Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6, 8 og 10.40. Vit 334. B.i. 14. Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.15. B.i 12 ára. Vit 339. 1/2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.20. Vit 319 Sýnd í Lúxus VIP kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Sjóðheitasta mynd ársins er komin. Tom Cruise + Penelope Cruz=Heitasta parið í dag. Ásamt ofurskutlunni, Cameron Diaz. Myndin er hlaðin frábærri tónlist en Sigur Rós á þrjú lög í myndinni. Frá leikstjóra Jerry Maguire. KEVIN SPACEY JEFF BRIDGES Sýnd kl. 8.30 og 10.20. Vit 333. B.i. 14 ára Strik.is RAdioX 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 2 og 4 . Ísl. tal. Vit 320 1/2 Kvikmyndir.com strik.is Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 325 Sýnd kl. 4. Enskt. tal. Vit 307 1/2 RadíóX 1/2 Kvikmyndir.is SV MBL Sýnd kl. 8 og 10.20. Vit 327 Sýnd kl. 1.45, 3.50 og 5.55. Vit 328 HJ MBL ÓHT Rás 2 DV Ó.H.T Rás2 Sýnd kl. 2. Ísl. tal. Vit 292 HK DV Hann er gæddur þeim hæfileika að geta séð fortíðina, að geta spáð fyrir um framtíðina og að geta látið hæfileika sína öðrum í te. FRUMSÝNING Byggt á sögu Stephen King HJ MBLÓHT Rás 2DV Frá leikstjóra Sea of Love kemur fyrsta spennumynd ársins. Með töffaranum, John Travolta (Swordfish, Face/Off), Teri Polo (Meet the Parents), Vince Vaughn (The Cell, Swingers) og Steve Buscemi (Armageddon, The Big Lebowski). Sýnd kl. 6. Edduverðlaun6 Sýnd kl. 8 og 10. B.i 14 ára ÞÞ Strik.is ÓHT Rás 2  HL Mbl Ó.H.T Rás2 Ó.H.T Rás2 Strik.is Strik.is HK DV Kvikmyndir.com SG. DV HL:. MBL Sýnd kl. 5.30 og 8. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i 14.Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12. Sjóðheitasta mynd ársins er komin. Tom Cruise + Penelope Cruz=Heitasta parið í dag. Ásamt ofurskutlunni, Cameron Diaz. Myndin er hlaðin frábærri tónlist en Sigur Rós á þrjú lög í myndinni. Frá leikstjóra Jerry Maguire. RAdioX  SG DV FRUMSÝNING 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 1 og 3. ísl tal 1/2 Kvikmyndir.com strik.is 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd sd kl. 1.45. Enskt tal. Sýnd kl. 10.30. Sýnd kl. 1, 3 og 5. Le Clerc förðunarvörurnar eru einstakar hvað efnisinnihald varðar, en það er einkum hrísgrjónasterkja og hrísgrjónapúður. Le Clerc, franskar förðunarvörur Kynning í Lyfju, Smáralind, sunnudaginn 3. febrúar frá kl. 14—18. PA R I S  18 81 Árshátíðarförðun í boði. Flottur kaupauki ef keyptir eru tveir hlutir í Le Clerc. ÞAÐ VORU drottningar tvær sem stigu á svið í Íslensku óperunni á fimmtudagskvöldið, ein íslensk og ein bresk. Þetta voru orð hins fyrr- nefnda og engin ástæða til að rengja þau. Íslenska drottningin var að sjálf- sögðu Páll „okkar“ Óskar, sem þótti tilefnið greinilega ærið því hann kom fram íklæddur beinhvítum samkvæmisklæðnaði. Með honum lék þýski hörpuleikarinn Monika Abendtroth, hægri hönd hans á plöt- unni Ef ég sofna ekki í nótt. Studd strengjakvartett léku þau og sungu gamlar perlur sem Páll Óskar hefur gert að sínum, í bland við lög af um- ræddri plötu sem er án efa ein sú allra besta sem kom út á síðasta ári en hefur þó af einhverjum óskiljan- legum orsökum farið glæpsamlega lítið fyrir. Palli er öryggið uppmálað þegar hann stendur á sviði og aðal hans, hin einlæga virðing fyrir tón- listinni, skein greinilega í gegn þetta fimmtudagskvöld. Skemmtikraftur af guðs náð. Breska drottningin sem á eftir fylgdi – aðalnúmmer kvöldsins Marc Almond – sýndi einnig og sannaði