Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 47
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 47 Í TILEFNI Biblíudagsins verður Biblíusýning í anddyri kirkjumið- stöðvar Seljakirkju. Fjallað er um tilurð Biblíunnar í máli og mynd- um. Varpað er ljósi á ritunarsögu og útbreiðslu Biblíunnar. Greint er frá uppruna prentlistar og þýðingu Biblíunnar á íslenska tungu. Á sýn- ingunni verða Biblíur til sýnis í eldri og yngri útgáfum, ásamt margs konar skýringarritum á ýmsum tungumálum. Sýningin verður opnuð að lokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 14 sunnudaginn 3. febrúar. Í guðsþjón- ustunni munu Margrét Sigursteins- dóttir aðstoðarskólastjóri í Selja- skóla og Auður Ögmundsdóttir, kennari við Ölduselsskóla, greina frá afstöðu sinni til Biblíunnar. Biblíusýningin verður opin út febr- úarmánuð og munu skólar hverfis- ins nýta sýninguna til kennslu. Biblíudagurinn í Hafnarfjarðarkirkju BIBLÍUDAGUR þjóðkirkjunnar er sunnudaginn 3. febrúar. Af því til- efni er sunnudagsguðsþjónustan í Hafnarfjarðarkirkju helguð Bibl- íunni. Hefst hún kl. 11. Guðspjall dagsins verður lesið bæði á íslensku og kínversku, en organisti kirkj- unnar, Natalía Chow, er fædd og uppalin í Hong Kong sem nú til- heyrir Kína. Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng og prestur er sr. Þór- hallur Heimisson. Eftir guðsþjón- ustuna mun sr. Þórhallur sýna Bibl- íusafn sitt, en hann á safn Biblía frá ýmsum löndum, m.a. kínverska, rússneska, tékkneska, latneska, spænska, grænlenska, franska, gríska og margar fleiri. Boðið verð- ur upp á kaffi í safnaðarheimilinu að venju, en sunnudagaskóli fer þar fram samhliða guðsþjónustu Biblíu- dagsins. Biblíudagurinn – guðsþjónusta í Laugarneskirkju ÁRLEGUR Biblíudagur verður haldinn næstkomandi sunnudag, 3. febrúar. Guðsþjónusta, sérstaklega helguð Biblíudeginum, verður í Laugarneskirkju kl. 11 f.h. Ársfundur Hins íslenska Biblíu- félags verður haldinn í safn- aðarheimili Laugarneskirkju kl. 15.30. Kaffiveitingar í boði sóknar- nefndar. Árlega er starfs Hins íslenska Biblíufélags minnst á Biblíudegi og vakin athygli á Biblíunni og mikil- vægi hennar fyrir trú og menningu. Meginviðfangsefni Biblíufélags- ins undanfarin 11 ár hefur verið ný þýðing Gamla testamentisins og sér nú brátt fyrir endann á því starfi. Hið íslenska Biblíufélag tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi Samein- uðu Biblíufélaganna og hefur á Biblíudaginn verið safnað til verk- efna á vegum þess. Söfnun félagsins á Biblíudaginn nú er til stuðnings Biblíufélaginu í Rúmeníu sem við erfiðar aðstæður vinnur að því mikla verkefni að gera boðskap heilagrar Ritningar aftur aðgengilegan í landinu. Eitt af því sem Biblíufélagið í Rúmeníu einbeitir sér að er götubörnin í Búkarest. Við guðsþjónustuna í Laugarnes- kirkju mun Jón Pálsson, fram- kvæmdastjóri Hins íslenska Biblíu- félags, predika. Prestur er María Ágústsdóttir. Kirkjukór Laugar- neskirkju ásamt organistianum Gunnari Gunnarssyni annast tón- listarflutning. Guðsþjónustunni verður útvarpað. Biblíufélagið býður alla hjartan- lega velkomna til guðsþjónustunn- ar. Ársfundur félagsins verður í safnaðarheimili Lauganeskirkju kl. 15.