Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 41 ✝ Sigríður Péturs-dóttir fæddist í Syðri-Hraundal í Álftaneshreppi hinn 5. september árið 1917. Hún lést 28. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Pétur Þorbergsson, bóndi í Syðri-Hraun- dal, f. 29.9. 1892, d. 12.10. 1973, og kona hans, Vigdís Eyjólfs- dóttir frá Kirkjubóli í Hvítársíðu, f. 8.3. 1889, d. 13.6. 1978. Sigríður var elst átta systkina en þau eru: Skúli, d. 19.9. 1989, Kristín, Guðrún, d. 4.8. 1994, Katrín, Þorbergur, Soffía og Eyj- ólfur. Sigríður giftist Guðmundi Árna- syni 8. júlí 1939. Hann fæddist á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu 11. júní 1909. Foreldrar hans voru Árni Guðmundsson, bóndi á Litla- bakka, og kona hans, Sigríður Stefánsdóttir frá Kverkártungu á Langanesströnd. Börn Sigríðar og Guðmundar eru: 1) Pétur V., kvæntur Ingibjörgu Sigfús- dóttur. Börn þeirra: Fjóla og Sigfús. 2) Árni S., kvæntur Þórunni B. Sigurðar- dóttur. Dóttir Árna frá fyrra hjónabandi er Jónína Guðný. 3) Kristín. Börn hennar eru: Sigríður Péturs- dóttir og Hrefna Guðmundsdóttir. 4) Skúli, sambýliskona hans er Guðbjörg Haraldsdóttir. Börn þeirra eru Guðmundur og Hjördís. 5) Stefanía, sambýlismað- ur hennar er Reynir Arason. Börn þeirra eru Helgi og Íris. Fyrir átti Stefanía soninn Jón Val Sigurðs- son. Barnabarnabörn Sigríðar eru átta talsins. Útför Sigríðar fer fram frá Safn- aðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sigríður, sem alltaf var kölluð Sísí, ólst upp hjá foreldrum sínum við sveitastörf eins og þau gerðust á þeim tíma og í stórum systkinahópi á heimili sem alltaf var mannmargt og mikið að gera. Hún var fljótt liðtæk við verkin og einstaklega vel vinn- andi, hvort sem um hannyrðir eða húsverk var að ræða. Þegar hún var tvítug árið 1937 veiktist hún alvar- lega og var ekki hugað líf langa hríð. Það sumar kom smiður til að vinna við nýbyggingu í Hraundal, hann var stór og sterkur og bar hana oft út í sólskinið meðan hún var máttfarin og gat ekki gengið. Sísí sigraði veik- indin og komst á fætur og giftist síð- an Guðmundi tveimur árum seinna. Sama ár eignuðust þau fyrsta barn- ið. Þau Guðmundur bjuggu fyrstu hjúskaparárin hjá foreldrum hennar í Syðri-Hraundal uns þau fluttu til Sandgerðis árið 1945. Tveimur árum seinna keyptu þau húsið Hjarðarholt í Sandgerði, þar sem þau bjuggu öll sín hjúskaparár. Hún var myndarleg húsmóðir og höfðingi heim að sækja. Alltaf átti hún kökur með kaffinu og hveitibrauðin hennar voru engu öðru lík. Hún var líka fljót að skella kjöt- bita í pott ef fólk var lengra að kom- ið. Enginn mátti án góðgerða frá henni fara. Þegar Sísí missti mann sinn hinn 19.11. 1958 var yngsta barnið aðeins tveggja ára er Guðmundur dó langt fyrir aldur fram. Þá fór hún að vinna utan heimilis og vann ýmis störf svo sem í þvottahúsi hersins á Keflavík- urflugvelli. En lengst af vann hún hjá fiskvinnslu Jóns Erlingssonar í Sandgerði. Þar átti hún góða daga hjá góðu fólki, en varð þá fyrir því óláni að detta með þeim afleiðingum að önnur mjöðmin brotnaði. Það dró dilk á eftir sér því að samsetningin á brotinu mislukkaðist og hún þurfti að fara í aðra aðgerð seinna. Meðan á öllu þessu gekk sýndi hún mikið æðruleysi og dugnað og náði því að ganga óhölt í mörg ár. Eftir að hún missti getu til úti- vinnu prjónaði hún mikið og nutu barnabörnin þess í ríkum mæli í sokkum og vettlingum, hún sá um að alltaf var nóg til af vettlingum, hversu oft sem