Morgunblaðið - 02.02.2002, Page 47
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 47
Í TILEFNI Biblíudagsins verður
Biblíusýning í anddyri kirkjumið-
stöðvar Seljakirkju. Fjallað er um
tilurð Biblíunnar í máli og mynd-
um. Varpað er ljósi á ritunarsögu
og útbreiðslu Biblíunnar. Greint er
frá uppruna prentlistar og þýðingu
Biblíunnar á íslenska tungu. Á sýn-
ingunni verða Biblíur til sýnis í
eldri og yngri útgáfum, ásamt
margs konar skýringarritum á
ýmsum tungumálum.
Sýningin verður opnuð að lokinni
guðsþjónustu sem hefst kl. 14
sunnudaginn 3. febrúar. Í guðsþjón-
ustunni munu Margrét Sigursteins-
dóttir aðstoðarskólastjóri í Selja-
skóla og Auður Ögmundsdóttir,
kennari við Ölduselsskóla, greina
frá afstöðu sinni til Biblíunnar.
Biblíusýningin verður opin út febr-
úarmánuð og munu skólar hverfis-
ins nýta sýninguna til kennslu.
Biblíudagurinn í
Hafnarfjarðarkirkju
BIBLÍUDAGUR þjóðkirkjunnar er
sunnudaginn 3. febrúar. Af því til-
efni er sunnudagsguðsþjónustan í
Hafnarfjarðarkirkju helguð Bibl-
íunni. Hefst hún kl. 11. Guðspjall
dagsins verður lesið bæði á íslensku
og kínversku, en organisti kirkj-
unnar, Natalía Chow, er fædd og
uppalin í Hong Kong sem nú til-
heyrir Kína. Kór kirkjunnar leiðir
safnaðarsöng og prestur er sr. Þór-
hallur Heimisson. Eftir guðsþjón-
ustuna mun sr. Þórhallur sýna Bibl-
íusafn sitt, en hann á safn Biblía frá
ýmsum löndum, m.a. kínverska,
rússneska, tékkneska, latneska,
spænska, grænlenska, franska,
gríska og margar fleiri. Boðið verð-
ur upp á kaffi í safnaðarheimilinu
að venju, en sunnudagaskóli fer þar
fram samhliða guðsþjónustu Biblíu-
dagsins.
Biblíudagurinn –
guðsþjónusta í
Laugarneskirkju
ÁRLEGUR Biblíudagur verður
haldinn næstkomandi sunnudag, 3.
febrúar. Guðsþjónusta, sérstaklega
helguð Biblíudeginum, verður í
Laugarneskirkju kl. 11 f.h.
Ársfundur Hins íslenska Biblíu-
félags verður haldinn í safn-
aðarheimili Laugarneskirkju kl.
15.30. Kaffiveitingar í boði sóknar-
nefndar.
Árlega er starfs Hins íslenska
Biblíufélags minnst á Biblíudegi og
vakin athygli á Biblíunni og mikil-
vægi hennar fyrir trú og menningu.
Meginviðfangsefni Biblíufélags-
ins undanfarin 11 ár hefur verið ný
þýðing Gamla testamentisins og sér
nú brátt fyrir endann á því starfi.
Hið íslenska Biblíufélag tekur
þátt í alþjóðlegu samstarfi Samein-
uðu Biblíufélaganna og hefur á
Biblíudaginn verið safnað til verk-
efna á vegum þess.
Söfnun félagsins á Biblíudaginn
nú er til stuðnings Biblíufélaginu í
Rúmeníu sem við erfiðar aðstæður
vinnur að því mikla verkefni að
gera boðskap heilagrar Ritningar
aftur aðgengilegan í landinu. Eitt
af því sem Biblíufélagið í Rúmeníu
einbeitir sér að er götubörnin í
Búkarest.
Við guðsþjónustuna í Laugarnes-
kirkju mun Jón Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Hins íslenska Biblíu-
félags, predika. Prestur er María
Ágústsdóttir. Kirkjukór Laugar-
neskirkju ásamt organistianum
Gunnari Gunnarssyni annast tón-
listarflutning. Guðsþjónustunni
verður útvarpað.
Biblíufélagið býður alla hjartan-
lega velkomna til guðsþjónustunn-
ar.
Ársfundur félagsins verður í
safnaðarheimili Lauganeskirkju kl.
15.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Helgihald í Neskirkju
MESSA kl. 11. Barnastarf á sama
tíma. Sr. Örn Bárður Jónsson pré-
dikar og þjónar fyrir altari.
Drengjakór Neskirkju leiðir söng
undir stjórn Friðriks S. Kristins-
sonar. Organisti Reynir Jónasson.