að hann er ekki síður skemmtikraftur en tónlistarmaður. Almond býður ekki upp á neina hefðbundna nost- algíu popptónleika, enda heldur eng- inn hefðbundinn uppgjafa „eitís“- poppari. Hann býður upp á sýningu, fjölbreytta efnisskipta söngdagskrá, þar sem aðalið er kröftugur en um leið nærgætinn flutningur, leikræn túlkun og náið samband við áhorf- endur. Sparleg hljóðfæraskipan – vélrænn og kuldalegur grunnur mýktur upp með lífrænum píanó- og gítarleik, miðast að því að söngrödd Almond fái sem best notið sín en eins og heyra má á nýju plötunni Stranger Things þá hefur hún aldrei verið betri. Eins og hann viðurkenndi sjálfur og var duglegur að minna áhorfend- ur á þá er söngröddin án efa jafnan betur á sig kominn en umrædda kvöldstund og kenndi hann um ferska og þurra Íslandsloftinu sem hann sagði hafa komið raddböndun- um í opna skjöldu. En hann lét sig hafa það – ætlaði sko ekki að klikka á dæminu eftir að hafa þvælst alla þessa vegalengd – í sönnum anda Marlene Dietrich að eigin sögn. Byrjunin var heldur brösug. Gló- kollurinn Almond steig á sviðið íklæddur skósíðum leðurfrakka (en ekki hvað?) og söng lagið „Come Out“ eftir íslenska þríeykið Jóhann Jóhannsson, Sigtrygg Baldursson og Sjón. Flutningurinn leið svolítið fyrir byrjunarörðugleikana. Almond tvístígandi við að reyna að átta sig á aðstæðum og samspil hins vél- og líf- ræna undirleiks lét fremur óþægi- lega í eyrum. En um leið og Almond hafði fundið fjölina, hneppt frá sér leðrinu og samruni véla og manna varð fullkominn varð ekki aftur snú- ið. Eftir að hafa lokið við magnaða rafræna blöndu af lögum af Stranger Things og eldri perlum varð undirleikurinn enn þá ber- strípaðri og Almond brá sér í kabar- ettgírinn sem hann hefur svo lengi daðrað við. Þá fengu leikrænu til- burðirnir líka notið sín fyrir alvöru, t.a.m. í yndislega kómískum flutn- ingi á „Jackie“ Jacques Brel. Einnig var gaman að heyra Almond syngja gamlan Berlínar-óð Lou Reed „Caroline Says“ með sínu nefi en þar sýndi hann vel hversu lunkinn hann er við að gera lög annarra að sínum. Innkoma íslensku listamannanna lánaðist og með miklum ágætum en Jóhann Jóhannsson útsetti sérstak- lega fyrir tónleikana þrjú lög af Stranger Things fyrir strengi og pí- anó. Sara Guðmundsdóttir átti og góða innkomu er hún söng á móti Al- mond í tveimur laganna. Eftir dágott uppklapp var síðan komið að rúsínunni í pylsuendanum, sem flestir í salnum voru handvissir um að ættu reyndar eftir að verða tvær. Það ætlaði allt að ganga af göflunum þegar drottningarnar tvær efndu loforð sitt og sungu dú- ettinn „Something’s Gotten Hold of My Heart“. Og þótt lúnar raddirnar næðu kannski ekki alveg hæstu hæðunum skipti það engu því þær voru í svo góðu gríni – og áhorf- endur líka. Lokalagið var síðan vit- anlega „Tainted Love“ og öll gömlu „eitís“-börnin risu úr sætum af taumlausri kátínu. Drottn- ingar tvær TÓNLEIKAR Íslenska óperan Tónleikar með breska söngvaranum Marc Almond fimmtudaginn 31. janúar 2001. Með honum komu fram tveir er- lendir hljóðfæraleikarar sem léku á píanó og gítar. Einnig komu fram íslensku lista- mennirnir Jóhann Jóhannsson, Sara Guð- mundsdóttir og strengjakvartett. Sér- stakur gestur Almonds var Páll Óskar Hjálmtýsson en hann sá einnig um upp- hitun ásamt Moniku Abendtroth. MARC ALMOND Skarphéðinn Guðmundsson Morgunblaðið/Golli Marc Almond heillaði gesti óp- erunnar með kröftugum og leikrænum flutningi. mbl.isFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.