þeir týndust. Öll barnabörnin hennar hændust að henni og voru henni kær. Þó varð al- nafna hennar henni tengdust, enda kom hún í Hjarðarholt nýfædd og dvaldi á heimili ömmu sinnar meira og minna til fullorðins ára, einnig dóttir hennar Kristín Lea. Á seinni árum sýndu þær mæðgur Sísí einstaka umhyggju og féll varla úr dagur að þær kæmu ekki til henn- ar. Sísí var glaðsinna og hafði gaman af að dansa, unni tónlist, söng vel og las mikið. Það var oft mannmargt á heimili hennar og glatt á hjalla, eink- um þegar hún hitti systkini sín, þá mátti oft heyra hlátrasköllin langar leiðir, þau voru mjög samhent og ná- in systkinin. Þegar heilsunni hrakaði árið 1998 flutti Sísí á dvalarheimilið Hlévang í Keflavík þar sem hún naut afbragðs umönnunar. Eftir síðustu áramót flutti hún á sjúkradeild dvalarheim- ilis Garðvangs í Garði og lést þar 10 dögum seinna 28. janúar síðastlið- inn. Blessuð sé minning hennar. Soffía og Ingibjörg. Elsku amma mín. Þú ert og hefur alltaf verið best. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég veit að þú ert á góðum stað og minningarn- ar geymi ég í hjarta mínu. Þegar Kristín Lea fermist þá höldum við stól fyrir þig eins og þú varst búin að biðja um ef þú kæmist ekki. Megi guð þig geyma, elsku amma mín. Hvílstu vel. Ástarkveðja. Ávallt þín Kristín Lea. Elsku mamma mín. Þá ertu farin frá okkur og hefur fengið góða hvíld eftir erfið veikindi. Mig langar til að þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið mér og dætr- um mínum um alla tíð. Hugurinn hvarflar til allra stundanna þegar við systkinin vorum að alast upp. Þá var oft kátt í Hjarðarholti og nóg pláss fyrir alla vini okkar þótt ekki væru fermetrarnir margir. Lífið fór ekki alltaf um þig mjúk- um höndum en þú varst bæði dug- leg, sterk og lund þín var kát og létt. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Við viljum þakka starfsfólkinu á Hlévangi og Garðvangi fyrir ein- staka umönnun og hlýju. Elsku mamma mín, þakka þér fyr- ir allar góðu stundirnar Guð geymi þig. Kristín. Elsku amma. Mig langar til að kveðja þig með fallega ljóðinu sem hún Þórunn gerði: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt, Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð (Þórunn Sig.) Guð verndi þig og afa. Þín Íris. Elsku besta amma mín. Nú ertu farin og þín verður sárt saknað, en við vitum að þú verður samt alltaf hjá okkur og við vitum að þér líður vel núna. Það var alltaf gott að koma til þín í Hjarðarholt eftir skóla og oft varstu búin að baka jólakökur eða hveitibrauð og þá sátum við og átum og spiluðum rommí eða olsen olsen. Ég gleymi því heldur ekki að allt- af þegar ég fékk að sofa hjá þér þeg- ar ég var lítill sagðir þú mér alltaf sömu sögurnar áður en við fórum að sofa og alltaf fannst mér jafn gaman að hlusta á þær. Elsku amma, þú varst alveg ein- staklega góð kona og þú gerðir allt fyrir alla, og ekki vantaði húmorinn, hann var nú í góðu lagi og við hlóg- um oft mikið saman. Ég man sér- staklega eftir því núna rétt fyrir jól- in þegar ég, mamma, Sísí og Kristín Lea vorum í heimsókn hjá þér og ég og mamma vorum að jóðla og semja vísur fyrir þig og við grenjuðum úr hlátri. Sú stund er ógleymanleg. Þakka þér fyrir allt, elsku amma mín, guð geymi þig og megir þú hvíla í friði. Þín Hrefna Magnea Guðmundsdóttir. SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR ✝ Lilja Vigfúsdóttirfæddist á Stað í Reykjanessveit 2. febrúar 1917. Hún andaðist á Borgar- spítalanum 12. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ingi- björg Einarsdóttir og Vigfús Stefánsson í Flatey á Breiðafirði. Lilja ólst upp í Flatey ásamt þremur systk- inum og er systir hennar Guðlaug Vig- fúsdóttir ein eftirlif- andi, búsett í Stykkishólmi. Lilja giftist 13. nóvember 1941 Sigur- geiri Friðrikssyni frá Reykjavík, f. 1.5. 1916, d. 15.2. 1996. Foreldrar hans voru Jónína Björg Jónsdóttir frá Krossi og Friðrik Hansson frá Hækingsdal í Kjós. Börn Lilju og Sigurgeirs eru: 1) Sigurbjörg, f. 28.9. 1938, d. 12.12. 1940. 2) Steinunn, f. 16.7. 1940, maki Sigurberg Einarsson, þau eiga þrjú börn. 3) Dröfn, f. 19.6. 1942, maki Eggert Böðvarsson, látinn, áttu þau tvö börn, maki Helgi Ólafsson, eiga þau tvö börn. 4) Bryndís, f. 20.10. 1947, maki Hrafnkell H. Kristjánsson, þau eiga fjögur börn. 5) Geir Hafsteinn, f. 22.12. 1948, maki Gunnhildur Ólafs- dóttir, eiga þau þrjú börn, 6) Hreinn, f. 1.3. 1953, maki Sess- elja Jónsdóttir, eiga þau tvö börn. 7) Rut, f. 24.3. 1954, maki Jens Arason, börn hennar eru þrjú. 8) Jón Björn, f. 26.4. 1956, fyrrverandi maki Guð- munda Sigfúsdóttir, eiga þau þrjú börn. Lilja var húsmóðir en vann ýmis störf með, utan heimilis, lengst af hjá niðursuðuverksmiðjunni Ora. Útför Lilju fór fram frá Foss- vogskapellu 22. janúar síðastliðinn í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Í dag 2. febrúar hefði Lilja tengda- móðir mín orðið 85 ára, stórafmæli, en 12. janúar síðastliðinn, fallegan laug- ardagsmorgun, kvaddi hún okkur úr þessu jarðneska lífi. Andlátið bar brátt að, kom okkur svolítið á óvart, en samt ekki. Einhver hafði orð á því að hún hefði „dáið með sæmd.“ Það hefði ekki verið hennar stíll að liggja lengi veik á spítala. Ég leit upp til himins út um gluggann er ég hafði heyrt af andláti hennar og sá að það eins og birti upp og ég greindi skýjarof, leiðin hennar var greið, fannst mér. Hún var svona „alvöru fólk“, fædd í Breiðafirðinum og alin upp í Flatey. Sagði hún okkur margar sögur þaðan frá æsku sinni og einnig barna hennar er þau fóru „í sveit“ til afa og ömmu, foreldra Lilju. Hún sagði okkur af fuglalífinu, eggja- tökunni, sjávarlífinu, dúntökunni, mataræðinu og mannlífinu. Við gát- um hlustað endalaust á þessar sögur. Flatey var henni alltaf mjög hug- leikin og fyrir nokkrum árum áttum við því láni að fagna að hittast útí eyju, Lilja og systir hennar Lauga voru með húsnæði þar í vikutíma og komum við þar börn og nokkur barnabörn, nokkurskonar ættarmót. Við gengum í gegnum þorpið og hlustuðum á þær systur segja frá hús- unum, hvað þau heita og hverjir bjuggu þar og lifðu. Húsin og göturn- ar hreinlega lifnuðu við, hróp og köll og mannatal heyrðist um allt, menn að verka sjávarfang sitt og konur að nýta, svo lifandi var frásögn og upp- lifun systranna þarna í eyjunni sinni að við sáum þetta fyrir okkur mynd- rænt og hrifumst með. Við gengum inní kirkjuna og þar á veggjum mátti sjá myndverk Baltasars og nafn- greindu systurnar þó nokkur andlit, menn sem höfðu búið í eyjunni er listamaðurinn málaði svipi þeirra. Við skoðuðum bókasafnið sem Vigfús „afi“ gætti meðan hans naut við, fal- legt hús og að ég held elsta bókasafn landsins. Að lokum stoppuðum við í kirkjugarðinum við leiði foreldra Lilju þar sem synir hennar lagfærðu legstein þeirra og sátum við þar góða stund og ferðuðumst í huganum með systrunum um æskuslóð þeirra í Flat- ey. Ógleymanlega ferð og yndislegar minningar núna. Nú eru