Þátttakendur á Alfa II lesa ritning-
arlestra. Kaffisopi eftir messu og
síðan hefst Alfa II. Tekin verða
samskot til styrktar Biblíufélaginu.
Safnaðarheimilið opnað kl. 10 og
þá er hægt að koma og föndra.
Barnastarfið er í tveimur deildum,
8–9 ára í umsjá Auðar Olgu Skúla-
dóttur og Elsu Bjarnadóttur og svo
yngri börn í umsjá Guðmundu Ingu
Gunnarsdóttur og Rúnars Reynis-
sonar.
Kvöldmessa kl. 20. Þorvaldur
Halldórsson söngvari annast tón-
listarflutning og leiðir söng. Sr.
Örn Bárður Jónsson þjónar fyrir
altari en sr. Frank M. Halldórsson
prédikar og útdeilir altarissakra-
menti ásamt sr. Toshiki Toma,
presti innflytjenda.
Fólki gefst tækifæri til þess að fá
sérstaka fyrirbæn og handa-
yfirlagningu í messunni. Kaffisopi
að messu lokinni.
Fjölbreytt helgihald
í Hallgrímskirkju
NK. sunnudagur verður með afar
fjölbreyttu efni frá morgni til
kvölds.
Fræðslumorgnarnir hefjast aftur
með fyrirlestraröð um fjölskyldu-
mál. Þá verður messa og barnastarf
kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson prédik-
ar og þjónar fyrir altari ásamt sr.
Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Organ-
isti er Mattias Wager sænskur org-
elleikari, sem er sérfræðingur í
orgelleik af fingrum fram. Hann
mun spinna orgeltónlist í kringum
sálma messunnar, sem allir eru
sungnir einradda við forsöng af fé-
lögum úr Mótettukór Hallgríms-
kirkju. Magnea Sverrisdóttir stýrir
barnastarfinu.
Þessi messudagur er hinn árlegi
Biblíudagur og mun þess verða
minnst í messunni og gjöfum til
Hins ísl. Biblíufélags veitt móttaka
við kirkjudyr.
Um miðjan daginn kl. 17 verða
orgeltónleikar, leikið af fingrum
fram. Mattias Wager frá Svíþjóð
leikur á orgelið. Tónleikarnir eru á
vegum Listvinafélags Hallgríms-
kirkju í samvinnu við Tónskóla
þjóðkirkjunnar.
Um kvöldið verður síðan Kvöld-
messa kl. 20. Sr. Jón Dalbú Hró-
bjartsson annast messuna. Schola
cantorum syngur undir stjórn
Harðar Áskelssonar sem einnig
verður organisti.
Kvöldmessur eru að jafnaði einu
sinni í mánuði. Kvöldmessurnar í
Hallgrímskirkju eru helgistundir
við kertaljós þar sem lögð er
áhersla góða tónlist, íhugun, brotn-
ingu brauðsins og bæn.
Kjarnafjölskyldan
í kreppu
NÆSTKOMANDI sunnudag, 3.
febrúar, hefjast að nýju fræðslu-
morgnar í Hallgrímskirkju og verð-
ur febrúarmánuður helgaður mál-
efnum fjölskyldunnar.
Sigmundur Ernir Rúnarsson rit-
stjóri mun ríða á vaðið og ræða um
efnið Kjarnafjölskyldan í kreppu.
Sigmundur Ernir ritaði ritstjórnar-
grein í blað sitt DV í nóvember síð-
astliðnum þar sem hann komst svo
að orði: „Á tiltölulega skömmum
tíma hafa orðið stórfelldar breyt-
ingar í lífi fjölskyldna í íslensku
þjóðfélagi. Kjarnafjölskyldan hefur
verið á hröðu undanhaldi á seinni
árum. Blandaðar fjölskyldur, þar
sem eru stjúpbörn eða óhefðbundin
samsetning, eru komnar í meiri-
hluta í samfélaginu. Lausung og
frjálsræði í fjölskyldumálum hefur
líklega aldrei verið meira hér á
landi. Skilnaðir þykja orðið svo
sjálfsagðir að stóru vinahóparnir
parast upp á nýtt á um það bil 15
árum. Raðkvæni þykir sjálfsagt og
eðlilegt. Við þessu var að búast? Á
Íslandi hefur um langt árabil verið
rekin samfélagsstefna sem níðist á
fjölskyldunni, einkum ungu barna-
fólki í sambúð og síðar hjóna-
bandi.“
Hér er fast að orði kveðið.
Án efa verður áhugavert að
hlýða á erindi Sigmundar Ernis og
rök hans fyrir staðhæfingum sín-
um.