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Helgihald í Neskirkju MESSA kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Sr. Örn Bárður Jónsson pré- dikar og þjónar fyrir altari. Drengjakór Neskirkju leiðir söng undir stjórn Friðriks S. Kristins- sonar. Organisti Reynir Jónasson. Þátttakendur á Alfa II lesa ritning- arlestra. Kaffisopi eftir messu og síðan hefst Alfa II. Tekin verða samskot til styrktar Biblíufélaginu. Safnaðarheimilið opnað kl. 10 og þá er hægt að koma og föndra. Barnastarfið er í tveimur deildum, 8–9 ára í umsjá Auðar Olgu Skúla- dóttur og Elsu Bjarnadóttur og svo yngri börn í umsjá Guðmundu Ingu Gunnarsdóttur og Rúnars Reynis- sonar. Kvöldmessa kl. 20. Þorvaldur Halldórsson söngvari annast tón- listarflutning og leiðir söng. Sr. Örn Bárður Jónsson þjónar fyrir altari en sr. Frank M. Halldórsson prédikar og útdeilir altarissakra- menti ásamt sr. Toshiki Toma, presti innflytjenda. Fólki gefst tækifæri til þess að fá sérstaka fyrirbæn og handa- yfirlagningu í messunni. Kaffisopi að messu lokinni. Fjölbreytt helgihald í Hallgrímskirkju NK. sunnudagur verður með afar fjölbreyttu efni frá morgni til kvölds. Fræðslumorgnarnir hefjast aftur með fyrirlestraröð um fjölskyldu- mál. Þá verður messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson prédik- ar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Organ- isti er Mattias Wager sænskur org- elleikari, sem er sérfræðingur í orgelleik af fingrum fram. Hann mun spinna orgeltónlist í kringum sálma messunnar, sem allir eru sungnir einradda við forsöng af fé- lögum úr Mótettukór Hallgríms- kirkju. Magnea Sverrisdóttir stýrir barnastarfinu. Þessi messudagur er hinn árlegi Biblíudagur og mun þess verða minnst í messunni og gjöfum til Hins ísl. Biblíufélags veitt móttaka við kirkjudyr. Um miðjan daginn kl. 17 verða orgeltónleikar, leikið af fingrum fram. Mattias Wager frá Svíþjóð leikur á orgelið. Tónleikarnir eru á vegum Listvinafélags Hallgríms- kirkju í samvinnu við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Um kvöldið verður síðan Kvöld- messa kl. 20. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson annast messuna. Schola cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar sem einnig verður organisti. Kvöldmessur eru að jafnaði einu sinni í mánuði. Kvöldmessurnar í Hallgrímskirkju eru helgistundir við kertaljós þar sem lögð er áhersla góða tónlist, íhugun, brotn- ingu brauðsins og bæn. Kjarnafjölskyldan í kreppu NÆSTKOMANDI sunnudag, 3. febrúar, hefjast að nýju fræðslu- morgnar í Hallgrímskirkju og verð- ur febrúarmánuður helgaður mál- efnum fjölskyldunnar. Sigmundur Ernir Rúnarsson rit- stjóri mun ríða á vaðið og ræða um efnið Kjarnafjölskyldan í kreppu. Sigmundur Ernir ritaði ritstjórnar- grein í blað sitt DV í nóvember síð- astliðnum þar sem hann komst svo að orði: „Á tiltölulega skömmum tíma hafa orðið stórfelldar breyt- ingar í lífi fjölskyldna í íslensku þjóðfélagi. Kjarnafjölskyldan hefur verið á hröðu undanhaldi á seinni árum. Blandaðar fjölskyldur, þar sem eru stjúpbörn eða óhefðbundin samsetning, eru komnar í meiri- hluta í samfélaginu. Lausung og frjálsræði í fjölskyldumálum hefur líklega aldrei verið meira hér á landi. Skilnaðir þykja orðið svo sjálfsagðir að stóru vinahóparnir parast upp á nýtt á um það bil 15 árum. Raðkvæni þykir sjálfsagt og eðlilegt. Við þessu var að búast? Á Íslandi hefur um langt árabil verið rekin samfélagsstefna sem níðist á fjölskyldunni, einkum ungu barna- fólki í sambúð og síðar hjóna- bandi.