 110 brugghús í 50 löndum og selji fram- leiðsluna í 170 löndum. Rússland sé talið verða einn af fimm stærstu bjór- mörkuðum í heimi innan fárra ára. Selja verksmiðjuna í Pétursborg á 41 milljarð Ljósmynd/Mykel Nicolaou Frá undirritun samkomulags um kaup Heineken á bjórverksmiðju Bravo í Pétursborg í Rússlandi. Björgólfur Thor Björgólfsson undirritar samkomulagið fyrir hönd seljenda og honum á hægri hönd er fulltrúi Heineken. Margir sýndu áhuga á bjórframleiðslu Íslendinganna í Rússlandi TÆKI sem mælir samfellt radon- innihald hitaveituvatnsins hefur ver- ið sett í eina af borholum Selfoss- veitna í Laugardælalandi. Radon er lofttegund en aukið magn þess í vatn- inu sem kemur af miklu dýpi getur bent til yfirvofandi jarðskjálfta. Það er Raunvísindastofnun Háskóla Ís- lands sem stendur að þessu verkefni en tækið smíðaði Guðjón I. Guðjóns- son starfsmaður Raunvísindastofn- unar. Tækið tekur aflestur sex sinnum á sólarhring. Á miðnætti sendir það boð með farsíma í tölvu á Raunvís- indastofnun. Þessi tölva verður síðar staðsett í jarðskjálftamiðstöðinni á Selfossi. „Við erum að kanna vísbend- ingar um að hægt sé að spá skjálftum út frá radoninnihaldi vatnsins, svona hálfum mánuði áður en þeir verða,“ sagði Páll Theodórsson eðlisfræðing- ur hjá Raunvísindastofnun. Guðjón I. Guðjónsson, Páll Theo- dórsson og Jens Sigurðsson hjá Sel- fossveitum sjást hér koma mælunum fyrir. Morgunblaðið/Sig. Jónss. Spáð fyrir um jarð- skjálfta Selfossi. Morgunblaðið.  Árborgarsvæðið/16 SEÐLABANKINN gerir ekki ráð fyrir að verðlagsmarkmið kjarasam- komulags Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um „rauða strikið“ svokallaða í maí náist. Þetta kom fram í máli Birgis Ísleifs Gunn- arssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, á blaðamanna- fundi í gær. „Frávikið verður þó lítið og mark- miðið gæti náðst ef gengi krónunnar styrkist frekar og/eða átak til lækk- unar verðlags skilar marktækum árangri. Og það er margt að gerast þessa dagana sem bendir til þess að það gæti orðið,“ sagði Birgir Ísleifur. Á fundinum var einnig tilkynnt ákvörðun bankans um að lækka ekki stýrivexti við núverandi efnahags- ástand, mikla verðbólgu og hættu á gengislækkun við lækkun stýri- vaxta. Hins vegar gætu forsendur breyst hratt, að sögn Birgis Ísleifs. Verðbólga frá upphafi til loka síð- asta árs var 9,4% og er aðalmarkmið Seðlabankans að halda verðbólgunni í skefjum. Í nýrri verðbólguspá bankans kemur fram að verðbólgu- horfur eru betri á þessu ári en því næsta. Í stað verðbólguspár upp á 4,1% innan þessa árs sem birt var í nóvember sl., er nú spáð 3% verð- bólgu innan ársins. Innan næsta árs er einnig spáð 3% verðbólgu og er það nokkuð meira en spáð var, en áð- ur hljóðaði spáin upp á 2,3%. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, sagði að spálíkan Seðlabankans gerði ráð fyrir að vísi- talan yrði eitthvað fyrir ofan rauða strikið í maí, en bankinn taki hins vegar undir það með ASÍ að það séu allar forsendur fyrir því að krónan styrkist frekar og að teknu tilliti til þess séu allar forsendur fyrir því að verðlagsmarkmiðin náist. Gerir ekki ráð fyrir að rauða strikið haldi  Vextir ekki/10 Seðlabankinn lækkar ekki vexti BANASLYS varð á Gemlufalls- heiði síðdegis í gær, þegar bifreið lenti utan vegar rétt ofan við bæ- inn Kirkjuból í Bjarnadal í Ön- undarfirði. Ökumaður, sem var einn í bifreið sinni, var látinn þeg- ar björgunarlið kom á vettvang. Lögreglan á Ísafirði fékk til- kynningu um slysið í gegnum Neyðarlínuna kl. 16.15 og voru lögregla, sjúkrabifreið og læknir strax send á vettvang. Mikill veð- urhamur var í Bjarnadal og á Gemlufallsheiði, hvassviðri og byl- ur og átti björgunarlið í erfiðleik- um með að komast á vettvang sök- um þess. Er björgunarlið kom á staðinn var ljóst að ökumaður bifreiðar- innar var látinn. Bifreiðin var tals- vert utan vegar og þurfti mokst- urstæki til aðstoðar svo komast mætti að slysstaðnum. Ekki er hægt að greina frá frekari atvik- um eða nafni hins látna að svo stöddu. Banaslys á Gemlufallsheiði STJÓRN Arcadia sleit í gær margra mánaða viðræðum við Baug varðandi hugsanlega yf- irtöku Baugs á fyrirtækinu enda telur stjórnin litlar líkur á að Baugi takist að fjármagna yfirtökuna innan viðunandi tímamarka. Jón Ásgeir Jóhannesson seg- ir Baug enn hafa mikinn áhuga á Arcadia og fjármögnun yfir- tökutilboðsins sé vel á veg komin. Engu skipti þótt slitnað hafi upp úr viðræðunum, Baug- ur hafi þegar aflað sér nægi- legra upplýsinga um fyrirtæk- ið. Verð hlutabréfa í Arcadia fór allt niður í 230 pens í gær eftir að tilkynnt var um viðræðuslit- in en hækkaði aftur og var við lok dags 255 pens. Það er 5,6% lækkun frá deginum áður. Verð hlutabréfa í Baugi lækkuðu um 2% á Verðbréfa- þingi Íslands. Viðskipti með bréf Baugs voru ekki stöðvuð á VÞÍ fyrr en nokkru eftir að fréttatilkynning frá Arcadia birtist á London Stock Ex- change. Viðræðum Arcadia og Baugs slitið  Arcadia slítur/18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.