Fjölskyldumessa
með ævintýri í
Digraneskirkju
Á SUNNUDAGINN verður fjöl-
skyldumessa kl. 11 í Digranes-
kirkju í Kópavogi. Þá mun Stopp-
hópurinn flytja leikritið Ævintýri
Kuggs og Málfríðar eftir Sigrúnu
Eldjárn. Leikarar: Eggert Kaaber
og Katrín Þorkelsdóttir. Leikstjóri:
Valgeir Skagfjörð. Leikritið fjallar
um vináttu sem brúar kynslóða-
bilið.
Eftir leikritið fara börnin niður í
kapellu með leiðtogum sunnudaga-
skólans og halda þar áfram. Eftir
messu og sunnudagaskóla er unnt
að fá léttan hádegisverð í safnaðar-
sal á vægu verði.
Margét Eir og gospel-
kórinn í léttmessu
í Árbæjarkirkju
NÚ er rétt ár síðan Árbæjarkirkja
byrjaði reglulega með léttmessur
fyrsta sunnudagskveldið í hverjum
mánuði klukkan 20 og hafa aðsókn-
in og undirtektirnar verið með ólík-
indum.
Léttmessurnar eru byggðar
þannig upp að orgelinu er gefin
hvíld en nútímalegri og léttari
gospel tónlist leyft að njóta sín, að
sjálfsögðu er farið í gegnum alla
liði messunar óbreytta nema að
hugvekjan hefur verið skorðuð við
7 mínútur.
Upphaflega var markmiðið að
höfða til ungs fólks sérstaklega en
það hefur sýnt sig það er fólk á öll-
um aldursskalanum sem mætir og
gleðst saman í léttmessunum.
Að þessu sinni stendur mikið til í
tónlistarflutningnum því gospelkór
Árbæjarkirkju mun syngja hressi-
leg gospellög á borð við O’happy
day og God is working ásamt söng-
konunni frábæru Margréti Eir.
Pavel Manasek, stjórnandi gospels-
kórsins og organisti Árbæjar-
kirkju, mun leika fimum fingrum á
flygilinn ásamt léttsveiflubandi. Sr.
Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir
altari og Margrét Ólöf Magnúsdótt-
ir starfsmaður í barnastarfi flytur
hugvekju. Meðlimir í gospelkórnum
lesa ritningarlestra og flytja bænir.
Eftir messu verður boðið upp á
kaffi, djús og kex í safnaðarheim-
ilinu og unglingar úr æskulýðsfé-
laginum taka samskot til styrktar
hjálparstarfi kirkjunnar.
Allir hjartanlega velkomnir í Ár-
bæjarkirkju á sunnudagskvöldið 3.
feb. kl. 20.
Árbæjarkirkja.
Alfa-námskeið og
kvöldsamkoma í
Hjallakirkju
SUNNUDAGINN 3. febrúar verður
nóg um að vera í Hjallakirkju,
Kópavogi.
Dagurinn hefst kl. 11 með lof-
gjörðarguðsþjónustu en þar mun
barnakór Snælandsskóla syngja og
leiða safnaðarsöng undir stjórn
Heiðrúnar Hákonardóttur.
Strax að guðsþjónustu lokinni fer
fram kynning á Alfa-námskeiði sem
hefst í kirkjunni nk. fimmtudags-
kvöld og verður boðið upp á léttan
hádegisverð á meðan kynning fer
fram.
Alfa-námskeið hafa víða verið
haldin í kirkjum á höfuðborg-
arsvæðinu með góðum árangi, enda
gefst þar einstakt tækifæri til að
kynnast grundvallaratriðum krist-
innar trúar á skemmtilegan og
samfélagseflandi hátt. Allir áhuga-
samir eru hvattir til að mæta og
kynna sér málin.
Að kvöldi sunnudagsins, kl. 20.30
verður kvöldsamkoma í umsjá sr.
Guðmundar Karls Brynjarssonar.
Hljómsveit mun leika undir létta og
skemmtilega tónlist sem allir geta
tekið undir.
Vertu velkomin/n í Hjallakirkju
á sunnudag.
Morgunblaðið/Jim Smart
Biblíusýning í
Seljakirkju Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14.Þorvaldur Halldórsson kemur í heimsókn
með tónlistardagskrá. Allir velkomnir. Um-
sjón sr. Frank M. Halldórsson.
Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópa-
vogi. Samkoma í dag kl. 11-12.30. Lof-
gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu-
fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir,
spurt og svarað. Á laugardögum starfa
barna- og unglingadeildir. Létt hressing
eftir samkomuna. Allir hjartanlega vel-
komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl.
10, 13 og 22 á FM 105,5.
Akureyrarkirkja. Hádegistónleikar kl. 12.
Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel
kirkjunnar. Lesari sr. Jóna Lísa Þorsteins-
dóttir.
Safnaðarstarf