“ Hér er fast að orði kveðið. Án efa verður áhugavert að hlýða á erindi Sigmundar Ernis og rök hans fyrir staðhæfingum sín- um. Fjölskyldumessa með ævintýri í Digraneskirkju Á SUNNUDAGINN verður fjöl- skyldumessa kl. 11 í Digranes- kirkju í Kópavogi. Þá mun Stopp- hópurinn flytja leikritið Ævintýri Kuggs og Málfríðar eftir Sigrúnu Eldjárn. Leikarar: Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir. Leikstjóri: Valgeir Skagfjörð. Leikritið fjallar um vináttu sem brúar kynslóða- bilið. Eftir leikritið fara börnin niður í kapellu með leiðtogum sunnudaga- skólans og halda þar áfram. Eftir messu og sunnudagaskóla er unnt að fá léttan hádegisverð í safnaðar- sal á vægu verði. Margét Eir og gospel- kórinn í léttmessu í Árbæjarkirkju NÚ er rétt ár síðan Árbæjarkirkja byrjaði reglulega með léttmessur fyrsta sunnudagskveldið í hverjum mánuði klukkan 20 og hafa aðsókn- in og undirtektirnar verið með ólík- indum. Léttmessurnar eru byggðar þannig upp að orgelinu er gefin hvíld en nútímalegri og léttari gospel tónlist leyft að njóta sín, að sjálfsögðu er farið í gegnum alla liði messunar óbreytta nema að hugvekjan hefur verið skorðuð við 7 mínútur. Upphaflega var markmiðið að höfða til ungs fólks sérstaklega en það hefur sýnt sig það er fólk á öll- um aldursskalanum sem mætir og gleðst saman í léttmessunum. Að þessu sinni stendur mikið til í tónlistarflutningnum því gospelkór Árbæjarkirkju mun syngja hressi- leg gospellög á borð við O’happy day og God is working ásamt söng- konunni frábæru Margréti Eir. Pavel Manasek, stjórnandi gospels- kórsins og organisti Árbæjar- kirkju, mun leika fimum fingrum á flygilinn ásamt léttsveiflubandi. Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og Margrét Ólöf Magnúsdótt- ir starfsmaður í barnastarfi flytur hugvekju. Meðlimir í gospelkórnum lesa ritningarlestra og flytja bænir. Eftir messu verður boðið upp á kaffi, djús og kex í safnaðarheim- ilinu og unglingar úr æskulýðsfé- laginum taka samskot til styrktar hjálparstarfi kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir í Ár- bæjarkirkju á sunnudagskvöldið 3. feb. kl. 20. Árbæjarkirkja. Alfa-námskeið og kvöldsamkoma í Hjallakirkju SUNNUDAGINN 3. febrúar verður nóg um að vera í Hjallakirkju, Kópavogi. Dagurinn hefst kl. 11 með lof- gjörðarguðsþjónustu en þar mun barnakór Snælandsskóla syngja og leiða safnaðarsöng undir stjórn Heiðrúnar Hákonardóttur. Strax að guðsþjónustu lokinni fer fram kynning á Alfa-námskeiði sem hefst í kirkjunni nk. fimmtudags- kvöld og verður boðið upp á léttan hádegisverð á meðan kynning fer fram. Alfa-námskeið hafa víða verið haldin í kirkjum á höfuðborg- arsvæðinu með góðum árangi, enda gefst þar einstakt tækifæri til að kynnast grundvallaratriðum krist- innar trúar á skemmtilegan og samfélagseflandi hátt. Allir áhuga- samir eru hvattir til að mæta og kynna sér málin. Að kvöldi sunnudagsins, kl. 20.30 verður kvöldsamkoma í umsjá sr. Guðmundar Karls Brynjarssonar. Hljómsveit mun leika undir létta og skemmtilega tónlist sem allir geta tekið undir. Vertu velkomin/n í Hjallakirkju á sunnudag. Morgunblaðið/Jim Smart Biblíusýning í Seljakirkju Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14.Þorvaldur Halldórsson kemur í heimsókn með tónlistardagskrá. Allir velkomnir. Um- sjón sr. Frank M. Halldórsson. Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópa- vogi. Samkoma í dag kl. 11-12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Létt hressing eftir samkomuna. Allir hjartanlega vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Akureyrarkirkja. Hádegistónleikar kl. 12. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel kirkjunnar. Lesari sr. Jóna Lísa Þorsteins- dóttir. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.