liðin 26 ár síðan ég hitti þau hjón Lilju og Sigurgeir fyrst í Kópa- voginum þegar sonur þeirra Geir kynnti mig fyrir þeim. Þau tóku mér mjög vel frá fyrsta degi og hafa okkar samskipti einkennst af virðingu og væntumþykju. Þau byggðu sér heim- ili í tvíbýli fyrir um fjörutíu árum ásamt góðum nágrönnum sínum alla tíð, á efri hæðinni, Guðmundi og Est- er, og hefir húsinu öllu innan sem ut- an verið vel við haldið, snyrtilegt og borið vott um dugnað og vandvirkni íbúanna. Alveg frá fyrsta degi fannst mér Lilja tengdamamma spennandi og áhugaverð kona sem heiður var af að kynnast og fannst mér eins og ég kæmi alltaf andlega ríkari af hennar fundum. Breiðafjarðarviskan, kær- leikurinn og auðmýktin einkenndu hana öðru fremur, orðheppin var hún og brá oft fyrir sig skemmtilegum orðtökum og máltækjum sem vísuðu til lífspeki genginna kynslóða eða gömlum vísubrotum og hendingum sem hentuðu augnablikinu, þá oftast bráðfyndin. Eins fannst mér gaman að hlusta á hana tala tungumál sigl- ingamanna þegar hún talaði við Haf- stein Ægi, son minn um hans íþrótt, en hann stundar siglingar og þau hreinlega töluðu eitthvert sér tungu- mál. „Iss sagði hún, svona var talað í Flatey í gamla daga.“ Hún fylgdist vel með barnabörnum sínum og barnabarnabörnum sem eru orðin mörg. Vissi af þeim, hvað þau voru að aðhafast hverju sinni. Mér fannst Lilja vera gáfuð kona, örugg í framkomu og frásögn, sjálf- stæð og stolt, en húsmóðir frammí fingurgóma. Hún var mannþekkjari og hafði skoðanir á málefnum, en var ekkert endilega að flíka þeim og hlustaði á skoðanir annarra, sigldi milli skers og báru og varð ekki sund- urorða við fólk og aldrei heyrði ég hana hallmæla neinum, ekki hennar stíll enda gott að treysta henni. Lilja var mjög trúuð og vitnaði oft í sálma og bænir. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Þegar Aldís Mjöll, yngsta dóttir okkar eignaðist „sérherbergi“ gaf Lilja amma henni þessar tvær kvöld- bænir fallega myndskreyttar, sem hún hafði fengið Steinu dóttur sína til þess að útbúa í tölvunni, falleg gjöf sem yljar barni um hjartarætur um ókomin ár. Lilja varð ekkja fyrir sex árum og sýndi ótrúlegan dugnað og þraut- seigju sérstaklega þegar haft er í huga hve sjóndöpur hún varð hin síð- ari ár og var aðdáunarvert að fylgjast með hvernig hún bjargaði sér rétt eins og önnur skilningarvit hefðu margfaldast við þessa raun, því hún bjó ein áfram í íbúð þeirra hjóna. Hún hlífði svolítið fólkinu sínu og ég held hún hafi látið sem hún sæi betur og liði betur en hún gerði í raun, sem lýsir sér vel í því sem Laufey dóttir mín sagði, eftir að hafa kvatt hana eftir jólafrí, „hún amma er svo hress og svo skýr í kollinum að við eigum eftir að hafa hana í mörg ár í viðbót.“ En Lilja var líka að þvo þvott daginn áður en hún dó. Hún afþakk- aði matarheimsendingar og eldaði sjálf, en Lilja, dótturdóttir hennar mátti koma annan hvern laugardag og „sjæna aðeins til.“ Glettin var hún og gott að ylja sér á minningum er við sátum við eldhúsborðið og einnig þeg- ar Lauga systir hennar var í heim- sókn, þar sem þær létu gamminn geisa og sögðu skemmtilegar sögur af sér og sínum og svo var hlegið mikið, ekki síst þær. Lilja tengdamamma var frábær móðir, tengdamóðir og amma sem all- ir elskuðu og sakna nú sárt. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Megi góður Guð blessa minningu hennar. Gunnhildur Ólafsdóttir. LILJA VIGFÚSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.